Morgunblaðið - 03.02.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.02.1994, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. FEBRUAR 1994 Sex vikna fríið Steingrími Hermannssyni og félögum andmælt eftír Þór Jónsson Á sínum tíma neitaði Steingrím- ur Hermannsson, formaður Fram- sóknarflokksins, því staðfastlega að hann hefði áhuga á stöðu Seðla- bankastjóra. Um svipað leyti og af sömu staðfestu vísaði hann því á bug að nýjum hluthöfum í hinu nú gjaldþrota útgáfufélagi dag- blaðsins Tímans hefði verið ókunn- ugt um að blaðið væri rekið með bullandi tapi. „Það var alltaf gert ráð fyrir að tapið næmi 11,7 milljónum á þessu ári,“ sagði Steingrímur í við- tali við Morgunblaðið 4. janúar sl. Úr'því að aldrei lék nokkur vafi á því, hvemig skýrir þá Steingrímur eftirfarandi orð sín í umburðarbréfi til væntanlegra hluthafa í útgáfufé- laginu Mótvægi hf. í maí sl.? „Breytt og betra blað, sem legg- ur áherslu á að þjóna lesendum sínum, mun verða byggt upp hægt og sígandi á þeim grunni, sem lagður hefur verið með góðum rekstri Tímans síðastliðið ár [þ.e. 1992]. Útkoman sýndi að unnt er að gefa út dagblað eins og Tím- ann, án taps ..." (leturbr. mín). Steingrímur Hermannsson, sem var stjórnarformaður Tímans, leið- rétti aldrei þessi orð sín, ekki einu sinni á hluthafafundinunr hinn 18. ágúst, þegar hann afhenti félagið nýjum eigendum, - og var þá hall- inn á félaginu þegar orðinn um 12 milljónir króna og blaðið átti ekki fyrir skuldum. Samkvæmt góðri viðskiptavenju hefði átt að stöðva reksturinn þá þegar. í stað þess voru grandalausir menn fengnir til að leggja fé í vonlausan rekstur, - og flestir nýrra hluthafa allt annað en auðmenn eða auðfé- lög. Oreiða í rekstri Ný stjórn varð að eyða ómæld- um tíma í að afla réttra upplýsinga um fjárhagsstöðu félagsins. Bryn- dís Hlöðversdóttir, stjórnarmaður og lögfræðingur ASÍ, lét bóka eft- irfarandi á stjórnarfundi hinn 17. nóvember: „Állt frá fyrsta fundi núverandi stjórnar Mótvægis hf. hafa stjórnarmenn margítrekað beðið um gögn í þeim tilgangi að fá skýra mynd af fjárhag fyrirtæk- isins. [...] Fyrrverandi fram- kvæmdastjóri varð ekki við þessari beiðni stjómarinnar fyrr en á fundi þann 25. október." Þá voru liðnir meira en tveir mánuðir frá því að stjómin tók til starfa og þrjár vikur síðan ég var ráðinn ritstjóri blaðsins. Bryndís bókaði enn frekar: „Óreiða var mikil í rekstri fyrirtækisins er stjórnin tók við störfum." Og í sama streng tók annar stjómar- maður, Jón Sigurðsson lektor við Samvinnuháskólann á Bifröst, í grein í Tímanum hinn 23. nóvem- ber. Með nefndu umburðarbréfi Steingríms Hermannssonar fylgdu engu að síður upplýsingar um að „skýrsla stjórnar varðandi breyt- ingar á fjárhagsstöðu félagsins frá áramótum ásamt umsögn endur- skoðanda um þá skýrslu" lægju frammi á skrifstofu félagsins. Það mátti því ætla að réttar upplýs- ingar um rekstrarstöðuna væm handbærar og óþarft að bíða eftir þeim vikum saman. En þessa skýrslu hefur enginn fengið að sjá og endurskoðandi félagsins kann- ast ekki við að hafa gefið umsögn um hana. Nýir hluthafar létu hins vegar blekkjast af fögrum fyrirhe- itum manna, sem þeir töldu sig geta treyst. Nauðsynlegt er að koma þessum upplýsingum á framfæri, því að í kjölfarið á villandi og ósönnum fullyrðingum Steingríms Her- mannssonar og annarra félaga hans hefur þess misskilnings gætt að nýir eigendur og ég sem rit- stjóri eigi sök á óföranum. Þá hafa ýmsir talið að ritstjóri bæri fjár- hagslega ábyrgð, en það leiðréttist hér með. Daglegur rekstur var í höndum framkvæmdastjóra, sem ráðinn var af Steingrími Her- mannssyni, en sagði upp starfi sínu með örskömmum fyrirvara í lok október. Veikar varnir Steingrímur Hermannsson beitir afar veikri vörn, þegar hann segir Þór Jónsson „Nauðsynlegt er að koma þessum upplýs- ingum á framfæri, því að í kjölfarið á villandi og ósönnum fullyrðing- um Steingríms Her- mannssonar og annarra félaga hans hefur þess misskilnings gætt að nýir eigendur og ég sem ritstjóri eigi sök á óförunum.“ að það hafi legið fyrir áætlun um reksturinn sem gerði ráð fyrir 11,7 milljóna króna tapi á árinu. Þessi rekstraráætlun var ekki lögð fram á blaðstjórnarfundi fyrr en 26. júlí. Þá var þegar búið að safna um fimmtán milljónum króna í hlutafé og bindandi hlutaíjárloforðum frá 180 aðilum; hlutafjársöfnuninni var m.ö.o. nánast lokið áður en áætlunin um tapið var samin. Blað- stjórnin kynnti ekki þessa rekstr- aráætlun og brást heldur ekki við hallarekstrinum með öðrum hætti en að dæla hinu nýja hlutafé í skuldahítina, - þeim peningum sem nýjum hluthöfum var sagt að nota ætti til uppbyggingar á „breyttu og betra blaði“. Hlutaféð var því sem næst brunnið upp í lok ágúst, þegar markaðsátakið átti að hefjast. Þar á ofan hafði Tíman- um verið sagt upp leiguhúsnæði sínu og varð að flytja starfsemi sína með tilheyrandi kostnaði. Allt var unnið af algerum van- efnum og þegar útliti blaðsins var breytt hinn 11. nóvember vora ég og stjórnarmenn þeirrar skoðunar að blaðið væri gjaldþrota. Stærstu hluthafarnir tveir, Framsóknar- flokkurinn og Ágúst Þór Árnason, mynduðu þá bandalag sem sagt var í því skyni gert að treysta reksturinn og bjarga útgáfunni. Steingrímur Hermannsson var þá aftur kominn með forystu í félag- inu eftir sex vikna frí, - en hann var stjórnarformaður frá stofnun þess í byijun árs 1992 til hluthafa- fundar í ágúst að hann varð stjórn- armaður, en sagði sig úr stjórninni daginn sem ég tók við störfum rit- stjóra hinn 4. október. Miðað við málflutning Stein- gríms Hermannssonar og manna hans mætti ætla að skuldir og tap Mótvægis hf. hefðu myndast á þessum sex vikum, sem Steingrím- ur var fjarri góðu gamni. Er þér sama hvemig skatt- fénu er varið? Um heilbrigðis- mál í Reykjavík eftírBollaR. Valgarðsson í vor ganga íbúar Reykjavíkur að kjörborði til að kjósa nýja borg- arstjórn. Á því 12 ára tímabili sem sjálfstæðismenn hafa farið með völd í borginni, hafa þeir afsannað þá kenningu sína að þeim einum sé treystandi ti! að stjórna borginni. Núverandi skuldastaða borgarsjóðs talar sínu máli. Sjálfstæðismenn hafa farið frjálslega með skattpeninga umbjóðenda sinnar í 12 ár. Bogar- sjóður skuldar tæpan tug milljarð króna. í prófkjöri Alþýðuflokksins um næstu helgi verða valdir þeir fulltrú- ar flokksins sem skipa munu 4. og 9. sæti á sameiginlegum framboðs- lista félagshyggjuflokkanna í vor og gef ég kost á mér í það níunda. Ný forgangsröð - meiri ábyrgð Hiutverk nýs borgarstjómármeiri- hluta verður meðal annars að koma í veg fyrir örlagarík fjárfestingaræv- intýri eins og þau sem Sjálfstæðis- menn hafa beitt sér fyrir og skipt geta sköpum í fjármálum borgar- sjóðs. Það er Ijóst að taka þarf öil vinnubrögð innan borgarkerfisins við gerð kostnaðaráætlana til endur- skoðunar því gera þarf þá kröfu að þær standist betur en hingað til. Að þeim stefnumálum vil ég vinna. Nýr borgarstjórnarmeirihluti verð- ur að raða verkefnum í aðra for- gangsröð en Sjáifstæðismenn hafa gert. Það vill segja að ekki verði lögð höfuðáhersla á byggingu stein- steypuminnisvarða heldur meira gert tii að gera íbúum Reykjavíkur ánægjulegra að búa hér í þessari fallegu borg. Koma þarf upp miklu fleiri litlum grænum svæðum í borg- inni með leiktækjum fyrir börn svip- uðum þeim og eru á Klambratúni. Leggja þarf áherslu á frekari upp- byggingu atvinnulífsins, laða að fleiri innlenda og erlenda aðila sem fjár- festa vilja í borginni og treysta með því atvinnulífið. Mér er afar hugleik- ið að þróun Icenets-verkefnisins verði með þeim hætti sem verið hefur því ef fer sem horfir gæti það skapað Reykjavíkurborg verulegar tekjur, íbúum borgarinnar atvinnu við hafn- arframkvæmdir, byggingu fullkom- innar kapalverksmiðju, rekstur henn- ar og fleira. Steypu í göturnar Á síðasta ári voru birtar niður- stöður vísindamanna sem benda til þess að íslenska steypan sé með þeim slitþolnustu í heimi. Ég tel að athuga eigi til hlítar hagkvæmni þess að nota hana í meira mæli í götur borgarinnar þar sem hún e_r mun endingabetri en asfaltið. Á hveiju ári fara miklir fjármunir borgarbúa í fræsingu gatna og ný- malbikun. í asfaltinu ér innflutt olía en steypan er íslensk. Það eig- um við að nýta okkur og efla með því íslenskan iðnað. Staðið verði við stóru orðin Nýr borgarstjórnarmeirihluti verður að ieggja kapp á að heils- dagsskólar borgarinnar standi und- ir nafni og að staðið verði loks við stóru orðin um varanlegar úrbætur í dagvistarmálum. Hæstaréttarhúsið flutt Nýr borgarstjórnarmeirihluti verður að láta sig byggingarskipu- lagsmál meira varða en verið hef- ur. Það er staðreynd að í borginni er of mikið af ljótum húsum enda leyfa borgaryfirvöld byggingu húsa Bolli R. Valgarðsson „Koma þarf upp miklu fleiri litlum grænum svæðum í borginni með leiktækjum.“ eftir nánast hvaða teikningum sem er. Fyrir utan þetta er brýnt að ekki sé húsum dritað niður hvar sem er eins og sjálfstæðismenn hafa ætlað sér með hús Hæstaréttar. Það fallega hús mun aldrei njóta sín á þeim stað auk þess sem það mun þrengja að núverandi byggingum í næsta nágrenni. Fjölmörg fleiri dæmi mætti nefna í þessu sambandi. Brýnast er þó af öllu að borgarbú- um veitist fleiri tækifæri til að hafa áhrif á þróun borgarinnar, ekki að- eins á kjördag heldur stöðugt á kjör- tímabilinu. Borgarbúar; vinnuveit- endur borgarfulltrúanna, eiga að hafa greiðan aðgang að borgarfull- trúum til að segja álit sitt á verkum þeirra og þeim sem fyrirhuguð eru. Ég vil leggja mitt af mörkum til að þetta og fleira sem til bóta horfir nái fram að ganga. Þess vegna gef ég kost á mér í 9. sæti í prófkjörinu um helgina. Höfundur er formaður FUJ í Iteykjavík og varaformaður SUJ. Hann starfar við almannatengsl bjáKOMhf. eftír Gunnarlnga Gunnarsson Árum saman hefur Reykja- víkurborg verið látin sitja á hakan- um hvað varðar uppbyggingu heilsugæzlunnar. Dreifbýlið var látið hafa forgang og þegar vel- búnar heilsugæzlustöðvar höfðu verið mannaðar fagfólki um alla landsbyggðina, þá loks var fyrsta stöðin tekin í notkun í Reykjavík, árið 1977. Síðar fjölgaði stöðvum með hægagangi smáskömmtunar. Þingmenn Reykjavíkur stóðu sig alls ekki í stykkinu, en mesta sök á seinaganginum átti þó þáverandi meirihluti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, því þeim virtist alveg sama og höfðu reyndar horn í síðu þeirra sem vildu heilsugæzluvæða Reykjavík til samræmis við dreif- býlið, en döðruðu þess í stað við einkavæðingu þjónustunnar. Blessunarlega var málaflokkur- inn síðar tekinn úr höndum þeirra, með lögunum um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, en þá fyrst fóru hjólin að snúast eitthvað. Þó er enn, árið 1994, töluvert í land með það að öllum borgarbúum sé boðið upp á viðunandi heilsugæzlu. Heilu borgarhverfin eru enn án heilsugæzlustöðva og þaðan verða t.d. ungar mæður að sækja ung- barnavernd langar leiðir í önnur hverfi. Ástandið er því enn óviðunandi, enda gera borgarbúar auðvitað réttmæta kröfu til þess að fá hér að sitja við sama borð og aðrir íbúar landsins. Breytingar í vændum Heilsugæzlan var tekin úr hönd- um sjálfstæðismanna í Reykjavík, eins og áður sagði, vegna þess að smæstu sveitarfélög landsins gáf- ust upp á rekstrinum. Þau knúðu fram verkaskiptinguna með nýrri lagasetningu fyrir tilstillan sam- taka sinna. Og ríkið tók við. Þetta var lán í óláni. Lánið fólst í því að heilsugæzlan slapp úr einka- væðingarfjötrum sjálfstæðis- manna, en ólánið að sveitafélögin skyldu neyðast til að gefast upp á rekstrinum. Heilsugæzla á nefni- lega að vera í höndum sveitarfé- laganna. Flestir era sammála um það. Til þess þurfa þau að hafa bolmagn. M.a. þess vegna verða þau að stækka. Innan ekki langs tíma verður stjórn heilsugæslunnar líklegast færð aftur í hendur borgarstjórnar Reykjavíkur með enn einni laga- breytingu og þá skiptir öllu máli hveijir standa þar í brúnni. Verði Alþýðuflokkurinn þá við stýrið, geta Reykvíkingar treyst því að lokaáfanga heilsugæzlukerfisins verði siglt í höfn án óeðlilegrar tafar. Öldrunarþjónustan Eir.u skiptin sem ég hef raun- verulega skammast mín fyrir að vera starfsmaður heilbrigðisþjón- ustunnar eru tengd þjónustunni við aldraða í Reykjavík. Ég hef oftsinnis farið í vitjanir til fjörgam- alla og lasburða einbúa sem hokra illa nærðir í einsemd sinni við lé- legan aðbúnað og takmarkaða eða enga þjónustu. Kvíðafullir ættingj- ar hafa þá oftast beðið um læknis- vitjun í örvæntingarfullri tilraun til að koma gömlum ættingja eða ástvini inn á sjúkrahús eða á við- eigandi stofnun. Oft á tíðum hafa aðstandendur þá beðið langtímum saman eftir viðbrögðum við skrif- legum beiðnum um vistun. Það er okkur auðvitað til hábor- innar skammar að veita ekki þess- um gömlu samborgurum okkar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.