Morgunblaðið - 03.02.1994, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 03.02.1994, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1994 Með morgunkaffínu Þessi staður fer örugglega fljótlega á hausinn, fyrst eig- andinn lætur tvær gangilbein- ur sjá um að afgreiða hvert glas af sítrónuvatni. Burtséð frá því hvort þetta er þjófur eða ekki, viltu taka nokkrar kexkökur og mjólk- urglas með þér upp. HÖGNI HREKKVÍSI BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Hlustendur tvískattaðir Frá Bjarna Sigtryggssyni: Þær fréttir berast að Samtök tónskálda og eigenda flutningsrétt- ar ætli sér ekki aðeins að leggja hlustunarskatt á þá tónlist sem notendur Ríkisútvarpsins og þar með öll þjóðin greiðir í formi af- notagjalds og RUV innheimtir, STEF að kostnaðarlausu, heldur eigi nú að skattleggja sömu hlust- endur öðru sinni. Það verður gert með því að láta þjóðina greiða hærra verð fyrir vöru í verslunum, klippingu á hár- greiðslustofum og aðra þjónustu sem menn kaupa. Það ætti ekki að fara neitt á milli mála að öll þjóðin er búin að greiða STEF afnotagjald af þeirri tónlist sem útvarpað er. Mörg við- tæki eru yfirleitt inni á hveiju heim- ili, menn hlusta á tónlistina í bílnum á leið í vinnuna og margir heyra í tækjum á vinnustað. En tvöföld notkun einstaklings á tónlist er tæknilega útilokuð. Þurfa greiðendur afnotagjalda að bregða sér í klippingu og hlýði þar á tónlistarbrot úr hinni ágætu dagskrá Ríkisútvarpsins, þá er hann búinn að greiða íyrir það með afnotagjaldi sínu. Rakarinn sömu- leiðis. Það er engin réttlæting fyrir því að STEF skattleggi atvinnu- reksturinn í landinu. Engin lög leyfa slíkt. Ég hef sjálfur átt sæti í vinnu- nefnd um höfundarréttarmál og er félagi í einu hagsmunafélagi rétt- hafa. Þar er unnið mjög málefna- lega að því að tryggja höfundum réttláta umbun fyrir aðra notkun verka þeirra en upphaflega var tii stofnað. Tvísköttun er fjarri anda allra laga, sem taka til verndar höf- undarréttar og ekki verður annað séð en að STEF seilist langt út fyrir réttlætismörk í þessu máli. Þar ber að fara með hægð. STEF hefur lengi verið eins konar sjálf- tökufélag sem hefur getað ákvarð- að þóknun einhliða. Hæpið er að þau vinnubrögð standist sam- keppnislög og rétt að samtök í at- vinnurekstri séu á varðbergi gegn ■ tvísköttun þar sem annars staðar. BJARNI SIGTRYGGSSON, Stóragerði 28, Reykjavík. Þegar Kristur kallar Frá Konráði Friðfinnssyni: Þegar Kristur kallar á þig og segir: Komdu til mín. Ég vil leiða þig frá vöggu til grafar og forða þér frá háska þessa heims - þá er hann ekki einvörðungu að bjóða fram fylgd sína og vernd eina held- ur líka sanna vináttu sem þú getur byggt á og treyst fullkomlega sér- hvern dag lífs þíns. Kristur er nefnilega hinn ósigrandi klettur og ert þú þar af leiðandi aðili að sigri hans, sem hann vann fyrir þig með dauða sínum á krossinúm. Það er að segja, teljir þú það á annað borð vera þess virði að þiggja og halda í þennan vinskap yfirleitt. En hafir þú móttekið Krist inn í líf þitt mun vinsemd ykkar ná út yfir gröf og dauða, því þá munt þú líka fá að lifa með Kristi um aldir alda. Þegar Guð hefur dæmt heiminn og gert alla hluti nýja. Á ríki Krists mun síðar enginn endir verða. Einu máttu samt aldrei gleyma þarna. Og það er að Drottinn vor Jesú Kristur er sá sem setur þér öll skilyrði fyrir þessu sambandi ykkar, sem verður afar náið, takist vel til. Honum ber að ráða ferðinni eins og hann segir: „Hver sem legg- ur hönd á plóginn og lítur til baka, er mín ekki verður.“ Og þessi skila- boð eru mjög skýr. Á þann hátt má einnig sjá að allir er vilja ganga Kristi á hönd verða að afneita sjálf- um sér og fylgja og treysta honum einum. Að tarna er og nauðsynlegt til að Kristur geti unnið það verk í þér sem þarf, svo að þú gerir og getir gert hans vilja með gleði og hann mun beita þeim aðferðum er duga best. Kristur tyftar sum sé og agar hvern þann er hann elsk- ar. Og öll ögun er yfirleitt sárs- aukafull meðan á henni stendur. En eftir á gefur hún þó friðsemd. Friðsemd er Kristur boðar í sér og hann einn getur veitt. í Lúkasarguðspjalli, fjórtánda kapítula, kveður Drottinn raunar enn fastar að orði er hann segir: „Þannig getur enginn verið læri- sveinn minn, nema hann segi skilið við allt sem hann á.“ Sem sagt: Þú mátt ekki láta neitt ráða yfir þér sem heimurinn býður upp á, heldur átt þú að drottna yfir þeim. Hins vegar veit ég að slíkt er stundum erfítt. En þessu kemur Kristur sjálfur til leið- ar hjá trúuðum manni. Það er aðeins einn aðili er megn- ar í raun að fjarlægja þig Kristi og það ert þú sjálfur. Fyrir þær sakir er andlega fæðan, þ.e. bænin og daglegur lestur í heilagri ritn- ingu, hverjum kristnum manni jafn nauðsynleg og maturinn er líkam- anum. Við vitum öll að ef við borð- um ekki um langa hríð, kemur dauðinn í öllu síni veldi til okkar að lokum. Nákvæmlega sama gild- ir um andlega fæðuþörf mannsins. Annað fær hreint út sagt ekki stað- ist. Jesús Kristur er hið eina sem tekur að seilast eftir. Það sjá menn æ betur eftir því sem árunum í trúnni fjölgar. Að breyta öðruvísi er einfaldlega hégómi. KONRÁÐ FRIÐFINNSSON, Þórhólsgötu la, Neskaupstað. Víkverji skrifar Víkveiji er yfirleitt ákaflega lög- hlýðinn. En stundum verður honum á í messunni eins og fleirum. Fyrir nokkru þyngdist bensínfótur hans töluvert og fór það ekki fram- hjá árvökulum augum varða lag- anna. Víkveiji var umsvifalaust stöðvaður af tveimur ungum lög- reglumönnum, honum bent á það að hann hefði ekið á ólöglegum hraða og áminntur í föðurlegum tón. Víkveiji viðurkenndi brot sitt fúslega - því ekki þýddi að rök- ræða við radarmælinn - gaf upp viðeigandi upplýsingar og í sömu viku fékk hann sent bréf sem hon- um var gert að greiða einhver þús- und fyrir brotið. Víkveiji er ekki lögfróður og fannst því brot sitt líta ógnvekjandi út á prenti. xxx að var þó annað sem á seðlinum stóð sem vakti athygli og undrun Víkveija. Þar stóð eitthvað á þá leið að ef umrædd skuld yrði greidd á umsömdum tíma yrði brot- ið ekki sett á sakaskrá og kæmi hvergi fram. Og nú fóru sellurnar í gang. Hvað þýddi þetta á mannamáli? Eftir töluverðar vangaveltur komst Víkveiji að þeirri niðurstöðu að hér væru yfirvöld að reyna að múta þeim sem bijóta lögin með því að bjóða þeim að borga svo og svo mikið og þá myndu þeir gleyma brotinu. Ef Víkveiji borgar hins vegar ekki tiltekna upphæð fer málið fyrir dóm og þá er brot hans ekki lengur að hafa ekið of hratt, heldur það að borga ekki skuld. Víkveiji bar þessa niðurstöðu undir starfsmann sýslumanns, sem var honum öldungis ósammála. Siðferðiskennd Víkveija var mis- boðið við þessa niðurstöðu. xxx Kunningi Víkverja segir það ótrúlega algengt að ung dótt- ir hans þurfi skyndilega að pissa á óliklegustu stöðum og stundum, og oft hafi hann lent í vandræðum meðan á búðarápi stendur þegar þeirri stuttu hafi orðið mál. Nýlega var hann hins vegar staddur í versl- uninni Vedes leikföng í Faxafeni og segir salernisaðstöðu, sem eig- endur verslunarinnar hafa sérstak- lega komið upp fyrir viðskiptavini, til mikillar fyrirmyndar; auk hefð- bundinna tækja á salernum sé þar t.d. að finna svokallað skiptiborð, þar sem hægt er að skipta á ung- börnum og bleyjur séu m.a.s. til staðar. Nokkuð oft hefur það komið fyr- ir, að sögn kunningjans, að honum hefur verið neitað um að nota sal- erni í verslunum og stundum er aðstaðan, sem boðið er uppá, varla boðleg. Telur hann marga verslun- areigendur geta tekið sér umrædda starfsbræður í Faxafeni til fyrir- myndar og má það til sanns vegar færa. XXX Fimm ára dóttir kunningja Vík- veija brá sér í næsta hús á dögunum. Jafnaldran sem þar býr hafði nýverið eignast forláta liti, og var vinkonan vel skreytt í fram- an er hún snéri heim á leið. Þegar spurt var um ástæðu þess, var svar- ið að vinkonan væri nýbúin að eign- ast „æðislega flotta and-liti“ þannig að ekki hefði verið hægt annað en að prófa þá ...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.