Morgunblaðið - 29.01.1994, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.01.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1994 37 Paul Young SÖNGUR Paul Young og Kathleen Turner Þegar Paul Young var í Los Angeles til að taka upp plötu sína „The Crossing" fékk hann til- boð sem hann gat ekki hafnað, því leikkonan Kathleen Turner bauðst til að syngja með í einu laganna. Paul segist alla tíð hafa verið mik- ill aðdáandi Kethleen og tók hug- myndinni strax vel. Allt gekk eins og í sögu og Kathleen féll vel inn í höpinn. Ekki minnkaði hrifning Pauis á leikkonunni við þetta. Þó kórónaði hún allt saman með því að lýsa því yfir að uppáhalds lag hennar væri útgáfa Pauls af laginu „Every Time You Go Away“. Það varð til þess að Paul sveif um á rósrauðu skýi. Kosningaskrifstofa Gunnars Jóhanns Birgissonar vegna prófkjörs í Reykjavík er ó Grensósvegi 8, símar 883244 og 883248. Gunnar Jóhann í 4. sæti. Stuóningsmenn Morgunblaöiö/Arm bæoerg Þeir mynda hina nýju hljómsveit sem heitir Agga Siæ og Tamlasveitin. F.v. Stefán S. Stefánsson, saxó- fónn, Eiríkur Örn Pálsson, trompet, Björn Thoroddsen, gítar, Jónas Þórir, hljómborð, Egill Ólafsson, söngvari, Gunnar Hrafnsson, bassi og Ásgeir Óskarsson, trommur. TONLIST Ný hljómsveit Egils Olafssonar Egill Ólfsson hefur stofnað nýja sjö manna hljómsveit, sem hlotið hefur nafið Aggi Slæ og Tamlasveitin. Kemur hún fyrst fram föstudaginn 4. febrúar nk. á veitingastaðnum Ömmu Lú, þar sem hún mun spila öll föstudags- kvöld næstu þrjá mánuði. Að sögn þeirra félaga verða gömlu lögin frá Motown-árunum í hávegum höfð, en það eru lög sem Diana Ross, Michael Jackson, Steve Wonder og fleiri gerðu fræg á sínum tíma. „Að sjálfsögðu verðum við einnig með mörg Stuðmannalaganna og suður- amerísk lög í bland. Bandið er sett saman í kjölfar hugmyndar Inga Þórs starfsmanns Ömmu Lú og unnið til að verða hörkugott dans- band,“ sögðu þeir. Æfingar hófust um áramótin og hafa gengið ágætlega, enda eru meðlimir hljómsveitarinnar þaul- vanir og hafa allir verið í öðrum hljómsveitum. Einnig eru þeir Jón- as, Björn, Gunnar, Stefán og Eirík- ur starfandi tónlistarkennarar við Tónlistarskóla FÍH. MÆTURVAGM - lausn á vanda nátthrafna Oft hefur verib bent á nauðsyn þess ab þeir sem búa í úthverfum og eru seint á ferli í mibbænum komist klakklaust heim til sín. Nú er fundin lausn á þessum vanda. Næturvagnar SVR hf hefja akstur föstudaginn 28. januar. Leib 125ferfrá Kalkofnsvegi kl. 2:00 og 3:00 í Bústaða- og Breiðholtshverfi. Leið 130ekurfrá Hverfisgötu vib Stjórnar- rábshúsib kl. 2:00 og 3:00 og fer um Sundin, Árbæ og Grafarvog. Næturvagnarnir aka fyrst um sinn abeins á föstudags- og laugardagskvöldum . Fargjald er kr. 200 í reibufé. Farmiðar og græn kort gilda ekki. Góba heimferð - meb strætó! SVR hf LÆKJARTORG - BÚSTAÐIR - SEL - FELL LÆKJARTORG - SUND - ÁRBÆR - GRAFARVOGUR HVERFISCATA BACKMAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.