Morgunblaðið - 03.02.1994, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.02.1994, Blaðsíða 30
50 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1994 Fermingar eða „smuguveiðar“? eftirJón Ragnarsson Tilefni þessarar greinar er auglýs- ing í Morg^unblaðinu 26. janúar 1994 um fyrirhugaða kaupstefnu í tilefni af fermingum, sem „Perlan“ boðar til í mars. Efnahagskreppa hefur áhrif á allt þjóðlífið. Minni sjávarafli þýðir minni þjóðartekjur, sem leiðir til tekju- skerðingar og atvinnumissis hjá fjöl- skyldunum, en það leiðir aftur til þess að fólk, sem hefur minna á milli handa dregur við sig að kaupa óþarfa. Verslun dregst saman og góð ráð eru dýr. Togaraútgerðir sneru á kreppuna með „smuguveiðum" í haust. Versl- unin hefur nú verið hvött til að taka markvissa stefnu á sína „smugu“: Fermingarbörnin og fjölskyldur þeirra. Nú á að bjarga því, sem bjargað verður. Ágangur seljenda vöru og þjón- ustu hefur undanfarin ár verið vax- andi plága á fjölskyldum þar sem ferming stendur fyrir dyrum. For- eldrar fermingarbarna kvarta yfir linnulausu flóði af dreifipósti þar sem útlistuð eru hverskonar tilboð á söluvarningi allt frá eldhúsinnrétt- ingum og stórveislum niður í sokka- plögg og saumnálar. Nánast allt, sem framleitt er og selt í landinu virðist á útmánuðum verða að bráð- nauðsynlegum „hjálpartækjum fermingarinnar". Allt er það spyrt við ferminguna með einum eða öðrum hætti. Oftast smekklausum. Þvi þetta er frekja markaðarins og á ekki nokkurn skapaðan hlut skylt við tilgang ferm- ingarinnar. Fólki er fyrir löngu farið að of- bjóða, og það að ráðgera kaupstefnu um ferminguna, eða „fermingar- kynningu í Perlunni" bítur höfuðið af skömminni svo að skella skoltar. Tilgangur Tilgangur fermingarinnar er fyrst og fremst trúarlegur og fermingin er kirkjuleg athöfn. Barn, sem skírt hefur verið til kristinnar trúar og hlotið hefur kristið uppeldi, fær tækifæri til að staðfesta vilja sinn til að hafa Jesú Krist að leiðtoga lífsins. Þessi staðfesting fer fram í guðsþjónustu safnaðarins, en áður hefur barnið sótt fræðslunámskeið, þar sem ijallað er um grundvallar- atriði kristinnar kenningar, lífsvið- horf og lífsmáta kristinna manna og trúrækni. Fermingin tengdist um aldir fullnaðarprófi í lestri, skrift og reikningi og fermdur ungiingur var kominn í tölu fullorðinna. Barnið var komið til manns og uppeldishlutverki foreldranna í mörgum tilfellum lokið við fermingu. Þess vegna var ferm- ingin stór atburður í lífi barnsins og fjölskyldunnar og tilefni til að gera sér dagamun og hún er það enn. Gjafir, veislur, myndatökur, föt o.fl. Trúarlegur og kirkjulegur til- gangur fermingarinnar ér ekki sér- stakt tilefni til stærri gjafa eða umfangsmeira veisluhalds en aðrir tyllidagar Ijölskyldunnar. Gjafir og tilstand í þeim mæli, sem ætla má að tíðkist, fyrst grundvöllur er fyrir kaupstefnuhaldi af þessu tilefni, vinna beinlínis gegn tilgangi kirkj- unnar með fermingunni. Hitt er ann- að mál, að fermingin er rótgróinn siður og fallegur í þjóðlífinu og hef- ur margvíslegar félagslegar tilvísan- ir. Hún er tilefni til fagnaðar í fjöl- skyldum eins og afmæli þar sem ættræknin fær að blómstra. Hún er einnig einn helsti snertiflötur kirkj- unnar og þjóðlífsins, sem er dýr- mætt og kirkjunni vissulega mikils virði. Eru börn leyfilegur markaður? Viss tegund forsjárhyggju auglýs- enda kemur m.a. fram í því að rán- dýr munaðarvara er gjarnan kynnt sem „fermingargjöfin í ár“. Mark- miðið virðist að skapa kröfu á mark- aðnum. Reynt er að höfða til barn- anna, í von um að þau óski sér þess- ara dýru gjafa af fjölskyldum sínum. Fólki er ekki treyst til að hafa vit á því hvað eru heppilegar fermingar- gjafir, hvað þá að rata í búðir. íslendingar eru aðilar að alþjóða- samþykktum, sem leggja hömlur á að til barna sé höfðaða sem „mark- aðar“ í auglýsingum. Hafa auglýs- endur leitt hugann að því? Hafa þeir líka hugsað út í það, að með slíkum auglýsingum eru þeir einatt komnir inn í landhelgi heimilanna? Auglýsingar á dýrum lúxusvarningi, sem aðalvalkostum til fermingar- gjafa storka stærstum hluta for- eldra. Fólkinu, sem á börnin og skuldirnar í þessu þjóðfélagi og hef- ur þegar of marga áskrifendur að tekjum sínum. Það væri einnig virðingarvert, ef efnameira fólk sýndi hinum verr stöddu þann skilning að stilla gjöfum og veislum í hóf. Það er gleðilegt að geta látið börnin sín njóta vel- gengni sinnar og til þess gefast mörg tækifæri önnur en fermingin t.d. afmæli o.fl. Tækifæri, sem gefa Macintosh námskeið Mjög vandað og gott námskeið fyrir byrjendur. Stýrikerfi tölvunnar, ritvinnsla og kynning á helstu forritum. Með fylgir disklingur með deiliforritum, dagbókarforriti, teikniforriti, leikjum, veiruvarnarforriti o. fl. • Hagstætt verð! Tölvu- og verkfræöiþjónustan Verkfræðistofa Halldórs Krístjánssonar Grensásvegi 16 • slmi 68 80 90 „Fólki er fyrir löngu farið að ofbjóða, og það að ráðgera kaupstefnu um ferminguna, eða „fermingarkynningu í Perlunni" bítur höfuðið af skömminni svo að skella skoltar.“ ekki jafn mikil tilefni til samanburð- ar. Hættum við að ferma? Ytri umgjörð fermingarinnar er vel a veg komin með að bera tilgang og innihald slíku ofurliði, að kirkjan kanna að þurfa að taka upp annað iag á fermingum. Helsta forsenda þessarar „vertíðar" er sú, að ferm- ingar eru flestar á vorin frá páskum til hvítasunnu. Það er vel athugandi að ferma á sunnudögum um ársins hring, eins og tíðkast með skírnir og giftingar. Það er líka örþrifaráð, en engan veginn fráleitt, að afleggja fermingar með öllu. Fermingin er strangt til tekið ekki kirkjuleg nauð- Jón Ragnarsson syn. Það yrði vissulega erfiðara fyr- ir kirkjuna að sinna trúfræðslu þessa aldurshóps og fermingarbörnum mundi stórfækka, sem væri skaði fyrir þau, þjóðfélagið og kirkjuna. En hvað er til ráða? Þjóðkirkjan hefur ekki þann til- gang með athöfnum sínum og siðum að veita fólki búsifjar. Þegar kröfur ■ varðandi félagslega umgjörð kirkj- usiða eru orðnar fyrirkvíðanlegur fjárhagsbaggi á fólki með meðaltekj- ur, hvað þá þeim sem minna hafa eða framfleyta sér á bótum, þá hlýt- ur kirkjan að líta til ábyrgðar sinnar í samfélaginu og spyija hvort ástæða sé til að halda áfram á sömu braut. Foreldrarnir ráða Foreldrar fermingarbarna hafa í raun úrslitavaldið í þessum efnum. Leyfa þeir kvótalausar „smuguveið- ar“ hja sér og sínum, eða veija þeir efnahagslögsögu sína og síns heimil- is? Kaupstefnu um ferminguna er ætlað að höfða til foreldra, sem eru að fara að ferma. Þeim er ætlað að koma og skoða og láta róa dálítið í sér til viðbótar við dreifíbréfin í tunn- unni. Eina valdið, sem getur snúið þessari hvimleiðu öfugþrón við og komið skynsamlegu sniði á þann dagamun, sem fermingin gefur til- efni til, er samtakamáttur foreldra þeirra ríflegu 4.000 fermingarbarna, sem ganga fyrir gafl í vor og næstu vor. Það eru a.m.k. 8.000 manns á ári og það munar um ef þetta fólk tekur sig saman um að breyta sið- um. Prestarnir og kirkjan eru tilbúin að styðja alla slíka viðleitni. Höfundur er deildarstjóri fræðsludeildar kirkjunnar. Hefur altæk gæða- stjórmm skilað árangrí? eftir Magnús B. Jóhannesson Altæk gæðastjórnun hefur verið æ fyrirferðarmeiri í umræðunni und- anfarið. Ýmsir halda því fram að hér sé á ferðinni ein loftbólan enn sem eigi eftir að springa með hvelli. Ástæða þykir því að skoða' hvort þessi stjórnunaraðferð hafi skilað einhveijum árangri eða hvort þetta sé óþarfa upplýsingar á upplýsinga- öld. Saga altækrar gæðastjórnunar Gæðastjórnun á sér sögu sem rekja má aftur til fyrri hluta þessar- ar aldar. Bandaríkjamenn voru fyrstir til að taka upp tölfræðilega stjórnun ferla. Á árunum milli fyrri og seinni heimsstyijaldar vann mað- ur að nafni Walter A. Shewhart við rannsóknir hjá Bell símafyrirtækinu í Bandaríkjunum, sem leiddu til tengingar tölfræði (statistics) og stjórnunar. Niðurstaða þessara rannsókna var tölfræðileg stjórnun ferla sem altæk gæðastjórnun (AGS) spratt af. Á árunum fyrir seinni heimsstyijöld og á meðan á styijöld- inni stóð þurftu Bandaríkjamenn að auka stórlega framleiðslu sína sam- hliða því að halda gæðum í há- marki. Þeim tókst að ná árangri með aðstoð tölfræðilegra aðferða. Á þessum árum voru bandarískar vör- • • GAMASTOÐVAR: — mn — ___ I9.30 alla daga frá kl. I2.30 - I9.30 Að auki eru gámastöðvarnar á Sævarhöfða og í Ánanaustum opnar alla virka morgna frá kl. 9.00. Nánari upplýsingar í þjónustusímsvara: 676571 Upplýsingar um .. _ _ þiónustuaðila SORPEYÐING HOFUÐBORGARSVÆÐISINS bs í dagbók Mbl. r ' • -7—7 og hjá Gulu línunni Gufunesi, simi 67 66 77 simi«ií2*2 ur eftirsóttar um allan heim vegna gæða og mikillar endingar. Hver man ekki eftir bandarískum bifreið- um frá þessum tíma, bifreiðum sem eru til enn í dag. Fljótlega eftir seinni heimsstyijöldina hættu Bandaríkja- menn að nota tölfræðilegar aðferðir við stjórnun fyrirtækja. Ástæðan var mikil eftirspurn eftir vörum sem framleiddar voru í Bandaríkjunum og lítil samkeppni. Á markaði þar sem allt seldist sem framleitt var þótti stjórnendum taka of langan tíma að tryggja gæði með tölfræði- legum aðferðum og því var fallið frá þessum hugmyndum. Enda hefur það sýnt sig að bandarískar vörur hafa farið halloka fyrir öðrum vörum í samkeppninni. Þó AGS sé upprunnin í Bandaríkj- unum var hún tekin upp í Japan eftir seinni heimsstyijöldina, þegar hafin var endurreisn japansks efna- hagslífs. Japanir fengu til liðs við sig tvo menn sem voru í fararbroddi í gæðastjórnun í Bandaríkjunum, þá dr. Joseph M. Juran og dr. W. Edw- ards Deming. Dr. Deming, tölfræð- ingur að mennt, kynnti AGS fyrir japönum stjórnendum japanskra fyr- irtækja og verkfræðingum í jap- önsku efnahagslífi. Þegar þessir menn komu inn í japanskt efnahags- líf var japönsk vara þekkt fyrir háa bilanatíðni og „Made in Japan“ var merki um lélega vöru. Nokkrum árum seinna þegar Japanir höfðu beitt AGS í ríkum mæli með stjórn- un fyrirtækja sinna voru Japanir að hefja stórsókn á heimsmarkaði t.d. með bifreiðir og ramfmagnstæki. I dag vita allir hve stóran hluta mark- aðarins Japanir hafa yfirtekið með vörugæðum og hagkvæmni sem þeir náðu með altækri gæðastjórnun. Eftir að Bandaríkjamenn hættu að nota tölfræðilegar aðferðir við stjórnun gæða áttaði dr. Deming sig á því að í Bandaríkjunum var það rangur hópur manna sem helgaði sig gæðatjórnun. Stjórnendur fyrir- tækjanna höfðu ekki verið með í verkefninu. Áherslan hafði verið lögð á að kenna verkfræðingum og hönnuðum aðferðirnar. Síðan hefur dr. Deming lagt megináherslu á leið- togahlutverk stjórnenda fyrirtækj- anna í altækri gæðastjórnun. Þetta hafa stjórnendur japanskra fyrir- tækja tileinkað sér með frábærum árangri. Er ástæðan menningin? Margir hafa haldið því fram að menning Japana sé ástæða vel- gengni þeirra. Það má vel vera en menning Japana árið 1951 var mjög Magnús B. Jóhannesson „Dr. Deming hefur lagt megináherslu á leið- togahlutverk stjórn- enda fyrirtækjanna í altækri gæðastjórnun.“ svipuð og 1971 eða 1991. Munurinn á efnahagslegri velgengni þeirra er hins vegar mikiíl. Árið 1951 höfðu vörur framleiddar í Japan orð á sér fyrir að vera lélegar með eindæmum. í dag eru þetta hágæðavörur. Menn- ingin hefur breyst lítið sem ekkert en japanskar vörur í dag eru viður- kenndar fyrir gæði og endingu. Árið 1951 hófu Japanir innleiðingu al- tækrar gæðastjórnunar sem veitti þeim alþjóðlega viðurkenningu fyrir framúrskarandi vörugæði. Lokaorð Ef Japanir hafa getað náð yfirráð- um á heimsmarkaði með aðstoð al- tækrar gæðastjórnunar er vert að gefa stjórnunaraðferðinni gaum. Stjórnendur íslenskra fyrirtækja ættu að kynna sér þessar aðferðir út í hörgul áður en þeir afskrifa þær sem hveija aðra loftbólu sem muni springa innan skamms. Altæk gæða- stjórnun er lífsviðhorf jafnt sem stjórnunaraðferð. Ef menn tileinka sér þessar aðferðir, þetta viðhorf, munu þeir ná árangri. Mikilvægt er að nýta sér það fordæmi sem Japan- ir hafa sett. Höfundur cr rckstrar- og stjórnunarfræðingur og framkvæmdastjóri ísienskrar gæðastjórnunar sf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.