Morgunblaðið - 29.01.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.01.1994, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1994 -t Á braut til betri lífskjara eftir Valgerði Sigurðardóttur Nú um helgina verður prófkjör sjálfstæðismanna í Hafnarfirði til bæjarstjórnarkosninga í vor. Margt frambærilegra kvenna og karla er í framboði og kemur nú til kasta bæjarbúa að velja fólk til forystu. Sjálfstæðisstefnan er boðar frelsi til orðs og athafna er sú stefna sem ég aðhylltist ung. Gekk ég þá 21 árs gömul til liðs _ við Sjálfstæðiskvennafélagið Vor- " boða til að staðfestá skoðanir mín- ar sem ganga út á að vernda per- sónuleika hvers og eins og efla blómlegt mannlíf bæjarbúa. Málaflokkar bæjarfélagsins eru 37, fyrir utan bæjarráð og -stjórn. Þessa málaflokka er nauðsynlegt að hafa alla í farteskinu þegar til bæjarstjórnarstarfa kemur.' Sem frambjóðandi set ég þau málefni á oddinn sem mér fínnst brýnust. Svo má deila um hvað er brýnna en annað. Undirstaða bæjarfélags- ins er fjárhagur, atvinnumál, menntun og heilbrigði. Fjárhagur- inn er bágur ef ástand atvinnu- .mála er í molum. Sama gegnir um menntun og heilbrigði ef fé er ekki fyrir hendi. Ég legg áherslu á lægri álögur á atvinnuskapandi verkefni til að tryggja hag okkar Hafnfirðinga. Ástæðan er sú að hér eru margar smáar einingar sem skapa mikla vinnu. Slík starfsemi stendur á tímamótum. Ef við lítum í kringum okkur sjáum við hvar stóru fyrir- tækin sameinast vítt og breitt um landið. Kvótinn færist á færri hendur og bátarnir okkar fá minna að veiða. Þarna verðum við að vera vakandi á verðinum. Ég vil minna á þá framtakssemi sem sjálfstæðismenn sýndu fyrir rúmum fjórtán árum er þeir lögðu upp með þær framkvæmdir að byggja Suðurbakkann. Ég vil fjalla um þetta hér vegna þeirra mörgu meintu sigra sem kratar telja sig hafa unnið í uppbyggingu hér í bæjarfélaginu, en stærstu skipu- lagsframkvæmdir sem hafa verið gerðar við höfnina fyrr og síðar hafa verið unnar af sjálfstæðis- mönnum. Þessu er nauðsynlegt að halda á lofti því án þeirrar lífæðar sem höfnin er væru byggingamar hér í bæ bæði færri og smærri. Ég vil vekja athygli á hinum nýja viðlegukanti á Suðurbakka en hann er annar stærsti viðlegu- kantur landsins, alls 430 metrar. Með tilkomu þessa mikla kants og vegna stórtækra dýpkunar- framkvæmda sem unnar hafa ver- „Ég hef lagt áherslu á áframhaldandi upp- byggingu og £j ónustu hafnarinnar. I nýju að- alskipulagi fyrir Hafn- arfjörð fram til ársins 2012 er ekkert minnst á höfnina, sem er alvar- legt mál.“ ið við hann getum við tekið á móti fleiri og stærri skipum en nokkurn tíma áður. Skipulag Suð- urbakka gerir ráð fyrir frysti- geymslum, fiskgeymslum og ann- arri þjónustu tengdri útgerð. Eftir- sóknarvert hefur verið fyrir þjón- ustufyrirtæki að hafa aðstöðu á Suðurbakka og hafa færri komist að en vilja. Samfara þessu mannvirki hafa æ fleiri fiskverkendur komið sér fyrir í næsta nágrenni þessa svæð- is. Nú á tímum atvinnuleysis og kvótaniðurskurðar hafa hafnfirsk- ir verkendur nýtt sér þessa önd- vegisaðstöðu til atvinnuskapandi verkefna. Frá því í apríl á síðasta ári hafa komið hingað 10 rússneskir togar- ar með frá 160 til 700 tonna farm hvert skip. Aðeins lítill hluti þessa afla hefur verið umskipaður en stærstur hlutinn hefur verið unn- inn hér í Hafnarfirði. Hefur þessi starfsemi haldið á annað hundrað manns í vinnu og verið gífurleg tekjuaukning fyrir bæjarfélagið. En betur má ef duga skal. Ég hef lagt áherslu á áframhaldandi upp- byggingu og þjónustu hafnarinn- ar. I nýju aðalskipulagi fyrir Hafn- arfjörð fram til ársins 2012 er ekkert minnst á höfnina, sem er alvarlegt mál. Kratarnir virðast ekkert sjá út fyrir hafnargarðinn. Við sjálfstæðismenn höfum sýnt og sannað að við sjáum lengra. Ég tek þátt í prófkjörinu vegna starfa minna innan Sjálfstæðis- flokksins til margra ára. Undan- farin tólf ár hef ég setið í nefndum á vegum bæjarins, átta ár í jafn- réttisnefnd, þar af fjögur ár sem formaður og síðustu fjögur ár sem varamaður í hafnarstjóm. Einnig hef ég átt þess kost að vera kölluð inn í bæjarstjórn á síðasta kjör- tímabili. I síðasta prófkjöri varð ég í níunda sæti. Ég varð fjórða konan á listanum. Þær þijár konur sem áttu sæti fyrir ofan mig hafa allar tekið þá ákvörðun að gefa ekki kost á sér til endurkjörs á vori komanda. Valgerður Sigurðardóttir Ég er 40 ára og hef starfað innan flokksins síðustu tuttugu ár, þar af átta ár í stjórn Vorboða og nú undanfarin ár sem formaður. Að fenginni reynslu minni í fé- lags- og bæjarmálum, með styrk- um stuðningi fjölskyldu minnar, tel ég mig tilbúna að axla þá miklu ábyrgð sem fylgir því að setjast í bæjarstjórn. Með stuðningi við mig í þriðja sætið verðum við samferða á braut til betri lífskjara. Höfundur er fiskverkandi og þátttakandi í prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði. Styðjum Þorgils Ottar Mathiesen í 1. sætið eftir Ómar G. Jónsson Aðra helgi í þorra fer fram próf- kjör sjálfstæðismanna til bæjar- stjórnar Hafnarfjaðar. Þar býður sig fram Þorgils óttar Mathiesen, ásamt fleiri ágætum sjálfstæðis- mönnum. Ég og fjölskylda mín höfðum ekki haft mikil kynni af Þorgils, nema sem landsliðsmanni og fyrirliða í handbolta. Vorið 1990 varð fjölskylda mín fyrir miklu áfalli er hörmulegt slys varð í fjölskyldunni. Vegna áhuga þess sem lést í þessu hörmulega slysi á handboltaíþróttinni og þeirri þrá að fá tækifæri að hitta handboltahetjuna, sem aldrei varð, þá hafði ég samband við Þorgils til að biðja um nærveru hans við útför unga drengsins. Þessari beiðni var tekið með miklum vel- vilja og skilningi þótt sérstæð væri. Þorgils brást við erindi mínu sem og öll hans fjölskylda á ómet- anlegan hátt og langt umfram það sem ég hafði óskað eftir, það er með svo miklum sóma að ekki var hægt að gera betur. Þarna sýndi Þorgils í orði og verki að hann er gæddur miklum Þorgils Óttar Mathiesen mannkostum og er verðugur full- trúi fyrir Hafnfirðinga sem aðra, hvort sem er í handbolta eða á öðrum vettvangi. Jafnframt að Hafnfírðingar kæmu ekki að lok- uðu dyrum ef til hans væri leitað. Það tel ég vera stóran kost hvers fyrirliða og ekki síst í stjórnmál- um. Að fenginni reynslu og þekk- ingu minnar vegna starfsins, þá hvet ég allt sjálfstæðisfólk í Hafn- arfirði að styðja Þorgils Óttar og kjósa hann í 1. sæti í væntanlegu prófkjöri því þar fer maður sem er verðugur til forystu í bæjarmál- um Hafnarfjarðar. Höfundur er rannsóknarlögreglumaður í Reykjavík. Vandræðag-emling-- ar í ferðaþjónustu eftir Friðrik Haraldsson í tveimur fyrri greinum hefur höfundur leitt í ljós ófremdar- ástand í embættisfærslu ráðu- neyta ferða-, félags- og dómsmála í tengslum við ferðaþjónustuna. Hér á eftir fer dæmi um afleiðing- arnar, sem helzt má lýsa sem rotn- un innanfrá í atvinnugreininni. Gróin fyrirtæki þykjast ekki sjá aðrar leiðir færar til að halda áfram þátttöku í henni en að fela erlendum fyrirtækjum verkefni, sem Islendingar eiga skilyrðislaust að annast sjálfír. Þessi þróun hef- ur verið mjög ör og með sama áframhaldi verður þess skammt að bíða, að við hættum að vera þátttakendur og horfum atvinnu- laus á eriend þjónustufyrirtæki 'stjórna ferðinni, fljótum sofandi að feigðarósi. Hér skal tekið dæmi úr rekstri veitinga- og gistihúsa Þýzka ferðaskrifstofan „Studi- osus“ færir okkur góða gesti er góður viðskiptavinur hótela á land- inu og greiðir alltaf strax með reiðufé fyrir þjónustuna. Auðvitað vill allt almennilegt fólk halda svona_ viðskiptum. BSÍ, síðar Ferðaskrifstofa BSÍ, hefur um langa hríð annast hluta afgreiðslu fyrir þessa þýzku ferða- skrifstofu og austurrísku ferða- skrifstofuna „Kneissl Touristik“. Samkvæmt lögum (reglugerð 175/1983) er því Ferðaskrifstofa BSÍ ábyrg fyrir því, að öll starf- semi hinna erlendu ferðaskrifstofa sé lögleg hérlendis. Framkvæmda: stjóri BSÍ og Ferðaskrifstofu BSÍ hefur hingað til sýnt þessum skjól- stæðingum sínum og samstarís- fólki í íslenzkri ferðaþjónustu stíka vankunnáttu í starfí og óvirðingu, að með endemum er. Hann hefur vanrækt að sækja um atvinnuleyfi fyrir starfsfólk ofangreindra er- lendu ferðaskrifstofa, afhent því bréf, sem hann undirritaði sjálfur og útlendingarnir héldu að væri atvinnuieyfí og núna síðast í febr- úar í fyrra skrifaði hann a.m.k. Studiosus bréf, þar sem hann hvatti þá til að senda alla fyrirhug- aða leiðsögumenn til iandsins, því að þeir fengju allir atvinnuleyfi. Síðan hirti hann ekki um að sækja um þessi leyfí fyrr en síðast í maí, þegar einhveijir umsækjenda voru komnir til landsins og byijað- ir að starfa, og básúnaði í fjölmiðl- um, að hann hefði sent umsóknir miklu fyrr. Samkvæmt lögum skulu þeir, sem koma til landsins til starfa, framvísa atvinnu- og dvalarleyfi áður en þeim er hleypt inn í landið. Þessar umsóknir voru samt afgreiddar nokkrum dögum síðar, fyrst í júní, svo að ekki var um neina töf að ræða. Sumir umsækjenda voru ekki samþykktir og voru kærðir umsvifalaust. Það hlýtur öllu hugsandi fólki í ferðaþjónustu að vera ljóst, að það er framkvæmdastjóra og stjórn BSÍ að kenna, að viðskiptum við hina ofangreindu skjólstæð- inga BSÍ hefur trekk í trekk verið stefnt í voða og valdið hótelrek- endum, rútufyrirtækjum o.fl. sí- vaxandi áhyggjum. Þarna er búinn að vera brotinn hlekkur í keðju fyrirtækja í ferðaþjónustu árum saman. Er ekki kominn tími til að hann verði soðinn saman, annað- hvort með því að kenna fram- kvæmdastjóra og stjórn BSÍ og öðrum, sem málið snertir, réttar Friðrik Haraldsson „Árum saman hafa öll viðkomandi ráðuneyti snúið blinda auganu að sívaxandi starfsemi er- lendra ferðaskrifstofa hérlendis.“ leikreglur eða fá aðra í þeirra stað, ef þeir geta ekki lært? Vonandi gefst Félag leiðsögu- manna ekki upp í baráttunni fyrir hagsmunum okkar og því, að lög- um verði framfylgt. Við erum orð- in þreytt á því að liggja stöðugt undir ámæli fyrir afglöp annarra! Óheilbrigð samkeppni Árum saman hafa öll viðkom- andi ráðuneyti snúið blinda aug- anu að sívaxandi starfsemi er- lendra ferðaskrifstofa hérlendis, innflutningi kolólöglegra farar- tækja til mannflutninga í atvinnu- skyni (enginn íslendingur fengi leyfi til að setja þau á götuna). Sömu ráðuneyti hafa látið óátalinn innflutning á matvælum, þ.m.t. hráu kjöti og áfengi langt umfram löglegt magn. Þau hafa snúið sínu blinda auga að ólöglegri sínotkun þessara farartækja á þess að þau fari úr landi með hvern ferðahóp og rekstraráhöld, s.s. tjöld, van- rækt eftirlit með því, að starfsfólk í þeim hafi tilskilin leyfi til að starfa hériendis og eftirlit með innflutningi eldsneytis. Hvernig eiga íslenzk fyrirtæki að keppa við hin erlendu, sem njóta slíkra forréttinda? íslenzk lög og erlend Rökþrota menn segja, að íslend- ingar í hópferðum erlendis þurfi ekki að lúta neinum svipuðum lög- um og reglum í þeim löndum, sem þeir ferðast um, og útlendingar hérlendis. Slíkar fullyrðingar bera vott um svo mikla vanþekkingu, að engu tali tekur. Vissulega þurf- um við að beygja okkur undir lög og reglur þeirra landa, sem við heimsækjum, en það er ekki þar með sagt, að þær séu að öllu leyti eins og þær íslenzku. Á meðan við höfum gildandi lög í landinu ber okkur að fara eftir þeim. Það er € I I í I H

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.