Morgunblaðið - 03.02.1994, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 03.02.1994, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1994 49 UNGHÆNUR í MATINN Heimilishorn Bergljót Ingólfsdóttir Það er óhætt að mæla með unghænum í matinn, fyrir utan að vera góður matur er það með ódýrasta kjötmeti sem fáanlegt er, og er auk þess oft á tilboðs- verði. Matseldin er einföld, það þarf alltaf að sjóða hænurnar í allt að 2 klst. (eftir að allt frost er farið úr), og nokkrir súputen- ingar eru settir í soðið auk salts. Eftir suðuna er svo hægt að leika sér að vild, brytja kjötið út í góða sósu eða nota góða súpu (úr dós) sem sósu, setja kjötið í eldfast mót og inn í ofn og svo má lengi telja. Hér koma þijár tillögur: Unghæna í karríi 2 unghænur, soðnar eins og áður getur Sósan: 2-3 stórir laukar 1 msk. smjör eða smjörlíki 2-3 tsk. karrí 1 msk. kínversk soja 3 dl hænsnasoð (súputen.+vatn) 2 dl sýrður rjómi 1 stórt epli salt Laukurinn skorinn í þunnar Unghæna með aspas. sneiðar og brúnaður í smjörinu, karríi bætt út á og látið brúnast með í nokkrar mínútur. Soja og soði (ten.+vatn) er bætt í og látið sjóða með, sýrði tjóminn hrærður út í og að síðustu er grófrifið eplið sett saman við. Hænan er tekin í sundur í stóra bita og lát- in hitna í gegn, hrært í á meðan. Með þessu er hægt að hafa t.d. ananasbita, bananasneiðar, kó- kósmjöl, piklis og að sjálfsögðu soðin hrísgijón. Unghæna með kaldri kryddsósu 1 stór unghæna salt 4 heil piparkorn 1 lárviðarlauf og steinselja sett út í suðuvatnið Kryddsósa: 175 g majónes 6 msk. sýrður ijómi sinnep salt steinselja Öllu hrært saman og bragð- bætt að smekk. Svo til allt grænmeti er gott með, s.s. púrrur, gulrætur, blóm- kál og brokkólí. "Soðnar kartöflur eru ágætar með. Kjötið er tekið í sundur í hæfilega bita og allt á að vera heitt nema sósan. Unghæna með aspas 1 unghæna soðin sem fyrr, tekin í sundur í hæfilega bita niðursoðinn aspas 3 msk. hveiti 'h 1 af soði, lögurinn af aspasnum + vatn og hænsnasoð. teningur. ijómi örlítið smjör kryddað að smekk Sósuna má baka upp ef vill. Kjötið tekið S sundur í hæfilega bita og hitað upp í sósunni, rétt áður en bera á fram er aspasinn og ijóminn settur út í, eftir það verður að gæta vel að hitanum. Soðin hrísgijónin höfð með, og grænmeti af einhverri gerð. Soðn- ar kartöflur eru einnig ágætar með. Sígild sönglög 1/ Gylfi Garðarsson Handhæg bók, fróðleg og gagnleg Sönglög Sveinn Guðjónsson Nótuútgáfan hefur sent frá sér söngbókina Sígild sönglög 1, sem er breytt og endurskoðuð útgáfa af samnefndri bók sem Svart á hvítu gaf út árið 1986. Bók þessi er um margt athyglisverð og segja má að hún sé annað og meira en venjuleg söngbók. Bókin inniheldur 100 kærustu sönglög íslendinga, ástarsöngva, sjómannalög, ára- móta- og jólalög, drykkjuvísur, barnagælur og ættjarðarlög. Text- ar og tónlist eru villuhreinsuð af höfundum og hópi fag- og fræði- manna og með hvetju lagi fylgja nótur með laglínum og hljómum og á kápu er að fínna leiðarvísir að algengustu gítargripum og auk þess hljómborðs- og harmonikku- gripum. Það er Gylfi Garðarsson sem búið hefur bókina til prentun- ar. Það sem ef til vill er merkilegast við Sígild sönglög 1 er að fjöldi viðtekinna rangfærslna í textum, tónlist og upprunaskýringum eru leiðréttar í bókinni og að því leyti er hún merkilegt heimildarrit um söng- og vísnamenningu okkar ís- lendinga. Þarna kemur til dæmis fram að höfundur viðlagsins í Kátir voru karlar er danskur maður og hét sá partur lagsins „Kuk-Kuk- valsen" þar í landi, en höfundur fyrri partsins er óþekktur. Með hin- um hefðbundna texta við lagið fýlg- ir einnig texti Halldórs Laxness, „FVæknir voru fírar". Sá sem þetta ritar vissi heldur ekki áður, að texti viðlagsins við Öxar við ána, þ.e,: „Fram, fram, aldrei að víkja..“ er ekki eftir Steingrím Thorsteinsson, eins og textinn við aðalkaflann, heldur eftir tónskáldið Helga Helgason. Ég hélt líka að Þorra- þræll væri rammíslenskt lag, en í raun er það danskt að uppruna. ítarlegar heimildatilvísanir ásamt heimildaskrá eru í bókinni og margar áður óséðar skýringar um Morgunblaðið/Sverrir Gylfi Garðarsson bjó söngbók- ina „Sígild sönglög 1“ til prent- unar. uppruna og eðli texta eða stefs. Þannig mætti lengi telja og bókin er því ekki aðeins handhæg og skemmtileg söngbók heldur um leið athyglisvert heimildarrit um þann þátt íslenskrar menningar er lítur að alþýðusöng og vísum. Bókin er í afar hentugu broti og ætti að nýtast vel við hvers konar mannfagnaði þar sem menn koma saman til að syngja, hvort heldur er í skíðaskála, rútubíl eða á árshátíðum. Einstakur stíll - gœði ígegtt. Hagstœðasta verð íEvrópu. ÚTIVISTARBÚÐIN við Umferðarmiðstöðina, símar 19800 og 13072. Ljósmyndastofa Þóris, Harpa. HJÓNABAND. Gefin voru saman 11. september sl. í Háteigskirkju af sr. Frank M. Halldórssyni Harpa Ólafsdóttir og Erling Erlingsson. Heimili þeirra er í Espigerði 18, Reykjavík. Sendum í póstkröfu! Gott verð — Gæðaþjónusta ÍSETNING Á STAÐNUM Verslið hjá fagmanninum. Við getum þaggað niður í þeim flestum BitavörubúÓin Skeifunni 2, Sími 81 29 44 ÚTSALA Á ICEBEAR Verö nú kr. 8.990,- Áður kr. 13^[0p+ Litir: Dökkblátt, svart. Stæröir: S-M-L-XL SNOWLIVE Verö nú kr. 8.990,- Áöur kr. 10^007- Litur: Ljósblátt. Stæröir: L-XL ARTIC Verö nú kr. 6.490,- Áöur kr. ierf5U7 Litir: Rautt og grænt. Stæröir: S-M-L-XL FIELD Verö nú kr. 5.990,- Áöur kr..(fc6O07 Litir: Dökkblátt, st.: S-M-L Grænt:, st.: S-M Ljósblátt, st.: S-M-L-XL DODY barna Verö nú kr. 3.490,-Áöurkr.-63907 Litir: Rautt, st.: 164 og 176 Blátt, st.: 152-164-17L Sendum í póstkröfu SPORTBÚÐIN Ármúla 40 • Sími 813555 og 813655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.