Morgunblaðið - 12.02.1994, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.02.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1994 35 Björn R. Árnason. Segir þar m.a. svo um hana: „Allir vitnisburðir falla húsfreyjunni á Syðra-Hvarfi í vil. Reyndist Dagbjört starfsöm, svo sem besti mátti verða, enda kunn- áttumörg um kvennaverk öll og afkastamikil utan og innan dyra. Hagfróð að náttúru og kunni skil á meðferð þeirra verðmæta, er í búið féllu. Vökul stjórnsemi hennar, gætni og tempruð mildi og sann- girni.“ „Hún var bæði mikil og góð, sagði greindur og sannorður maður um hana.“ Getur ekki hjá því farið, að þeim er þekktu Dagbjörtu Gísla- dóttur langa ævi þyki hér næsta líkri konu lýst. Dagbjört Gísladóttir ólst upp á Hofi í Svarfaðardal í glöðum systkinahópi við ást og alúð góðra foreldra. Hún vandist við og vann öll algeng sveitastörf, eins og þau þá gerðust. Kom ötulleiki henn- ar og verkfærni fljótt í ljós. Hún hlaut góða uppfræðslu sem bam og unglingur. Fyrst í barnaskóla hjá Þórarni Eldjárn, bónda og kenn- ar á Tjörn, en hann var rómaður fræðari á sinni tíð. Þá sótti hún einn vetur unglingaskóla er hann hélt á heimili sínu og annan vetur sótti hún unglingaskóla, er haldinn var á prestssetrinu á Völlum. Var um þessar mundir margt efnilegra ungmenna í uppvexti í Svarfaðardal og glatt og gott mannlíf, meðal annars söngiðkan meiri en þá var algengt og stóð mest fyrir því Tryggvi, bróðir séra Stefáns Krist- inssonar á Völlum. Stofnaði hann og æfði sönghóp, er starfaði af þrótti um skeið. Þar í flokki var Dagbjört. Varð hún síðust þessara hópfélaga til að hverfa af lífi. Það sýnir átthagatryggð Dagbjartar vel og hitt líka, að hún lagði djúpa ást við mennlíf það er hún ólst upp við, að hanni þótti ætíð Svarfaðar- dalur fegurstur allra dala og vissi annars staðar ekki hafa verið glað- ari æsku. Brátt kom í ljós, að Dagbjört var ekki síður hneigð til að afla sér verklegrar fræðslu en bóklegrar og voru gróðurstörf henni ekki síst hugleikin. Kom hún sér frumvaxta í starf við Gróðrarstöðina á Akur- eyri, en síðan lá leiðin að Reykjum í Mosfellssveit, en þar var fyrsta ylræktarhús reist á íslandi 1923. Stóð danskur garðyrkjumeistari þar örskotsstund. Hann var lítt fyrir það gefinn að hlaupa eftir tísku- sveiflum og kærði sig kollóttan þó að einhverjum þætti verklag hans ekki í fullu samræmi við nýjustu aðferðir og fullkomnustu tækni. Hann reyndi aldrei að sýnast annar en hann var og í vitund okkar breyttist hann harla lítið frá æsku- árunum þegar samverustundir okk- ar með honum voru flestar. Þau kynni sem þá tókust, rofnuðu aldrei þó að stundum liði nokkuð langt á milli samfunda. Við þökkum allar samverustund- irnar fyrr og síðar um leið og við sendum Júllu móður hans og systk- inunum Ingólfi og Solveigu hugheil- ar samúðarkveðjur. Megi Guð blessa þeim og okkur öllum minninguna um góðan dreng. Systkinin frá Bolholti. Valgeir Sigurðsson á Þingskálum á Rangárvöllum varð bráðkvaddur 3. febrúar sl. Merkur fræðimaður er fallinn í valinn í miðjum klíðum frá verkum sem fáir geta unnið. Harmdauði er hann vandamönnum og vinum, og missir þeim sem dáðu fágæt ritverk hans og væntu mikils enn frá hans hendi. Valgeir fæddist á Þingskálum 16. nóvember 1934, sonur hjónanna Sigurðar Eiríkssonar og Júlíu Guð- jónsdóttur sem hófu búskap á Þing- skálum árið 1926. Sigurður andað- ist árið 1973. Foreldrar Sigurðar voru Eiríkur Jónsson á Árbæ og Halla Ingimundardóttir. Sigurður ólst upp á Keldum á Rangárvöllum. Foreldrar Júlíu voru Guðjón Jóns- son bóndi í Nefsholti í Holtum og kona hans Sólveig Magnúsdóttir frá Ketilsstöðum í Holtum. Valgeir Sigurðsson, höfundur Rangvellingabókar, var allra manna fróðastur um sögu Rangárþings. fyrir störfum í upphafi og má vera, þó eigi sé hér vitað, að fyrir áeggj- an hans eða tilstuðlan hafi Dag- björt farið til Danmerkur, en árin 1924 til 1926 er hún þar, fyrst á búgarði, þá á sumarnámskeiði í Ollerup á Fjóni og loks á hússtjórn- arskóla í Sorö á Fjóni. Eftir að hún kom heim 1926 kenndi hún fýrst handíðir og matreiðslu á námskeið- um í Ólafsfirði og á Hólum, en síð- an við hússtjórnarskóla er Guðrún Björnsdóttir frá Veðramóti, kona Sveinbjörns Jónssonar frænda Dag- bjartar og fyrr getur, hélt um skeið að Knarrarbergi í Kaupvangssveit. Þegar húsmæðraskólinn að Laugum tók til starfa haustið 1929 réðst Dagbjört þangað sem mat- reiðslu- og hússtjórnarkennari í einn vetur, meðan beðið var náms- loka þeirrar konu, er þegar vár ráð- in að skólanum í þau kennslustörf. Árið eftir gerðist svo Dagbjört matráðskona við Laugaskóla, en Áskell, bróðir minn, ráðsmaður hans. Leiddu kynni þeirra til þess, að þau giftust 22. ágúst 1931 og hófu búskap vorið 1932 á Litlu- Laugum, hluta jarðarinnar. Árið 1944 reistu þau á jarðarhluta sínum nýbýlið Laugafell, þar sem þau hafa búið síðan, þó að forsjá bús og verk út á við hafi verið í höndum Eyvindar, sonar þeirra, nú um all- mörg ár, enda Áskell nær 96 ára, en í húsmóðurbrúnni stóð Dagbjört til æviloka sinna af óhvikulli reisn. Þótt mér sé málið skylt hygg ég, að kunnugir en óvandabundnir þeim hjónum Dagbjörtu og Áskeli ljúki upp einum munni um það, að með þeim hafi verið jafnræði, enda var sambúð þeirra með ágætum. Bæði hörkudugleg og afkastamikil við verk, skapgerð þeirra heil og hrein, höfðu bæði næmt auga fyrir ýmsu, sem léttir lund, og frábitin því að mikla fyrir sér hlutina. Ekki dylst mér þó við umhugsun eftir á, að hlutskipti Dagbjartar hafi framan af búskaparárum verið næsta erfitt um margt: Hún sat í framandi sveit fjarri heimahögum, sem hún unni og dáði allt til æviloka, og fjarri sínum nánustu ættmennum, sem hún var einnig mjög bundin. Húsa- kynni þau, er þau hjónin höfðu á Litlu-Laugum, voru þröng og óhentug, einnig í miklu nábúi við annað heimilisfólk þar. Loks barst Það var því að vonum að leitað yrði til hans um erindi á ráðstefnum eða leiðsögn um héraðið. Oddafé- lagið eru samtök áhugamanna um endurreisn fræðaseturs að Odda á Rangárvöllum, stofnað fullveldis- daginn 1. desember 1990. Valgeir brást ætíð ljúfmannlega við mála- leitan Oddafélagsmanna við undir- búning funda og ferða. Að leiðar- lokum þakka þeir þann sóma sem hinn hógværi fræðaþulur sýndi fé- laginu. Hér skal getið erindis á Odda- stefnu sem haldin var í Gunnars- holti í nóvember 1992. Valgeir greindi þar frá rannsóknum sínum á byggðarsögu Landsveitar og Rangárvalla, m.a. erfiðleikum við öflun heyja í efri hluta þessara sveita og aðgangi að nógu og góðu neysluvatni sem sums staðar var hvergi í nánd. Erindi' Valgeirs er prentað í Goðasteini, Héraðsriti Rangæinga, 1992 og 1993. Þá Skal getið ánægjulegrar leið- sagnar Valgeirs í hópferð um Rang- árvaliahrepp sem farin var í fyrra- sumar í tilefni Oddahátíðar. Komið var m.a. við í Þingskálum, en eink- um var fræðst um sögu eyðibýla sem heimsótt voru. Nutu samferða- menn mikillar þekkingar Valgeirs. Eftirminnileg verður þessi ferð einnig fyrir þær sakir að tveir merk- ir fræðimenn voru leiðsögumenn í ferðinni, Valgeir og Einar Pálsson fræðimaður. Þar fóru þeir um slóð- ir sem voru báðum hugleiknar fram- ar öðrum stöðum, en tvö ólík leik- svið sögunnar lukust upp í lýsingum þeirra. Af víðum sjónarhóli heiðar- brúnar þar sem bærinn Steinkross stóð var sem blöstu við tveir óskyld- ir heimar Rangárþings með sitt sameiginlega baksvið. Rangvellingabók Valgeirs Sig- urðssonar mun halda nafni hans á loft um ókomin ár. Trúlega mun hún teljast með markverðustu rit- þeim á hendur fljótt ómegð vax- andi. Reyndi undir nefndum ástæð- um mjög á þollyndi og umgengni- slag húsmóður. Sigldi Dagbjört þann sjó með ágætum. Enn er að geta þess, að kreppa ríkti í landi fyrstu búskaparár þeirra hjóna. Eftir að þau reistu nýbýli sitt að Laugafelli varð hagur þeirra um allt auðveldari, þótt önnum létti hvergi; barnauppeldi, sífelld út- færsla ræktunar, sístækkun bús og á bóndann hlóðust opinber störf í vaxandi mæli. Húsmóðirin var og komin í stjórn húsmæðraskólans og gaf sér auk þess tíma til að taka þátt í kvenfélagsmálum. Þótti sum- um furðulegt á þessum árum, vit- andi um mikil húsmóðurstörf hús- freyjunnari Laugafelli, að sjá hana ósjaldan ganga að heyhirðingu, þegar mikið lá við, en hafa þó ætíð allt hreint og fágað inna stokks og mat og drykk til á venjutímum. Laugafell í Reykjadal er lítil jörð, en þar komu Dagbjört og Áskell sér upp gagnsömu búi og komust í góðar bjargálnir, meðan börn þeirra voru enn að vaxa úr grasi. Þeim gáfust þessi: Eyvindur, fædd- ur 22. júlí 1932, nú bóndi í Lauga- felli; Halldóra, fædd 22. deSember 1933, nú starfsmannastjóri við Búnaðarbanka íslands, var gift Bjarna Jenssyni, flugstjóra, er fórst í flugslysi í Færeyjum; Ingibjörg, fædd 2. júní 1935, deildarstjóri í Búnaðarbanka íslands, gift Kára Arnórssyni skólastjóra í Reykjavík, Þorsteinn, fæddur 18. apríl 1937 trésmíðameistari, Akureyri, kvænt- ur Birnu Jónsdóttur; Kristín, fædd 30. ágúst 1939, var gift Sigurði Magnússyni trésmíðameistara á Egilsstöðum, þau eru bæði látin; Ingunn, fædd 7. júlí 1944, Selási Reykjadal, gift Jóni Sjguijónssyni múrarameistara. Eftir að öll Laugafellssystkin voru uppkomin og burtflutt nema elsti sonur, ætla menn kannske, að búönnum húsfreyjunnar að Lauga- felli hafi nokkuð slotað, en svo varð ekki um tugi ára. Búið stækkaði fremur en hitt, margir þurftu Laugafellshjón að hitta vegna fé- lagsmála eða aðrir, er þótti þar gott að koma. Var því heimilið gest- kvæmt. Fljótlega komu og til mörg ömmu- og afabörn, sem þar áttu alltaf víst athvarf að vild um styttri verkum á þessari öld. Rangvellinga- bók er saga jarða og ábúðar í Rang- árvallahreppi frá landnámi til þessa dags. Hún er tæplega 700 blaðsíður og kom út í tveimur bindum árið 1982. Mörg þúsund inanns koma við sögu. Formála rita höfundurinn og Árni heitinn Böðvarsson sem hvatti til útgáfunnar, var með í ráðum og fór yfir handrit. í formála Valgeirs greinir hann frá aðdraganda verksins: „Á unglingsárum mínum voru uppi hugmyndir um að erlent stór- veldi gerði hluta Rangárvalla að hernaðarflugvelli í sambandi við herskipahöfn í Þykkvabæ. Voru gerðar talsverðar mælingar til und- irbúnings þvi verki og þjóðkunnir fjáraflamenn tóku að kaupa land þar sem hernaðarmannvirkjunum var ætlað að verða.“ Og Valgeir heldur áfram: „Þessar áætlanir urðu til þess að efla mjög þjóðernisvitund mína og beina huga mínum að ættlandinu og sögu þess og þá ekki síst sögu minnar heimabyggðar og því fólki er þar hafði lifað og starfað. Fram að þessu hefur gæfa Rangái-valla komið í veg fyrir að þar væri sett upp víghreiður stórveldis og segja má að lífið hafi sigrað dauðann á þessum stað því nú eru ein víðlend- ustu tún og akrar landsins þar sem ráðgert var að gera hernaðarmann- virkin. Þessar hugmyndir um gerð hernaðarflugvallar á Rangárvöllum hafa mótað skoðanir mínar allt fram á þessa tíma og ollu á sinni tíð talsverðu um að ég réðst í að gera þetta verk sem ég þá bjóst eins við að yrði grafskrift bænda- byggðar í sveitinni." Herstöð reis ekki á Rangárvöllum . en rit var samið, Rangvellingabók. Heit ungs manns og eins manns elja um áratugi bar ríkulegan ávöxt, en íjáraflamönnum varð ekki að ósk sinni. eða lengri tíma og alltaf eftirsótt. Nú kom húsfreyjan sér líka upp litlu gróðurhúsi sér til gagns og yndis og átti þar margar stundir þrátt fyrir búsannir. Henni var og mikið augnayndi að fylgjast með umskipt- um brekkunnar ofan við Laugafell, þar sem Eyvindur hefir ræktað upp stóran og gróskuríkan skógarreit. Öll ræktun var henni yndi. Nú hefir þessi atgervis- og skör- ungskona kvatt. Hún hafði ekki á því neinar vöflur frekar en öðru, sem hún tók sér fyrir í lífinu. Þó vissi ég svo vel í hug henni, að hún ætlaði sér ekki að kveðja Laugafell á undan manni sínum, sem hún vildi geta fylgt allt til loka, en þar tók ríkari henni ráðin af. Slíkrar konu sem Dagbjartar Gísladóttur er mikilsvert að hafa auðnast að kynnast og hljóta að minnast. Bragi Sigurjónsson. Mér finnst eins það hafi gerst í gær að ég hitti þær ömmu Dag- björtu og Soffíu systur hennar á heimili þeirrar síðarnefndu á Akur- eyri þegar amma varð níræð í fyrra. Þær höfðu átt góðan dag saman systurnar og voru eins og ungar aftur, eins og kátar og hressar unglingsstúlkur, í anda aftur komn- ar heim í Svarfaðardal. í rúm sex- tíu ár átti amma sitt heimili í þing- eysku landslagi, við ávalar línur hinna þingeysku heiða og aðeins hvassbrýnd Kinnarfjöllin í fjarska minntu á stórbrotin fjöll Tröllaskag- ans. Hugurinn hvarflaði þó oft heim á æskustöðvarnar í Svarfaðardal og henni varð tíðrætt um tignarleg fyöllin þar, mannlífið og náttúruna á sínum æskudögum. Hún saknaði dalsins síns en syrgði hann ekki; hennar bær stóð í Reykjadal og hún tók dyggilega ástfóstri við sína sveit og sitt þingeyska umhverfi. Á Laugarfellsheimilinu ríkti and- blær æskuheimila ömmu og afa, frá þeim miklu menningarheimilum norðlenskum, Hofi í Svarfaðardal og Sandi í Aðaldal. Með sínu lág- væra fasi og hæglátu festu var amma sú sem að öllu hugði. Hinu smáa: blómunum og öðrum gróðri, rósunum sem hún ól í gróðurhúsi hin síðar ár sér til ómældrar gleði. Hinu hversdagslega: heimilinu, hús- Unnendur fræða um landið í ljósi sögunnar harma skyndilegt fráfall Valgeirs Sigurðssonar. Fyrir hönd stjórnar Oddafélagsins votta ég aldraðri móður hans, systkinum og öðrum aðstandendum samúð á sorgarstundu. Þór Jakobsson veðurfræðingur. Á almennum hreppsfundi í Aust- ur-Landeyjum kom fram tillaga að rita sögu bænda og jarða í hreppn- um svo langt aftur sem heimildir fyndust og ráða til þess Valgeir Sigurðsson á Þingskálum sem áður hafði gert Rangvellingabækur, en þær virtust betri en alihennt gerist um fræðibækur. Um þetta urðu talsverðar umræður, og þá helst að þetta yrði svo dýrt fyrir lítið sveitar- félag. Fyrir þennan fund hafði ver- ið talað við Valgeir, en hann var í smíðavinnu að vetrinum, og taldi sig geta skipt um og farið í þetta starf miðað við svipað kaup. í gegn- um umræðurnar þarna á fundinum kom mjög sterkt fram að þetta væri tækifæri sem ekki mætti sleppa. Mál allra sem þekktu hann bar honum sama vitnisburð. Maður- inn væri heiðarlegur og hreinskipt- inn, og þó umfram allt var hann talinn svo vandvirkur að enginn vissi betra og í lok fundarins var ákveðið að ráða Valgeir til að rita sögu sveitarinnar. Seinna var ákveðið að hann safnaði samtímis úr fimm hreppum, það er, auk Landeyja, úr hreppunum utan Ytri- Rangár. Þetta er forsagan að kynnum okkar af Valgeiri. Við trúðum á hæfileika hans sem fræðimanns, eins og sést af því sem áður er sagt, og síst höfðum við ofmetið hann, það kom í ljós þegar við fór- um að tala við hann. Það var með inu; alltaf þurftu piltarnir að fá að borða. Mér er það svo minnisstætt með hvaða hugarfari amma gekk til allra verka. Þau voru henni aldr- ei kvöð eða áþján, heldur unnin með ánægju og ávallt af vand- virkni. Öll verk voru ómaksins virði, lífið þurfti að ganga sinn gang og • því skyldi lifað með reisn; af metn- aði en án allrar drambsemi. Því hafði amma alltaf áhuga á að breyta og bæta í kringum sig og hafði lúmskt auga fyrir nýjungum og framförum. Allt vildi hún þó skoða í ákveðnu ljósi: „Skyldi fólkið verða ánægðara?", spurði hún og gaf lítið fyrir það sem hún áleit tildur og hégóma. Hún amma Dagbjört var stór- brotin kona eins og svarfdælsku fjöllin þótt fas hennar væri hæglátt og mjúkt eins og þingeysk heiði. Með sinni yfirlætislausu ákveðni hafði hún mikil áhrif á alla sem með henni voru. Segja má að lífs- skoðun hennar hafi falist í orðunum „vertu trú yfir litlu en settu markið hátt“. Þótt einhveijir kunni að sjá í þessu mótsögn, virtist líf ömmu einmitt laust við mótsagnir; hún átti ekki erfitt með að samræma orð og gerðir. Sá sem þetta ritar var ungur sveinn langdvölum hjá ömmu og afa og fær seint fullþakkað það vegarnesti sem þau sendu mig með út í lífið. Og þótt eg væri stundum ódæll og einþykkur brást ömmu aldrei bogalistin; aldrei var eg skammaður, aldrei fundið að minni ' persónu. Án þess að láta í minni pokann varð ég þess alltaf vísari hvaða lífsreglur skyldu í heiðri hafð- ar og hversvegna eitt væri réttara en annað. Elsku amma! Það er svo erfitt að trúa því að þú skulir vera farin. Samt veit ég að þú hafðir búið þig vel undir ferðalagið. Við ræddum stundum um dauðann hin síðari ár og ég veit að þú kvaddir þennan heim sátt við þitt líf og þína samferðamenn. Ég leita mér hugg- unar í þeirri vissu að með um- hyggju þinni og virðingu fyrir lífinu fólst líka æðruleysi gagnvart dauð- anum. Við missum mikið þegar þú ert farin, en þú hefur líka skilið mikið eftir. Blessuð sé minning Dagbjartar í Laugafellfy Áskell Orn Kárason. ólíkindum sem maðurinn gat geymt í minni af fróðleik. Hann hafði þann hátt á störfum sínum, að hálft árið vann hann að ritun byggðasögunn- ar, og hálft árið heima á Þingskál- um við bústörf. Fyrri part vetrar sýndi hann okkur hvað hann hafði gert, hveiju hafði verið bætt við frá árinu áður. Þá hittust á einum stað fulltrúar frá öllum hreppunum sem hann var að vinna fyrir. Þessir fund- ir og sá andblær sem þar ríkti er og verður ríkur í minni. Hann tal- aði um þá sem voru uppi sautján- hundruð og eitthvað, átjánhundruð og eitthvað eða nítjánhundruð og eitthvað eins og það hefðu verið nágrannar hans, eftir að hafa kynnt sér búsetu og basl þessa fólks. Á þessum kynningarfundum skapað- ist, eftir því sem þeir urðu fleiri, óblandin virðing fyrir þessum manni og störfum hans. Enginn efaðist um að hann leitaði sér bestu heimilda sem fáanlegar voru. Við Austur-Landeyingar sem unnum að þessu vonum að þessar línur beri þakkir til þeirra sem tóku okkur svo vel í fjársöfnun okkar og gerðu verk hans möguleg fyrir okkar sveit. En vitanlega er okkur þó fyrst og næst í huga hvað mikið við metum verk Valgeirs, og því langaði okkur að segja frá og þakka. Það var mikill fengur fyrir alla sem unna sögu lands og þjóðar, að Valgeir helgaði sig þessum störfum þann tíma sem hann gerði, þó hon- um entist ekki aldur til að ljúka þessu verki. Sú saga verður sögð síðar. Og nú hafa orðið þáttaskil, miss- irinn er auðvitað mestur heima á Þingskálum hjá aldraðri móður og systkinum. Þeim vottum við okkar einlægu samúð. Grétar Haraldsson, Árni Erlendsson, Jóhann G. Guðnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.