Morgunblaðið - 29.01.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.01.1994, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1994 t Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, INGIGERÐUR SIGURBRANDSDÓTTIR frá Skáleyjum, Breiðafirði, Dvalarheimilinu í Stykkishólmi, lést 26. janúar síðastliðinn. Jarðarförin auglýst síðar. Börn hinnar látnu. t Móðir mín, tengdamóðir og amma, STEINUNN BJARNFRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR, Týsgötu 4C, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Grund 26. janúar. Kristjana Sólbjört Guðmundsdóttir, Haukur ísleifsson, Erlingur Hauksson, Ingi Jón Hauksson, Steinunn Ragna Hauksdóttir, Viðar örn Hauksson. t Útför systur okkar og mágkonu, HÖLLU BERGS, fer fram í Fossvogskirkju þriðjudaginn 1. febrúar kl. 13.30. Blóm eru afþökkuð en minnt á líknarstofnanir. Guðbjörg Bergs, Helgi Bergs, Lfs Bergs, Jón H. Bergs, Gyða Bergs. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUNNAR SIGURGEIRSSON, Grandavegi 47, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 31. janúar kl. 15.00. Helga Ólafsdóttir, Gunnhildur Gunnarsdóttir, Magnús Gunnarsson, Aðalheiður Magnúsdóttir, Gunnar Kristinn Magnússon. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, tengdasonur, bróðir og mágur, JÓHANN GUÐNASON, Vesturási 36, sem lést fimmtudaginn 20. janúar, verð- ur jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 31. janúar kl. 10.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Guðbjörg H. Birgisdóttir, Birgir Daði, Agnes og Rebekka Jóhannsbörn, Guðni G. Sigfússon, Birgir G. Albertsson, Evlalia K. Guðmundsdóttir, María S. Guðnadóttir, Ingólfur K. Sigurðsson, Valur Guðnason, Bryndís Richter, Sigfús J. Guðnason, Hulda B. Halldórsdóttir, Borghildur Birgisdóttir, Guömundur A. Birgisson, Gunnar F. Birgisson. t Alúðarþakkir færum við öllum þeim er sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURLÍNAR STEFÁNSDÓTTUR, Ægissíðu, Djúpárhreppi. Guðrún Guðmundsdóttir, Einar Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför KRISTINS G. WIUM, Fannborg 1, Kópavogi. Guðfinna S. Wium, Gísli K. Wium, Koibrún Aradóttir, Hildur K. Wium, Þór K. Wium, Sveinn K. Wium, Kristinn K. Wium, Lísa G. Wium, Dóra Sif Wium, barnabörn og barnabarnabörn. Hjördís Hermannsdóttir, Gunnar Jónsson, Minning Arthúr Guðnason Fæddur 11. janúar 1910 Dáinn 11. janúar 1994 Það húmar að í hugans innum hverju sinni sem mætur samferða- maður kveður og minningamar sækja á, löngu liðin tíð verður ljós og öðlast á ný lit og líf. Þegar minn góðir vinur, Arthúr Guðnason, hefur lagt í sína hinztu ferð hverfur hugurinn aftur til þess tíma er við áttum svo ágæta satn- fylgd á heimaslóðum um árabii. Það var sannarlega gott að eiga þennan glögga og góðviljaða dreng að í þeim málum þar sem leiðir okkar látu helzt saman, verkalýðsmálun- um, góð yfirsýn og ljómandi greind einkenndu allar gerðir hans ásamt einlægri verkalýðshyggju samhjálp- ar og ríkrar réttiætiskenndar. Arthúr var sérstakur fróðleiks- maður, grúskaði í mörgu og var lesinn vel. En hann var um leið hlédrægur mjög og lét bezt að veita vökult liðsinni sitt, öruggt og heilt, þeim sem vildu í fylkingarbijósti fara. Þannig var hann einn minn traustasti og bezti bandamaður meðan ég um áraskeið gegndi for- mennsku í Verkalýðsfélagi Reyðar- fjarðar og varaformaður var hann síðasta hluta þess tíma. Það reynd- ist affarasæl ráðstöfun og allt sam- starf okkar eins og bezt varð á kosið. Það var ekki að neinu rasað í ráðgjöf þessa eljusama alþýðu- manns, sem sannarlega reyndi að ráða í rúnir lífsins og ígrundaði ótrúlega margt og dró af merkileg- ar ályktanir sem reyndust síðar undraréttar. Mér þótti því einboðið að leita til hans um formennsku í félaginu, þegar ég loks lét af henni, en lengi hafði það verið ætlan mín, aðeins vildi ég vera viss um að skila félaginu í farsæla höfn. Það var ekki létt verk að fá Arthúr til formennsku en með for- tölum góðra manna og eindregnum vilja svo ótalmargra að baki tókst svo vel til og auðvitað skilaði Arthúr formennsku sinni með ágætum og átti allra trúnað til þess starfa. Sem slíkur fór hann á þing Alþýðusam- bands Austurlands og fleiri fundi á vegum verkalýðssamstakanna, gegn fulltrúi hvarvetna og glöggur vel á allar hræringar. Hann samþykkti formannsskipan sína þó aðeins til skamms tíma, því framsýnn og raunsær sem hann í senn var vann hann að því ásamt okkur hinum að fá yngri menn til forystu sem og fljótlega varð. Á þessum árum var afar gott og náið samstarf með okkur Arthúri og mátti segja að hvorugum þætti ráð- um vel ráðið nema hinn hefði þar komið að málum. Sanngirni hans og drenglund voru einkenni hans ásamt rökfastri íhygli í hveiju einu, traustri skap- höfn og vandlegri athugun og yfir- vegun hvers máls áður en ákvörðun var tekin endanlega. Við Arthúr unnum saman í ýmsu öðru, hann var afar einlægur and- stæðingur erlendrar hersetu á ís- lenzkri grund og sönn félagshyggja samgróin trúrri stéttarvitund hans. Minnisstæð er mér samvinna okkar fýrir forsetakosningamar 1968 þar sem við unnum báðir ötullega að kjöri Kristjáns Eldjárns og þar sem í öðru lá Árthúr ekki á liði sínu og einlæg var gleði hans þegar upp var staðið og úrslit lágu fyrir að t Innilegar þakkir og kærar kveðjur sendum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför ÓSKARS JÓNSSONAR frá Holtsmúla, Landssveit. Sigriður Jónsdóttir, ' Ingvar Loftsson, Elias Ingvarsson, Guðný Margrét Ólafsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðar- för eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, KRISTÍNAR VESTMANN VALDIMARSDÓTTUR frá Gunnarshólma í Vestmannaeyjum. Þorsteinn Jónsson, börn, tengdabörn og barnabörn. t innilegar þakkir færum við þeim er sýndu okkur sAmúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs sonar og bróður, ÞORSTEINS MAGNÚSSONAR frá Seyðisfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahússins á Seyðisfirði. Guð blessi ykkur öll. Magnús Halldórsson, Geirrún Þorsteinsdóttir og systkini hins látna. t Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærrar dóttur, eiginkonu, móður og ömmu, PETU ÁSU ÞORBJÖRNSDÓTTUR, Hamragarði 12, Keflavík, Sérstakar þakkir til Sjúkrahússins í Keflavík og kvennadeildar Landspítalans deild 21-A. Málfríður Helgadóttir, Bragi Sigurðsson, Björn H. Haraldsson, Ásgeir Bragasón, Eiríkur Bragason, Sveindís Sigurbergsdóttir, Sævar Bragason, Jóhanna Jónsdóttir og barnabörn. hafa mátt leggja þar að lið sitt. Arthúr var jafnan gott og gaman að hitta sakir hlýju sinnar og vel- vildar, en ekki síður sakir þess hversu hann kom í mörgu fram með mótaðar skoðanir á ýmsu sem fóru skemmtilega á svig við hið viðurkennda, en reyndust eiga síðar góð rök að baki. Við hann var því gaman að ræða um landsmál sem alþjóðamál og gott var á ýmis ráð hans að hlusta, en í mjög mörgu fóru skoðanir okk- ar hið bezta saman. Arthúr vann ýmis störf um dag- ana, en sem fleiri íbúar heima var hann með kýr og kindur og hafði þar af góðar afurðir og yndi mikið, því það kvað hann einhveijar sínar mestu ánægjustundir, þegar hann hirti um ær sínar, allt að því að nostra við þær. Arthúr var maður mjög vel verki farinn, handlaginn mjög við hvað- eina, smiður góður og snjall að fást við vélar hvers konar. Hefði Arthúr lifað aðra tíma hefði hann án efa gengið mennta- veginn og einhvem veginn hefði ég afar vel getað séð hann fyrir mér í hlutverki fræðimanns, grúskarans góða með glöggskyggni og aðgát þess sem umfram allt vill vera viss í sinni sök. Með Arthúri er genginn góður fulltrúi sinnar kynslóðar sem ég minnist með mikilii hlýju og þökk fýrir kær kynni og lærdómsrík um leið. Örfá atriði úr ævihlaupi skulu hér tilfærð. Arthúr var fæddur að Teigagerði á Reyðarfirði 1910 og var því tæpra áttatíu og fjögurra ára er hann lézt. Foreldrar hans voru Salný Jónsdótt- ir frá Grófargerði og Guðni Péturs- son kaupmaður á Reyðarfirði, en hjá honum og Ásdísi Long ólst Arthúr upp. Reyðarfjörður var því heimkynni hans alla tíð til æviloka. Gæfuspor Arthúrs mest var er hann kvæntist 20. janúar 1932. Eiginkona Arthúrs, sem lézt fyrir nokkru, var Sigrún Árnadóttir, mæt mannkostakona, sem alltaf var jafngott að sækja heim, þegar sam- vinna okkar Arthúrs var sem mest. Hjónaband þeirra var einkar kær- leiksríkt alla tíð; Þau hjón eignuð- ust þijú böm: Ásdísi, starfskonu í mötuneyti í Reykjavík, Guðna, tré- smiðji Reyðarfirði, og Árna, bif- reiðasmið í Reykjavík, allt mesta myndarfólk í allri grein. Þeim og þeirra fólki vottum við Hanna ein- læga samúð. Arthúr unni byggð sinni og vék oft að því við mig, hveiju lykilhlut- verki heimabyggð okkar ætti að gegna á Austurlandi vegna legu sinnar. Hann var byggð sinni góður son- ur, heill og trúr í hveiju, og átti auðvelt með að slá á létta strengi þegar það átti við. Dulur sem hann var, flíkaði hann ekki sínum innstu tilfinningum, en það duldist ekki að þar fór drengur góður í hvívetna. Eg kveð minn góða vin í hljóðri þökk fyrir horfnar stundir, fyrir veitula vináttu og vökulan trúnað, fyrir hreiniyndi sitt og heiliyndi í hveiju því sem við áttum saman að sælda. Blessuð sé minning hins mæta drengskaparmanns. Helgi Seljan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.