Morgunblaðið - 29.01.1994, Page 23

Morgunblaðið - 29.01.1994, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANUAR 1994 23 Reuter Leitað að fjöldamorðingja REIÐIR íbúar blökkumannahverfisins Mitchels Plain við Höfðaborg í Suður-Afríku mótmæla því að fá ekki að taka þátt með lögreglunni í leit að ij'öldamorðingja sem myrt hefur að minnsta kosti 11 unga menn í hverfinu á síðustu 10 dögum. Lögreglan hóf í gær víðtæka leit að morðingjanum og yfirvöld hafa heitið því að veita 250.000 rand, jafnvirði 5,2 milljóna króna, fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku hans. Manna- og stólaskipti í dönsku stjórninni Látíð undan þrýstingi mið- demókrata Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. POUL Nyrup Rasmusen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti í gær um breytingar á sljórn sinni. Ráðherrum fækkar úr 24 í 22, þrír hafa verið látnir fara og einn nýr ráðinn, auk þess sem nokkrir ráðherrar fara á milli ráðuneyta. Breytingarnar eru gerðar til að styrkja mið- demókratana, sem hafa verið óánægðir með sinn hlut í sljórninni. Stjórnarandstaðan segir ráðstöfunina dæmi um ráðleysi Nyrups. Mimi Jakobsen formaður Mið- demókrataflokksins, sem áður var samhæfingarráðherra viðskiptalífs- ins, verður nú iðnaðarráðherra í við- bót við fyrra embætti. Bente Junck- er þingflokksformaður flokksins tek- ur við embætti félagsmálaráðherra, sem jafnaðarkonan Karen Jespersen víkur úr fyrir Junker. Tveir ráðherr- ar mið-demókrata víkja ur stjórn, þeir Svend Bergstein, sem var rann- sóknarráðherra, en ráðuneyti hans verður lagt undir kirkjuráðuneyutið og Arne Melchior, sem var ferða- mála- og samskiptaráðherra, en við ráðuneyti hans tekur jafnaðarmað- urinn Helge Mortensen, er áður var umferðarráðherra. Flokksbróðir lians, Jan Tröjborg, sem var iðnaðar- ráðherra, tekur við embætti Morten- sens. Á blaðamannafundi þar sem nýskipanin var kynnt benti Nyrup á að hlutfall kvenna í stjórninni hefði aldrei áður verið svona hátt. Stjórnarandstaðan segir nýskip- anina vera dæmi um stjórnleysi Nyrups og að eðlilegra hefði verið að halda stjórninni óbreyttri fram að kosningum, sem verða í haust. Ráðuneytin voru 21 áður en Nyrup tók við, en þeim var fjölgað við stjórnarmyndun hans til að stjórn- arflokkarnir fjórir gætu fengið við- unandi hlut. Á því ári sem liðið er frá stjórnarmyndun hefur sýnt sig að ráðuneytin voru óþarflega mörg. Það kemur sér vel fyrir þá ráð- herra, sem voru látnir víkja, að þeir skuli hafa náð að sitja heilt ár, en stjórnin átti eins árs afmæli 25. jan- úar. Þar með fá þeir eftirlaun sem ráðherrar, sem lægst nema um 800 þúsund íslenskum krónum á ári og eru greidd strax að ráðherrastarfi loknu, en ekki þegar eftirlaunaaldri er náð. Ef þeir ná ekki ári á ráðher- rastóli, fá þeir ekkert. Þingflokkur Framfaraflokksins hefur lagt til að þessu verði breytt, þannig að eftirla- unin verði greidd, þegar eftirlauna- aldri er náð, eins og önnur eftirlaun, en aðrir flokkar styðja ekki þá til- lögu. ♦ ♦ ------- Málverkið reyndist eft- ir Da Vinci Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdótt- ur, fréttaritara Morgunbladsins. MÁLVERK, sem áður hefur verið talið verk lærisveins Leonardo da Vinci, hefur nú verið úrskurðað sem verk eftir sjálfan lærimeist- arann, Leonardo. Um er að ræða litla mynd af ungum manni, en myndin er um þessar mundir á mikilli Leonardo-sýningu í Mál- mey. Við úrskurðinn hefur myndin ver- ið metin á jafnvirði átta milljarða íslenskra króna. Aðeins eru til 10 málverk, sem eru álitin vera eftir meistarann, svo með þessu eru þau orðin 11. Leonardo var ekki aðeins málari, heldur einnig uppfinninga- maður og var sýningin í Málmey helguð uppfinningum hans. Voveiflegt andlát vinar og ráðgjafa Clintons forseta Efast um að Foster hafi fyrirfarið sér Washington. The Daily Telegraph, Reuter. FJÖLMIÐLAR í Bandaríkjunum fjalla nú mjög um andlát Vincents Fosters, eins af ráðgjöfum Bills Clintons forseta en lík Fosters fannst í lystigarði við Potomac-fljótið í Washington í júlí sl. Skamin- byssa var í hægri hendi og var því slegið föstu að maðurinn hefði fyrirfarið sér, skotið sig í munninn. Sjúkraliðar sem komu að hon- um segjast nú draga í efa að um sjálfsvíg hafi verið að ræða og blöð hafa rætt um að Foster hafi ef til vill verið myrtur annars staðar og líkinu komið fyrir í garðinum. Ekki bætir úr skák að eitt af verkefnum Fosters var að kanna fjármálahneyksli í Arkansas, svonefnt Whitewater-mál, sem forsetahjónin hafa verið bendluð við. Skjöl varðandi málið fundust á skrifborði Fosters í Hvíta hús- inu en nokkrum stundum eftir að hann lést fjarlægðu nokkrir embættismenn, þ. á m. skrifstofusljóri Clintons, þau. George Gonzales sjúkraliði seg- ist hafa furðað sig á því hve lítið blóð var á staðnum þegar hann og félagar hans komu að líkinu. Fleira kom þeim á óvart, handlegg- irnir lágu beinir meðfram búknum. „Mér fannst þetta allt undarlegt, hann lá þráðbeinn, eins og líkið væri reiðubúið fyrir kistuna“. Und- arlegt þykir að byssan, kraftmikil Colt 38, var enn í hendi Fosters en í flestum tilvikum myndi hún hrökkva úr hendinni vegna end- urkastsins, byssan „slær“. Sérfræðingar segja að mikið blóð hefði átt að renna úr sárinu, skemmdir á beinum og vefjum í höfðinu að verða miklar en Gonza- les og félagi hans, Kory Ashford sáu lítil ummerki um skotið. Menn- irnir tveir sáu auk þess ekkert blóð á byssunni og í Reuters-fréttum í gær sagði að svo virtist sem lög- reglan í Washington hefði ekki látið kanna hvort byssan á staðn- um hefði í reynd valdið áverkanum. Bréf í tætlum Skýrsla lögreglu hefur ekki ver- ið gerð opinber og sama er að segja um skýrslu læknis sem úrskurðaði að um sjálfsvíg hefði verið að ræða. Vinir Fosters í Arkansas töldu það þó afar ólíklegt. Sagt var að fund- ist hefði bréf, sem rifið hefði verið í tætlur, þar sem fram kom að Foster væri mjög óánægður með dvöl sína í Washington. Clinton og Foster kynntust þegar á ungl- ingsárunum og ráku saman lög- mannastofu í Little Rock. í frá- sögnum fjölmiðla af framhjáhaldi Clintons á yngri árum er minnst á sögusagnir úm að Foster og eigin- kona forsetans, Hillary, hafi verið í ástarsambandi. $------------------- “ KOSTABOÐ LU : Á ÖRFÁUM EÐALVÖGNUM. Honda Actord EX, sjállskiploi á aöeins: lijkum gamle bílinn yppí 09 lánum |iér mismuninn. Einu siioi Accord.allt-af nm AecQrd. Vatnagörðum - Sími 689900

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.