Morgunblaðið - 29.01.1994, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.01.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1994 31 Askorendaeinvíg-i FIDE í Hollandi: Gelfand sló Adams út Skák Margeir Pétursson BORIS Gelfand frá Hvíta- Rússlandi vann áttundu skákina í áskorendaeinvígi sínu við Eng- lendinginn Michael Adams og sigraði þar með með fimm vinn- ingum gegn þremur í einvíginu. Hann fylgir þar með þeim Salov, Anand, Kamsky og Kramnik í aðra umferð. Aðeins á eftir að útkljá baráttu um eitt sæti til viðbótar. í einvígi Hollendings- ins Jans Timman og Frakkans Joels Lautier er staðan 4—3 Timman í vil, en áttunda skákin fór í bið. Þótt Frakkinn standi betur að vígi í endatafli eru mestar líkur á því að Timman nái að halda jafntefli og sigra í einvíginu. Það var miklu meiri spenna í þessum tveimur síðustu einvígjum en í hinum fjórum, þar sem veru- legan styrkleikamun teflenda mátti greina. Fyrstu þremur skák- um þeirra Adams og Gelfands lauk öllum með jafntefli en síðan tók Hvít-Rússinn forystuna. Adams jafnaði strax metin í fímmtu skák: inni, en Gelfand vann þá sjöttu. í þeirri sjöundu sótti Adams hart framanaf, en missteig sig og mátti að lokum þakka fyrir jafntefli eftir 86 leiki og langa og erfiða bið- skák. Hann var síðan aldrei nálægt sigri með svörtu í síðustu skákinni. Gelfand byggði upp nokkurs konar óvinnandi vígi og hélt ávallt ívið betri stöðu í þessari úrslita- skák. Þar með kom hann fram hefndum á Adams sem lagði hann að velli í úrslitum útsláttarmótsins í Tilburg 1992 eft.ir framlengda viðureign. Við skulum líta á síð- ustu skákina: Hvítt: Boris Gelfand Svart: Michael Adams Drottningarpeðsbyrjun 1. d4 - Rf6, 2. Rf3 - c5, 3. d5 — e6, 4. Rc3 — exd5, 5. Rxd5 — Rxd5, 6. Dxd5 — d6, 7. e4 — Be7, 8. Bc4 - 0-0, 9. Dh5 - Be6, 10. Bxe6 - fxe6, 11. Rg5!? — Bxg5, 12. Bxg5 — Da5+, 13. c3 - Rc6, 14. 0-0 - Hae8, 15. Bh4 - Db5, 16. Bg3! - e5, 17. Hfbl - Dc4, 18. Hel - b5, 19. Dg4 - De6, 20. De2 - Hb8, 21. a4! m mm^' 1ÉP 1 1! xémm ||jj t mtzL mm f 21. - bxa4, 22. Da6 - Hb6, 23. Dxa4 — Db3, 24. Dxb3+ — Hxb3, 25. Hedl - Hxb2?, 26. Hxd6 - Hfb8, 27. h3 - H8b6, 28. Hd5 - a5, 29. Bxe5 — Hbl+, 30. Hxbl - Hxbl+, 31. Kh2 - c4, 32. Bd6 - a4, 33. Hf5 - h6, 34. Hf8+ - Kh7, 35. Ha8 - Hb3, 36. e5! - Hxc3, 37. e6 og Adams gafst upp því hann verður að fóma riddara sínum á hvíta frípeðið. Áttunda skák þeirra Timmans og Lautiers fór í bið í þessari stöðu: Svart: Jan Timman Hvítt: Joel Lautier Hvítur lék biðleik í þessari stöðu. Hann stendur talsvert betur að vígi þar sem hann getur sótt að þremur peðaveikleikum svarts. Samt er ekki annað að sjá en að Timman geti varið þá, riddari hans á d5 stendur vel. Ljóst er aðeins að Hollendingurinn á langa og stranga vöm fyrir höndum. Lautier notaði mikinn tíma á biðleikinn, hann hefur eytt þremur klukku- stundum og 26 mínútum, en Tim- man tveimur klukkustundum og 36 mínútum. Skákþing Reykjavíkur Sævar Bjarnason, alþjóðlegur skákmeistari, hefur riáð eins og Sævar Bjarnason er efstur á Skákþingi Reykjavíkur hálfs vinnings forskoti á Skákþingi Reykjavíkur, þegar aðeins tvær umferðir em eftir af mótinu. Sæv- ar hefur hlotið átta vinninga af níu mögulegum, hann vann Magn- ús Teitsson á níundu umferðinni á miðvikudagskvöldið. Staðan eftir 9 umferðir: 1. Sævar Bjamason 8 v. 2-7. Magnús Teitsson, Áskell Örn Kárason, Róbert Harðarson, Matt- hías Kjeld, Magnús Öm Úlfarsson, Ólafur B. Þórsson 6'/2 v. 8-10. Jón Viktor Gunnarsson, Kristján Eðvarðsson og Jóhannes Ágústsson 6 v. 11-18. Einar Hjalti Jensson, Arnar E. Gunnarsson, Bragi Þor- finnsson, Ingvar Þ. Jóhannesson, Haraldur Baldursson, Arinbjörn Gunnarsson, Oddur Ingimarsson og Einar K. Einarsson 5'/2 v. o.s.frv. í tíundu og næstsíðustu umferð- inni á sunnudaginn teflir Sævar við Róbert Harðarson. Róbert þarf nauðsynlega á vinningi að halda, en sigri Sævar þá hefur hann þeg- ar tryggt sér Reykjavíkurmeistara- titilinn. Einnig teflir Magnús Teits- son við Áskel Örn, Matthías Kjeld við Magnús Öm Úlfarsson og Ólaf- ur B. Þórsson við Jón Viktor Gunn- arsson. ______________Brids___________________ Umsjón ArnórG. Ragnarsson Bridsfélag Suðurnesja Sveit Reynis Óskarssonar hefir tek- ið forystuna í aðalsveitakeppni félags- ins, hefir hlotið 44 stig. Sveit Karls Karlssonar hefír 41 stig, Gunnar Guð- bjömsson 40 stig, Jóhannes Sigurðs- son og Gunnar Sigurjónsson hafa 39 stig og Kvennasveitin hefir 36 stig. Spilaðar verða 9 umferðir eftir Monrad-fyrirkomulagi þ.e. raðað eins lengi og hægt er (trúlega 7 fyrstu kvöldin) en síðan spila efstu sveitimar saman en þó aldrei oftar en tvisvar í keppninni. Eftirtaldar sveitir spila saman í þriðju umferðinni: 1. borð: ReynirÓskarsson-KarlKarisson 2. borð: Gunnar Guðbjömss. - Gunnar Siguijónsson 3. borð: Jóhannes Sigurðsson - Kvennasvcitin 4. borð: Þorgeir V. Halldórss. - Garðar Garðarsson 5. borð: Grindavíkursveitin - Gísli ísleifsson 6. borð: Amar Amgrímsson-GylfiPálsson 7. borð: KolbeinnPálsson-RandverRagnarsson Þriðja umferðin verður spiluð nk. mánudagskvöld kl. 19.45 í Hótel Krist- ínu. Spilarar eru veðnir að mæta tímanlega. Bridsnámskeið fyrir virka bridsspilara Bridsfélag Suðumesja gengst fyrir bridsnámskeiði laugardaginn 5. febr- úar í Fjölbrautarskóla Suðurnesja kiukkan 13. Leiðbeinandi verður Einar Jónsson. Kennslan verður í fyrirlestrarformi þar sem tekið verður á öllum helztu þáttum bridsíþróttarinnar og nýjung- um í bridsheiminum. Þátttökugjald verður 600 krónur og er innifalið námsgögn, kaffi og kleinur. Stjóm Bridsfélagsins hvetur félagana til að mæta. Búast má við að þátttöku verði að takmarka ef að líkum lætur. Paraklúbburinn Spilaður var eins kvölds tvímenn- ingur sl. þriðjudag og urðu úrslit þessi: Norður/Suður: GuðrúnJóhannesd.-JónHersirEliasson 138 Anna Þóra Jónsdóttir - Sigurður B. Þorsteinss. 126 Austur/Vestur: Ólöf Þorsteinsdóttir - Sveinn R. Eiriksson 135 Elín Jóhannesdóttir - Sigurður Siguijónsson 114 Meðalskor 100. Næsta þriðjudag hefst Barometer og ræðst fjöldi spilakvölda af þátttök- unni. Bridsfélag Akureyrar Nú er lokið fjórum umferðum af níu í aðalsveitakeppni félagsins. Staða efstu sveita er sem hér segir: Sveit stig Magnúsar Magnússonar 85 Hermanns Tómassonar 80 Ormars Snæbjömssonar 68 Páls Pálssonar 66 Stefáns Vilhjálmssonar 65 Tíu sveitir taka þátt í mótinu. Síðastliðið sunnudagskvöld mættu einungis átta pör I Sunnuhlíðarbrids. Skúli Skúlason og Sigurbjörn Þor- geirsson unnu örugglega, í öðm sæti urðu Stefán Stefánsson og Hjalti Bergmann og í þriðja sæti Sveinbjörn Sigurðsson og Gissur Jónasson. Bridsfélag Breiðholts Nú er lokið fjórum umferðum í sveitakeppninni. Staða efstu sveita er þessi:_ Una Ámadóttir 77 Jón Andrésson 73 Óskar Sigurðsson 72 Keppnin heldur áfram næsta þriðju- dag. Frá Skagfirðingum, Reykjavík Eftir 4 umferðir í aðalsveitakeppni félagsins er staða efstu sveita orðin: Sv. Ragnheiðar Nielsen 78 Sv. Júlíusar Sigurðsson 74 Sv. Helga Ingólfssonar 7 4 Sv. Hjálmars S. Pálssonar 70 Sv. Óskars Karlssonar 62 Sv. Lámsar Hermannssonar 61 Spilamennsku verður framhaldið næsta þriðjudag. Afmælismót Lárusar Hermannssonar Skráning stendur yfir í afmælis- móti Lámsar Hermannssonar, sem spilað verður í húsi Bridssambandsins í Sigtúni, laugardaginn 5. mars. Mik- ill áhugi er fyrir mótinu, sem verður tvímenningur. Spilamennska hefst kl. 11 árdegis og munu verða spiluð um 60 spil, með hléi. Keppnisgjald verður aðeins kr. 1.200 pr. spilara. Minnt er á takmarkaða þátttöku. Skráð er á skrifstofu BSÍ (Elín) og hjá Ólafi Lár- ussyni í s. 16538 eða á spilastað Skag- firðinga í Drangey á þriðjudögum. Bridsfélag SÁÁ Hinn 25. janúar var spilaður Mitch- ell-tvímenningur á sjö borðum. Efstu pör urðu: N/S-riðiU: Yngvi Sighvatsson - Tryggvi Guðmundsson 199 Nicolai Þorstónsson — Fannar Dagbjartsson 179 Guðfinna Konráðsdóttir - Óskar Olafsson 177 A/V-riðill: MagnúsÞorsteinss.-SigmundurHjálmarss. 200 Páll Sigurðsson - Helen Gunnarsdóttir 189 Baldvin Jónsson - Jón Baldvinsson 187 Spilað er á þriðjudögum kl. 19.45 stundvíslega. Árni Sigfús- son í 2. sætið! eftir Sigríði Snæbjörnsdóttur Árni Sigfússon hefur verið for- maður Sjúkrastofnana Reykjavík- urborgar sl. kjörtímabil. Rekstur stórra sjúkrastofnana er afar flók- inn og vandmeðfarinn ekki síst á erfiðum tímum. Ég hef sem hjúkr- unarforstjóri Borgarspítalans haft tækifæri til að vinna mjög náið með Árna þetta kjörtímabil. Árni hefur verið ótrúlega áhugasamur og fljótur að fá yfir- sýn yfir reksturinn og snjall í að greina aðalatriði frá aukaatriðum. Árni hefur verið úrræðagóður, auk þess sem hæfíleikar hans til að leysa úr viðkvæmum málum hafa nýst vel. Ámi hefur reyndar varið miklu meiri tíma til stjórnunar Borgarspítalans en búast mætti við af stjómarformanni slíkrar stofnunar, sérstaklega þegar erf- iðar ákvarðanir hafa legið fyrir sem verður æ oftar. Við samstarfs- menn hans höfum þar notið þekk- ingar hans og leiðsagnar. Ekki má gleyma því að spítali er þjón- ustustofnun og sjúklingarnir em þeir sem fyrst og fremst njóta afraksturs styrkrar stjórnar þó ekki séu tengslin þar á milli alltaf augljós. Árni hefur komið með ferskar hugmyndir inn í stjómkerfi spítal- ans þar sem menntun hans og reynsla hefur komið að góðu gagni, m.a. hefur honum tekist í samráði við starfsfólk að leggja fram nýtt stjómskipurit fyrir spít- alann, en það hefur ekki legið fyr- ir í 25 ára sögu spítalans. Helstu nýjungar á skipuritinu eru þær að starfsemi hjúkmnar og lækna er samhæfð, þannig að mikil hagræð- ing mun hljótast af, auk þess sem Sigríður Snæbjörnsdóttir „Árni hefur borið hag Borgarspítalans fyrir brjósti og sjúklingarnir notið góðs af.“ að gerðar eru auknar stjórnunar- legar kröfur til lækna. Árni hefur borið hag Borgar- spítalans fyrir bijósti og sjúkling- arnir notið góðs af. Hjúkmnar- starfinu hefur hann sýnt ómældan áhuga og gert sér grein fyrir mikil- vægi þess. Eg tel það því afar brýnt fyrir Reykjavíkinga alla, sjálfstæðis- menn sem og aðra, að Árna verðP tryggt 2. sætið nú um helgina í prófkjöri sjálfstæðismanna. Höfundur er lyúkrunarforstjóri Borgarspítalans. Júlíus til forystu eftir Bjarna Friðriksson íþróttafélögin sinna mikilvæg- asta uppeldis- og æskulýðsstarfi sem fram fer hjá félagasamtökum í borginni. Til þess að félögin geti átt möguleika á að sinna hlutverki sínu sem skyldi þurfa þau skilning og stuðning frá því opinbera, þ.e. í þessu tilfelli Reykjavíkurborg. Á undanförnum ámm hefur ekki orðið breyting heldur bylting í samskiptum þessara aðila. Allar samskiptavenjur og reglur hafa verið stokkaðar upp og málin tek- in mjög föstum tökum. Þetta á sérstaklega við þegar um fjár- hagslegan skilning og stuðning borgarinnar er að ræða. í farar- broddi byltingarinnar er Júlíus Hafstein borgarfulltrúi og nýkjör- inn formaður Ólympíunefndar. Án frumkvæðis hans, hugmynda og tillagna væri staða íþróttamanna í Reykjavík önnur en raun ber vitni. Sá sem þessar línur ritar hefur verið keppandi og starfað að fé- lagsmálum innan íþróttahreyfing- arinnar í tuttugu ár. Ég hef því orðið áþreifanlega var við hugarf- arsbreytingu hins opinbera og skilning gagnvart íþróttahreyfíng- unni um nauðsyn þess og gagn að unglingar og börn geti alist upp við íþróttaiðkanir og félagsstarf það sem þeim fylgir. Bjarni Friðriksson „Hann er maður með mikla reynslu og þekk- ingu.“ Ég hvet því alla sjálfstæðis- menn til að fýlkja sér um okkar mann og kjósa Júlíus Hafstein til forystu í komandi prófkjöri. Hann er maður með mikla reynslu og þekkingu á málefnum borgarbúa. Setjum Júlfus í annað sæti. Höfundurer framkvæmdastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.