Morgunblaðið - 03.02.1994, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.02.1994, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1994 t Ástkær bróðir minn, FRIÐRIK E. MÖLLER, lést 1. febrúar. Fyrir hönd vandamanna, Hanna S. Möller. t Konan mín og móðir okkar, INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR frá Laufási, lést í sjúkrahúsinu á Hvammstanga 29 janúar. Útförin verður frá Víðidalstungukirkju 5. febrúar kl. 14.00. Björn Guðmundsson og börn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, ARNDI'S JÓNSDÓTTIR, Espigerði 4, lést 30. janúar. Helga Karlsdóttir, Þórhallur Ingason, Aðalheiður Karlsdóttir, Kristinn B. Ragnarsson, Jóhanna Berta og Karl. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EYJÓLFUR J. STEFÁNSSON, fyrrverandi organisti, Reynifelli, Höfn, Hornafirði, lést að Kristnesi 31 janúar. Jarðarförin fer fram í Dalvíkurkirkju laugardaginn 5 febrúar kl. 14.00. Sigmar Eyjólfsson, Mjallhvít Þorláksdóttir, Hreinn Eyjólfsson, Þrúður S Ingvarsdóttir, Kristinn Eyjólfsson, Valgerður Hrólfsdóttir, Elfsabet Eyjólfsdóttir, Bjarni Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn, t Hjartkær eiginkona mín, RAGNHILDUR GUNNARSDÓTTIR, Hæðargarði 35, sem lést 28. janúar sl„ verður jarðsett frá Bústaðakirkju föstudag- inn 4. febrúar kl. 13.30. Sigurgeir Jónsson. t Móðir mín og tengdamóðir, SIGRÍÐUR EGGERTSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskapellunni föstudaginn 4. febrúar kl. 15.00. Pétur Eggertsson, Ingiriður Halldórsdóttir. t Elskulegur sonur okkar, fóstursonur og bróðir, BJÖRN ELLERTSSON, Urðarstekk 2, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 4. febrúar kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Málræktarsjóð, sími 28530, eða Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Gyða Sigvaldadóttir, Kristján Guðmundsson, Hólmfrfður Kristjánsdóttir, Ellert Guðmundsson, Sigríður Marta Sigurðardóttir, Hildur Ellertsdóttir, Stefán Hallur Ellertsson, Margrét Ellertsdóttir, Ægir Pétur Ellertsson. t Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN HELGI STEFÁNSSON húsgagnabólstrari, Lækjargötu 9, Siglufirði, verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 5. febrúar kl.14.00. Gréta Jóhannsdóttir, Lúðvík Ásmundsson, Ásta Björg Tómasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Minning Dr. Franz Mixa Fæddur í Vín 3. júní 1902 Dáinn í Miinchen 16. janúar 1994 Þess var virðulega minnst í Morg- unblaðinu 20. janúar sl. að látist hafði í Miinchen nokkrum dögum fyrr dr. Franz Mixa, sem um árabil gegndi mikilvægum störfum í ís- lensku tónlistarlífi, svo mikilvægum, að skylt er að gera nokkuð ítarlegri grein fyrir þeim en þar var gert, um leið og bornar eru fram þakkir og kveðjur nú að leiðarlokum. Franz Mixa kom fyrst hingað til lands síðla hausts 1929, hafði fyrr á því ári lokið doktorsprófi, og var ráðinn hingað til að vinna að undir- búningi tónlistarfluthings á Alþing- ishátíðinni 1930. Meðal verkefna hans var að æfa Hljómsveit Reykja- víkur, sem átti að aðstoða við flutn- ing hátíðarkantötu Páls ísólfssonar á Þingvöllum. Hljómsveitin hafði starfað óreglulega nokkur undanfar- in ár við mjög óhagstæð skilyrði, var að miklu leyti skipuð sjálfmenntuð- um áhugamönnum, og nokkur nauð- synleg hljóðfæri vantaði alveg. Úr því var bætt á Alþingishátíðinni með lánsmönnum úr Konunglegu hljóm- sveitinni í Kaupmannahöfn. Dr. Mixa vann hið ágætasta verk með hljóm- sveitinni veturinn 1929-30, og áður en hann fór utan aftur að lokinni hátíðinni var það fastmælum bundið að hann kæmi til starfa við tónlistar- skóla sem ákveðið var að stofna og tók til starfa um haustið. Var hann síðan einn aðalkennari Tónlistarskól- ans í Reykjavík allt til vors 1938, að einum vetri undanskildum. Kenndi hann þar píanóleik, en þó fyrst og fremst tónfræðigreinar og tónsmíð- ar, og verður aftur vikið að því. Hann var því einn — og raunar hinn fyrsti — þeirra mörgu erlendu manna sem hafa unnið íslensku tón- listarlífí ómetanlegt gagn allt frá tímamótaárinu 1930. Auk kennsl- unnar varð hann forystumaður í tón- listarlífí Reykjavíkur, bæði um flutn- ing kammertónlistar ásamt öðrum kennurum Tónlistarskólans og sem stjórnandi Hljómsveitar Reykjavíkur. Skráin um þau verk sem hann átti þátt í að frumflytja hér á þessum frumbýiingsárum hljóðfæratónlistar á íslandi er löng og merkileg. En almennasta athygli og hylli hlutu söngleikirnir sem hann stjómaði og fluttir voru í Iðnó á vegum Tónlistar- félagsins, oft í samvinnu við Leikfé- lag Reykjavíkur. Hinn fyrsti var Meyjarskemman með tónlist Schu- berts, sem flutt var 1934 og naut eindæma vinsælda. Dr. Mixa varð aðalkennari heillar kynslóðar íslenskra tónskálda. Sá sem þetta ritar átti því láni að fagna að njóta tilsagnar hans í tónfræðum og tónsmíði um skeið síðasta vetur- inn sem hann var hér. Ég kom þar inn í hóp nemenda sem allir voru eldri og miklu reyndari en ég. Þar voru meðal annarra Karl O. Runólfs- son, Árni Bjömsson, Helgi Pálsson og Siguringi E. Hjörleifsson, sem allir voru eða urðu kunn tónskáld. Af þessum mönnum eru nú ekki aðrir á lífi en við Ámi Bjömsson. Kennslan fór fram á heimili þeirra hjóna, dr. Mixa og frú Katrínar Ól- afsdóttur (síðar Hjaltested), á Hverf- isgötu 35. Kennslustundimar eru ógleymanlegar, og þótt ég nyti til- sagnar dr. Mixa aðeins skamman tíma varð hún mér notadijúgt vega- nesti, ásamt þeirri kennslu sem ég naut síðar hjá eftirmanni hans, dr. Urbancic, þegar ég fór utan til náms við æðri menntastofnanir í tónlistar- fræðum. Dr. Mixa tókst á hendur stjóm óperudeildar tónlistarháskólans í Graz í Austurríki 1938 og fluttust þau Katrín þá þangað. En þá þegar voru ófriðarblikur á lofti, og á næsta ári hófst hinn ægilegi harmleikur heimsstyrjaldarinnar síðari. í umróti hennar lauk í bili störfum dr. Mixa í Graz, og upp úr því skildi leiðir þeirra Katrínar. Dr. Mixa var kvadd- ur til herþjónustu vorið 1943, og t KATRfN EINARSDÓTTIR frá Háamúla, Fljótshlíð, verður jarðsungin frá Hlíðarendakirkju, Fljótshlíð, laugardaginn 5. febrúar kl. 14.00. Einar Þór Sigurþórsson, Bryndís Jóhannesdóttir, Atli Einarsson, Harpa Kristjánsdóttir, Katrfn Einarsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, SVEINS H. SIGURJÓNSSONAR, Óðinsvöllum 19, Keflavík. Guð blessi ykkur öll. ... _. Johanna Einarsdottir. + Elsku sonur minn, bróðir okkar og mágur, ÓMAR AÐALSTEINSSON, Laugavegi 70b, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 4. febrúar, kl. 13.30. Aðalsteinn Michelsen, Atli Michelsen, Carina Anderberg, Guðrún Michelsen, Ævar Lúðvfksson. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, TÓMAS ELÍAS SIGURÐSSON, bifvélavirki, Brekastfg 7c, Vestmannaeyjum, er lést í Landspítalanum þann 26. janúar sl„ verður jarðsunginn frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 5. febrúar kl. 14.00. Erna Tómasdóttir, Guðjón Stefánsson, Hrefna Guðbjörg Tómasdóttir, Kristinn Viðar Pálsson, Sigurjón Arnar Tómasson, Marfa R. Ragnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. snemma vors 1945, þegar Rauði herinn nálgaðist Vínarborg, flúði Katrín þaðan eins og margir fleiri með tvo unga syni þeirra hjóna. Á næstu mánuðum fengu þau að kynn- ast örbirgð og öryggisleysi flótta- fólks, og í þessum hrakningum and- aðist annar drengurinn. Hinn er starfandi læknir í Reykjavík, Ólafur Mixa, og komust þau mæðgin loks hingað heim til Islands seint um haustið. Frú Katrín hefur sagt fal- lega frá sambýlisárum þeirra dr. Mixa og hrakningum sínum á heim- leiðinni í bókinni „Liðnir dagar“ (Rvík 1947). Síðar fór dr. Mixa aftur til starfa í Graz og var forstjóri Tónlistarhá- skólans þar (Steiermárkisches Kon- servatorium) 1952-58. Hann kvænt- ist aftur, fluttist tíl Múnchen og bjó þar síðan. Síðari kona hans var heimsfræg söngkona, Hertha Töpp- er, og störfuðu þau mikið saman, meðal annars við menntun ungra söngvara frá mörgum löndum. Dr. Mixa starfaði að tónsmíðum alla ævi og var mikilvirkur höfund- ur. Meðal margra stórra verka hans er óperan „Fjalla-Eyvindur“, byggð á leikriti Jóhanns Siguijónssonar og tileinkuð íslensku þjóðinni. Fleiri verk hans beri vitni um tengslin við ísland, og víst er að hann bar hlýjan hug til þessa lands og þeirrar þjóðar sem hér býr. Honum hlotnaðist margvíslegur heiður fyrir tónverk sín og önnur störf, alþjóðleg tónskálda- verðlaun og aðrar viðurkenningar, meðal annars riddarakross fálkaorð- unnar íslensku. Árif dr. Mixa á þróun tónlistarlífs á íslandi verða seint rakin eða metin til fulls. Hér hefur verið minnst á kennslustörf hans og brautryðjanda- starf í hljómsveitarmálum og öðrum tónlistarflutningi. Hitt er ef til vill ekki minna um vert að hann tendr- aði og glæddi áhuga manna sem síð- ar urðu miklir örlagavaldar í íslensku tónlistarlífi og menningarlífi yfirleitt. Einn af þeim var Ragnar Jónsson, kenndur við smjörlíkisgerðina Smára. Hann átti frumkvæði að stofnun Tónlistarfélagsins í Reykja- vík 1932 og var formaður þess og driffjöður ævilangt. Hann hafði sval- að tónlistarþorsta sínum með því að hlusta á hljómplötur og átti mikið plötusafn. Eg hef undir höndum ljós- rit af einkabréfi Ragnars til dr. Mixa. Það er skrifað 4. júní 1931, og ég leyfi mér að vitna í það hér: „Aldrei spila ég svo plötu og aldrei heyri ég neitt fallegt án þess að mér verði hugsað til þín. Hvers vegná? Vegna þess að tónlistin varð mér fyrst lif- andi, þegar ég hlýddi á hana með þér. ... Eg verð þér þakklátur ævi- langt.“ Það er erfitt að hugsa sér hver hefði orðið framvinda tónlistar (og raunar fleiri listgreina) á Islandi á áratugunum eftir 1930 ef ekki hefði notið við lifandi ástríðu Ragnars í Smára til að verða þar að liði. Fyrir það eitt að blása lífsanda í tónlistina á plötunum hans Ragnars mættu íslendingar vera dr. Mixa eilíflega þakklátir, þótt ekki kæmi annað til. Þessar línur eru skrifaðar til þess að minna á þakkarskuld okkar við dr. Franz Mixa sem nú er allur. Blessuð sé minning hans. Jón Þórarinsson. ERFIDR YKK JU R *.Verð frá kr. 850- 11 ^ pTmTTKTn sími 620200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.