Morgunblaðið - 03.02.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.02.1994, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1994 r Skiptar skoðanir eru uppi um ágæti ákvæða til væntanlegra tóbaksvarnalaga í stjórnarflokkunum eru uppi skiptar skoðanir um ágæti nýrra ákvæða, sem eru í frumvarpsdrögum til nýrra tóbaksvarnalaga. Frumvarpið hyggst Guðmundur Arni Stef- ánsson, heilbrigðisráðherra, leggja fram í nafni ríkisstjórn- arinnar á næstunni og á hann von á því að þurfa að aðlaga frumvarpið þeim ábendingum, sem fram hafa komið í ríkis- stjórn, svo það nái fram að ganga. Að sögn ráðherra gengur nýja frumvarpið enn lengra en fyrri lög um tóbaksvamir í að vemda rétt þeirra, sem ekki reykja, en einkum em það þijú atriði, sem farið hafa fyrir brjóstið á mönnum. í fyrsta lagi að tóbakssala verði háð sér- stökum leyfum, sem gjald komi fyrir, og hægt verði að svipta menn leyfinu vegna brota á tób- akslöggjöfinni, t.d. hvað varðar aldurstakmörk viðskiptavina. „í öðm lagi gerir fmmvarpið ráð fyr- ir að lágmarksaldur til tóbaks- kaupa hækki úr 16 ámm í 17 ár og var hugsunin sú að koma í veg fyrir það að nemendur í gmnn- skóla ættu þess kost að kaupa tóbak. Aftur á móti bentu menn á að sjálfræðisaldur væri 16 ár. í þriðja lagi settu menn spurninga- merki við ákvæði, sem er í fmm- varpsdrögunum, að banna inn- flutning á reyklausu tóbaki, öðm en þeirri tegund neftóbaks, sem framleidd er hér m.a. vegna þess að aldur neytenda hefur færst mjög niður,“ segir Guðmundur Ami. Tímamót um reykingum er lagt til í fmm- varpsdrögunum að réttur fólks til reyklauss lofts sé afdráttarlaust viðurkenndur og sér í lagi að ábyrgðarmönnum bama verði gert skylt að stuðla að því að þau njóti þessa réttar. Eins er lagt til að vinnuveitendur verði skyldaðir til að sjá til að starfsfólk þeirra njóti réttar til að vinna í reyklausu umhverfí. Um einstakar stofnanir, fyrirtæki og farartæki em breyt- ingarnar helstar þær að stóraukn- ar hömlur verði settar á reykingar á veitingastöðum. Heimild til reyk- ingaafdreps fyrir starfsfólk í grunn- og framhaldsskólum, hvers kyns dagvistun barna og húsa- kynnum, sem em fyrst og fremst ætluð börnum og unglingum, í heilsugæslustöðum, læknastofum og á sjúkrahúsum verði afnumin. Þó er gert ráð fyrir því að leyfa reykingar sjúklinga í vissum til- fellum. Að lokum verði reykingar með öllu óheimilar í millilanda- flugi, fyrst í ferðum sem taka skemmri tíma en fjórar stundir og síðar einnig í lengri ferðum. ■ JI VERÐKÖNNUN VIKUNNAR Kartöflumúsin er fjórfalt dýrari í Bónus í Þórshöfn en í Bónusbúðinni á Akureyri Bónus hér og Bónus Cola, 21 ;Jr 108 91 91 Maggi kartöflumús, fyrir 4 • 75 19 39 tt ááiÁ jgL SS rúllupylsa í sneiðum, 110 gr. pakkning 11* 184 184 Klípa, 300gr.ö 64,50 90 92 #tf # m j Skyr frá MBF, 500 gr. ■ §0* 86 ekki til 72 Húsavíkur látt jógúrt með trefjum, 500 gr. 140 ekki til 77 * Varátilboði. Kostar venjulega 141 kr. MATARINNKAUPIN í Bónus Færeyjum kostuðu 484.50 krón- ur þegar fréttaritari okkar í Þórshöfn fór að kaupa í matinn síðastliðinn þriðjudag. í Bónus á Seltjarnamesi kostaðu sömu vörur 555 krónur. Á Akureyri voru tveir vöruliðir ekki til en samkvæmt þeim fjómm vömteg- undum sem voru til þar myndi karfan reynast ódýrari þar en á Seltjarnarnesi. Heildarmunurinn er ekki sláandi en þó er munurinn mikill á einstaka vörutegundum. Rúllupylsa í sneið- um er ódýrari í Færeyjum en á íslandi. Venjulega kostar 110 gramma bréf af rúllupylsusneiðum frá SS um 140 krónur á meðan verðið er 184 krónur á íslandi. Að sögn Steinþórs Skúlasonar forstjóra hjá SS fer í útflutning umframframleiðsla bænda sem ekki nýtur neinskonar stuðnings. Verðlagning á hveijum markaði ræðst af aðstæðum á þeim stað sem aftur mótar síðan skilaverð til bóndans. Að sögn Steinþórs eru Færeyjar einn besti útflutningsmarkaður fyr- ir kindakjöt og þar er verið að selja íslenskt kjöt á hlutfalisiega hærra verði en á öðrum mörkuðum. Ekki tekst samt að ná fullu innanlands- verði„ Á þriðjudag var Bónus með sér- stakt tilboðsverð í gangi þar sem viðskiptavinir gátu keypt rúllu- pylsubréfíð á tíu krónur. Að sögn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar er skýringin sú að kjötið var komið á síðasta söludag. Á Akureyri og á Seltjarnamesi er veittur 10% af- sláttur af rúliupylsu við kassa. Þá er einnig athyglisvert að kart- öflumúsin var næstum því fjórum sinnum dýrari í Færeyjum en á Akureyri. Jón Ásgeir segir að verð- ið á kartöflumúsinni sé langt fyrir neðan heildsöluverð á Akureyri og bendir á að þetta séu leifar af opn- unartilboði Bónus á Akureyri. Heildsöluverðið á Maggi kartöflu- mús er 47 krónur en þá er verðið á Seltjarnamesi einnig undir heild- söluverði. „Skýringin er einfaldlega sú að við emm í harðri samkeppni hér heima og hjá sumum aðilum kostar kartöflumúsin rúmlega fimmtíu krónur.“ Það má benda á í lokin þó ekki komi fram í verðkönnuninni að kíló af kjúklingum kostar um 200 krón- ur í Færeyjum á meðan kílóið kost- ar 559 krónur í Bónus á íslandi. ■ grg Lög um tóbaksvamir, sem tóku gildi í ársbytjun 1985, mörkuðu tímamót hér. Við setningu þeirra var tekið mið af löggjöf, sem einna lengst gekk í nálægum löndum. Lögin vöktu á sínum tíma heimsat- hygli o g mikið hefur verið til þeirra vitnað. Þau hafa reynst árangurs- ríkt vopn í þeirri baráttu, sem háð hefur verið síðustu ár gegn reyk- ingum og hefur jafnt og þétt dreg- ið úr sölu og neyslu tóbaks. Sem dæmi má nefna að tóbakssala á hvern fullorðinn íbúa minnkaði um fímmtung frá 1984 til 1990. Svip- uð breyting hefur orðið á íjölda neytenda, skv. könnunum Hag- vangs, en á síðustu tíu árum hefur reykingamönnum, sem reykt hafá daglega, fækkað úr 40% í 29%. Óbeinar reykingar Hvað varðar vernd gegn óbein- Sjálfvirka kaffi- vélin sparsamari Þegar kaffi er lagað er hægt að spara 30% rafmagns með því að nota sjálfvirka kaffivél í stað þess að hita vatn í hitakatli og hella uppá á gamla mátann. Aftur á móti er betra að athuga að láta kaffíkönnuna ekki standa á heitri hitaplötu kaffívélarinnar, heldur nota hitakönnu, því ef kaffi- kannan stendur á heitri hitaplöt- unni í tvær klukkustundir er búið að eyða 30% af spamaðinum, sem um var getið. ■ Umbúðir matvæla skulu merktar samkvæmt reglum EES í stað merkingarinnar „síðasti söludagur" kemur merkingin „síðasti neysludagur" á mjög viðkvæmar vörur, en önnur matvæli skulu merkt með geymsluþolsmerkingunni „best fyrir“. Á ÁRINU 1994 er þess ekki að vænta að breytingar með setn- ingu nýrra reglna hafi veruleg áhrif á hagsmuni neytenda, ís- lensks iðnaðar eða þeirra, sem dreifa matvælum. Breyting á reglum um umbúðamerkingu matvæla getur hinsvegar orðið til þess að á árinu verði fyrir- tæki að vinna við endurskoðun merkinga á vörum og erfiðleikar geta komið fram varðandi inn- flutning matvæla frá ríkjum utan EES, t.d. Bandaríkjunum, nema umbúðir þeirra séu merkt- ar samkvæmt reglum á Evr- ópsku efnahagssvæði. Þá er ljóst að fyrir lok ársins 1995 verða matvælaframleiðendur og dreif- endur að koma upp innra eftir- liti til að tryggja öryggi og holl- ustu matvæla og verður starfs- leyfi þeirra háð skilyrði um þetta atriði. Þetta kemur m.a. fram í frétt frá Hoilustuvernd ríkisins, en um sl. áramót voru settar nýjar reglur um matvæli, sem eru samræmdar til- skipunum EB. Alls hafa 11 nýjar reglugerðir tekið gildi og er þar bæði um að ræða endurskoðun á reglum, sem hér hafa verið í gildi, og reglur um þætti, sem ekki hefur verið tekið á í íslenskri matvælalögg- jöf. Á næstu mánuðum mun síðan svipaður fjöldi nýrra reglna Iíta dagsins ljós þannig að_alls verða settar rúmlega 20 nýjar reglugerðir um matvæli og matvælaeftirlit þar sem hliðsjón er tekin af sambærileg- um reglum á Evrópsku efnahags- svæði. Síðasti neysludagur 1 stað merkingarinnar „síðasti söludagur" kemur merkingin „síð- asti neysludagur“ á mjög viðkvæmar vörur, en önnur matvæli skulu merkt með geymsluþolsmerkingunni „best fyrir“. Þetta er eitt þeirra atriða, sem breytt er með nýjum reglum um merkingu, auglýsingu og kynningu matvæla, en þess má geta að eftir sem áður verður gerð krafa um merkingu pökkunardags fyrir við- kvæm matvæli. Einnig hefur tekið gildi reglugerð um merkingu nær- ingargildis matvæla. Aðlögunartími er gefinn tii breyt- inga á umbúðamerkingum og því geta neytendur átt von á að nokkur tími muni líða þar til umbúðir mat- væla verða almennt merktar í sam- ræmi við nýjar reglur. Helstu vanda- málin verða hjá þeim matvælafram- leiðendum, sem eiga mikinn um- búðalager, sem ekki nýtist vegna breytinga sem nú verða. Aukaefni og aðskotaefni Ný aukaefnareglugerð er á marg- an hátt svipuð þeim reglum, sem hafa verið í gildi hér á landi á undan- förnum árum og breytingar á auka- efnalista eru ekki veigamiklar. Notk- un aukaefna verður því með sama hætti og áður, en þegar EB-ríkin hafa náð samstöðu um samræmdan aukaefnalista getur orðið breyting þar á. Nokkur tími mun þó líða þar til slíkar breytingar vérða gerðar, en þær verða háðar samkomulagi milli EB og EFTA þegar Evrópu- bandalagið samþykkir nýjar reglur. Ekki er gert ráð fyrir birtingu nýrra aukaefnareglna EB fyrr en á árinu 1995 og þá með tímamörkum hvað varðar gildistöku. Þess ber að geta að sérstakar reglur hafa verið settar um bragðefni og eru þær samræmd- ar tilskipunum EB á því sviði. Reglur um hámarksmagn að- skotaefna í matvælum eru að mestu leyti nýjar hér á landi og munu veita aðhald í framleiðslu og nauðsynleg- an stuðning við eftirlit með varnar- efnum og öðrum aðskotaefnum. Þetta á við um grænmeti og ávexti þar sem slík efni eru notuð við rækt- un og jafnframt önnur matvæli sem aðskotaefni geta borist í. Umbúðir ítarlegar reglur gilda nú um sam- setningu plastumbúða og einnig hafa verið sett mörk varðandi efni, sem geta borist úr umbúðum eða tilteknum ílátum í matvæli. Þessar reglur eru mikilvægar fyrir innflytj- endur, þá sem starfa við dreifíngu á umbúðum fyrir matvæli og þá, sem stunda matvælaframleiðslu. Þessum aðilum ber að tryggja að á öllum stigum framleiðslu og dreifingar uppfylli umbúðir fyrir matvæli, eða fyrir efni til framleiðslu þeirra, þær framleiðslu- og heilbrigðiskröfur sem um þær gilda. ■ J1 t » » i » ! i » i i: I I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.