Morgunblaðið - 03.02.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.02.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1994 39 Ljósm./Verzlunarskólablaðið Nemendamótsnefndin, sem ber ábyrgó á að Nemendamótsdagurinn gangi upp. F.v. Þórunn Birna Guð- mundsdóttir, Valgerður Guðnadóttir, Ragnheiður Elín Gunnarsdóttir, Kristín Björg Pétursdóttir formað- ur, Helga Dögg Björgvinsdóttir og Elínrós Líndal. um því greinilegur mikill áhugi er hjá almenningi á söngleiknum. Mik- ið hefur verið hringt upp í skóla til að spyijast fyrir um hann. Hugsan- lega þurfum við að hafa fleiri sýn- ingar en ráðgert var í upphafi,“ sagði Kristín. Þá bætti hún við að það væri ótrúlega gaman að vinna alvöru- dæmi úti í þjóðfélaginu í stað þess að vinna einungis bókfærsluverk- efni í tíma. „Nú skiptir öllu máli að láta dæmið stemma,“ sagði hún vonglöð. Sj ónvarpsstj óri í tvo sólarhringa Benedikt Gíslason fékk þann draum uppfylltan að verða sjónvarpsstjóri í tvo daga þegar nemendur Verzlunarskólans ákváðu að taka sjónvarpsrás Sýnar á leigu og senda út margs konar efni tengt gömlum nemendamótum svo og þessu sem nú stendur yfir. Kostnað- ur við útsendingar er 30 þúsund krónur og er sú upphæð greidd úr nemendasjóði. Er þetta í fyrsta skipti sem framhaldsskóli leigir sjónvarps- rás til eigin útsendinga, að sögn Benedikts. Átta manna sjónvarpsnefnd var fengin til að sjá um útsendinguna, en mjög öflug myndbandsnefnd er starfandi í skólanum og geta nem- endur því státað af nokkurri reynslu á því sviði. I gær var sent út ýmis- legt eldra efni eins og upptaka frá söngleiknum Hárinu, sem flutt var árið 1989 í skólanum, og Bugsy Malone frá árinu 1990. Þá voru gamlir nemendur teknir tali, sýnt var frá kvikmyndahátíð VÍ ’93 og fleira. í dag hefst sjónvarpið hins vegar kl. 9 með söngleiknum Tommy frá nemendamótinu 1993. Síðan verða leikendur og aðrir sem koma að sýningunni Jesus Christ Superst- ar teknir tali, en útsendingunni lýk- ur rétt fyrir hádegi, þar sem nem- endurnir munu flykkjast á Hótel ís- land og horfa á skemmtidagskrá. Þegar Benedikt var spurður hvað stæði upp úr varðandi undirbúnin'g útsendingarinnar sagðist hann ekki geta bent á neitt eitt. Öll vinnan hefði verið mjög skemmtileg reynsla. Ekki kvaðst hann þó búast við að hann gerði það að ævistarfi sínu að vinna við sjónvarp. „Það kom mér hins vegar einna helst á óvart hversu langur tími fór í að búa til örstuttan þátt,“ sagði hann. Morgunblaðið/Arni Sæberg Benedikt Gíslason fékk dyggan stuðning skólasystkina sinna við útsendinguna og allan undirbún- ing. Tím ogm Samhjálp nál ifélag arit um trúr annlegt sam Stofiiað 1983 4 tölublöð á ári/verð aðeins kr.1620 Áskriftarsímar 91-611000 & 610477 Markaósdagar í Betra lifi Við bjódum ýmsar vörur ó tilboósverði með verulegum afslætti nú í febrúar. • Erlendar bækur á tilboði með 40% afslætti • Snældur á tilboði með 30% afslætti • Innlendar bækur með allt að 50% afslætti • Desert Essence snyrtivörur og nuddolíur með 50% afslætti • Reykelsi með 50% afslætti • Skartgripir með 50% afslætti Póstkröf uþjónusta - Greiöslukortaþjónusta (breytil. tímabii) ER ÖLLUMÆTLAÐ Líttu við KRINGLUNNI4 — sími 811380 / Borgarkringlunni ^ J beuRyglip Borgarkringlan, OOL I Nú blótum við Þorra á viðeigandi hátt föstudaginn 4. febrúar með þorramat eins og hann gerist bestur og skemmtiatriðum á landsmælikvarða. Blótstjórinn, Óiafur H. Jókanns&on, endurmenntunarstjóri og húnvetningur, stjórnar fjöldasöng ogfer meÖ gamanmál. Reynir JÓna&&On leikur þorralögin af fingrum fram á nikkuna. Grínistinn og háðfuglinn Örn Ama&On, aldrei betri, með undirleikaranum Jona&í Porí. ■ ....... * / j v hljómsveitinni. ' Stórhljómsveitin SAGA KLASS fer á kostum ásamt söngvurunum Undu og K&yni á þorradansleiknum. Verð 2.700,- kr. Verð á dansleikinn 850,- kr. Miðapantanir í síma 91-29900. hdtel lofar góðu!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.