Morgunblaðið - 03.02.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.02.1994, Blaðsíða 1
72 SIÐURB/C STOFNAÐ 1913 27. tbl. 82. árg. FIMMTUDAGUR 3. FEBRUAR1994 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sljórnin í Rúmeníu styrkir stöðu sína Kommúnistar og þjóðernissinn- ar í ríkissljórn Búkarest. Reuter. STJÓRNARFLOKKUR jafnaðarmanna í Rúmeníu, PSD, og fjórir smá- flokkar, tveir á ysta vinstri væng og undir stjórn gamalla komm- únista, hinir tveir öfgafullir þjóðernisflokkar, hyggjast mynda sam- steypustjórn 1. mars. Minnihlutastjórn PSD-mannsins Nicolae Vacaro- iu var nær fallin í atkvæðagreiðslu um vantraust fyrir rúmum mánuði. I yfirlýsingu flokkanna fimm er lýst skilyrtum stuðningi við tillögur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, IMF, um aðgerðir gegn verðbólgu og efna- hagsumbætur en sjóðurinn mun ekki veita Rúmenum frekari lán nema tekin verði upp aðhalds- og umbótastefna. Verðbólgan er nú um 300%. Bandaríkin Sykur hef- ur ekki áhrif á of- virk börn Boston. Reuter. BANDARÍSK rannsókn á áhrifum sykurs á ofvirk börn hefur leitt í ljós að hvorki syk- ur né önnur sætuefni valda breytingum á hegðun barn- anna. Rannsóknin, sem birt er í New England Journal of Medicine, hrekur þá kenningu að sykur valdi því að sum börn verði ofvirk. Rannsökuð voru 48 börn, sem að sögn foreldranna voru við- kvæm fyrir sykurneyslu. Vís- indamenn frá V anderbildt- háskólanum í Nashville settu börnin á þrenns konar matar- æði; sem ýmist innihélt sykur, sætuefnið nutrasweet eða sakk- arín. Þess var gætt að hvorki væru aukaefni, litarefni né rot- varnarefni í matnum. Mældar voru breytingar á hegðun barnanna og eftir þijár vikur höfðu engar marktækar breytingar orðið. Rússland Þingið hót- ar Jeltsín Moskvu. Reuter. FQRSETI neðri deildar rússneska þingsins, dúmunnar, sagði í gær að þingmenn kynnu að koma í veg fyrir að vináttu- og samstarfs- samningur Rússa og Georgíu- manna nái fram að ganga, að sögn /nterfax-fréttastofunnar. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, og Edúard Shevardnadze, forseti Georg- íu, hyggjast undirrita samninginn í dag. Hvorki talsmenn forsetans né þingsins vildu staðfesta þessa frétt. Ivan Rybkín þingforseti og leiðtogar þingflokka sögðu í bréfi til Jeltsíns, að samningurinn, sem felur m.a. í sér aðstoð Rússa við að byggja upp her- afla Georgíu, geti raskað ástandinu í Kákasuslýðveldunum, sem sé óstöð- ugt, og því geti samningurinn mætt hindrunum á þingi Rússlands. PDS fékk um 34% atkvæða í síðustu þingkosningum og er flokk- ur Ions Iliescu forseta sem er fyrr- verandi kommúnisti. Smáflokkarnir fjórir hafa veitt ríkisstjórninni stuðning á þingi þegar mest hefur legið við og mun nýja stjórnin hafa þingmeirihluta á bak við sig. Tryggja hagsmuni skriffinna Ánnar þjóðernissinnafiokkurinn berst ákaft gegn áhrifum gyðinga í Rúmeníu. Pólitísk ókyrrð, er stundum hefur endað með ofbeldi, hefur verið í landinu frá því að einræðisstjórn kommúnistans Nic- olae Ceausescu var steypt í blóð- ugri byltingu um jólin 1989. Verk- föll hafa verið tíð síðustu vikurn- ar, atvinnuleysi og neyð almenn- ings fara vaxandi en umbætur í átt til markaðsbúskapar hafa verið í skötulíki. Að sögn stjórnmálaskýrenda hafa stjórnar- flokkarnir fimm lagt sig fram um að tryggja hagsmuni skriffinna og ráðamanna stórfyrirtækja frá tím- um kommúnistastjórnarinnar en ljóst er að raunverulegar markaðs- umbætur myndu ógna stöðu þeirra og forréttindum. IMF hefur í samráði við stjórn Vacariou lagt fram umbótatillögur sem valdið hafa miklum deilum og klofningi innan raða PSD. Þar er gert ráð fyrir að márkaðurinn verði látinn ráða gengi gjaldmiðilsins, ríkisfyrirtæki verði einkavædd og fyrirtækjum sem ekki geti borið sig verði lokað. Bhutto og Ciller í Sarajevo Reuter Forsætisráðherrar Tyrklands og Pakistans, Tansu Ciller og Benazir Bhutto, heimsóttu í gær Sarajevo í Bosníu til að beina augum manna að þeim hörmung- um sem íbúar borginnar búa við. Skoruðu þær á þjóð- ir heims að stöðva hrun Bosníu-Herzegóvínu og sögðu það viðurstyggilegt að slíkar hörmungar ættu sér stað í hjarta þeirrar heimsálfu sem stærði sig af því að leggja áherslu á mannréttindamál. Bæði Tyrkland og Pakistan eru íslömsk ríki og styða Bosníumenn í baráttunni við Króata og Serba. Mikill öryggisvörður var í kringum ráðherrana, sem klæddust skotheldum vestum er þær fóru um götur Sarajevo. Ráðist hefur verið á friðargæsluliða í æ ríkara mæli og voru gerð- ar sex skotárásir á þá á einum sólarhring. Krafa Dana um fiskveiðistjórn og kvótakerfi við Færeyjar Mikíl andstaða við takmarkanir á sókn Þórshöfn. Frá Grækaris Djurhuus Magnussen, fréttaritara Morgunblaðsins. MIKIL andstaða er í Færeyjum, jafnt á lögþinginu sem meðal almennings, við kröfu dönsku ríkissljórnarinnar um að tekið verði upp kvótakerfi til að vernda fiskstofnana við eyjarnar. Færeyingar ,eru vanir frjálsum og óhindruðum aðgangi að þessari auðlind, sem stendur að vísu afar illa, og vilja hafa þann hátt á áfram. Danir selja hins vegar kvótakerfið sem skilyrði fyrir því, að Færeyingum verði hjálpað við að greiða af erlendum skuldum. Thomas Arabo sjávai'útvegsráð- herra lagði fram frumvarpið um kvótakerfið í desember og var stefnt að því, að það yrði að lögum 56.000 manns vilja stöður hjá Evrópubandalaginu Rannsókn hafin á próf- svindli umsækjendanna ^ Brussel. The Daily Telegraph. ÁKVEÐIÐ hefur verið að hefja rannsókn á meintu svindli í prófi fyrir 56.000 manns undir þrítugu sem sóttu um 160 vel launaðar stöður hjá Evrópubandalaginu (EB). Prófið fór fram á 29 íþrótta- leikvöngum og prófsölum víðs vegar í EB-ríkjunum 18. desem- ber og rannsóknin var hafin eft- ir að tvær breskar konur, sem eru á meðal umsækjendanna, kvörtuðu yfir svindli, einkum á meðal ítala. Þær tóku prófið á meðal 7.000 umsækjenda á Heysel-leikvanginum í Brussel og sögðu að Italirnir „virtust hafa skipt sér í sérfræðingahópa og skiptust á svörum út allt prófið“. Eftirlitsmennirnir hefðu ekki reynt að stöðva svindlið, þótt það hefði ekki getað farið framhjá þeim. Tímaritið The Economist segir að sumir þátt- takendur hafi notað farsíma til að spyrja fjarstadda vini ráða. Eftirlitsmenn fylgist ekki með löndum sínum Þetta var aðeins fyrsta prófið sem umsækjendurnir þurfa að taka og embættismenn EB segj- ast hafa lagt til að eftirlitið verði liert í þeim næstu, til að mynda með því að hafa lengra bil milli borða og tryggja að eftirlitsmenn verði ekki lengur beðnir um að fylgjast með löndum sínum. ekki síðar en 1. febrúar. Var þar kveðið á um heildarkvóta í hverri fisktegund og síðan kvóta á hvert skip önnur en þau, sem eru 20 tonn eða smærri. Fyrir þau átti að vera einn heildarkvóti. Undan- þegnar kvóta áttu þó að vera teg- undir eins og ígulker, grálúða í net og skötuselur. Kvótarnir eiga að vera framseljanlegir til að stuðla að betri samkeppnisstöðu færeysks fiskiðnaðar og til að laga sóknina að afrakstursgetu stofnanna. í lögunum eru ákvæði um, að skip, sem eru 110 tonn eða stærri, geti ekki keypt eða leigt kvóta af minni skipum en skip, sem eru undir 110 tonnum, mega kaupa eða leigja af þeim stærri. Litið til íslands Kjartan Hoydal, fiskimálastjóri í Færeyjum, segir, að við samningu frumvarpsins hafi fyrst og fremst verið tekið mið af íslensku kvóta- lögunum en auk þess litið á fyrir- komulagið eins og það er í Kanada, Aiaska og Nýja Sjálandi. Þótt Færeyingar geti ekki verið án aðstoðar dönsku stjórnarinnar við að greiða af erlendum skuldum eiga þeir erfitt með að sætta sig við, að rétturinn til veiða verði takmarkaður, jafnvel þótt tala megi um hrun í mörgum fiskstofn- um. Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur stundum komið með tillögur um kvóta, til dæmis í þorski, en eftir þeim hefur aldrei verið farið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.