Morgunblaðið - 03.02.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.02.1994, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. FEBRUAR 1994 Kammersveit Reykjavíkur Kammersveit Reykjavík- ur leikur í Listasafninu KAMMERSVEIT Reykjavíkur efnir til íslenskra hátíðartónleika á 20. starfsári sínu. Sunnudagskvöldið 6. febrúar klukkan 20.30 efnir Kammersveit Reykjavíkur til tónleika í Listasafni íslands. Á efnisskránni verða eingöngu verk eftir íslensk tónskáld. Eru tón- leikarnir liður í hátíðarhaldi Kammersveitarinnar í tilefni 20. starfsárs hennar. í tilefni afmælisársins valdi Kammersveitin til flutnings í vetur eingöngu verk sem flutt höfðu verið á tónleikum hennar áður. Eins er það með efnisskrá þessara tónleika og að auki voru verkin flest samin fyrir Kammersveitina. Á efnisskránni þetta kvöld verða eftirtalin verk: Kristallar eftir Pál P. Pálsson, en það var leikið á fyrstu tónleikum Kammersveitarinnar; Oktett eftir Jón Ásgeirsson, samið fyrir Kammersveitina 1977, „I call it“ eftir Atla Heimi Sveinsson, sem var fyrst flutt opinberlega á tón- leikum Kammersveitarinnar 1976, Tema senza variazioni eftir Þorkel Sigurbjörnsson, samið fyr- ir Kammersveitina 1981, Brot eftir Karólínu Eiríksdóttur, samið fyrir Kammersveitina og flutt 1980. Síðast á efnisskránni verð- ur frumflutt verk eftir Leif Þórar- insson. Á Kýpros, sem hann samdi fyrir Kammersveitina í tilefni 20 ára afmælisins. Stjórnandi á tónleikunum verð- ur Guðmundur Óli Gunnarsson. Signý Sæmundsdóttir fer með ein- söngshlutverkið í verki Atla Heim- is og stjórnar hann flutningnum. Ályktun stjómar Blaðamannafélags íslands Atvinnuleysi eykst eftir álagningu vsk. STJÓRN Blaðamannafélags íslands lýsir yfir miklum vonbrigðum með þá ákvörðun sljórnar Islenska útvarpsfélagsins hf. að segja upp 20 starfsmönnum sínum, en þar af er helmingur félagsmenn í Blaðamannafélagi íslands. Þessar úppsagnir koma til viðbótar fjölmörgum öðrum í stétt blaða- og fréttamanna á síðustu vikum og mánuðum, segir í ályktun sljórnar Blaðamannafélags Islands. Ennfremur segir að nú se svo komið að vel á annan tug félaga í BÍ sé á atvinnuleysisskrá og ef ekki rætist_,,úr á næstunni verði innan tíðar um 10% þeirra félags- manna sem voru í föstum störfum áður án atvinnu. Þetta sé marg- falt meira atvinnuleysi en hafi þekkst nokkru sinni fyrr í þau tæpu 100 ár sem Blaðamannafé- lagið hafi starfað. Þá segir: „Stjórn Blaðamannafé- lagsins lýsir fullri ábyrgð á hendur stjórnvöldum vegna þeirra þróunar sem átt hefur sér stað að undan- förnu í atvinnumálum fjölmiðla- fólks. Með tilkomu 14% virðisauka- skatts á fjölmiðla á sl. sumri var gerð alvarleg atlaga að starfs- grundvelli flestra útgáfu- og fjöl- miðlafyrirtækja í landinu. Blaða- mannafélagið varaði stjórnvöld al- varlega við þessari skattlagningu á sínum tíma og benti á þær afleið- ingar sem hún myndi hafa í för með sér. Því miður hafa þær spár ræst með bæði áþreifanlegum og illyrmislegum hætti. Stjórnvöld verða að snúa frá stefnu gjaldþrota og samdráttar og fella hið snarasta niður virðis- aukaskatt á fjölmiðla. Eingöngu með því móti er hægt að tryggja stöðugleika í fjölmiðlun, öryggi í atvinnumálum fjölmiðlafólks og um leið fijálsa skoðanamyndun og lýðræðislega umræðu í landinu.“ Innheimtu þungaskatts breytt í vor FRUMVARP um breytingu á inn- heimtu þungaskatts verður vænt- anlega lagt fram á Alþingi í vor, en meðal þeirra möguleika sem verið er að kanna er að inn- heimta skattinn strax við dæl- ingu og setja þá litarefni í þá olíu sem verður niðurgreidd. Að sögn Jóns Steingrímssonar í fjár- málaráðuneytinu er einnig verið að kanna aðra valkosti í því að leggja núverandi þungaskatts- kerfi niður. „Það er verið að undirbúa þessa breytingu, og endanleg ákvörðun kemur fram í því að lagt verður fram frumvarp á Alþingi, en stefnt er að því að leggja það fram á þessu vor- þingi. Það hefur verið skoðað í sam- vinnu við olíufélögin hvað hin tækni- lega útfærsla kostar, en það eru einnig aðrir valkostir í því að leggja þungaskattskerfið niður og taka upp olígjald án litunar, og er verið að skoða þá kosti um leið. Þá eru líka til talsmenn þess að bæta úr núgild- andi þungaskattskerfi og að það verði skoðað í leiðinni," sagði hann. Sjálfstæðisflokkurínn ályktar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar Kostnaði vegna atvinnumála mætt með aukafjárveitingn um einsetinn skóla þurfi að hanna og undirbúa byggingu kennsluhús- næðis við nokkra eldri grunnskóla borgarinnar. Þeir skólar sem brýn- ast er að undirbúa framkvæmdir við eru, Melaskóli, Breiðholtsskóli, Grandaskóli og Hvassaleitisskóli. Nefna mætti nokkra fleiri skóla sem þyrftu úrlausnar við í hús- næðismálum svo sem Selásskóli, Álftamýrarskóli og Vesturbæjar- skóli. Leikskólar BORGARFULLTRÚAR Sjálfstæðisflokksins munu leggja fram 18 ályktunartillögur við síðari umræðu um fjárhagsáætun Reykjavíkur- borgar fyrir árið 1994, sem fram fer í kvöld. Meðal annars er lagt til að borgarsjóður taki þátt í byggingu sundlaugar við DAS, Hrafn- istu við Norðurbrún og að borgarsjóður taki þátt í byggingu 40 hjúkrunar íbúða fyrir aldraða við Hjúkrunarheimilið Eir í Grafar- vogi. Boðaðar eru tillögur í atvinnumálum og tekið fram að kostn- aði vegna þeirra verði mætt með sérstökum fjárveitingum og lánsfé ef með þarf. í tillögum er varðar skólamál er lagt til að lokið verði við 1. áfanga Húsaskóla fyrir næsta haust, sérstakar fjárveitingar verði vegna búnaðar í félagsmiðstöð við Seljaskóla og til kaupa á húsgöngum, tækjum og búnaði í grunnskóla borgarinnar. Sérstök fjárveiting verði til þróunar,- rannsóknar- og tilraunastarfs í skólum auk sérstakrar fjárveitingar vegna 50 ára afmælis íslenska lýðveldis- ins. Loks er tillaga um framlag vegna listkynningar í skólum, vegna smíði lausra kennslustofa og undirbúnings nýframkvæmda við eldri skóla. Lagt er til að samþykkt verði að ljúka við byggingu fimm nýrra leiskóla og að á næstu fjórum árum verði haldið áfram endur- bótum á eldri leikskólum. Jafnframt er lagt til að rekstri skóladag- heimila verði breytt með tilkomu heilsdagsskólans. Sérstök ályktun er um að efla þurfi mengunarrannsóknir í borginni. Í greinargerð með tillögu um endurhæfingarstöð Hrafnistu segir að allt frá opnun DAS árið 1957, hafi verið unnið að bættri aðstöðu fyrir þá sem þar dvelja. Þar búa nú 320 manns. Árið 1972 var haf- ist handa við byggingu 60 íbúða fyrir aldraða að Norðurbrún auk félagsmiðstöðvar fyrir íbúa hússins og allt hverfíð. Þaðan hafí einnig verið rekin heimaþjónusta fyrir íbúa næriiggjandi hverfa en þar búa 2.064 ellilífeyrisþegar. Fram hafi komið sú hugmynd að efla sam- starf þessara stofnana enn frekar og skapa betri aðstöðu til endur- hæfingar með byggingu sundlaug- ar, heitum pottum og hreyfísal. Byggingin yrði staðsett mitt á milli stofnana. Framkvæmdir við bygg- inguna og síðar rekstur yrði á veg- um Hrafnistu en með þátttöku Rey kj avík u rborgar. Hjúkrunarheimili í Suður-Mjódd Lagt er til að samþykkt verði að byggja í samvinnu við ýmis samtök hjúkrunarheimili fyrir aldraða í Suður-Mjódd. Þar verði veitt full- komin þjónusta fyrir sjúk gamal- menni sem ekki er lengur hægt að veita fullnægjandi aðstoð heima. Leitað verði samstarfs við aðila sem vilja vinna að þessu máli á svipuðum grunni og haft var á við byggingu og rekstur hjúkrunarheimilisins Skjóls og Eirar. í greinargerð með tillögunni seg- ir að á þessum hjúkrunarheimilum, sem rekin eru af sjálfseignarfélög- um í eigu margra aðila með Reykja- víkurborg, verið hægt að vista nokkuð á þriðja hundrað sjúkra gamalmenna, sem ekki er hægt að veita nægilega umönnun og hjúkr- un í heimahúsum. Vaxandi þörf sé fyrir slík úrræði og má gera ráð fyrir að þörfín aukist um 20 pláss á ári. Ljóst sé að ef ekki verði haf- ist handa við framkvæmdir strax á þessu ári þá muni neyð verða í þessum málum á síðustu árum ald- arinnar. 40 hjúkrunaríbúðir Lagt er til að borgin taki þátt í byggingu hjúkrunaríbúða í sam- vinnu við þá aðila, sem eru að vinna að byggingu íbúðanna. Bygging yrði reist hjá Hjúkrunarheimilinu Eir og tengd því. Gert er ráð fyrir 40 sérhönnuðum íbúðum fyrir þá sem þurfa mikla aðstoð og að starf- seminni yrði stjórnað frá hjúkrunar- heimilinu. Jafnframt að íbúar fái þar þá aðstöðu og hjúkrun sem þeir þurfa hjá starfsmönnum heim- ilisins. Atvinnumál Lagt er til að hraðað verði undir- búningi tillagna um fjölgun starfa og margvísleg önnur úrræði í þágu atvinnulauss fólks, sem nú er unnið að á vegum borgarinnar. í greinar- gerð með tillögunni kemur fram að unnið sé að víðtækri tillögugerð sérstakra átaksverkefna sem ráðist verður í jafnskjótt og kostur er. Jafnframt er við undirbúning sumarverkefna miðað við fjölgun starfa frá fyrra ári. Gert er ráð fyrir að kostnaður vegna fram- kvæmda tillagna sem lagðar verða fram 3. mars verði mætt með sér- stakri aukafjárveitingu og heimild til öflunar lánsfjár ef með þarf. Skólar Gert er ráð fyrir að sérstök fjár- veiting verði veitt vegna byggingar 1. áfanga Rimaskóla haustið 1994 og að lokið verði við byggingu 3. áfanga Húsaskóla fyirr haustið 1994. Jafnframt að veitt verði 3,5 millj. til kaupa á búnaði í nýja fé- lagsmiðstöð við Seljaskóla sem taka á í notkun á næstu vikum. Þá er lagt til að veitt verði 55 millj. til kaupa á tækjum og búnaði í grunn- skólum árið 1994 og 9.790.000 þús. til þróunarverkefna, rannsókn- ar- og tilraunastarfs í skólum. Vegna 50 ára afmælis íslenska lýðveldisins á komandi ári er gert ráð fyrir að veitt verði 5,4 millj. til að standa straum af kostnaði við að minnast afmælisins. Gert er ráð fyrir að 10 millj. verði veitt til list- kynningar í skólum og að 30 millj. verði varið til smíði lausra kennslu- stofa. Er stofunum ætlað að bæta húsnæðisaðstöðu þeirra skóla sem verða einsetnir næsta haust. Loks er gert ráð fyrir að veita 30 millj. til hönnunar og undirbún- igs vegna nýframkvæmda við eldri skóla. í greinargerð með tillögunni kemur fram að til að mæta kröfum Lagt er til að lokið verði bygg- ingu fimm nýrra leikskóla á árinu og að þeir verði teknir í notkun fyrri hluta þessa árs. Jafnframt verði samþykkt að í einum þessara skóla verði sérstök áhersla lögð á að skapa fötluðum börnum eðlileg skilyrði og að í öðrum skóla verði sérstök áhersla lögð á þjónustu við böm nýbúa. Lagt er til að borgarstjórn sam- þykki að á næstu fjórum árum verði haldið áfram endurbótum á þeim leikskólum sem ekki falla fullkom- lega að kröfum um sveigjanlegan dvalartíma. Fram kemur að á undanförnum árum hafi verið byggt við sjö leikskóla og aðstaða lagfærð við tvo aðra í þeim tilgangi að bæta þjónustuna. Eftir er að breyta sex leikskólum í það horf að þar verði unnt að bjóða með góðum móti upp á sveigjanlegan dvalar- tíma barna og því er lagt til að þessum áfanga verði náð innan fjögurra ára. Mengun Varðandi mengunareftirlit er lagt til að efla mengunarrannsóknir og búa Heilbrigðiseftirlitið nauð- synlegum tækjum til að annst þær skuldbindingar um mengunareftir- lit sem það hefur tekist á hendur og því er falið samkvæmt lögum. í ljósi þess er lagt til að fest verði kaup á tæki til greiningar'á kolvetn- um en með því er gert ráð fyrir að mælistöð til loftgæðamælinga sé fullbúin tækjum. Aætlaður kostnað- ur er 2 millj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.