Morgunblaðið - 03.02.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.02.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1994 19 Fundur um út- hlutun þingsæta „ER TIL sanngjörn úthlutun þingsæta?" er spurning, sem íslenzka stærðfræðafélagið ætlar að velta upp á fundi, sem haldinn verður í stofu 158 í húsi verkfræði- og raunvísindadeildar á Hjarðarhaga 6 klukkan 17.15 í kvöld, fimmtudag. Þar mun Þorkell Helgason flylja fyrirlestur sem ber heiti áðurnefndrar spurningar. Frá klukkan 16.45 er og gert ráð fyrir, að fundarmenn geti rabbað saman yfir veitingum. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Ekið á hæðarstýri Keflavík. STIGABÍL frá Flugafgreiðslunni var ekið á hæðarstýri á afturstéli Eydísar, einnar Boeing 737 vélum Flugleiða.við Leifsstöð í gærmorg- un. Skipt var um hæðarstýri á Ey- dísi í gær, en á myndinni til hliðar skoðar flugvirki skenmmdirnar. Kristinn Halldórsson, forstöðumað- ur viðhalds og verkfræðideildar, sagðist búast við vélinni í áætlun að loknu reynsluflugi. -BB í fréttatilkynningu frá stærð- fræðafélaginu, segir m.a.: „Á ís- landi og víðar er þingsætum úthlut- að með hliðsjón af úrslitum í ein- stökum kjördæmum en um leið með tilliti til landsúrslita. Þannig er þess krafist að úthlutunarreglur tryggi- kjördæmum tiltekinn fjöida þing- sæta, flokkum þingfylgi í samræmi við heildaratkvæðatölu þeirra, en jafnframt að innan hvers kjördæm- is sé úthlutunin í sem bestu sam- ræmi við skiptingu atkvæða. Ný- lega hefur verið sýnt fram á að á þessu viðfangsefni sé einungis ein tegund lausna, þannig að uppfylltar séu nokkrar sanngjarnar og skyn- samlegar gæðakröfur. í erindinu verður fjallað um það hvernig fá má slíka úthlutun fram sem lausn á tilteknu bestunar- vandamáli, þar sem lágmörkuð er viss óreiða í úthlutuninni. En er til reikniregla í þessu skyni sem er skiljanleg almenningi? Eða verður réttlætinu aðeins fullnægt með flókinni reglu? Er úthlutun þing- sæta á Alþingi nú í samræmi við fyrrnefndar sanngirniskröfur? Þessum spurningum verður svarað í fyrirlestrinum.“ ------».♦ ----- Landí í Þor- lákshöfn LÖGREGLUMENN lögðu hald á bruggtæki og gambra í húsi í Þorlákshöfn í fyrrakvöld. Lögreglumenn úr Árnessýslu, frá Hafnarfirði og úr Breiðholti unnu saman að málinu. Á staðnum var lagt hald á lítil eimingartæki ásamt 100 lítrum af gambra, þ.e.a.s. óeimuðum landa. Maðurinn sem þarna var að verki hefur ekki áður komið við sögu bruggmála. I bíl við hús hans fundust einn- ig 108 kíló af sykri, helsta hráefni landabruggara, og 60 plastplösk- ur. ------»--♦-♦--- Hollands- drottning í heimsókn Beatrix Hollandsdrottning og eiginmaður hennar Claus prins eru væntanleg í opinbera heimsókn til íslands dagana 30. júní til 1. júlí nk. Frá þessu er skýrt í frétt frá skrifstofu forseta Islands. VERÐBRÉFASJÓÐIR LANDSBRÉFA HF. Gó5 fjárfesting á traustum grunni ONDVEGISBREF langtíma vaxtarbréf, eignarskattsfrjáls IAUNABREF - langtíma tekjubréf, eignarskattsfrjáls 100% Ábyrgö rfkissjóös ISLANDSBREF - langtíma vaxtarbréf Sjálfskuldarábyrgö 4% 2% Hlutabréf Veöskulda- bréf 22% Æ m Traust fyrirtæki 1% Rfki og sveitarfélög 43% 100% Ábyrgö rfkissjóös FJORÐUNGSBREF - langtíma tekjubréf Veösku'dabréf i./oHiutabréf 32% Bankar og fjármála- stofnanir 28% Bankar og fjármálastofnanir REIÐUBREF - skammtíma vaxtarbréf Traust fyrirtæki 12% 1% Veöskuldabréf Bankar og fjármála- stofnanlr 33% 57% Rfkl og sveitarfélög ÞINGBREF - langtima vaxtarbréf 1% Hlutabréf 54% Rfki og sveltarfélög SYSLUBREF - langtíma vaxtarbréf 18% Veöskuida- bréf Rfki og sveitarfélög 58% 99% Ábyrgö rfkissjóös HEIMSBREF - langtima vaxtarbréf Erlendar bankainnstæöur Ábyrgö rfkissjóös 13% 13% Erlendir hlutabréfa- sjóölr 27% 6% Bankar og fjármála- stofnanlr 35% Erlend hlutabréf VeRÐBRÉFASJÓÐIR LANDSBRÉFA hafa vaxið jafnt og þétt og eru nú rúmir 3,5 milljarðar króna í vörslu þeirra. Á árinu 1993 gáfu verðbréfasjóðirnir að jafnaði mjög góða ávöxtun og í mörgum tilfellum þá bestu þegar miðað er við sambærilega sjóði. Almennt var ávöxtun verðbréfasjóða óvenju góð á síðasta ári og helgast það að verulegu leyti af þeirri miklu vaxtalækkun sem ríkisstjórnin beitti sér íyrir á seinni helmingi ársins. Af þeim sökum á það betur við nú en oft áður að ávöxtun í fortíð þarf ekki að vera vísbending um ávöxtun í framtíð. Ábendingar sem LANDSBRÉF gefa varöandi verðbréfaviðskipti: Verðbréf gefa að jafnaði hærri ávöxtun en önnur sparnaðarform, sérstaklega þegar litið er til lengri tíma. Þau eru þó sjaldan alveg áhættulaus. Verðbréf geta til dæmis tapast eða gengi þeirra lækkað. Almennar vaxtahækkanir, breytingar á skattalögum, gengi gjaldmiðla og versnandi eftiahagshorfur geta stundum valdið verðlækkun á verðbréfamarkaðnum í heild og dregið tímabundið úr ávöxtun verðbréfa- sjóða.Vel rekiim verðbréfasjóður gerir þessa fjárfestingu hins vegar öruggari, því að eignum sjóðsins er dreift á mörg ólík bréf. RAUNÁVÖXTUN á ársgrundvelli Síðastl. 6 mán. Síðasti. 12 mán. Síðastl. 24 mán. ÖNDVEGISBRÉF 19,3% 14,6% 11,6% LAUNABRÉF 18,9% 13,6% 10,7% ÍSLANDSBRÉF 8,8% 7,8% 7,6% FJÓRÐUNGSBREF 8,5% 8,3% 7,7% REIÐUBRÉF 8,4% 7,6% 7,2% ÞINGBRÉF 23,9% 21,7% 14,7% SÝSLUBRÉF 1,3% -2,0% -0,3% HEIMSBRÉF 27,0% 25,6% 18,1% i Allar tölur miðast viö 1. janúar 1994 LANPSBREF HF. Landsbankinn stendur með okkur Suöurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 91-679200, fax 91-678598 Löggilt veröbréfafyrirtæki. Aöili aö Verðbréfaþingi íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.