Morgunblaðið - 03.02.1994, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.02.1994, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1994 Sæstrengur er hæpinn kostur eftir Árna Brynjólfsson Engan orðhengilshátt Þegar umræða um fjöregg þjóð- arinnar er komin út í orðskýringar og ýtarlega frásögn af olíuborun á hafsbotni fyrir strönd Nýfundna- lands, virðist tími til kominn að gera sér grein fyrir um hvað sé að ræða þegar selja á raforku um sæstreng undir úthafi. Eftir lestur greinar Edgars Guðmundssonar, samskiptastjóra ICENET, í Morg- unbl. 22. jan. sl., koma eftirfarandi spurningar upp í hugann: 1. Erum við sammála um að at- vinnuleysið sé brýnasta úrlausnar- efnið? 2. Hve mörgum ársverkum myndi sæstrengur skila eftir að fram- kvæmdum lyki? 3. Eigum við að selja hráa raf- orku úr landi eða nota hana innan- lands til atvinnuskapandi verkefna? 4. Er tæknilega mögulegt að framleiða, leggja og halda við sæ- streng undir úthafinu, innan viðun- andi kostnaðarramma og áhættu? 5. Eigum við að hefja stórvirkjan- ir sem treysta á sölu um sæstreng? 6. Eigum við að taka þátt í kostn- aði við framleiðslu, lagningu og rekstur sæstrengs til Evrópu? 7. Getum við jafnframt sölu um sæstreng staðið við gerða samninga varðandi sölu raforku til nýs álvers? 8. Getum við laðað hingað erlend iðnfyrirtæki með núverandi ura- framorku? 9. Væri fjármunum, sem nú er varið til undirbúnings sæstrengs, betur varið til markaðssóknar er- lendis? 10. Sjávarútvegur, stóriðja og sæ- strengur, eru þetta ekki of fáar stoðir til að standa undir íslensku efnahagslífí, væri ekki heppilegra að treysta á fleiri og smærri eining- ar sem viðbót við það sem fyrir er? Þetta eru spurningar sem máli skipta og okkur ber skylda til að leita svara við undanbragðaiaust, fá skýr svör án fagmannahjals. Það sem um ræðir er í aðalatriðum til- tölulega einfalt og krefst því ein- faldra svara, þau svör fínnum við hvorki í orðabókum eða úti fyrir ströndum annarra landa. Umræðustífla Það virðist vera árátta sérfróðra að gera einföld mál flókin, fela sig og málefnin undir feldi fræði- mennskunnar, í trausti þess að al- menningur sé svo skyni skroppinn eða svo latur, að hann nenni ekki að afla sér nánari upplýsinga. Svo er og hitt að fólk er hörundsárt og veigrar sér við að opinbera hugsan- lega fávisku, en einmitt þannig fá hinir „skriftlærðu" að hafa sitt í friði. Þetta á bæði við um leika og lærða, umræðan verður ekki al- menn, málin eru ekki krufin til mergjar. Mistökin verða tíðari. Með hattinn í hcndinni Atvinnuleysið er mikið vandamál og í ljósi þess verðum við að skoða þá möguleika sem í boði eru varð- andi nýtingu þeirra fáu auðlinda sem við eigum. Ein afurðin er raf- orkan, sem við getum framleitt úr fallvötnum og með varma úr iðrum jarðar, með mismunandi kostnaðar- sömum aðgerðum. Nú er svo kom- ið að við höfum verið heldur fljót á okkur að virkja Blöndu og af þeim sökum eigum við umfram- orku, sem nemur nánast fram- leiðsju þeirrar virkjunar. Spurning- in er því hvað við eigum að gera við þessa orku og þá sem væntan- lega kemur úr næstu virkjunum, eigum við að láta við svo búið standa og bíða eftir 'kaupanda? Leggja út í að selja hana um sæ- streng til Evrópu eða reyna að hæna hingað erlenda framleiðend- ur, sem eiga þegar vissa markaði og malandi sölukerfi um allan heim. Bjóða þeim þau kjör að þeir sjái sér hag í að koma, ekki hvað síst ef þeir þurfa hvort eð er að flytja framleiðslu sína yfír Atlantshafið, nýta okkur hnattstöðuna og e.t.v. EES. Það er nýtt að á íslandi sé til ódýr umframorka í verulegum mæli. Hættur í hafdjúpinu Ef við snúum okkur að sæ- strengnum hljótum við að velta því fyrir okkur hvort yfirleitt sé hægt að reikna með því að hagkvæmt sé að leggja sæstreng eftir hafs- botninum undir þessu óblíða haf- svæði. Áhættan yirðist of mikil, mannvirkið er dýrt, ekki aðeins við framleiðslu og lagningu, heldur einnig í viðhaldi, mikið tapast af Árni Brynjólfsson „Ef við snúum okkur að sæstrengnum hljót- um við að velta því fyr- ir okkur hvort yfirleitt sé hægt að reikna með því að hagkvæmt sé að leggja sæstreng eftir hafsbotninum undir þessu óblíða hafsvæði.“ orkunni við þennan langa flutning. Þó við borguðum ekki eyri fyrir strenginn eða tengivirki, ættum við mikið undir því að leiðslan væri örugg, við höfum ekki efni á að láta stórvirkjanir standa lengi ónot- aðar vegna mistaka og e.t.v. meiri mistaka. Varasamar upplýsingar Það vekur nokkra furðu hve lítið hefur verið fjallað um álit dr. Bolla Björnssonar verkfræðings á sæ- strengslögninni, sem fram kom fyr- ir skömmu í stuttu en auðskildu viðtali við fréttamann RÚV. Dr. Bolli mun vera manna fróðastur um sæstrengi, enda unnið í áratug að rannsóknum við slík verkefni í Þýskalandi. Hann álítur m.a. að ekki hafi enn komið fram sú tækni sem gera muni svo langan sæ- streng fýsilegan kost, t.d. vegna margra tengipunkta, sem ekki er hægt að komast hjá vegna ákveð- inna framleiðslulengda strengsins. Tengingarnar eru viðkvæmustu staðirnir, sem hífa þarf upp á yfir- borð til viðgerða. Svona langan sæstreng sagði hann ekki hafa verið lagðan annars staðar og ekki á nærri eins miklu dýpi. Það verður að teljast með ólíkindum að Edgar Guðmundsson, verkfræðingur og samskiptastjóri ICENET, skuli ekki hafa sagt okkur frá þessu og e.t.v. einhveiju fleiru varðandi tæknilegu hliðar málsins í tveim greinum er hann hefur skrifað í Morgunblaðið 4. og 22. janúar í ár. Þar var eytt mörgum dálksentimetrum í alls kyns orðskýringar og útúrdúra um ólíklegustu hluti, sem ekki tengjast beint sæstrengslögninni. Hugtakafölsun Þessu máli er varla hægt að ljúka svo að ekki sé minnst á misnotkun E.G. á hugtákinu „neytendamark- aður“. Við höfum notað þetta í umræðunni um að fullvinna afurð- ir,.sem seldar eru í verslanir, t.d. í Evrópu, í stað þess að selja óunna hrávöru, sem því miður er gert í of miklum mæli. E.G. talar um að selja raforku inn á neytendamarkað í Evrópu, rétt einsog við værum í stakk búnir til að selja raforku beint til notenda um mæli, Þessu er ekki þannig varið, við kæmumst aldrei nær notandanum en sem nemur því að tengjast háspennu- kerfi þess lands sem strengurinn lenti hjá. í ljósi þessa er rétt að gera sér grein fyrir því að um sæstrenginn seldum við hrávöru, sem ekki yrði unnið úr hér heima. Látum ekki slagorð rugla okkur í ríminu! Höfundur er frumkvæmdustjári Verktakavals. R AÐ AUGL YSINGAR Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er með aðsetur sitt á Suðurlandsbraut 22, Reykjavík sími 687575, fax 680727. Opnunartími skrifstofunnar er frá kl. 9-17 alla virka daga. Verkakvennafélagið Framsókn Allsherjar atkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar atkvæðagreiðslu við kjör stjórnar og í önnur trúnaðarstörf félagsins fyrir árið 1994, og er hér með auglýst eftir tillögum um félags- menn í þessi störf. Frestur til að skila listum er til kl. 12.00 á hádegi fimmtudaginn 10. febrúar 1994. Hverjum lista þurfa að fylgja meðmæli 100 fullgildra félagsmanna. Listum ber að skila á skrifstofu félagsins, Skipholti 50A. Stjórnin. Lions - Lionessur - Leo Sjötti samfundur vetrarins verður á Hótel Valaskjálf, Egilsstöðum, föstudaginn 4. febr- úar og hefst kl. 19.00. Fjölbreytt dagskrá. Mætum vel! Fjölumdæmisráð. Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Hólabraut 20, þingl. eigandi Guðrún Snorradóttir, gerðarbeiðandi (beiðendur) Byggingasjóður ríkisins og gjaldheimta Austurlands, 8. febrúar 1994 kl. 14.00. Noröurbraut 9, þingl. eigandi Dagbjört Guðmundsdóttir, gerðarbeið- andi (beiðendur) Byggsj. ríkisins húsbrd. Húsns., Húsnaeðisstofnun ríkisins og sýslumaðurinn á Höfn, 8. febrúar 1994 kl. 16.00. Sýslumaðurínn á Höfn, 1. febrúar 1994. 825 fm Til sölu er 825 fm nýtt vandað iðnaðarhús- næði. Er það fullfrágengið að utan með málningu og fokhelt að innan með hitaveitu- og rafmagnsinntaki. Er mögulegt að skipta því í 377 fm og 448 fm. Lofthæð er 4,5 metrar og fjórar innkeyrsluhurðir. Söluverð er samtals kr. 21.980 þús., áhvílandi hag- stæð 15 ára veðlán og útborgun lítil. Upplýsingar um húsnæðið eru veittar í síma 812264 milli kl. 9 og 14 á daginn og 670284 á kvöldin. Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíflum Moggans! y - ll 0 Y.y 7'í f Sma auglýsingar Hvítasunnukirkjan Völvufeli Almenn samkoma kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. St. St. 5994020319 X I.O.O.F. 11 = 17502038’/2 = 9.l. I.O.O.F. 5 = 175238'/2 = I Góðtemplarahúsið, Hafnarfirði Félagsvist í kvöld, fimmtudaginn 3. febrúar. Byrjum að spila kl. 20.30 stundvíslega. Allir velkomnir. Aglow, kristileg samtök kvenna Febrúarfundurinn verður í kvöld kl. 20.00 í Sóknarsalnum, Skip- holti 50a. Gesturfundarins verð- ur Gréta Sigurðardóttir. Allar konur eru hjartanlega velkomn- ar. Þátttökugjald 300 kr. vtz=77 KFUM VAðaldeild KFUM, Holtavegi Fundur í kvöld kl. 20.30 í umsjá Árna Sigurjónssonar. Efni: „Fallnir stofnar". Allir karlar veikomnir. Hjálpræöis- herinn Kirkjustræti 2 ( kvöld kl. 20.30: Lofgjörðar- samkoma. Lautinant Sven Fosse talar. * Orð lífsins, Grensásvegi 8 Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir! Skíðadeild KR Punktamót Punktamót ( stórsvigi veröur haldið í flokki fullorðinna og flokki 15-16 ára helgina 12. og 13. febrúar í Skálafelli. Þátttöku- tilkynningar berist í sfðasta lagi 4. febrúar í bréfsíma 678908. Fararstjórafundur verður hald- inn í KR-heimilinu við Frostaskjól föstudaginn 11. febrúar kl. 20. Nánari upplýsingar eru gefnar i síma 654066 (Egill) og 611277 og 13966 (Heimir). Skíðadeild KR. Miillersmótð í skíðagöngu 1994 verður haldið við gamla Breiða- bliksskálann, Bláfjöllum, næst- komandi sunnudag 6. febrúar kl. 14.00. Skráning á mótsstað kl. 13.00. Gengiö 4 km. Allir raestir í einu. Keppt verður ( 6 flokkum. Ef veður er óhagstaett kemur tilkynning í Ríkisútvarpinu keppnisdaginn. Allar upplýsingar í sima 12371. Stjórn Sklðafélags Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.