Morgunblaðið - 29.01.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.01.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1994 19 Islenskur verkfræðingur í Los Angeles á vegum Landsbjargar Aflar upplýsinga sem ekki er hægt að fá síðar SÓLVEIG Þorvaldsdóttir er stödd í Los Angeles þessa dagana á vegum Landsbjarg- ar til að fylgjast með störfum almannavarna og björgunar- aðila eftir jarðskjálftann sem þar reið yfir 17. þ.m. Sólveig er verkfræðingur með fram- haldsmenntun í jarðskjálfta- verkfræði og hefur starfað lengi með hjálparsveit á Is- landi. Sólveig setti sig strax í samband við björgunaraðila og hefur farið á ýmsa þá staði sem urðu eyðileggingunni að bráð, m.a. fjölbýlishúsið þar sem neðsta hæðin lagðist sam- an og 16 manns týndu lífi. Þangað hefur engu fjölmiðla- fólki verið hleypt og íbúarnir hafa ekki fengið að fara inn í húsið eftir eigum sínum. Alls létust 57 manns af völdum skjálftans. Sólveig var komin til Los Ang- eles á þriðja degi eða aðfaranótt miðvikudagsins 19. janúar. Hún setti sig strax í samband við fólk sem hún þekkir en hún er nýflutt heim til íslands eftir að hafa búið í fjögur og hálft ár í Bandaríkjun- um, þar af eitt og hálft ár rétt fyrir utan Los Angeles. Hún komst strax inn í kerfið og var send í búðir þriggja sveita frá San Francisco-svæðinu. Rústabjörgunarsveitir „Þannig er að ég hef dálítið starfað með Bandaríkjamönnum í sambandi við rústabjörgun og þessar sveitir eru hluti af neti 25 sérsveita sem almannavarnayfir- völd hafa byggt upp í Bandaríkj- unum. Fyrir utan fimm svona sér- sveitir sem eru á LA-svæðinu sjálfu voru fimm aðrar kallaðar til, þrjár frá San Francisco-svæð- inu, ein frá Arizona og ein frá Washington-fylki. Þær eru allar til hliðar við þá björgunarstarf- semi sem borgin og sýslan eru með en í ljós kom að ekki þurfti á þeim að halda. Ég þekki til starfa sveitarinnar í Orange- county og ef ég hefði ekki flutt heim rétt fyrir jólin hefði ég geng- ið til liðs við hana sem verkfræð- ingur,“ sagði Sólveig. í hópi útvalinna Þegar Sólveig kom í búðirnar voru björgunarstörf yfirstaðin en eftir hádegi á miðvikudegi fékk 20 manna-sérvaldur hópur úr sveit frá San Francisco-svæðinu, verk- fræðingar, læknár og slökkviliðs- menn úr rústasveitunum, auk sér- þjálfaðra hunda að fara á nokkur skaðasvæði. Eitt þeirra var fjöl- býlishúsið í Northridge þar sem neðsta hæðin lagðist saman og 16 manns týndu lífi. „Þar fengu hundarnir að æfa sig, við fengum að skoða okkur um og ég tók t.d. mikið af mynd- um. Um kvöldið komst ég inn í stjórnstöð rústabjörgunarsveita og eftir hádegi næsta dag bauðst mér ásamt fimm öðrum að fara í skoðunarferð um skaðasvæði í fylgd með manni sem hafði verið við björgunarstörf í þrjá daga samfleytt án hvíldar. Hann fór með okkur m.a. aftur að fjölbýlis- húsinu í Northridge og sýndi hópnum nákvæmlega hvar fólk hefði fundist, hvernig það hefði náðst út og fleira slíkt. Hvar sem við fórum um vöktum við mikla athygli. Við vorum í herflutningabílum, gölluð og með hjálma og alls staðar brosti fólk Niður um eina hæð ÖNNUR hæð orðin fyrsta hæð. Húsið féll marga metra til hliðar eftir endilöngu húsinu. Morgunblaðið/Sólveig Þorvaldsdóttir í gegnum gólfið ALLIR sem dóu í húsinu í Northridge voru sofandi i rúmum sín- um og fundust þeir inn í svefnherbergi á hæðinni fyrir ofan og ijúfa gólfið. Að sögn Sólveigar hafa bandarískir fjölmiðlar ekki haft aðgang að skaðasvæðunum. við okkur og veifaði. Okkur leið hálf illa því við höfðum ekki verið í neinum björgunarstörfum. En það skiptir kannski ekki öllu máli hver gerir hvað - fólk er glatt yfir því að margir hafa lagt mikið á sig til að hjálpa," sagði Sólveig. Á eftir að nýtast hér heima Sólveig hefur haldið erindi á Íslandi bæði fyrir björgunar- sveitamenn og fyrir verkfræðinga og er núna að ganga frá því sem hún kallar handrit um rústabjörg- un. Ferð hennar til Los Angeles er liður í áætlun sem verið er að vinna að hjá Landsbjörg um við- brögð við jarðskjálftum. „Ég lagði mesta áherslu á að ná upplýsing- um sem ekki er hægt að fá þegar lengra líður frá skjálftanum og reynsla af þessu tagi á svo sannar- lega eftir að nýtast okkur heima,“ sagði Sólveig. Sólveig er væntan- leg heim í byrjun febrúar en tím- ann þangað til ætlar hún m.a. að nýta til að sinna einu áhugamála sinna, fallhlífarstökki. í skoðunarferðv SÓLVEIG inni í einum herflutn- ingabílanna sem þau fóru í á skaðasvæðin. Alls staðar vöktu þau mikla athygli og fólk var stöðugt að þakka þeim vel unn- in störf. Vandræði hjá ígulkerjaframleiðendum Yerðfall leiðir til minm framleiðslu VERÐFALL á ígulkeramarkaði í Japan eftir jól kom fyrr en venja er og hafði þær afleiðingar að áhersla á gæði jókst á kostnað framleiðni að sögn Elierts Vig- fússonar framkvæmdastjóra Is- ienskra ígulkerja í Njarðvíkum. Hann segir að ferlið hafi haft þær afleiðingar fyrir ýmsa framleið- endur að þeir hafi komist i takt við raunveruleikann og ljóst sé að framleiðendum eigi eftir að fækka eitthvað hér á landi. Ellert sagði að ávallt væri mikil sala fyrir jól og verð væru gjaman góð. Hins vegar minnkaði eftirspum þegar kæmi fram í janúar og verð lækkuðu að sama skapi. Misjafnt væri hvenær þessi verðsveifla yrði og hversu verðlækkunin væri mikil. Núná hefðu verð t.a.m. farið niður í 300 til 400 jen á 100 g pakkningu. Verðið væri svo smám saman að fara upp á við aftur. Hann sagði að minni eftirspurn í janúar hefði þær afleiðingar að gæði þyrfti að auka og ekki væri hægt að halda uppi sömu framleiðslu og áður. Ýmis framleiðendur væri að vakna upp við þennan veruleika og átta sig t.d. á því að ef gæði væm ekki höfð í hávegum og hráefni nægilegt gengi dæmið einfaldlega ekki upp. -----» ♦ «---- Þyrlusveit- in heiðruð BJÖRGUNARFÉLAGIÐ hf. sem gerði út björgunarskipið Goðann veitti á fimmtudag flugbjörgunar- sveit varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli og áhöfnum björgunar- þyrlanna viðurkenningarskildi fyrir afrek þeirra þegar þeir björguðu sex skipveijum á Goðan- um. Kristján Sveinsson skipstjóri af- henti björgunarmönnunum skildina. Jim Sills yfirmaður flugbjörgunar- sveitarinnar tók við viðurkenningar- skildi fyrir hönd sveitarinnar. Gunnar Felixson stjórnarformaður Björgun- arfélágsins hf. flutti ávarp við at- höfnina. Sjálfstæðismenn í Reykjavík Gerum veg borgarinnar sem mestan við mótun framtíðarstefnu. Reykjavík er aflvaki nýjunga. Tökum frumkvæði, stuðlum að traustari atvinnu, öruggu heimilislífi og góðri lífsafkomu, okkur öllum til handa. Ágætu félagar! Veitið mér stuðning ykkar til að móta framtíðarstefnu fyrir borgina okkar og íbúa. Ég leita eftir stuðningi ykkar í 4.-6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjörinu um heigina. Þórhallur Jósepsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.