Morgunblaðið - 03.02.1994, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 03.02.1994, Blaðsíða 52
HEWLETT PACKARD --------UMBOÐIÐ HPÁ ÍSLANOt HF Höfðabakka 9, Reykjavík, sími (91) 671000 Frá möguleika til veruleika MORGUNBLADIÐ, KRINGLAN I IOH REYKJAVÍK SÍMl 091100, SÍMBRÉF 601181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. Viðskiptavinir NIB vilja lán í íslenskum krónum ÍSLENSKIR viðskiptavinir Norræna fjárfestingarbankans (NIB) í Finnlandi hafa að undanförnu látið í ljós vaxandi áhuga á að taka lán í islenskum krónum vegna þess hve vextir af slíkum lánum eru orðn- ir lágir. Þorsteinn Þorsteinsson, bankastjóri lijá NIB, segir að ekki komi á óvart þó lánveitingar til íslands í íslenskum krónum yrðu nálægt tveimur milljörðum á árinu 1994. Morgunblaðið/Júlíus Ammomak lak úr kælileiðslum AMMONÍAK lak úr leiðslum kælikerfis í hús- inu sem kennt er við Sláturfélag Suðurlands við Skúlagötu en Reykjavíkurborg eignaðist húsið í aprilmánuði. Ohappið varð á sjöunda tímanum í gærkvöldi þegar iðnaðarmenn voru að vinna við að taka niður leiðslur í kæliklefum hússins en það verður rifið á næstunni. Slökkviliðið í Reykjavík var kallað á staðinn og sendi inn efnakafara til að þétta lekann. Að sögn Jóns Viðars Matthíassonar, vara- slökkviliðsstjóra, var ekki talið að fólki í nær- liggjandi húsum stafaði hætta af Iekanum en lögreglumenn knúðu dyra hjá íbúum í fjölbýlis- húsi sem stóð áveðurs við húsin og báðu þá að loka gluggum meðan aðgerðir slökkviliðs stæðu yfir. Sigbjörn Pálsson trésmíðameistari var með sex menn í vinnu við að rífa tré- og járnverk úr hús- inu og var það verk vel á veg komið og búið að rífa úr fjórum af átta frystiklefum. Að sögn Sig- björns hafði ekkert viðlíka komið upp þegar ver- ið var að rífa úr fyrri frystiklefunum og því var talið líklegast í gærkvöldi að um hefði verið að ræða ammoníaksleifar í leiðslum. Birkir Fossdal sagðist hafa verið að logskera eina leiðsluna í kæliklefanum í sundur og lcvaðst hafa orðið var við lekann þegar gat á stærð við nálarauga myndaðist á rörinu og þar út um stóð ammoníaksgufan. Birkir kvaðst aldrei hafa verið í hættu. Slökkviliðið kom á vettvang með tiltækt lið en ekki var kvaddur til liðsauki. Meðan efnakafarar unnu að því að þétta leiðsluna sprautuðu slökkvi- liðsmenn vatnsúða til þess að flýta fyrir þéttingu ammoníaksgufunnar. Mikil eftirspurn er nú eftir stórri heilfrystri loðnu á Japansmarkaði Verðmæti loðnu og hrogna gæti numið 2 milljörðum kr. MIKIL eftirspurn er nú í Japan eftir stórri loðnu og er talið að Islendingar geti selt þangað um 5-10 þúsund tonn af heilfrystri loðnu á þessu ári, auk um 4-5 þúsund tonna af hrognum. Útflutn- ingsverðmæti gæti orðið um 2 milljarðar króna, en í fyrra nam heildarverðmætið um 600 milljónum. Þetta miðast þó við bestu hugsanlegu aflabrögð og er þess skemmst að minnast að í fyrra náðust aðeins um 700 tonn af hrognum. Frumvarp til tób- aksvarnalaga Tóbaks- sala verði háð leyfi SKIPTAR skoðanir eru í ríkis- sljórn um ágæti nýrra ákvæða, sem er að finna í frumvarpsdrög- um til nýrra tóbaksvarnalaga, en þau ganga enn lengra en núgild- andi lög um tóbaksvarnir í þá átt að vernda rétt þeirra, sem ekki reykja. í frumvarpsdrögunum er m.a. lagt til að lágmarksaldur til tóbaks- kaupa hækki úr 16 árum í 17. Tób- akssala verði bundin við sérstök leyfi, sem gjald komi fyrir, og hægt verði að svipta menn leyfinu vegna tiltekinna brota á löggjöfinni. Og að reyklaust tóbak, það er munn- og neftóbak, verði bannað, annað en sú tegund neftóbaks sem ÁTVR hefur hingað til framleitt. Guðmundur Árni Stefánsson, heilbrigðisráðherra, hyggst leggja frumvarpið fram á næstunni í nafni ríkisstjórnarinnar, en til þess að svo megi verða á hann fastlega von á því að þurfa að aðlaga frumvarpið þeim ábendingum, sem þar hafa fram komið. Að því er varðar vernd gegn óbeinum reykingum er lagt til að réttur fólks til reyklauss lofts sé afdráttarlaust viðurkenndur og sér í lagi að ábyrgðarmönnum barna verði gert skylt að stuðla að því að þau njóti þessa réttar. Sjá neytendaopnu á bls. 22. Sævar skák- meistari Reykjavíkur SÆVAR Bjarnason er skák- meistari Reykjavíkur eftir að hann bar sigur úr býtum á Skákþingi Reylyavíkur sem lauk í gærkvöldi. Sævar hlaut 9 vinninga af 11 mögu- legum. Sævar hafði vinningsforskot á næstu menn fyrir síðustu umferðina og dugði því jafn- tefli í síðustu skákinni til þess að tryggja_ sér sigurinn. Hann tefldi við Ólaf B. Þórsson sem var í 2.-3. sæti ásamt Áskeli Erni Kárasyni fyrir umferðina og lauk skákinni með jafntefli. „Þetta er sama þróun og átt hef- ur sér stað á öðrum Norðurlöndum, þ.e. lántakendur hafa meiri áhuga á að taka lán í sinni eigin mynt vegna þess að vextir hafa almen'nt lækkað á Norðurlöndunum,“ sagði Þorsteinn. NIB keypti í síðustu viku spari- skírteini af Seðlabankanum fyrir tvo milljarða króna og tengjast þau kaup væntanlegum lánveitingum í íslenskum krónum hjá bankanum. Þessi viðskipti við NIB léttu nokkuð á Seðlabankanum sem hefur keypt mikið af spariskírteinum undan- farna mánuði. í októberlok átti bankinn 4,8 milljarða í spariskír- teinum en um áramótin hafði eign- in hækkað í 8,2 milljarða. Þessi eign hefur því lækkað í um 6 millj- arða. Sjá viðskiptablað bls. Bl. Jón Magnús Kristjánsson, sölu- stjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna, segir að íslendingar eigi kost á góðri hlutdeild á markaðnum nú þar sem loðna héðan hafi verið góð í fyrra og Norðmenn veiði ekki loðnu á þessu ári. Það sé því mjög mikilvægt að slaka ekki á gæða- kröfum. Ársneysla Japana á ioðnu nemur 25-30 þúsund tonnum. í fyrra var framboðið um 30 þúsund tonn, eða um 15 þúsund tonn frá Kanada, 9 þúsund tonn frá Noregi og rúm 5 þúsund tonn frá íslandi. „Islenska loðnan var góð og frekar stór í fyrra,“ segir Jón Magnús. „Loðnan frá Kanada, sem yfirleitt er stærst, var svipuð okkar og norska loðnan var öllu smærri. Á þessu ári veiða Norðmenn enga loðnu og við stönd- um vel að vígi gagnvart Kanada- mönnum, þar sem íslenska loðnan þykir bragðbetri og þeir höfðu ekki forskot á okkur í fyrra út á stærð- ina.“ Sölumiðstöðin áætlar að ná 5-8 þúsund tonnum af loðnu á þessari vertíð. í Japan er mest eftirspurn eftir stórri loðnu, sem er ekki smærri en svo að 50-55 stykki séu í hverju kílói. í fyrra seldi SH, sem er langstærsti aðili í loðnusölu, 4.200 tonn af loðnu til Japan, og þar af voru 3.000 tonn stór loðna, sem er óvenju hátt hlutfall miðað við íslenska loðnu. Svo mikið af stórri loðnu hafði þá ekki veiðst hér við land frá 1987. Fyrir þennan stærðarflokk eru Japanir nú tilbúnir til að greiða um 20% hærra verð en í fyrra, en lítil verðhækkun er á smærri loðnu. Þar við bætist að japanska jenið hefur hækkað umtalsvert frá síðustu vertíð, svo verðhækkun í íslenskum krónum til framleiðenda er enn meiri en ella, fái þeir stóru loðnuna. Loðn- unni verður að ná á 2-3 vikum, þegar hún er með minnst 15% hrognafyllingu. Talið er að heildarverðmæti hrogna til Japans á þessu ári gæti numið allt að milljarði króna og verðmæti heilfrystrar loðnu öðrum milljarði. Þá er miðað við að mikið veiðist af stórri loðnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.