Morgunblaðið - 12.02.1994, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.02.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1994 13 Vegtenging um Hvalfjörð og íslenskt atvinnulíf eftir Halldór Ingólfsson Nýlega var haldin ráðstefna um Hvalfjarðargöng á vegum VFÍ og TFÍ. Ráðstefna þessi var sérlega vel heppnuð og aðstandendum til mikils sóma. Það sem gerði ráðstefnuna athyglisverða var hve vítt og breitt var rætt og göngin og áhrif þeirra skoðuð frá mörgum hliðum. Rætt var um forsögu umferðar, væntanlega byggðaþróun, valkosti, jarðfræði, fjármögnun framkvæmda, reynslu sambærilegra verka og loks stöðu mála í dag. Það sem á vantaði var þó umræða um aðra valkosti við vegtengingu en sprengd jarðgöng með tilliti til áhrifa mismunandi val- kosta á atvinnulíf hér á landi. Það sem athygli vekur er hve hljóðlega umræðu um valkosti lauk. Tekin var ákvörðun um jarðgöng áður en aðrir valkostir voru fullrædd- ir. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að forsteypt botnrásargöng sem sökkt er á staðnum séu heppilegri kostur en að bora og sprengja undir fjörð- inn. Eg hef á tilfínningunni að ákvörðun hafi verið tekin fyrir okkur í þessu máli. Ef skoðaðir eru þeir aðilar sem bjóða í verkið þá sést strax að erlendu verktakarnir vinna mikið saman og sjá sér mikinn hag í að sú leið sem á borðinu er sé valin. Mig langar lítillega að gera grein fyrir þessari skoðun minni. Botnrásargöng eru gerð úr for- steyptum eir.ingum u.þ.b. 100 m löngum. Einingarnar eru venjulega framleiddar í þurrkví sem auðveld- lega má staðsetja nálægt byggð. Einingunum er síðan fleytt á staðinn þar sem þeim er sökkt og tengd við næstu á undan. Lengd svona ganga gæti verið um 1.500 m, dýpi 30 m og lengd vegfyllingar 3.000 m. Sprengd göng væru hins vegar 5.600 m og dýpi u.þ.b. 165 m. Framkvæmd sprengdra jarðganga er einföld en áhættusöm, bergið er skoðað 30 m fram á við, þétt það sem við á. Þvínæst er borað og sprengt, efni fjarlægt og veggir klæddir með steypu. Samanburður á kostnaði sýnir að boruð og sprengd göng kosta á bilinu 3,5-4,0 milljarða króna en kostnað- aráætlun forsteypta botnrásarganga er 4,0-4,5 milljarðar króna. Við gerð jarðganga myndi ég áætla að öll yfirstjórn kæmi erlendis frá, u.þ.b. 10% af kostnaði eða um 400 milljón- ir króna, en gerð forsteyptra ganga gæti allri verið stjórnað af aðilum „Mun fleiri störf sköpuð- ust innanlands við gerð forsteyptra ganga meðan að sprengd jarðgöng hefðu lítil sem engin áhrif á atvinnulíf hér á landi. Áhættan við botnrásar- göng er þar að auki nán- ast engin meðan að áhætt- an við sprengd göng er mikil.“ hér innanlands. Áhætta við gerð sprengdra ganga er variega áætluð 15% eða um 600 milljónir króna í tilboði sem sömuleiðis fer allt utan. Gerð forsteyptra botnrásarganga er tiltölulega áhættulítil og mætti öll vera hér innanlands. Við gerð sprengdra ganga þarf bortæki sem kosta u.þ.b. 900 milljónir og má var- lega áætla tilkostnað hér eða u.þ.b. 500 milljónir króna sem rennur stystu leið til útlanda. Á sama hátt þarf pramma til niðursetningar for- steyptra ganga og jarðvinnuvélar í vegfyllingar sem nóg er til af hér. Flutningstæki á sjó til flutninga efn- is í vegfyllingu fyrir botnrásargöng Halldór Ingólfsson kæmu sér vel þar sem nú þarf að dýpka allar hafnir fyrir loðnuskip og frystitogara. Gerð sprengdra ganga útheimtir aðeins 60-70 starfsmenn við byggingu og þar af væru a.m.k. 10 útlendir. Gerð forsteyptra ganga útheimtir mun meira vinnuafl og kæmi sér vel í daufu umhverfi, þ. á m. meðal trésmiða þar sem at- vinnuleysi er nú 15% og jarðvinnu- menn við vegfyllingar yrðu a.m.k. jafnmargir og allir gangagerðar- mennirnir í sprengdu göngunum. Hvað ætla ménn svo að gera þegar Norðmenn flytja inn sement til fóðr- ingar sprengdra jarðganga? I stuttu máli er ávinningur af lægri kostnaði við sprengd jarðgöng minni en enginn því a.m.k. 1.500-2.000 milljónir króna fara beinustu leið úr landi með 500-1.000 milljónir króna fara héðan við gerð botnrásarganga. Mun fleiri störf sköpuðust innanlands við gerð forsteyptra ganga meðan að sprengd jarðgöng hefðu lítil sem engin áhrif á atvinnulíf hér á landi. Áhættan við botnrásargöng er þar að auki nánast engin meðan að áhættan við sprengd göng er mikil. Ef íslensk fyrirtæki sameinuðust um gerð botnrásarganga myndi það efla verktakaiðnað hér á landi til muna. Hér er allt fyrir hendi, þ. á m. tækniþekking sú sem til verksins þarf, vinnuafl er nóg og vilji til verks- ins. I raun er þetta nauðsynleg lyfti- stöng fyrir þróun tækni- og verk- þekkingar sem nýtast myndi á kom- andi árum. Ef raunin verður sú að boruð og sprengd göng verða valin, þá erum við bara að láta Norðmenn skapa sér vinnu líkt og við smíði frystitogara. Hvernig var það í Færeyjum? Hver ákvað gangagerð þar? Er ekki tími til kominn að hætta styrkjum til Norðmanna? Eflum atvinnulíf á ís- landi og látum ek'ki tækifæri á borð við vegtengingu um HvalQörð fram- hjá okkur fara. Eflum íslenskt. Höfundur er fyrrvernndi formaður Stéttarfélags verkfræðinga og verkfræðingur hjá Velihf. Hvers eiga aðrir að gjalda? Otrúlegar árásir á framhaldsskóla í málgagni stjórnar Nemendafélags Verzlunarskóla Islands eftir Jóhannes Kr. Kristjánsson og Víking Viðarsson Sú var tíð, að Verslingar létu sér nægja að kíta við nemendur í Menntaskólanum í Reykjavík, en nú bregður svo við, að í sjötta tölu- blaði Kvasis, málgagni stjórnar nemendafélags Verzlunarskólans, er ráðist af slíku siðleysi og offorsi á aðra framhaldsskóla á höfuðborg- arsvæðinu að tekur út yfir öll mörk velsæmis. Við sem þetta skrifum teljum blaðið valda Verzlunarskóla Islands, þeirri gömlu og virðulegu stofnun, miklum álitshnekki. í umræddu tölublaði Kvasis er birt hálfsíðu níðgrein um blað stjórnar nemendafélags Fjölbrauta- skólans við Ármúla, þar sem höf- undur eða höfundar sjást ekki fyrir í viðleitni sinni að rægja og lítil- lækka blaðið, nemendafélagið og nemendur skólans. Hinn hluta síð- unnar notar ritstjórn blaðsins til þess að veitast að öðrum skólum með einstaklega smekklausum um- mælum. Engin þessara greina er birt undir nafni og þær hljóta því að vera á ábyrgð ábyrgðarmanns blaðsins, Benedikts Gíslasonar for- seta NFVÍ. í grein um Kroniku, blað okkar, er vegið að nemendum Fjölbrauta- skólans við Ármúla með einstaklega ósmekklegum hætti, og dæmir sú grein sig sjálf. Hún er ekki svara- verð og sætir raunar furðu að slík ritsmíð hafi fengið náð fyrir augum ritstjórnar blaðs, sem gefið er út í nafni nemenda Verzlunarskóla ís- lands. Það er eðlilegt og ágætt að nokkur metingur sé á milli skóla, en skítkast og hrokaskrif í þessu tölublaði Kvasis eru fullkomlega óviðeigandi og Verzlunarskóla Is- lands til vansa. Öðrum skólum eru ekki vandaðar kveðjur. Einn skóli hefur ekki „sent frá sér mikla framúrskarandi menn í þjóðfélaginu, heldur aðallega lé- lega morfísdómara. Þaðan kemur einnig lélegasti útvarpsmaður sem uppi hefur verið og sögur fara af.“ Um annan skóla er sagt, að félags- líf virðist vera á undanhaldi „og nemendur skólans virðast heldur vilja stunda fundi hjá Æskulýðsfé- lagi kommúnista. Sem sagt MH = Kommúnista og rebelistar. Að lok- um, hvernig er það, er ÁTVR með útibú í MH á föstudögum." Iðnskól- anum eru ekki vandaðar kveðjur: „Það er erfitt að hafa einhveija skoðun á Iðnskólanum. Iðnaðar- menn eru (svo) nauðsynlegir fyrir efnahagslífið og það er alveg ágætt að einhveijar saklausar sálir eru tilbúnar að taka þetta að sér.“ „Nemendur MR einkennast aðal- lega af hroka. Húsið eða hreysið er í gjörsamlegri niðurníðslu, enda mörghundruð ára gamalt." „I MS eru líka menn sem fíla blow-job með plastpoka, þ.e. ármenn. Fólki datt ekki margt í hug þegar við minntumst á MS, því að hann er eftir Kristin Benediktsson Hvernig vilja Grindvíkingar sjá bæinn sinn um aldamótin? Eitt er víst að við viljum ekki vera út- hverfi, það var afgreitt 20. nóvem- ber. En hvar eigum við þá að byija? Eigum við að gera ráð fyrir fólks- ijölgun? Fjölgar okkur um 500 manns eða 1500? Hvernig mætum við slíkri aukningu? Getum við haft næga atvinnu, er ti! nóg húsnæði? Eigum við að auka atvinnuna, byggja ný íbúðahverfi, auka verslun og þjónustu, stækka leikskólann og grunnskólann og efla íþróttir og félagsstarf unglinganna. Auðvitað! Við drífum í þessu! Byggjum heilsuhótel við Bláa lónið, ljölgum iðnfyrirtækjum um 10 eða 20, kaupum kvóta á skipin og eflum fiskvinnsluna, rífum upp fiskeldið, nú má ala upp þorsk utan Jóhannes Kr. Kristjánsson svo hlutlaus skóli.“ „Til að FÁ-ing- ar skilji þetta ætlum við að nota stikkorð. Harvard - lúðar - hug- myndaþjófar - stolnar videogræjur - minnimáttakennd - við erum líka fólk.“ „Með góðri skipulagn- ingu og markmiðasetn- ingu getum við gert Grindavík að blómleg- asta bæjarfélaginu á suð-vesturhorninu.“ kvóta. Hafrannsókn stækkar til- raunaeldið við Islandslax og setur á laggirnar vísindastofnun í fiskeldi með tilheyrandi rannsóknarstofum og aðstöðu fyrir háskólanám í þess- um fræðum. Möguleikarnir eru endalausir Minnstur vandinn er að lofa og lofa, en staðreyndin er samt sú að þessi framtíðarsýn er ekkert óraun- hæf. „Með góðri skipulagningu og markmiðasetningu þá getum við gert Grindavík að blómlegasta bæj- Okkur er spurn: Hvaða tilgangi Framtíðarsýn Víkingur Viðarsson þjóna svona skrif? Þessu blaði mun vera dreift í grunnskóla til kynning- ar á námi í Verzlunarskóla Islands. Er það svo, að nemendur Verzlunar- skóla íslands telji sig kynna skóla sinn best með því að birta óhróður um aðra skóla, og að auki fákunn- Kristinn Benediktsson arfélaginu á suð-vesturhorninu“ þannig að atvinnuleysi og vand- ræðagangur heyri sögunni til. í prófkjöri sjálfstæðisflokksins nú, laugardaginn 12. febrúar, ligg- ur fyrir að forystuflokkurinn í bæj- arstjórn undanfarin 12 ár skiptir um foiystumánn. „Það er eðlilegt og ágætt að nokkur met- ingur sé á milli skóia, en skítkast og hroka- skrif í þessu tölublaði Kvasis eru fullkomlega óviðeigandi og Verzl- unarskóla íslands til vansa.“ áttu og furðuleg ummæli um skóla- húsnæði Menntaskólans í Reykja- vík, svo fátt eitt sé nú nefnt? Auk þess er óhróður um nokkur nafn- greind fyrirtæki, sem fá ekki háar einkunnir (tiltekin fataverslun í Kringlunni er okurbúlla, nafn- greindur veitingastaður er drullu- búlla). Innan um er svo auglýsing frá Landsbanka íslands ætluð grunnskólanemendum. Vonandi verður ekki framhald á útgáfu blaðs sem þessa, það er ein- faldlega langt fyrir neðan virðingu framhaldsskólanema á Islandi. Höfundar eru nemendur í Fjölbrautiskólanum við Ármúla og í ritstjórn Kroniku, málgagns stjórnar nemendafélags Fjölbrautaskólans við Ármúla. Eðvarð Júlíusson forstjóri hefur ákveðið að hætta þáttöku í bæjar- stjórn eftir 12 ára setu. Öll þessi ár hefur Sjálfstæðiflokkurinn verið í meirihluta með Framsóknar- flokknum og hefur bærinn tekið stakkaskiptum á þessum tíma. Bærinn hefur breyst úr dæmigerðu fiskiþorpi í fallegan nútíma kaup- stað með almennum þægindum og nútíma kröfum. Eðvarð segist sáttur við málefna- stöðu flokksins á þessum tímamót- um en vill að forustan haldist hjá flokknum og að sterkir menn taki við. Eðvarð skoraði á mig í haust að gefa kost á mér í það sæti sem tryggði mig inn í bæjarstjórn til að halda því uppbyggingarstarfi áfram sem sjálfstæðisflokkurinn hefur hafið. Ég tók þeirri áskorun og og er tilbúinn að vinna Grindavík allt til heilla meðan bæjarbúar sætta sig við mín störf. Höfundur tekur þátt íprófkjöri sjálfstæðismanna í Grindavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.