Morgunblaðið - 03.02.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.02.1994, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1994 SS lækkar verð á nautakjöti um 10% SLÁTURFÉLAG Suðurlands lækkaði í gær heildsöluverð á unnu nautakjöti um 10%. „Með þessari verðlækkun erum við að bregð- ast við þeim aðstæðum sem hafa skapast á markaði fyrir nauta- kjöt undanfarna mánuði. Það hefur verið offramboð af nautakjöti á markaði og er þessi ákvörðun tekin í samráði við okkar félags- menn,“ segir Finnur Árnason, markaðs- og sölustjóri SS. „Með verðlækkuninni gefum við viðskiptavinum okkar kost á því að bjóða neytendum lægsta verð á nautakjöti á markaðnum í dag. Við setjum á markað unna vöru með merktu smásöluverði sem þýð- ir að verðlækkunin skilar sér alla leið inn á borð neytenda,“ segir Finnur. Verðlækkunin nær til fyrsta flokks ungnautakjöts svo og kýr- kjöts og á Finnur von á því að hennar muni njóti í nokkrar vikur, eða á meðan verið er að saxa á nautakjötsbirgðirnar. Sem dæmi má nefna að smásöluverð á fyrsta flokks piparsteik og file verður eftir lækkunina 1.572 kr. kg., snitsel 1.259 kr., gúllas 1.124 kr. og fjórir hamborgarar með brauði kosta 339 kr. Kýrkjötið er mun ódýrara, en piparsteikin í þeim flokki er á 1.348 kr. kg og ijórir hamborgarar með brauði 289 kr. Þannig má setja upp heimilisbókhaldið Matu,og TUmat. Latknar. ‘‘T ll> klí lií Mán. hreinlætis- Blöð, full- Hiti, lyf, tann- Afborganir, Tóbak, Gos, dagar vörur Föt Börn Skóli .sjónvarp orðinna rafmagn Sími læknar Bíll tryggingar Strætó áfengi sælgæti i, | Íj | h ; .4«. ; 3: ; §t | f. I T o.s.firv. / Sparnaðurinn kemur af sjálfu sér ef menn læra að skipuleggja sig „SPARNAÐURINN kemur að sjálfu sér ef menn læra bara að skipu- leggja sig,“ segir Vigdís Stefánsdóttir, sem um árabii hefur haldið nákvæmt heimilisbókhald. Hún hefur áður gefið lesendum blaðsins holi ráð um aðhaldssemi. Að þessu sinni ætlar Vigdís að kenna okk- ur hvernig við eigum að skipuleggja okkur svo við getum í reynd fylgst með því hvert peningarnir fljúga. „Til þess að spara þarf fyrst og fremst að vita í hvað peningarnir fara. Best er að gera sér grein fyr- ir því með því að skrifa niður á blað samviskusamlega í hvað tekj- umar fara. Ég nota eitt A4 rúðu- strikað blað fyrir hvern mánuð og skipti því niður 5 dálka, merkta matur, bensín, föt, skóli, trygging- ar, afnotagjöld, skattar, hússjóður, sælgæti, viðgerðir o.s.frv. o.s.frv." Undir dálkinn „bíll“ skal t.d. færa inn öll útgjöld er koma bílnum við, s.s. bensín, viðgerðir og við- hald. Undir liðinn „skóli“ skal færa skólagjöld, skólabækur og ritföng, en undir „börn“ skal færa þær upp- hæðir sem bömin fá, svo sem vasa- peninga, bíó- og skemmtanapen- vrownu T7 v ii/riuixr T TTT7TT CTT'Ö Æ'TZ'T' X Xl£iXX-iC9 U XV^XLiXV. X Líkaminn er ótrúlega fullkominn að allri gerð. Árum og áratugum saman reynir hann að verja okkur fyrir afleiðingum af hreyfingarleysi og ofáti. En það kem- ur að því að heilsan bilar. Blóðþrýsting- ur hækkar, æðar þrengjast, blóðrásin hægist, öndun verður erfiðari, sjálfs- myndin veikist, streita myndast við álag, okkur verður erfitt um hreyfingu. Eina von líkamans er að þú hættir að misbjóða honum svona hroðalega. Um leið og þú leyfir honum að hreyfa sig og hættir að moka ofan í hann mat sem hann hvorki vill eða þolir þá fer hann að endurgjalda þér tillitssemina. Hann stælist og léttist, blóðþrýstingur lækkar, æðar byrja að víkka, blóðrásin örvast, öndunin verður kraftmikil, sjálf smyndin og allt fas þitt verður sterkara. Þú finnur vellíðan streyma um líkama þinn, þér líður betur en nokkru sinni fyrr. Megrunarkúrar eru tálsýrr, dæmdir til að mistakast. I»eir valda uppgjöf og vonleysi, því þeir taka ekki á grundvallarvandanum. Skynsamlegt mataræði og reglubundin hreyfing er eina leiðin til þess að komast í gott form og losna endanlega við aukakílóin. Hinii 5. febrúar hef st nýtt 12 vikna fræðslunámskeið um samspil hreyfingar, mataræðis, heiisu og vellíðunar (sjá augl. á bls. 12). Einstakt tækifæri til þess að hlusta á og ráðfæra sig við okkar færustu lækna, næringarfræðinga og íþróttaþjálfara. Námskeiðsgjald er kr. 15.000. Skráning í símum 30000 og 35000 hfá World Class og 672621 hjá Ragnari Tómassyni. inga. Setja skal staf viðkomandi barns við hveija upphæð. Hreinlæt- isvörur fylgja matarkostnaðinum, en áfengi, tóbak, sælgæti og gos fá sérdálka. Áætlanagerð Ef menn taka upp þessa aðferð, kemur það flestum á óvart hve óljósar hugmyndir menn hafa haft um útgjöldin. Þegar listinn hefur verið gerður, sést gróflega hvernig tekjurnar skiptast og þá má fara að gera áætlun, segir Vigdís. Best er að setja sér einhver markmið, svo sem að halda bensín-, matar- og fatakaupum innan ákveðins ramma. Áætlanagerðin tekur ekki nema um það bil 15 mínútur og Vigdís mælir með því að maki og börn séu höfð með í ráðum. Skiln- ingur heimilismanna eykst stórum ef þeir sjá það svart á hvítu í hvað peningamir fara. Því næst er taflan teiknuð upp fyrir heimilisbókhaldið. Að sögn Vigdísar mikla menn það gjarnan fyrir sér að þurfa að færa inn í bókhaldið hveija krónu, sem eytt er yfir daginn, og halda að þetta taki bróðurpartinn af frí- tímanum. „Því fer þó fjarri að þessi bráðnauðsynlega framkvæmd þurfi að vera tímafrek. Sú eða sá, sem sér um heimilisinnkaupin, þarf að gæta að taka kassakvittun þegar eitthvað er keypt, færa upphæðirn- ar síðan inn í heimilisbókhaldið að kvöldi dags og spyija jafnframt aðra fjölskyldumeðlimi um eyðslu dagsins. Þetta er ekki nema fimm mínútna verk. Eftir 2-3 vikur ferðu að sjá ákveðið mynstur. Eftir einn mánuð hefur þú á blaði fyrir fram- an þig hvað verður um alla pening- ana, sem þú hefur stritað fyrir alla daga í vinnu. Þá geturðu loksins séð hvar best er að skera niður.“ Daglegt líf mælir vissulega með því að laijdsmenn taki upp aðferð Vigdísar og færi reglulega heimilis- bókhald til að hafa betri yfirsýn yfir fjármálin enda má segja að rekstur heimilis sé ekkert annað en rekstur fyrirtækis. Gaman væri að fá fréttir af því hvernig til tekst með sparnað. Flestir miða sjálfsagt heimilisbókhaldið við mánuð í senn, en það segir enginn að bókhaldið þurfi endilega að miðast við mán- aðamót. ■ JI Rýmingarsalan í Hagkaup enn í fullum gangi Rýmingarsaian á matvörum í Hagkaup Skeifunni stendur enn yfir. Að sögn Arnars Kjartanssonar innkaupamanns í matvöru er ýmis- legt eftir af vörum en rýmingarsölunni lýkur um eða efti helgi Sem dæmi um verð má nefna Qmatic þvottaefni í tveggja kílóa pakkningum sem kostar nú 199 krónur en kostaði áður 529 krónur. 400 grömm af sveppum kosta núna Litlar verðbreytingar hjá efnalaugum þó verðlagning hafi verið frjáls í rúmlega hálft ár Samkvæmt samkeppnislögum er efnalaugum ekki heimilt að sam- ræma verð á þjönustu sinni, því samkeppni á að ráða verðinu. „Mað- ur fylgist þó náttúrlega með því sem aðrir gera,“ sagði einn viðmælandi okkar og gaf til kynna að ef ein efnalaug gerði miklar breytingar á verði myndu fleiri fylgja í kjölfarið. Misjafnt hljóð var í rekstraraðil- um efnalauga. Sumir sögðu að reksturinn hefði dregist saman á síðasta ári, í tengslum við aukið atvinnuleysi og minni kaupmátt. Aðrir sögðust frekar hafa orðið varir við aukningu. „Fólk nýtir sér hreinsun og skósmiði meira þegar að kreppir. Þá verður meiri nýtni og fólk lætur oft hreinsa upp göm- ► ► 49 krónur en kostuðu áður 99 krón- ur. Svokallað Farmers snakk kost- aði áður 179 krónur en er nú selt á 99 krónur. m VERÐLAÓNING efnalauga var gefin frjáls 1. júní síðastliðinn, en skyndikönnun Daglegs lífs í þessari viku, gaf til kynna að verðlag þjá efnalaugum væri nyög svipað nú og það var fyrir 1. júní. ► > > > ul föt, í stað þess að kaupa ný.“' Menn sögðust flestir hafa breytt verðlagningu eitthvað eftir 1. júní síðastliðinn þegar samkeppnislög teygðu sig til efnalauga. Ýmist var verð hækkað eða lækkað og algeng verðbreyting var í 3-5%. Algengt verð fyrir hreinsun á herrabuxum er 500-520 krónur og sama verð er fyrir hreinsun á herrajakka. Það kostar aftur á móti víðast yfir 600 krónur að hreinsa silkiþlússu. Spurt var hvort menn hefðu hug á að breyta verðlagningu á næstunni og kváðust þeir alla vega ekki gera ráð fyrir að verð hækkaði. Ef einhveijar verðbreytingar yrðu í bráð, myndi verð frekar lækka örlítið. ■ BT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.