Morgunblaðið - 12.02.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.02.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. FEBRUAR 1994 33' I I : i I i « i i i i H- Ástúð þeirra og umhyggja hvors fyrir öðru var mikil. Þau stóðu ávallt saman hvað sem á gekk. Það ætti því að vera okkur huggun harmi gegn að þau fengu að fara með svo stuttu millibili. Því aldrei hugsuðum við um þau öðruvísi en sem eitt. Elsku mamma og þið systkinin. Við vitum að söknuður ykkar er mikill. Með þessum fátæklegu orð- um kveðjum við ömmu okkar og afa og gerum orð spámannsins að okkar lokaorðum: „Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ Heiða Jóna, Hanna Þóra, Björgvin Jónas, Birgir Már og Sigrún Edda. Það leið ekki langur tími frá því afi kvaddi okkur þar til amma fylgdi honum á Drottins fund. Bæði höfðu þau átt við veikindi að stríða skömmu fyrir andlát sitt sem þau náðu sér ekki af. Þessi ljúfu og glaðlyndu hjón skilja víst víða eftir söknuð og eftirsjá. Þegar litið er til baka er margs að minnast úr sveitinni fallegu, Fljótunum, þar sem þau bjuggu til ársins 1990 og lengst af á bænum Fyrirbarði. Þar var nú margt um að vera og skemmtilegur staður fyrir börn. Ný ævintýri biðu bak við hveija þúfu. Öll helstu húsdýr og búfénaður voru á bænum og fjöl- skrúðugt fuglalíf. Stutt var til sjáv- ar og mörg góð veiðivötn í næsta nágrenni. Þau voru mörg störfin sem sinna þurfti á bænum og fáar frístundir sem þau höfðu, en þegar gestir komu var sest niður og spjall- að eða gripið í spil og teflt. Það var jafnan margt um manninn hjá afa og ömmu og oft slegið á létta strengi. Ávallt var nógur matur á borðum og kaffið og meðlætið oft á borðinu allan daginn. Afi hafði mikla ánægju af tafl- mennsku og tefldi hann mikið og hélt sinni skákkunnáttu þó aldurinn færðist yfír. Amma greip stundum í spil og fannst henni gott að láta greiða sér og laga til hárið sitt þeg- ar tími gafst til og gat hún þá slak- að vel á. Þau voru fróð um sveitina sína og þekktu þar nánast hveija þúfu og fólkið sem þar bjó. Oft sögðu þau sögur um menn og atburði og sögðu skemmtilega frá. Þau áttu einnig gott með að tala létt og lipur- lega um alvarlega hluti og reyndust góðir vinir. Þau festu kaup á íbúð á Sauðárkróki 1990 og fluttu þang- að um sumarið þar sem þau bjuggu til æviloka. Það leið ekki á löngu þar til þau kynntust fólki þar sem sótti þau heim ásamt gömlum vin- um og var mikið spilað og um margt spjallað. Var ávallt gott að koma til þeirra á Sauðárkrók sem og í Fljótin. Margs er að minnast margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Megi þær góðu minningar sem tengjast ömmu og afa lifa með okkur um ókomna framtíð. Sólveig og Guðmundur. Ég sé hana, hvar hún situr á sængurstokknum enn, með sálmabókina sína, sátt við guð og menn. Svona sat hún forðum og sðng með tár á brá. Ég hvíldi í kjöltu hennar í kyrrðinni og hlustaði á. (Davíð Stefánsson.) Okkur leið alltaf vel hjá ömmu okkar sem kvaddi þennan heim 1. febrúar síðastliðinn. Með söknuð í huga langaði okkur að minnast hennar með fátæklegum orðum. Af hvetju amma? spyijum við okkur nú, þar sem svo stutt er síð- an við fylgdum afa okkar til graf- ar. Vegir Guðs eru svo sannarlega órannsakanlegir. Með því að hugsa að nú séu afi og amma sæl og ánægð saman á himnum, fylgjast með okkur öllum vaxa og dafna þá komum við til með að sætta okkur við þá staðreynd að þau séu bæði fallin frá. Það var alltaf gott að koma til afa og ömmu og var ávallt gest- kvæmt á þeim bæ. Amma fór ekki manngreinarálit og trúði statt og stöðugt á það góða í manninum, sama á hveiju gekk. Amma tók vel á móti öllum og var alltaf tími fyr- ir einn kaffibolla eða svo. Okkur er það enn í fersku minni er amma hafði gefið okkur Þymirós og bjó svo haglega um hana til brottfarar. Amma vandaði þá til verksins líkt og henni einni var lag- ið. Hún útbjó gamlan, fallegan kökudunk sem í var gamalt teppi og yfir dunkinn setti hún teygju- sokk. Þó kisa hafí verið hálfhrædd á ieiðinni þá hefði hún ekki getað fengið betri aðhlynningu því amma vissi hvað henni var fyrir bestu. • Ósjaldan þegar okkur systur bar að garði var amma reiðubúin að ræða um heima og geima og spá í framtíð okkar. Amma hafði mjög gaman af því að rifja upp bernsku- minningar sínar, sérstaklega hjú- skaparár hennar og afa. Ámma hafði sérstakt yndi af því að láta greiða sér og oft vék hún góðgæti að manni fyrir vikið. Minningin um yndislega ömmu sem alltaf var gott að leita til lifír í hjarta okkar um ókomna tíð. Elsku amma og afí, nú hafið þið fundið friðinn saman og ekkert getur að- skilið ykkur héðan í frá. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga’ og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unaðs og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, i dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann sem þér huggun sendi, hann eiskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgrímur Pétursson.) Anna Sigríður, Erla Hjördís og Lilja Katrín. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja, vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka, Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Það er erfítt að átta sig á því að Lína frænka sé farin líka í ferða- lagið langa, sem við öll eigum eftir. Ég segi líka, því 13. nóvember sl. lést maðurinn hennar, 4. desem- ber sl. systir hennar og nú hún. Ég var átta ára þegar ég sá hana fyrst, en þá brá fjölskylda mín sér í ferðalag á gamla bláa rússajepp- anum og ferðinni var heitið norður í (Austur)-Fljót til að líta æsku- stöðvar pabba míns. Þar urðu fagnaðarfundir meðal systkinanna, Línu og pabba, enda alla tíð sérlega kært þeirra á milli. Ég sá strax að frænka var öðruvísi en aðrar frænkur sem ég þekkti. Hún var mannþekkjari af Guðs náð í gegnum það dulræna. Hana dreymdi fyrir daglátum, hún las í bolla fyrir fólk og spáði oft um framtíð þess. Á þessum árum sótti pabbi minn síld til Siglufjarðar, þá fékk ég stundum að fara með. Þetta væru ævintýraferðir fyrir mig. Þá komum við að Fyrirbarði og buðum Lánu með til Sigló. Ef vel stóð á hjá henni kom hún með okkur, en í vörubíl var hún síður bílveik. I einni ferðinni færði ég henni blóm sem ég átti sjálf. Hún gladdist ákaflega mikið yfir því þá og talaði stundum um það síðar. Svona var hún, svo létt að gleðja hana. Lína frænka fæddist á Deplum í Stíflu 31. janúar 1922. Hún var elsta barn þeirra Jóns Sigmunds- sonar, f. 1890, d. 1962, og Sigríðar Guðmundsdóttur, f. 1895, d. 1986. En fyrir átti afi soninn Guðmund, f. 1914, múrarameistara. Önnur börn þeirra Jóns og Sigríðar voru Snorri, f. 1924, bifreiðastjóri, d. 1979, Svavar, f. 1928, bóndi, Ás- geir, f. 1933, rafveitustjóri, og Anna, f. 1936, húsmóðir, d. 1993. Lína var alin upp á Molastöðum í Austur-Fljótum. Arið 1939 flytur fjölskyldan að Hraunum í sömu sveit. Um þetta leyti gerist hún ráðskona'hjá frænda sínum, Bergi Guðmundssyni. Þá urðu þáttaskil í lífi Línu, þar kynntist hún verðandi eiginmanni sínum, Björgvin Márus- syni, f. 5. nóvember 1916, frá Fyrir- barði, en hann var vinnumaður hjá Bergi. Þau felldu hugi saman og giftu sig 10. júní 1941. Þau hefja sinn búskap á Stóru- Reykjum í Vestur-Fljótum. Þar fæðist þeirra fyrsta barn. Flytjast síðan að prestsetrinu Barði og þar fæðist þeirra annað barn. Árið 1946 flytja þau svo í Fyrir- barð. Þá var þar gamall torfbær, baðstofa, ekki rennandi vatn og innangengt í fjósið. Hún var þá ung húsmóðir með tvö lítil börn og þeim fjölgaði. Þeim Línu og Björgvin fæddust sjö börn til viðbótar, alls níu. Börn þeirra eru: 1) Sigurbjörg, f. 1. nóvember 1941, húsmóðir, maki Haukur Hannibalsson, for- stöðumaður. Þau eiga fímm böm og tvö barnabörn og búa í Kópavogi. 2) Erlendur Jón, f. 4. ágúst 1944, bifreiðarstjóri, maki Elísabet Guð- mundsdóttir. Þau eiga tvö börn og búa í Kópavogi. 3) Drengur, f. 2. desember 1947, fæddist andvana. 4) Siguijóna, f. 4. janúar 1951, kennari, maki Gunnar Guðmunds- son. Þau eiga þijú börn og búa í Reykjavík. 5) Freysteinn, f. 12. nóvember 1953, múrari, fráskilinn og á þijú börn, býr í Reykjavík. 6) Gylfi, f. 7. september 1956. maki Guðbjörg Hermannsdóttir. Þau eiga eitt bam en fyrir á Gylfi tvær dætur frá fyrra hjónabandi. 7) Guðjón, f. 20. mars 1960, bóndi, fráskilinn, á tvö börn og býr í Skagafirði. 8) Þröstur Mar, f. 21. júlí 1961, mjólkurfræðingur. Maki Þuríður S. Þórólfsdóttir. Þau eiga tvö böm og búa í Reykjavík. 9) Guðrún Fjóla, bankastarfs- maður, f. 21. febrúar 1963, maki Sigurður Backman. Þau búa í Reykjavík. Allt er þetta duglegt og myndar- legt fólk og allur þessi stóri hópur ólst upp á Fyrirbarði. Á sama tíma hófst uppbygging á húsakosti, en eins og áður sagði var gamall torf- bær þar og Iítið um þægindi nútím- ans. Þau hjónin byggðu sér íbúðar- hús og síðar útihús og má nærri geta að starfsdagur þeirra hjóna hefur verið langur og strangur við erfiðar aðstæður. Veit ég að frænka pijónaði og saumaði allan fatnað á börnin. Það má geta þess, að Björgvin missti heyrnina á besta aldri. Eftir það var það hún sem var talsmaður búsins út á við í síma ef þurfti að útrétta. Þetta breytti mikið lífí þeirra beggja. Björgvin varð mjög háður henni og hún bar ábyrgð á honum, var skjöldur hans og túlkur. Þetta batt þau enn fastari böndum, sem entust þeim þar til yfír lauk, en Björgvin lést 13. nóvember sl. Fáir vissu að frænka setti saman vísur og ljóð. Hún var ljóðelsk og naut sín í góðra vina hópi. Ég og fjölskylda mín heimsóttum þau að vorlagi 1988. Það var höfð- inglega tekið á móti okkur, eins og þeirra var vani. Við höfðum með- ferðis tækni nútímans, vídeó- myndatökuvél, sem við notuðum óspart í þessari skemmtilegu ferð. Þá var frænka orðin ansi slæm í fótum, en sama vinalega brosið á sínum stað hjá þeim báðum hjónum. Tæknivæðing nútímans hefur gefíð okkur „lifandi mynd“ af þeim í huga okkar og á myndbandsspólu. Árið 1989 bregða þau búi og flytja búferlum á Sauðárkrók þar sem þau keyptu sér húsnæði á Skagfirðingabraut 3. Á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki endaði tilvera þeirra beggja í þessu lífí. Blessuð sé minning þeirra. Að lokum vil ég færa þakkir fyr- ir gömlu góðu árin, frá foreldrum mínum. Ég kveð Línu frænku með þakk- læti og virðingu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Börnum hennar og fjölskyldum þeirra sendi ég og fjölskylda mín innilegar samúðarkveðjur svo og bræðrum hennar og ættingjum og vinum. __ Ásdís Svavarsdóttir, Svíþjóð. Þriðjudaginn 1. febrúar sl. lést eftir skamma legu en nokkur veik- indi á Sjúkrahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki Sigurlína Jónína Jóns- dóttir frá Fyrirbarði í Fljótum. Sig- urlína var ættuð úr Fljótum, dóttir hjónanna Sigríðar Guðmundsdóttur frá Bakka í Austur-Fljótum og Jóns Sigmundssonar frá Vestara-Hóli, en þau hjón bjuggu lengst af á Molastöðum, síðar að Hraunum og síðast að Lambanes-Reykjum. Sigurlína, eða Lína eins og hún var kölluð dags daglega, var fædd að Deplum í Stíflu og ólst hún upp hjá foreldrum sínum á Molastöðum ásamt systkinum. Systkinin voru sex, fimm alsystkini, en af þeim var hún elst, og hálfbróðir er var þeirra elstur. Lína gjftist 10. júní 1941 Björg- vin Abel Márussyni frá Fyrirbarði. Björgvin lést 13. nóvember sl. Þau hjón hófu búskap á Fyrirbarði 1946 og bjuggu þar þar til þau fluttu til Sauðárkróks árið 1990. Þau voru samhent og gestrisin. Björgvin stundaði nokkuð vinnu utan heimil- isins og hvíldi því umsjá heimilisins að miklu leyti á herðum húsfreyj- unnar þann tíma. Þau hjón eiga átta uppkomin börn, allt nýta þjóðfélagsþegna, en dreng misstu þau við fæðingu. Fyrstu búskaparárin í Fyrirbarði bjuggu þau Lína og Björgvin í torfbæ. Hygg ég að Lína hafí veqð.. síðasta húsmóðirin í Fljótum sem í torfbæ bjó. Torfbæirnir voru oft hlýir og vinalegir. Slík húsakynni heyra nú sögunni til, aðeins fáeinum hefur verið haldið við. Veggjabrot má þó enn sjá á stöku stað, en víðast hafa þau verið jöfnuð við jörðu. Fljótin voru afskekkt sveit, snjó- þung á vetrum, een sumarfegurð mikil. Rafmagn og sími komu ekki á bæi þar fyrr en um miðjan sjötta áratuginn. Það þurfti hver að búa að sínu. _ sem best og vera sjálfum sér nægur' um flesta hluti. Annað þekktist ekki. Á mannmörgu heimili var margt að starfa. Lína var vinnufús og handlagjn. Hún var hæglát í framgöngu meðalkona að vexti, fríð sýnum með góðleg augu, ljósskollitað hár, minnug og dugnaðarforkur er sjald- an féll verk úr hendi. Mun henni best ,lýst með orðum þeim er hún sjálf Týsti Rósu móðurömmu sinni með í Skagfírskum æviskrám: „Hún var mjög vel verki farin innanbæjar og kom það henni að miklum notum með hinn stóra bamahóp. Hún var virðingarverð eiginkona og móðir.“ Móðurforeldrum sínum lýsir hún svo. „Sparsemi, vinnugefni og nýtni var þeirra skjól og skjöldur. Anægja með það er þau höfðu, var lífsakker- ið er aldrei brást.“ Hygg ég að lífs- viðhorfí þeirra hjóna, Línu og Björg- vins, sé nokkuð vel lýst með þessum orðum hennar. Lína barst ekki á um dagana og helgaði líf sitt fjölskyldu sinni og heimili. Hún var trúuð og mætti örlögum sínum með æðruleysi. Ég kveð hana með orðum Valdimars - Briem: Hin langa þraut er liðin nú loksins fékkstu friðinn og allt er orðið rótt. Nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Börnum hennar vottum við hjón- in samúð okkar. Guðm. Óli Pálsson. Steinunn Dagmar Snjólfsdóttir, Djúpa vogi - Minning Fædd 21. maí 1907 Dáin 6. febrúar 1994 í dag fer fram frá Djúpavogs- kirkju útför tengdamóður minnar Steinunnar Dagmarar Snjólfsdótt- ur, Borgargerði, og langar mig að minnast hennar í fáum orðum. Dag- mar eins og hún var alltaf kölluð fæddist 21. maí 1907 á Melrakka- nesi í Álftafirði, dóttir merkishjón- anna Snjólfs Stefánssonar og Ás- dísar Sigurðardóttur, en þau voru síðustu ábúendur í Veturhúsum í Hamarsdal. Var hún elst sex barna þeirra. Rúmlega tvítug giftist Dagmár Björgvin Björnssyni frá Borgar- gerði á Djúpavogi, en hann lést 23. október sl. Bjuggu þau í Borgar- gerði í farsælu hjónabandi og varð fímm barna auðið og afkomendurn- ir eru orðnir 64. Börn þeirra eru: Ásgeir, var kvæntur Sjöfn Magnúsdóttur og eiga þau sjö börn; Svavar, kvæntur Elínu Sigríði Gústafsdóttur og eiga þau þijár dætur; Snjólfur, kvæntur Hrefnu Hjálmarsdóttur og eiga þau fyögur börn; Óli, kvæntur undirrit- aðri og eigum við tvö böm; Guð- laug, gift Þórami Pálmasyni og eiga þau þijú börn. Er ég kom á Djúpavog frá Höfn fyrir hartnær þijátíu áram, var margt öðruvísi en er í dag. Þá var farin Lónsheiði og hún ekki fær nema hluta ársins og fyrir unga konu, sem var að byija búskap sinn og kunni ósköp lítið fyrir sér í þeim efnum, var gott að eiga góða tengdamóður. Við áttum margar góðar stundir saman og hún sagði mér frá gömlum tíma. Mér er minn- isstætt, þegar hún lýsti fyrir mér tildrögum að stofnun kvenfélagsins Vöku, sem stofnað var árið 1928, og var hún ein af stofnfélögum. Dagmar var mikið náttúrubarn. hafði yndi af dýram og blómum Ber slíkt vitni um gott hugarfar. Hún var greiðvikin og öðlingsskap- ur hennar var mikill. Aldrei heyrði ég hana hallmæla neinum og var hún orðvör kona. Þessi fátæklegu orð eiga að vera þakklætisvottur fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig, mikið er ósagt en þú varst aldrei fyrir ofhlæði. Ég veit að þú gekkst þína ævibraut á Guðs vegum og varst örugg í trúnni á eilíft líf. Hér eru sendar bestu þakkir til lækna og starfsfólks Sjúkrahússins á Egilsstöðum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ólöf Óskarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.