Morgunblaðið - 29.01.1994, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANUAR 1994
Minning
Jón B. Andrés-
son skipstjóri
Fæddur 30. september 1937
Dáinn 20. janúar 1994
Um það bil sem þorrinn var að
ganga í garð barst okkur sú ískalda
fregn að Máni ÍS 54 hefði farist.
Það var hringt til okkar og við lát-
in vita að allt væri óvíst um þjörg-
un manna. Biðin var löng og erfið.
Okkur var sífellt hugsað til náinna
ættingja þeirra sem áttu sína í
ahöfn á þessum bát.
Systir, mágkona og börn hennar
voru okkur svo náin og ofarlega í
huga; Guð einn gat hjálpað okkur,
og það er hann sem ræður.
Eftir erfiða bið fengum við þær
fréttir að allir hefðu komist í björg-
unarbát. Jens minn og Ólafur yoru
á lífí, en Jón látinn. Elsku systir
og mágkona, þú áttir svo stóran
hlut af áhöfninni, eiginmanninn,
soninn og góðan vin.
Góðum guði sé þakkað að ekki
fór verr, allir komu heim, og þó
að Jón minn væri ekki meðal okk-
ar, þá gátum við fagnað komu
Jenna og Óla, þeir komu eins og
kraftaverk hefði gerst. Hetjuverk
höfðu þeir unnið saman.
Mig langar til að minnast Jóns
svila míns í örfáum orðum, sérstak-
lega þakka honum samleið okkar
þann tíma sem við erum búin að
vera nátengd en kona Jóns, Erla
Ebba Gunnarsdóttir, er systir
mannsins míns. Þau áttu sjö böm,
en elsta soninn misstu þau 16.
ágúst 1987.
Jón var sonur þeirra sæmdar-
hjóna Andrésar Guðmundssonar
'-ibónda á Brekku og konu hans Soff-
íu Ásgeirsdóttur. Þar fæddist hann
og var yngstur af sjö s^stkinum.
Ungur fór hann að stunda sjó
og alla tíð hefur það verið hans
lífsstarf. Lánið hefur fylgt honum
í gegnum starfið og mikið hefur
hann borið að landi í okkar þjóð-
arbú. Hann var á bátum Kaupfé-
lagsins, skipstjóri og um tíma
starfsmaður á togurum sama fyrir-
tækis.
Árið 1987 tóku sig saman félag-
ar og keyptu bátinn Mýrarfell. Það
voru æskufélagar Jóns að sunnan,
gamlir Dýrfirðingar ásamt syni
hans Þórami Ágústi, en eins og
áður hefur komið fram í grein
' minni, þá stóð það stutt því Þórar-
inn minn var kallaður héðan burt
mjög snögglega, hann lést af slys-
fömm 16. ágúst 1987. Það var eins
og ævinlega, ekki spurt um aldur,
kallið var komið hjá þessum góða
dreng. Þórarinn var léttur og ljúfur
drengur og kom oft til okkar bæði
til að rétta okkur aðstoð og vita
hvernig við hefðum það.
Nú höfum við þá hugsun og trú
svo sterka að þeir feðgar hafi sam-
einast á ný og þeim hafi verið ætl-
uð æðri og meiri hlutverk. Þórarinn
hefur tekið á móti föður sínum, þar
sem við eigum öll eftir að hittast.
Jón var mikill félagsmaður og
^fjölhæfur í félagsmálum. Hesta-
mennska var honum mjög kær og
kom hann oft í Haukadalinn á hest-
um sínum þegar hann var í landi,
og voru þá félagar hans eða dætur
oft með honum. Var þá siður hjá
mági hans og frænda að fylgja
með úr hlaði á þeirra hestum.
Margt gæti ég rifjað hér upp en
ég þakka guði fyrir samfylgdina
með honum, fyrir hönd fjölskyldu
minnar og sona minna. Við látum
ljós hans lifa í hjörtum okkar.
Elsku Ebba og fjölskylda, aðrir
ættingjar og vinir. Guð varðveiti
minningu Jóns og gefi ykkur styrk
í ykkar miklu sorg.
Láttu nú sanna
blessunar brunna
blómlega renna á móti mér
svo sæluna sanna
ég fái að finna
og fógnuð himnanna, þá ævin þver.
Öndin mín flýgur
og allur minn hugur
upp sem þú dregur í hæðir til þín.
Guð minn eilífur
Guð minn voldugur
Guð minn blessaður, heyr þú til mín.
(Höf. ók.)
Olafía Sigurjónsdóttir.
Við erum oft rækilega minnt á
hvar við búum þegar stormurinn
gnauðar úti fyrir. En við gerum
okkur ekki alltaf grein fyrir erfiðum
vinnuaðstæðum sjómanna okkar á
hafi úti, oft í úfnum, köldum sjó í
frosti og fannkomu. Það má ekki
mikið út af bera við þær aðstæður.
í vetur hefur tíðarfarið verið óvenju
rysjótt og lélegar gæftir til sjósókn-
ar á Vestfjörðum og víðar. Þraut-
reyndir sjómenn sem háð hafa ára-
tuga glímu við Ægi konung verða
að lúta í lægra haldi.
Það var í vonsku veðri og kröpp-
um sjó þegar verið var að draga
línuna að Máni ÍS 54 fékk á sig
brot sem lagði bátinn á hliðina með
þeim afleiðingum að hann sökk litlu
síðar og þriggja manna áhöfn komst
naumlega í gúmmíbjörgunarbát.
Löng vistin í ísköldum gúmmíbátn-
um sem fyllst hafði af sjó varð vini
mínum og frænda að fjörtjóni, en
sem bet.ur fer tókst að finna bátinn
áður en fleiri féllu í valinn. Æðru-
laus eins og honum var líkt tók
hann örlögum sínum er hann lést
í örmum sonar síns.
Jón Andrésson var frá Brekku í
Dýrafirði. Foreldrar hans voru
Andrés Guðmundsson bóndi þar,
fæddur 7. janúar 1892, og kona
hans Soffía Ásgeirsdóttir, fædd 18.
september 1895, bæði látin. Andrés
hafði tekið við búskap á jörðinni
af föður sínum og bjuggu þau Soff-
ía þar með miklum myndarbrag frá
því þau stofnuðu heimili fram til
1957, er Soffía missti heilsuna. Þau
Soffía og Andrés eignuðust sjö börn
og var Jón yngstur þeirra.
Þegar ég kom fyrst í sveit að
Brekku sem ungur drengur var
Nonni nýfermdur. Á Brekku var
tvíbýli og nokkrir krakkar á hvorum
bæ og var því líf og fjör í kringum
æskuna. Fyrir utan hefðbundin
sveitastörf sem krakkar tóku þátt
í eins og kúarekstur og heyvinnu
ýmiss konar var farið í boltaleiki
og fijálsar íþróttir þegar tóm gafst
til.
Eftir dalnum rennur Sandaá, sil-
ungsá, mjög góð á þessum árum
og kom talsvert upp úr henni af
fiski. Á kvöldin var iðulega farið í
ána til þess að veiða og var ýmist
farið fram á dal eða niður með
ánni alveg niður undir ós. Sjaldan
komum við físklausir heim þrátt
fyrir frumstæðan útbúnað eins og
hrífuskaft sem færi hafði verið tyllt
á. Strax þama sem unglingur var
Nonni orðinn frábær veiðimaður
enda náttúmbarn fram í fingur-
góma, fæddur og uppalinn í sveit-
inni. Veiðieðlið var honum í blóð
borið og varð hann ungur mjög góð
skytta. Á haustin fór hann til ijúpna
og þegar árin liðu fór hann að
stunda laxveiðar af sama áhuga og
annan veiðiskap.
Ungur að ámm fór bóndasonur-
inn tii sjós, hann var á þessum tíma
ekki tilbúinn að yrkja jörðina og
búa, en síðar á lífsleiðinni eignaðist
hann hross og sauðfé sér til búdrýg-
inda og ánægju. Lífsstarfið var því
í aðalatriðum sjómennska á ýmsum
bátum og togurum frá Þingeyri og
víðar hér vestra, en þó var gripið
í ýmis önnur störf á milli.
Hann útskrifaðist með hið minna
fiskimannapróf 1959 og tók þá
strax við skipstjórn á Þorgrími IS
frá Þingeyri og síðar var hann með
aðra báta, en lengst var hann skip-
stjóri á Framnesi IS, línubát á Þing-
eyri.
Hann gekk í hjónband með Erlu
Ebbu Gunnarsdóttur 18. nóvember
1962. Ebba er fædd 31. júlí 1939
á Stekkjarbakka í Tálknafirði, en
fluttist ung í Dýrafjörð, fyrst í
Haukadal og síðar inn á Þingeyri.
Nonni og Ebba eignuðust sjö börn.
Elst er Soffía Steinunn, skrifstofu-
maður, gift Rafni Sigurðssyni,
næstelstur var Þórarinn Ágúst,
mikið mannsefni, en hann lést af
slysförum í blóma lífsins 16. ágúst
1987, þá Jens Andrés sjómaður sem
var með föður sínum í hinstu sjó-
ferð, næstur í röðinni er Freyr,
nemi í Sjómannaskólanum, sambýl-
iskona hans er Jarþrúður Hanna
Jóhannsdóttir, Jóna nemi í MA og
í foreldrahúsum, Ásgeir og Stefán
Eggert, nemendur í Grunnskólan-
um á Þingeyri, allt duglegt og efni-
légt fólk. Barnabörnin eru orðin
fjögur.
Nonni var svarthærður og dökk-
ur yfírlitum. Hann var grannvaxinn
alla tíð og var því létt um allar
hreyfíngar, en stæltur vel, enda
oftast í vinnu þar sem einhver átök
áttu sér stað.
Nonni var léttur í skapi og var
því ævinlega stutt í brosið hjá hon-
um, svo lifnaði allt andlitið. Þrátt
fyrir það tók hann hlutina alvarlega
og hvert það starf sem hann tók
að sér vann hann af trúmennsku,
fórnfýsi og áhuga þess manns sem
ánægju hefur af starfi sínu hvort
sem það var til sjós eða lands.
Hann unni eiginkonu sinni og
bömum og var þeim trúr fjölskyldu-
faðir, en leyfði sjálfum sér lítinn
munað, heldur lagði hann allt kapp
á að framfleyta fjölskyldunni.
Hann var góður þjóðfélagsþegn
sem lagði meira til þjóðarbúsins en
hann tók frá því, enda vildi hann
hafa það þannig. Nonni og hans
líkar hafa ekki stuðlað að óráðsíu
með óhóflegri neyslu sem leitt hefur
til skuldasöfnunar erlendis. Þvert á
móti gekk hann í gegnum lífið með
ráðdeild og hófsemi og hafði gömlu
gildin að leiðarljósi, þ.e.a.s. að eiga
fyrir morgundeginum.
Nonni var ferskur og hress í tali
og hafði skoðanir á hlutunum. Það
var aldrei nein hálfvelgja á þeim
bæ. Hann talaði tæpitungulaust svo
allir skildu, hvort sem það var heima
eða heiman. Hann var einlægur og
ávann sér traust og eignaðist marga
góða vini þrátt fyrir að hann hefði
sig sjálfur lítið í frammi til þess að
afla.sér vinsælda.
Hann var söngmaður og hafði
gaman af að taka lagið í góðra vina
hópi. Hann hafði ánægju af spila-
mennsku og spilaði brids með félög-
um sínum og tók þátt í keppnum
hér vestra.
Ég kveð góðan vin með þakklæti
og virðingu eftir svo til ævilanga
vináttu. Við Helga sendum Ebbu,
börnunum, tengdabömum og
bamabömum og öðmm ástvinum
einlægar samúðarkveðjur og biðjum
algóðan Guð að styrkja þau í sorg
þeirra.
Hilmar Jónsson.
Fyrir átta ámm fluttum við hjón-
in ásamt bömum okkar til Þingeyr-
ar við Dýrafjörð. Við vomm bæði
nýskriðin úr skóla, borgarbörn í húð
og hár og vomm að fara til að tak-
ast á við ný viðfangsefni á þessum
litla stað vestur á fjörðum. Við
þekktum ekki nokkurn mann á
staðnum og vaí ekki laust við að
við væmm kvíðin. En við komumst
fljótt að því að allur kvíði var óþarf-
ur, því að þama býr margt gott
fólk, sem lét okkur fínna það frá
fyrstu stundu að við vomm velkom-
in. Þær móttökur vom ómetanleg-
ar. Þarna bjuggum við í rúm fímm
ár og bundumst þessum stað þeim
böndum sem ekki verða slitin. Það
fundum við þegar okkur barst sú
harmafregn að Jón Andrésson væri
allur.
Lífið á Þingeyri mótast af stór-
brotinni náttúrufegurð og snöggum
árstíðaskiptum. Þegar menn
skemmta sér, skemmta þeir sér
vel. Nú er okkur efst í huga
skemmtun að sumri til, sem endaði
með því að við fómm heim til Jóns
og Ebbu, sátum þar yfir spjalli fram
á nótt, fórum svo með Olafíu út í
Haukadal og sáum morgunroðann
lita fölva næturinnar. Sú birta varp-
ar ljóma á minningar okkar frá
þessum árum við Dýrafjörð.
En þegar sorgin knýr dyra á
Þingeyri þá snertir hún líka hvern
einasta mann. Það fundum við þeg-
ar elsti sonur þeirra Jóns og Ebbu,
Þórarinn Ágúst, lést í vélhjólaslysi
á Breiðadalsheiði í ágúst 1987.
Hann var aðeins tuttugu og þriggja
ára að aldri og hinn efnilegasti í
alla staði.
Jón Andrésson kom okkur fyrir
sjónir sem greindur og traustur
maður, ekki margmáll, en með hlýtt
handtak og glettnisblik í auga, sem
sagði meira en mörg orð.
Elsku Ebba, við biðjum Guð að
gefa þér og börnunum styrk til að
bera þá þungu byrði sorgarinnar
sem á ykkur er lögð. Við vitum að
nú eru margar hendur á lofti til að
létta þá byrði eins og hægt er.
Megi Guð vera með ykkur öllum.
Gunnar og Birgitta,
Stykkishólmi.
í dag, laugardaginn 29. janúar,
verður gerð útför Jóns B. Ándrés-
sonar, skipstjóra frá Þingeyri í
Dýrafírði, en hann fórst með skipi
sínu, mb. Mána ÍS 54, í sviplegu
sjóslysi út af Dýrafírði fímmtudag-
inn 20. janúar sl.
Vestfirðir eru sá hluti íslands
sem telja verður að hafi verið einna
harðbýlastur þann tíma sem byggð
hefur staðið í landinu. Þar í fjörðun-
um hefur þó leynst mörg matarhol-
an og sjórinn hefur verið Vestfírð-
ingum það haldreipi sem ekki hefur
brugðist. Sjaldan var talað um
mannfækkun af hallærum og þurfa-
menn leituðu oft hingað vestur þeg-
ar að kreppti í öðrum landshlutum.
En til að nýta landgæðin þurfti
bæði manndóm og kjark og svo er
enn. Lífsbaráttan hefur verið hörð
og sjór og land mótað skapgerð
Vestfírðinga og það ef til vill meira
en gengur og gerist í öðrum lands-
hlutum.
Út af Vestfjörðum eru einhver
fengsælustu fískimið veraldar en
jafnframt eru fá hafsvæði á jörð-
inni sem eru erfíðari til sóknar.
Veðrabrigði eru slík að oft er eins
og hendi sé veifað og veður gjör-
breytist á skammri stundu. Það er
ekki heiglum hent að stunda sjó-
mennsku við slíkar aðstæður og
fáir ná árangri nema þeir sem hafa
sjómennskuna í blóðinu sem kallað
er. Það skal rifjað upp hér, að ein
af geðþekkustu persónum Islands-
sögunnar, Þórður kakali, kom í liðs-
bón til Vestfjarða. Og þá voru það
einmitt menn úr Arnarfirði og
Dýrafírði sem reyndust honum best,
þegar aðrir brugðust. Þessir kallar
höfðu lært að „stíga ölduna“ og
kunnu til verka á sjó. Það kom
áþreifanlega í ljós í Flóabardaga
að sjómennskan var það sem gilti.
Þar voru Norðlendingar Kolbeins
unga ekki með á nótunum. Síðan
þetta var er mikið vatn til sjávar
runnið og trúlegá er það ekki tilvilj-
un, að hafi menn heyrt um skip-
stjórnanda sem skarað hefur fram
úr, þá er hann oftar en ekki Vest-
firðingur eða af vestfirskum ættum.
Jón Andrésson var fæddur að
Brekku í Dýrafirði 30. september
1937 og ólst hann þar upp í stórum
systkinahópi. Foreldrar hans voru
Andrés Guðmundsson bóndi þar og
kona hans Soffía Ásgeirsdóttir,
bæði Vestfirðingar í húð og hár.
Andrés, faðir Jóns, var eftirminni-
legur persónuleiki, hijúfur á ytra
borði, en inni fyrir sló gott hjarta.
Móðir hans var aftur ein af þessum
hetjum sem taka öllu með þögn og
þolinmæði og oft með brosi á vör.
Heldur þótti Jón fyrirferðarmikill
í æsku, eins og títt er með þá sem
síðar láta eitthvað að sér kveða á
vettvangi mannlífsins. Það kom
fljótt í ljós að hann var náttúraður
fyrir veiðiskap bæði á sjó og landi.
Snemma lærði hann að fara með
byssu og kunni með að fara. Og
ekki var að því að spyija að hugur-
inn snerist að sjónum. Fór hann á
sína fyrstu vertíð til Suðureyrar,
rétt eftir fermingu. Síðan lá leiðin
í Sjómannaskólann. Og margar
urðu vertíðirnar áður en yfir lauk
og var hann orðinn einn af elstu
starfandi formönnum á Vestfjörð-
um þegar kallið kom.
Lengi starfaði Jón á útvegi Kaup-
félags Dýrfirðinga og var hann í
mörg ár með hið fallega skip og
happafleytu Framnes ÍS 608.
Fiskaði hann mikið á það skip og
fleiri sem hann hafði með að gera.
Var Jón harður sjósóknari, líkt og
fleiri Vestfírðingar, en þó aðgætinn.
Á yngri árum kynntist Jón sínum
betri helmingi, Erlu Ebbu Gunnars-
dóttur, úr Haukadal, sem einnig er
af rammvestfírskum ættum og hef-
ur heimili þeirra staðið á Þingeyri
í yfir tuttugu og fimm ár. Eignuð-
ust þau sjö mannvænleg börn, en
eitt þeirra, Þórarinn Ágúst, lést af
slysförum fyrir nokkrum árum. Var
þá þungur harmur kveðinn að þeim
hjónum. Hlutverk sjómannskon-
unnar er sjaldnast metið sem skyldi.
Hún verður oftast að hafa forsögn
í málum, meðan bóndinn sækir
björg í bú. Hún verður að sjá um
rekstur heimilisins. Hún verður að
sjá um að allt gangi snurðulaust.
Hún verður að vera eins og klettur
í hafínu. Og það hefur hún Erla
Ebba verið. Hún var kjölfestan í
hjónabandi þeirra Jóns Ándrésson-
ar.
Sá sem hér heldur á penna,
kynntist þeim hjónum fyrir um þijá-
tíu árum, þegar þau fluttu heimili
sitt í Mjólkurárvirkjun um skamma
hríð á fyrstu búskaparárunum.
Lágu þá gagnvegir milli okkar og
oftast síðan. Reyndar byggðist sá
kunningsskapur á gömlum merg,
þar sem Jón og eiginkona mín,
Guðrún, voru alin upp á sömu þúf-
unum, að Brekku í Brekkudal.
Jón Andrésson var maður einarð-
ur í skoðunum og gat verið nokkuð
snöggur upp á lagið ef því var að
skipta, líkt og títt er um marga
Vestfirðinga, og lét ekki hlut sinn
fyrir neinum. Hann talaði tæpi-
tungulaust kjarngóða íslensku og
hafði yndi af því að bijóta ýmis orð
tungunnar og orðatiltæki til mergj-
ar. Hann hafði skoðanir á ýmsum
málum og var einn af þeim sem
ánægjulegt var að rökræða við.
Með honum er genginn einn af þeim
mönnum sem íslenska þjóðin hlýtur
að standa í þakkarskuld við. En líf-
ið heldur áfram og allir atburðir í
hinu hörmulega sjóslysi þegar Jón
Andrésson kvaddi þennan heim,
sýna og sanna að eplið fellur sjald-
an langt frá eikinni. Megi minning
hans lifa og vera aðstandendum
hans sólargeisli um ókomna tíð.
Hallgrímur Sveinsson,
Hrafnseyri.
Ég fékk upphringingu um kl. 15
fimmtudaginn 20. janúar sl. og var
beðinn að líta eftir því hvort Máni
ÍS 54 væri í höfninni á Þingeyri.
Ég athugaði strax hvort svo væri
en vildi vita hvers vegna væri spurt.
Viðmælandi minn sagði mér að
heyrst hefði í neyðarsendi björgun-
arbáts út af Vestfjörðum og Máni
svaraði ekki ítrekuðum köllum
strandstöðvar.
Ég varð strax mjög eirðarlaus
og kom ekki miklu í verk meðan
óvissan ríkti um það hvort Máni
væri farinn eða hvort um einhveija
bilun væri að ræða í fjarskiptatækj-
um. Skömmu síðar bárust fréttir
af því að víðtæk leit væri hafin að
Mána og flugvélar og nærstödd
skip væru farin af stað til leitar.
Ovissan var illbærileg og mikið
létti mér þegar fréttir bárust af því
að björgunarbátar hefðu sést og
frá þeim hafði verið skotið upp