Morgunblaðið - 03.02.1994, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 03.02.1994, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. FEBRUAR 1994 43 Búvörulagafrumvarp- ið lagt fram í gærdag er innan við 10% miðað við þunga, ót.a.: Sem innihalda samanlagt 3% eða meira af nýmjólkurdufti, undan- rennudufti, eggjum, mjókurfitu (s.s. smjör), osti eða kjöti: Blöndur og deig, með kjötinnihaldi til framleiðslu á bökum, þ.m.t. pítsur (pizza), í nr. 1905.9051. Blöndur og deig, með öðru inni- haldi en kjöti, til framleiðslu á bök- um, þ.m.t. pítsur (pizza) í nr. 1905.9059. HÉR FER á eftir búvörulagafrumvarpið, sem lagt var fram á Alþingi í gær, en það fjallar um breytingar á lögum um framleiðslu, verðlagn- ingu og sölu á búvörum: 1. gr. Við 52. gr. bætist ný málsgrein sem verði 1. mgr. þeirrar greinar, svohljóðandi: Innflutningur á þeim vörum, sem tilgreindar eru í viðauka með lögum þessum og flokkast í þar til greind tollskrárnúmer, er óheimill nema að fengnu ieyfi landbúnaðarráðherra. Ráðherra setur nánari ákvæði um leyfisveitingar með reglugerð. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Athugasemdir við lagafrumvarp þetta. Frumvarp þetta er flutt í tilefni af dómi Hæstaréttar sem kveðinn var upp 20. janúar 1994 í málinu: Hagkaup hf. gegn landbúnaðarráð- herra og flármálaráðherra f.h. ríkis- sjóðs. í þeim dómi var 52. gr. búvöru- laga, nr. 99/1993, túlkuð með þeim hætti að ekki fælist í henni sjálfstæð regla er bannaði innflutning land- búnaðarvara nema að fengnum sér- stökum heimildum stjómvalda. Áður hafði héraðsdómur komist að gagn- stæðri niðurstöðu. Lög nr. 126/1993, um breytingu á búvörulögum, þykja eftir uppkvaðningu dóms Hæstarétt- ar ekki fela í sér með ótvíræðum hætti bann við innflutningi landbún- aðarvara, svo sem Alþingi taldi við setningu þeirra laga. Markmið frumvarps þessa er að tryggja í löggjöf að innflutningur tiltekinna landbúnaðarvara verði háður leyfi fram að gildistöku Úrúgvæsamnings GATT. Landbúnaðarvörur þær, sem bannað er að flytja inn skv. 1. gr. frumvarpsins, eru tilgreindar í við- auka með lögunum. Um er að ræða sömu skilgreiningu og sömu vöru- flokka og koma fram í 1. og 2. gr. reglugerðar nr. 401/1993 um tak- mörkun á irtnflutningi landbúnaðar- vara. Að auki eru nokkrar fleiri vöru- tegundir sem heyra undir milliríkja- eða fríverslunarsamninga sem ísland er aðili að. Innflutningur þeirra verð- ur áfram heimilaður á gi-undvelli 72. gr. búvörulaga. Þeim er bætt í við- aukann til þess að auka við heimild- ir til álagningar verðjöfnunargjalda. Gildistaka Úrútvæsamnings GATT leiðir m.a. til kerfísbreytinga í innflutningsmálum landbúnaðarins. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að skipa nefnd með fulltrúum fimm ráðuneyta til að endurskoða í heild ákvæði inn- flutningslöggjafar í því skyni að tryggja að hún verði í samræmi við skuldbindingar GATT. Háskólahátíð á laugardag HÁSKÓLAHÁTÍÐ verður hald- in í Háskólabíói laugardaginn 5. febrúar kl. 14 og fer þar fram brautskráning kandídata. Athöfnin hefst með því að Kjart- an Óskarsson, Óskar Ingólfsson og Sigurður I. Snorrason leika tónlist eftir W.A. Mozart. Háskóla- rektor, Sveinbjörn Björnsson, ávarpar kandídata og r'æðir mál- efni Háskólans. Deildarforsetar afhenda kandídötum prófskírteini. Að lokum syngur Háskólakórinn nokkur lög undir stjórn Hákonar Leifssonar. Að þessu sinni verða braut- skráðir 112 kandídatar og skiptast þeir þannig eftir deildum: Læknadeild 5 Lagadeild 8 Viðskipta- og hagfræðideild 15 Heimspekideild 27 Verkfræðideild 3 Raunvísindadeild 26 Félagsvísindadeild 28 Viðauki Vörur sem háðar eru innflutn- ingsleyfi landbúnaðarráðheira. [Morgunblaðið sleppir tollskrárnúm- erum í þessari upptalningu]. Kjöt af dýrum af nautgripa- kyni, nýtt eða kælt: Skrokkar og hálfír skrokkar. Sneitt á annan hátt, með beini. Beinlaust. Kjöt af dýrum af nautgripa- kyni, fryst: Skrokkar og hálfír skrokkar. Sneitt á annan hátt, með beini. Beinlaust. Svínakjöt, nýtt, kælt eða fryst: Nýtt eða kælt: Skrokkar og hálfír skrokkar. Læri, bógur og sneiðar af því, með beini. Annað. Fryst: Skrokkar og hálfír skrokkar. Læri, bógur og sneiðar af því, með beini. Annað. Kinda- eða geitakjöt, nýtt, kælt eða fryst: Lambaskrokkar, heilir og hálfír, nýir eða kældir. Annað kindakjöt, nýtt eða kælt: Skrokkar og hálfír skrokkar. Sneitt á annan hátt, með beini. Beinlaust. Lambaskrokkar, heilir og hálfír, frystir. Annað kindakjöt, fryst: Skrokkar og hálfír skrokkar. Sneitt á annan hátt, með beini: Svið (sviðahausar). Annað. Beinlaust. Geitakjöt. Kjöt af hrossum, ösnum, múlösnuin eða múldýrum, nýtt, kælt eða fryst. Ætir hlutar af dýrum af naut- gripakyni, svínum, kindum, geit- uin, hestum, ösnum, múlösnum eða múldýrum, nýtt, kælt eða fryst: Af dýrum af nautgripakyni, nýtt eða kælt. Af dýrum af nautgripakyni, fryst: Tunga. Lifur. Annað. Af svínum, nýtt eða kælt. Af svínum, fryst: Lifur. Annað. Annað, nýtt eða kælt. Annað, fryst. Kjöt og ætir hlutar af alifuglum í nr. 0105, nýtt, kælt eða fryst: Alifuglar ekki skornir í hluta, nýir eða kældir. Alifuglar ekki skomir í hluta, frystir: Hænsni af tegundinni Gallus do- mestieus. Kalkúnar. Endur, gæsir og perluhænsni. Sneiðar og hlutar af alifuglum (einnig lifur), nýtt eða kælt: Fitulifur gæsa og anda. Annað. Sneiðar og hlutar af alifuglum annað en lifur, fryst: Af hænsnum af tegundinni Gallus domesticus. Af kalkúnum. Af öndum, gæsum eða perlu- hænsnum. Alifuglalifur, fryst. Annað kjöt og ætir hlutar af dýrum, nýtt, kælt eða fryst: Af kanínum eða hérum. Froskafætur. Annað: Rjúpur, frystar. Selkjöt, fryst. Hreindýrakjöt, fryst. Annars, þó ekki hvalkjöt og hvala- afurðir. Svínafita án magurs kjöts og alifuglafita (óbrædd), ný, kæld, fryst, söltuð, í saltlegi, þurrkuð eða reykt. Búvörulagafrumvarpið komið á borð þingmanna síðdegis í gær Kjöt og ætir hlutar af dýrum, saltað, í saltlegi, þurrkað eða reykt; ætt nyöl, einnig fínmalað, úr kjöti eða hlutum af dýrum: Svínakjöt: Læri, bógur og sneiðar úr því, með beini. Slög og sneiðar af þeim. Annað. Kjöt af dýrum af nautgripakyni. Annað, þar með talið ætt mjöl, einnig fínmalað, úr kjöti eða hlutum af dýrum: Alifuglalifur, þurrkuð eða reykt. Kindakjöt, saltað. Kindakjöt, reykt (hangikjöt). Annars, þó ekki hvalkjöt og hvala- afurðir. Mjólk og rjómi, þó ekki kjarnað eða með viðbættum sykri eða öðru sætiefni: Með fituinnihaldi sem er ekki meira en 1% miðað við þyngd. Með fituinnihaldi sem er meira en 1% en ekki meira en 6% miðað við þyngd. Með fituinnihaldi sem er meira en 6% miðað við þyngd. Mjólk og rjómi, kjarnað eða með viðbættum sykri eða öðru sæti- efni: í formi dufts, korns eða í öðru föstu formi, með fituinnihaldi sem er ekki meira en 1,5% miðað við þyngd. í formi dufts, koms eða í öðru föstu formi, með fituinnihaldi sem er meira en 1,5% miðað við þyngd: Án viðbætts sykurs eða annars sætiefnis. Annað. Annað: Án viðbætts sykurs eða annars sætiefnis. Annars. Áfir, hleypt mjólk og rjómi, jóg- úrt, kefír og önnur gerjuð eða sýrð mjólk og rjómi, einnig kjarn- að eða með viðbættum sykri eða öðru sætiefni, eða bragðbætt eða með ávöxtum, hnetum eða kakaói: Jógúrt: Kakaóblandað. Blandað með ávöxtum eða hnet- um. Drykkjarjógúrt. Bragðbætt, ót.a. Annað. Annað: Kakaóblandað. Blandað með ávöxtum eða hnet- um. Drykkjarvara. Bragðbætt, ót.a. Annars. Mysa, einnig kjörnuð eða með viðbættum sykri eða öðru sæti- efni; vörur úr náttúrulegum efn- isþáttum injólkur, einnig með við- bættum sykri eða öðru sætiefni, ót.a.: Mysa og umbreytt mysa, einnig kjörnuð eða með viðbættum sykri eða öðru sætiefni. Annað. Smjör og önnur fita og olía fengið úr mjólk. Ostur og ystingur: Nýr ostur (óþroskaður eða ógeij- aður), einnig mysuostur og ystingur. Hvers konar rifinn eða mulinn ostur. Fullunninn ostur, órifinn eða ómulinn. Gráðostur. Annar ostur. Fuglsegg, í skurn, ný, varin skemmdum eða soðin. Fuglsegg, skurnlaus, og eggja- rauða, nýtt, þurrkað, soðið í gufu eða vatni, mótað, fryst eða varið skemmdum með öðrum hætti, einnig með viðbættum sykri eða öðru sætiefni: Eggjarauða: Þurrkuð. Önnur. Annað: Þurrkað. Annars. Ætar vörur úr dýraríkinu, ót.a. Aðrar lifandi plöntur (þ.m.t. rætur), græðlingar og gróður- kvistir; sveppagró: Annað: Tré og runnar ót.a. Lauf, greinar og aðrir plöntu- hlutar, án blóma eða blómknappa og grös, mosi og skófir, sem notað er í vendi eða til skrauts, nýtt, þurrkað, litað, bleikt, gegndreypt eða unnið á annan hátt: Jólatré, án rótar; jólatrésgreinar. Hreinsuð svínafeiti (Lard); önn- ur svína- og alifuglafeiti, brædd, einnig pressuð eða vökvaúrdreg- in: Beinafeiti og úrgangsefnafeiti: Til matvælaframleiðslu. Annars. Önnur: Til matvælaframleiðslu. Annars. Fita af dýrum af nautgripaætt, kindum eða geitum, hrá eða brædd, einnig pressuð eða vökva- úrdregin: Beinafíta og úrgangsefnafeiti: Til matvælaframleiðslu. Annars. Annað: Til matvælaframleiðslu. Annars. Svínafeitisterín, svínaolía, tólg- arsterín, oleóolía og tólgarolía, ekki gert að fleyti, eða unnið á annan hátt: Til matvælaframleiðslu. Annars. Pylsur og þess háttar vörur úr kjöti, hlutum af dýrum eða blóði; inatvæli gerð aðallega úr þessum vörum: Blóðmör og lifrarpylsa. Annað. Annað kjöt, hlutar af dýrum eða blóð, unnið eða varið skemindum: Jafnblönduð matvæli. Úr dýralifur. Úr alifuglum í nr. 0105: Úr kalkún. Annað. Úr svínum: Læri og lærisneiðar. Bógur og bógsneiðar. Annað, þar rpeð taldar blöndur. Úr nautgripum. Annars, þar með talin framleiðsla úr hvers konar dýrablóði. Maltkjarni; framleiðsla úr injöli, fín- eða grófmöluð, sterkju eða maltkjarna, sem ekki inniheldur kakaóduft eða inniheldur kakaó sem að magni til er innan við 50% miðað við þunga, ót.a.; matvæli úr vörum í nr. 0401-0404 sem ekki innihalda kakaóduft eða inni- halda kakaóduft sem að inagni til Pasta, einnig soðin eða fyllt (með kjöti eða öðrum efnum) eða unnin á annan hátt, svo sem spag- hettí, makkarónur, núðlur, lasagne, gnocchi, ravíólí, kannell- óní; couscous, einnig unnið: Fyllt pasta, einnig soðin eða unnin á annan hátt: Með fyllingu sem inniheldur að magni til meira en 20% miðað við þunga af pylsum, kjöti, hlutum af dýrum eða blóði eða blöndum af því. Önnur, sem inniheldur kjöt. Önnur pasta, sem inniheldur kjöt. Couscous, sem inniheldur kjöt. Matvæli úr belgdu eða steiktu korni eða kornvörum (t.d. korn- flögur); korn, annað en maís, sem gfijón, forsoðið eða unnið á annan hátt: Annað, sem inniheldur kjöt. Brauð, sætabrauð, kökur, kex og aðrar brauðvörur, einnig með kakaói; altarisbrauð, lyfjahylki, innsiglunaroblátur, rísþynnur og áþekkar vörur: Bökur, þ.m.t. pítsur (pizza): Sem innihalda kjöt. Aðrar. Súpur og seyði og framleiðsla í það; jafnblönduð samsett mat- væli: Súpur og seyði og framleiðsla í það: Aðrar súpur, sem innihalda kjöt. Annað, sem inniheldur kjöt. Rjómaís og annar ís til manneld- is, einnig með kakaóinnihaldi: Sem inniheldur kakaó, úr mjólk- urafurðum. Annars, úr mjólkurafurðum. Matvæli, ót.a.: Efni til framleiðslu á drykkjarvör- um: Önnur, sem innihalda að einhvetju leyti smjör, aðra fítu, olíu eða eggja- hvítu úr mjólk. Framleiðsla að meginstofni úr feiti og vatni sem inniheldur meira en 15% af smjöri eða annarri mjólkurfitu miðað við þyngd. Annað, sem inniheldur að ein- hveiju leyti smjör, aðra fitu, olíu eða eggjahvítu úr mjólk. Vatn, þar með talið ölkelduvatn og loftblandað vatn, með viðhætt- um sykri eða öðru sætiefni eða bragðbætt, og aðrar óáfengar \ drykkjarvörur, þó ekki ávaxtasaf- ar eða maljurtasafar í nr. 2009: Annað: Úr mjólkurafurðum og öðrum efn- isþáttum, enda séu mjólkurafurðir 75% eða meira að þyngd vörunnar , án umbúða. i Við gildistöku bókunar 3 við samn- i inginn um Evrópska efnahagssvæðið j bætast við eftirfarandi vörur: Smjörlíki; blöndur eða frain- j leiðsia til manneldis úr jurtafeiti < eða -olíum eða þáttum úr mismun- [ andi fitu eða olíum þessa kafla, t þó ekki feiti eða olíur til nianneld- I is eða þættir þeirra í nr. 1516: | Smjörlíki, þó ekki fljótandi smjör- líki: I Sem inniheldur meira en 10% en \ ekki meira en 15% af mjólkurfítu ! miðað við þunga: í smásöluumbúðum 2 kg eða minna. Annars. Annað: Sem inniheldur meira en 10% en ekki meira en 15% af mjólkurfítu miðað við þunga. Sósur og framleiðsla í þær; blönduð bragðefni og blönduð bragðbætiefni; mustarðsnyöl, fín- eða grófmalað, og unninn must- arður: Annað: Annars, sem inniheldur kjöt. Súpur og seyði og framleiðsla í það; jafnblönduð samsett mat- væli: Súpur og seyði og framleiðsla í það: Aðrar súpur, sem innihalda kjöt. Annað, sem inniheldur kjöt. Jafnblönduð samsett matvæli: Sem innihalda kjöt eða kjötúr- gang.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.