Morgunblaðið - 03.02.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.02.1994, Blaðsíða 33
I MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1994 33 Upptaka á J eftir Gunnlaug Þórðarson I Að undanförnu hafa birst marg- Iar greinar um sölu á SR-mjöli hf. vegna þess hvernig að sölunni hef- ur verið staðið. Það er von að fjöl- miðlar láti þetta mál til sín taka, því hér er um eitt stærsta ríkisfyrir- tækið að tefla. Athyglisverðustu greinarnar eru: „Eignir þínar gefn- ar“, DV. 4.1.’94, Jónas Kristjáns- son ritstj., „Guðlast að ríkið eigi skuldlausa eign“, Tíminn, 5.1.’94, „Greingr. sjávarútvrn." Tíminn, 7.1.’94, „Fáein orð um sölu SR- mjöls", Hreinn Loftsson, Mbl. 8.1.’94, „Rétt skal vera rétt“, Sig. G. Guðjónsson og Símon Kjærne- sted, Mbl. 8.1.’94 og „Ríkið seldi réttum manni“, DV. 11.1.’94. Þungar sakir Greinar þessar skiptast í tvö hom. Annars vegar, að sala SR- j mjöls hf. hafi ekki verið með þeim hætti, sem vera bar og að söluverð- ið hafi verið of lágt. Þannig segir I í grein Jónasar Kristjánssonar rit- stjóra: „Hver einasta málsgrein í alþjóðlegum stöðlum útboða var brotin, þegar einkavina-væðingar- nefnd ríkisstjómarinnar lét bjóða út SR-mjöl.“ Síðar í sömu grein: „Afleiðing vinnubragðanna er, að skattgreið- endur tapa tugum milljóna, er renna í greipar þeim, sem er þókn- „Á það má benda að nú stendur til að reisa fiskimjölsverksmiðju í Helguvík og er áætlað að hún kosti um kr. 700 milljónir, en hin selda eign á vel viðhaldnar voldugar verksmiðjur á fimm stöðum á landinu. Söluverð hlutafjár SR- mjöls er kr. 725 milljón- ir.“ anlegir hinum opinberu aðilum, er stóðu að útboðinu.“ Í lok greinarinnar segir: „í máli þessu sker í augu, að ráðherrar, ráðgjafar og bankamenn hafa ekki fyrir neinum frambærilegum rök- stuðningi fyrir framgöngu sinni. Þeir fullyrða bara í síbylju, að allt tal um röng og spillt vinnubrögð sé á misskilningi byggt, án þess að rökstyðja þá skoðun nánar.“ Þetta eru harðar aðfinnslur, sem ekki verður séð að tekist hafi að hrekja, hvorki með yfírlýsingu sjáv- arútvegsráðuneytisins né skrifum Hreins Loftssonar. Mikilvægt fordæmi Það sem er alvarlegast við þetta mál er að hér er um almannafé að almannafé ræða og sölu á hlutafé, en salan getur haft fordæmisgildi. Við at- hugun á meðferð málsins fyrir Al- þingi, kemur í ljós að bæði þótti æskilegt að hlutafé dreifðist sem mest og lenti síður í höndum fárra. Sama skoðun kemur fram í grg. ráðuneytisins. Manni verður því spurn hvers vegna ríkiseignin var eigi gerð að almenningshlutafélagi eða a.m.k. sett ákvæði um að eng- inn hluthafi færi með meira en t.d. 4% atkv.. Þá kom líka fram að æskilegt væri að hagsmunir starfs- manna yrðu tryggðir á fleiri en einn hátt. Slíkt hefði mátt lögbinda með rétti starfsfólks, sem starfað hefði einhvern tíma hjá fyrirtækinu til að eignast 5-10% hlutafjárins. Ákveða hefði þurft með lögum hvernig hlutafé yrði selt. Á Alþingi kom fram að æskilegt væri að fara hægt í sakimar. Mörg önnur atriði mætti benda á, sem hefðu getað orðið til bóta. Óþolandi óðagot Versta við framkvæmd málsins er það fljótræði, sem einkennir sölu hlutafjárins. Undirritaður hefur rætt við ýmsa útgerðarmenn, sem allir ljúka upp einum munni að það hafi verið röng ákvörðun að selja hlutaféð nú. Ábyrgir aðilar hafa bent á að fyrirtækið hafi verið rek- ið með hagnaði sl. ár og að miklar líkur séu að svo verði næstu ár þannig að hlutafé þess hækki óhjá- kvæmilega mjög í verði á næstu Gunnlaugur Þórðarson árum. Þessir menn eru almennt á þeirri skoðun í dag sé fyrirtækið að nettó vermæti um 2,5 milljarð- ar. Tveir og hálfur milljarður er svipuð tala og eigið fé SR í októ- ber 1993 að viðbættum uppsöfnuð- um afskriftum. Þá megi reikna með skattafrádrætti vegna afskrifta af hækkuðu eignamati á sl. ári, sem einkaaðili getur nýtt sér. Auðvitað á fyrirtækið „good-will“, sem meta mætti til frekari söluverðshækkun- ar. Á það má benda að nú stendur til að reisa fiskimjölsverksmiðju í Helguvík og er áætlað að hún kosti um kr. 700 milljónir, en hin selda eign á vel viðhaldnar voldugar verksmiðjur á fimm stöðum á land- inu. Söluverð hlutafjár SR-mjöls. er kr. 725 milljónir. Eins og málið horfir við var allra hluta vegna rétt að fresta sölu hlutafjárins, en lögbinda söluað- ferðina nákvæmlega og miða við að selja ekki meira en 25% hluta- fjár á ári. Sala nú er „upptaka á almannafé", eins og ritstjórinn seg- ir. Mér er óskiljanlegt hvað ráð- herra getur séð mæla með því að hraða sölu þessa merka fyrirtækis, sem staðið hefur af sér aflabresti í áratug, en haldið á sinn hátt lífi í 5 byggðum landsins. Einkavæðing einkavæðingar vegna er hættuleg stefna, ekki síst á kostnað almenn- ings. Mér er ómögulegt að stilla mig um, að rifja upp orð _mín, þegar ég skrifaði gegn sölu Utvegsbank- ans hf., sem allir vita að var seldur á of vægu verði til tjóns fyrir ríkis- sjóð, sjá Mbl. 30. jan. 1987: „Þolir íslenska þjóðin ánnað bankamorð?" Einnig aðvaranir mínar við að ætla að selja Búnaðarbankann, því nú sýndi sig t.d. að Búnaðarbankinn hugðist veita fyrirgreiðslu öðrum aðilanum, sem hugðist kaupa SR- mjöl, sjá „Bankar og fólk“, Mbl. 18. apríl 1991. Segja má að um- rætt mál sanni að það er fjörráð við almenning að ætla að selja Búnaðarbankann yfirleitt og að selja SR-mjöl nú. Höfundur er hæstaréttarlöfrmnður. Sýknuð af ákærum umtrygg- 1 ingasvik Sambýlisfólk á sjötugsaldri hefur verið sýknað í Héraðs- dómi Reykjavíkur af ákærum um að hafa með sviksamlegum hætti haft tæplega 700 þúsund krónur af Tryggingastofnun ríkisins sem konan fékk greidd- ar með tekjutryggingu og heim- ilisuppbót á tímabilinu maí 1991 til janúar 1993 með því að leyna sambúð sem þau hafi verið í þrátt fyrir lögskilnað. | Fólkið neitaði sakargiftum og ® sögðust þau ekki- hafa búið saman eftir skilnað árið 1979 en að mað- i urinn hafi verið á hrakhólum og hafí fengið að gista á heimili fyrr- um eiginkonu sinnar við og við. | Sem vitni var leitt fyrir dóminn fólk sem bjó í fjölbýlishúsinu þar sem konan var skráð til heimilis eftir maí 1991 og kom fram í fram- burði þeirra að sést hefði marg- sinnis til mannsins í húsinu og hefði ekki borið á öðru en að hann hefði þar fasta búsetu. í niðurstöðum dómsins segir að sannað sé að fólkið hafi verið í sambúð á þeim tíma sem ákæran taki til, en samkvæmt lögum sem giltu til 1. janúar 1993 hafi ógift sambúðarfólk átt sama rétt og hjón til bóta ef sambúðin hafi var- að í tvö ár. Þegar haft sé í huga að sambúð fólksins hafði ekki var- að í tvö ár og böm þeirra voru komin af framfærslualdri þegar | þau tóku upp sambúð aftur sé ekki unnt að líta svo á að þau hafi sviksamlega haft af Trygg- | ingastofnun þá peninga sem um var að ræða í málinu; því beri að sýkna þau. Sakarkostnað, þar á meðal málsvarnarlaun Jóns Odds- sonar hrl., veijanda fólksins, verð- -| ur að greiða úr ríkissjóði. Við bjóðum nú takmarkað magn þriggja gerða BLOMBERG kæli- og frystiskápa með sérstökum afmælisafslætti: Gerð KFS 243. Kælir: 200 lítrar. Frystir: 50 lítrar. Mál: H 1440/ B 540/ D 600 mm. Verðáður kr. 51.900. Verð nú aðeins 43.225 stgr. l r PTTTTTTTT íTTTÍTTTI Gerð KFS 270: Kælir: 194 lítrar. Frystir: 76 lítrar. Mál: H 1440/ B 595/ D 600 mm. Verð áður kr. 62.900. Verð nú aðeins 49.300 stgr. n ' — T Gerð KFS 315. Kælir: 238 lítrar. Frystir: 76 lítrar. Mál: H 1640/ B 595/ D 600 mm. “cn Verð áður kr. 69.900. Verð nú aðeins kr.54.055s.gr Þetta eru úrvalsskápar á einstöku verði! BLOMBERG A.G. í Þýskalandi hefur margsinnis fengið verðlaun fyrir framúrskarandi glæsilega og hugvitsamlega hönnun. gggg Einar mm m Farestveit & Co. hf. Borgartúni 28 622901 og 622900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.