Morgunblaðið - 29.01.1994, Page 15

Morgunblaðið - 29.01.1994, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1994 15 > I > I > £ I I Eins og við hin ... eftirFrank Úlfar Michelsen Um margt er spjallað þessa dag- ana manna á meðal og ekki hvað síst um prófkjör sjálfstæðismanna víða um landið. Hér í Reykjavík er um marga góða frambjóðendur að ræða og er mismunandi hve mikið ber á þeim í auglýsingum í ijölmiðl- um. Einn er sá sem lítið ber á en að mínu mati á fullt erindi í mál- efni Reykjavíkurborgar. Sá er Axel Eiríksson, formaður Úrsmiðafélags íslands. Fulltrúi atvinnulífsins og öruggari gatnamótum þar sem notaðar eru slaufur og á umferðar- þungi að segja til um hvar þörfin er brýnust. Einnig leggur Axel áherslu á að taka aðalæðar umferð- arinnar út úr íbúðarhverfum. Axel vill að lögreglustöðvar verði settar upp í úthverfum og/eða þar sem þörf er á í ljósi mjög góðrar reynslu lögreglustöðvar í Efra-Breiðholti þar sem fyrirmyndarsamvinna var á milli íbúanna, jafnt ungra sem eldri, og starfandi lögreglumanna. Axel sér fyrir sér að öll hverfí borg- arinnar hafi sinn „heimakrók" þar sem verslun og þjónusta verði á einum stað og gott aðgengi fyrir gangandi fólk ekki síður en fyrir „ Axel hefur verið vak- andi yfir málefnum smáiðnaðar og hand- verks og verið ötull talsmaður um fram- gang og vöxt smáiðnað- arfyrirtækja.“ akandi. Hugmyndin er að lítil torg með gróðri, bekkjum og rennandi vatni verði búin til í skjóli bygginga sem húsa t.d. verslanir, smáíðnað, þjónustu, veitingar, lögreglustöð, skóla, bíó og hvað sem þarf til að Axel Eiríksson draga að mannlíf, hvort sem er að degi til eða kvöldi. í eldri hverfum verði athugað hvað hægt er að gera fyrir þessa 'hugmynd, „heima- krókinn". Samtvinnaður þessu er hin mikli áhugi Axels á fjölskyld- unni, öryggi hennar og velferð. Ég hef hér stiklað á stóru og hef í raun frá miklu meira að segja. Við Axel höfum ferðast saman er- lendis, unnið saman hér heima í stjórn Úrsmiðafélags íslands og átt mikil samskipti. Ég tel mig þekkja Axel mjög vel og mun kjósa Axel í prófkjörinu. Tryggum að Axel Eiríksson úrsmiður hljóti 6.-9. sæti. Höfundur er úrsmiður og rekur isamt föður sínum úra- og skartgripaverslunina „Sviss — Franch Michelsen úrsmíða- meistari“ og er einnig ritari í stjórn Ursmiðafélags Islands. Axel er iðnaðarmaður og hefur unnið við fag sitt, úrsmíði, frá því hann lauk námi. Axel Eiríksson þekkir það að vinna fyrir sér og fjölskyldu sinni með höndunum. Axel hefur rekið sitt eigið frirtæki, bæði verkstæði og verslun, sl. 20 ár. Axel hefur verið vakandi yfír málefnum smáiðnaðar og hand- verks og verið ötull talsmaður um framgang og vöxt smáiðnaðarfyrir- tækja. Axel hefur starfað í sam- vinnu við Landssamband iðnaðar- manna um árabil og þekkir því vel til þeirra erfiðleika sem iðnaðurinn berst við og vill taka á svo að iðnað- urinn verði í stakk búinn að taka við því vinnuafli sem fram kemur á næstu árum. Víst er að hugmynd- ir Axels kæmu þar að góðum not- um. Bætt umferðarmenning og öryggi Hverfaskipulag og umferðarör: yggi hefur verið Axel hugleikið. í umferðinni vill hann auka öryggi allra sem í Reykjavík búa með betri Traustur fulltrúi eldri kynslóðar eftir VíkingH. Arnórsson Páll Gíslason læknir tekur þátt í próflqöri Sjáflstæðisflokksins sem fram fer um næstu helgi og sækist eftir 2. sæti á lista þeim sem flokkur- inn býður fram til borgarstjómar- kosninga á vori komanda. Páll hefur setið lengi í borgar- stjórn Reykjavíkur. Hann hefur kynnst ótal verkefnum sem þar hefur verið við að fást og tekist á við lausn þeirra ásamt sínu samstarfsfólki. Ahugi Páls á þjóðfélagsmálum vaknaði snemma og strax á Akranes- árunum fyrir margt löngu gaf hann sig að bæjarmálefnum, sat þar í bæjarstjóm um árabil. Reynsla Páls á sviði sveitarstjómarmála er því orðin löng og margbreytileg. Hin síð- ari árin hefur hann látið sig sérstak- lega skipta málefni aldraðra og beitt sér fýrir byggingaframkvæmdum í þeirra þágu á vegum borgarinnar. Nýting náttúruauðlinda hefur ver- ið Páli hugleikið viðfangsefni hvort sem um hita úr iðrum jarðar hefur verið að ræða eða beislun vatns til orkugjafar og neyslu. Honum hefur veirð falin forganga í þessum málum og setið lengi í stjórn veitustofnana Reykjavíkurborgar. Páll hefur gefíð sig mikið að heil- brigðismálum, skipAlagi þeirra og framkvæmd og í þeim efnum gegnt ábyrgðarstörfum fyrir Reykjavíkur- borg. Páll hefur starfað mikið í skáta- hreyfíngunni og gegndi stöðu Skáta- höfðingja íslands um árabil. Mikilvægt er að sú vlðtæka reynsla og kunnugleiki sem Páll hef- ur öðlast á mönnum og málefnum nýtist sem best með áframhaldandi „Tryggjum Páli 2. sæti á lista sjálfstæðis- manna.“ setu hans í borgarstjórn. Hann er við góða heilsu, áhuginn vakandi og þar sem á þessu ári mun um hægj- ast á hans aðalstarfsvettvangi, þ.e.a.s. í lækningastarfseminni, gefst honum enn betra ráðrúm til að sinna borgarmálum. Loks skal minnt á að mikilsvert er að elda fólkið eigi verðugan full- trúa í borgarstjóm Reykjavíkur. Tryggjum Páli 2. sæti á lista sjálf- stæðismanna. Höfundur er prófessor og forstöðumaður á Barnaspítala Hringsins (Landspítala). Páll Gíslason I I I » I I i I 1- Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi - í borgarráði frá 1986 og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 1990. Bréftil sjálfstœðismanna íReykjavík. Veljum sterkan framboðslista Kæri samherji. Sjálfstæðisfólk í Reykjavík hefur sýnt mér þann trúnað að velja mig í forystusveit Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn undanfarin kjörtímabil. Ég var fyrst kjörinn borgarfulltrúi 1982 og tók þá við formennsku í skipulagsneöid. Ég hef átt sæti í borgarráði frá 1986 og verið varaformaður þess síðustu tvö ár. í störfum mínum sem borgarráðsmaður og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga hef ég lagt áherslu á að efla og styrkja sveitarfélögin og færa verkefni frá ríki til sveitarfélaga. Þau atriði sem ég tel skipta meginmáli við störf borgarstjórnar á næstunni eru traust íjármálastjórn og markvissar aðgerðir til að efla atvinnulífið í borginni. Það er undirstaða þess að unnt verði að leysa margvísleg velferðarmál borgarbúa á viðunandi hátt. Ég hvet þig eindregið til að kjósa í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Það er á valdi kjósenda í prófkjöri, að ákveða röð á listanum. Þar færð þú tækifæri til að velja þann hóp sem þú treystir best til að leiða Sjálfstæðisflolddnn til sigurs í næstu borgarstjórnarkosningum. Ég leita eftir stuðningi þínurn og góðri kosningu í eitt efsta sœtið á framboðslistanum. Þannigfengi ég best tœkifœri til að sinna margvíslegum málefnum í þágu Reykjavíkur á nœsta kjörtímabili.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.