Morgunblaðið - 03.02.1994, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.02.1994, Blaðsíða 48
»48 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1994 ÍÞRÓTTIR UNGLINGA Fólk hópast á æfingar eftir vinsælar karatemyndir - segirÁsmundur ísak Jónsson þjálfari hjá Þórshamri Þeir sem komast í gegn um þann tíma halda örugglega áfram. - Gætir þú varið þig ef ráðist væri á þig? „Eg veit ekki hvort æfingin myndi koma mér að notum, það er aldrei að vita. Hins vegar er ég ekki eins hrædd um að ráðist verði á mig eins og áður en ég byijaði í karate. - Kemur það á fólk þegar þú segist vera í karate? „Það tekur fólk yfirleitt nokkurn tíma að trúa því. Síðan er því svarað með setningum eins og „Ég verð bara hræddur að vera nálægt þér,“ eða eitthvað slíkt. En ég finn for- vitni hjá mörgum sem langar til að prófa en þorir það ekki og það er mikil synd. Ég get ekki lýst því hvað þetta hefur breytt mínu lífi mikið, ekki síst í sambandi við aga en marg- ir eiga erfitt með að trúa því. í kar- ate þá ber maður virðingu fyrir and- stæðingnum, sjálfum sér og íþrótt- inni. Aginn felst ekki síst í því þegar við sláumst að stoppa fimm senti- metra frá í stað þess að fara alla leið.. Formið hefur batnað mikið Auglýsing sem sett var upp í Mennta- skólanum í Hamrahlíð varð þess óbeint valdandi að Bjarni Rúnar Ein- arsson, sautján ára gamall byijaði að stunda karate. „Félagi minn sá þessa auglýsingu og hafði áhuga á íþróttinni. Hann fékk mig með á æfingu en hætti sjálfur stuttu síðar. Ég var ekki í neinum æfingum áður en ég byijaði og finnst formið hafa batnað auk þess sem mér líður betur dags daglega. Það virðist koma mörgum á óvart þegar ég segi þeim að ég sé i kar- ate. Það heldur að ég sé ekki týpan í að stunda þessa íþrótt. Annars er misjafnt hvað fólki finnst, sumir halda að þetta sé bara öskur og bíó- myndahasar," sagði Bjarni. „Það sem mér finnst erfiðast er að slást og beija á öðrum. Þá finnst mér óþægilegt að fá högg á mig en ég stefni af því að sigrast á því.“ Þarf að vera liðugur og sterkur „Ég hafði alltaf einhverja dellu og einhvern tímann fyrir fjórum árum fékk ég karate á heilann og ég hef verið í þessu síðan,“ sagði Karl Jó- hann Garðarsson, þrettán ára gam- all. „Venjulega er ég á æfingum fjór- um sinnum í viku en af því að nú er að koma að móti þá erum við sex sinnum í viku.“ Morgunblaðið/Frosti Frá æfingu í hópkata, frá vinstri Bjarni Rúnar Einarsson, Erla Benjamíns- dóttir, Edda Blöndal, Eva Alfreðsdóttir og Arna Óskarsdóttir. Á neðri mynd- inni hjálpar Bjarni Rúnar Eddu með teygjuæfingar. „Ætli það séu ekki um tvö hundruð sem æfa reglulega hérna en það eru alltaf sveiflur. Fólk hópast á æfingar eftir vinsælar karatemyndir en svo hjaðnar þetta inn á milli," sagði Ásmundur l'sak Jónsson, þjálfari hjá Karatefélaginu Þórshamri sem er með aðstöðu í Brautarholtinu í Reykjavík. Kvikmyndir geta ýtt mikið undir áhuga á íþróttinni, við fengum sterk viðbrögð eftir „Karate kid,“ og aðrar myndir af svipuðu tæi. Besta auglýsingin kemur samt alltaf frá því fólki sem æfir hérna og er ánægt,“ sagði Ásmundur. Karate er mikil tækniíþrótt og al- gengt að menn mæti 4-5 sinnum á æfingar í hverri viku. Á æfingunni sem Morgunblaðið leit inn á voru unglingar að æfa hópkata en Ungl- ingameistaramótið í kata fer fram um aðra helgi og því ekki seinna vænna fyrir keppendur en að fín- pússa hreyfingarnar. Á milli> erfiðra æfinga gafst þó tími til að ræða við blaðamann. Sjálfstraustið hefur aukist „Þegar ég sleppi æfingum í nokkra daga þá fer mér að líða eins og let- ingja. Ég kann mjög vel við mig hérna og finnst sem sjálfstraustið hafi aukist mikið síðan ég byijaði," segir Edda Blöndal, sautján ára göm- ul sem æft hefur hjá Þórshamri í eitt ar. „Ég æfi fimm sinnum í viku að meðaltali en byijaði reyndar rólegar enda voru æfingarnar ekkert skemmtilegar fyrstu þijá mánuðina. Helgi Jónas vekur athygli Leikur með bandarísku skólaliði ÍSMAÐURINN er kominn til Lely’s til að leika körfuknattleik með skólaliðinu. Þannig hefst grein um Helga Jónas Guðfinn- son körfuknattleiksmann sem er skiptinemi í bænum Naples í Florida og leikur með skólilið- inu, Trojan. Igreininni er sagt frá Helga og að hann sýni hæfileika sem fái andstæðingana til að óska þess að hann fari aftur til Frímann síns heima. Don Ólafsson Stewart þjálfari skrífar Tijóuliðsins segir að þó það sé erfitt að bera nafnið fram skuli menn leggja það á minnið því það eigi eftir að heyrast. Stewart segir að tvennt komi til. Annarsvegar sé Helgi að- eins á fyrsta ári í menntaskóla og í öðru lagi hafi hann aðeins æft körfuknattleik í 4 ár og hann hafi aldrei séð leikmann sem hafi svo litla reynslu sýna eins mikla hæfi- leika og Helgi. „Helgi er mjög góð skytta og hittir vel af löngu færi, fer vel með boltann, góð vítaskytta og hefur frábæran skilning á leiknum. Hann er samt rétt byijaður að sýna hvers hann er megnugur." Helgi var búinn að spila 9 Ieiki í undankeppni sem háð var fyrir áramót og var í fimm manna liði skólans. Hann var með 15 stig, 6 fráköst og 6 stolna bolta að meðal- tali í leik. „Ekki slæmt af strák sem er frá hinum pínulitla bæ Grinda- vík,“ bætti Stewart við. Þá er einnig viðtal við Helga sem segist hafa komið tvisvar til Banda- ríkjanna áður en hafi langað til að kynnast landinu betur og langað til að stunda nám í eitt ár. Honum fannst mikil viðbrigði að koma til Lely í september því hitinn var yfir 30 stig og honum líði betur í 20-25 stiga hita. Körfuboltinn sem leikinn er hér sé einnig frábrugðinn boltan- um heima. „Það er meiri krafta- bolti spilaður heima, ekki eins mik- ið leikið inn í teig því við höfum ekki eins hávaxna leikmenn og hér og á íslandi er skotið meira fyrir utan teig og þriggja stiga línuna.“ Dan Krebs sem lék með Grindvík- ingum og þjálfaði þá síðasta tíma- bil er aðstoðarþjálfari Don Stewart við skólann. Hann benti Stewart á Helga. „Ég vissi ekki á hvetju ég átti von en ég verð að segja að Helgi hefur komið mér þægilega á óvart,“ sagði Stewart. Hann bætti því einnig við að hann hefði ekki orðið síður undrandi þegar hann heyrði að Helgi hafi verið unglinga- meistari á skíðum og vel frambæri- legur knattspyrnumaður. Hann hlyti að vera toppíþróttamaður á Islandi. Hann ber Helga vel söguna og segir hann dagfarsprúðan og sjaldan sleppa fram áf sér beislinu. Hann man þó eftir einu tilviki. „Það var þegar faðir hans sendi honum harðfisk sem er víst lostæti heima hjá honum. Hann kom með hann inn í búningsherbergið og það leið ekki á löngu þar til þjálfarinn ásamt öllu liðinu flúði á braut en hann sat eftir með glott á vör.“ Helgi segist strax hafa fallið vel inn í hópinn og vonast til að geta spilað þar annað tímabil og jafnvel halda áfram en það verði tíminn að leiða í Ijós. Helgi Jónas Guðfinnsson í bún- ingi Lely’s skólans. Skíði: Fjórum boðið til Lille- hammer Pögur íslensk ungmenni dveljast þijá daga í Noregi og skoða sig um í Ólympíuþorp- inu í Lillehammer. Hópurinn heldur utan 12. þessa mánaðar. . Unglingum frá öðrum Norður- löndum er einnig boðin þátttaka en Norðmenn greiða uppihald og ferðir hópsins í Noregi. íslenski hópurinn kémur úr öllum landshlutum. Brynja Vala Guðmundsdóttir frá Akureyri, Jóhann G. Möller frá Siglufirði, Eiríkur Gíslason frá Ísafirði og Sæunn Ágústa Birgisdóttir úr Reykjavík. Piltamir eru á aldr- inum 13-15 ára en stúlkurnar ellefu ára. Þess má geta að norska sjónvarpið mun fylgja hópnum eftir. Fararstjórar verða þeir Hermann Sigtryggs- son og Gunnar Bjarni Olafsson. KORFUKNATTLEIKUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.