Morgunblaðið - 12.02.1994, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.02.1994, Blaðsíða 48
•48 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1994 „Þetta hjálpar framkvæmdastjórunum að lesa á milli línanna." HÖGNI HREKKVÍSI BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Um tilkall til stefgjalda Frá Jóhanni Guðna Reynissyni: Einhvern tímann sagði skynugur náungi að skáld ættu ekki lengur tilkall til skynjunar og túlkunar verka sinna eftir að þau væru búin að láta skáldverk sín frá sér til al- mannabrúks. í tímans rás hafa túlk- unarform skálda aukið kyn sitt í mikilli sífellu og alltaf eru að bæt- ast í hópinn nýjar aðferðir sem njóta mismikils skilnings og fá því mis- góðar undirtektir meðal alþýðu manna. Þessi endurbætta og marg- aukna flóra listforma hefur gert það að verkum að hver og einn listamað- ur þarf að taka virkari þátt í barátt- unni um athygli neytenda en áður. Tónlistarmenn hafa nú riðið á vaðið í kapphlaupinu um arðinn. Þeir vilja að neytendur borgi brús- ann hvar sem þeir hyggjast bergja á honum. Jú, það er svo sem gott og blessað svo langt sem það nær. Ef fólk sem vill spila tónlist sem það hefur á tilskilinn hátt greitt framleiðandanum, þ.m.t. lista- manninum, fyrir með peningum má gera ráð fyrir að það telji að notkun sé heimil að vild. En hér kann list- neytendur að reka í vörðurnar þeg- ar þeir eiga að borga listamönnun- um á nýjan leik vegna þess að ein- hver annar gæti heyrt tónlistina líka. Má gera ráð fyrir að þeir sem þannig vildu annars skemmta til dæmis viðskiptavinum sínum rétti í staðinn að þeim tímarit sem gjarn- an eiga heima á svipuðum slóðum og hér um ræðir og má nefna hár- greiðslustofur sem dæmi. En nú mætti gera ráð fyrir að útgefendur tímarita þættust hafa himinn höndum tekið því með for- dæmi tónlistarmanna mætti rukka hvern og einn lesanda um lesgjald (sbr. stefgjald) vegna þess að þarna er verið að neyta hugverka á opin- berum vettvangi. Nei, ekki er hár- greiðslustofueigandinn tilbúinn til þess enda búinn að greiða blaða- mönnum og útgefendum iaun að sínu leyti með andvirði kaupverðs tímaritsins. Sama gildir um dag- blöð. Nú eru góð ráð dýr. Viðskiptavin- urinn sem kom einfaldlega til að láta klippa sig verður bara að virða fyrir sér málverkin á veggnum meðan hár hans er skert. Mætti ætla að það væri í lagi en líkt og tónlistarmaður og blaðamaður kem- ur nú listmálari að máli við hár- greiðandann og vill hann greiði fyr- ir notkun almennings á listaverkum hans. Hér hlýtur nefnilega að gilda sama meginforsenda; að neysla á opinberri list, hverju nafni sem hún nefnist, sé gjaldtæk. Þessu er ekki saman að jafna! gætu tónlistarmenn nú hrópað í örvæntingu sinni en þá er spurt: hveiju munar? Úr kassa á vegg er hljóðbylgjum endurvarpað. Innan ramma á vegg og af blaðsíðu er ljósi endurvarpað. Við hvert þessara endurvarpa er hugverki dreift til allra þeirra sem heyra vilja eða sjá. I framangreindum fáránleika er fólgið inntakskorn þessa ritverks. Tónlistarmenn verða líkt og aðrir hugverkamenn að sætta sig við að rukka bara einu sinni venjulegt fólk Frá Guðmundi Bjarna Ólafssyni: Ég undirritaður leyfi mér hér með, að mótmæla því nafni að kalla alla firði á sunnanverðum Vest- fjörðum Suðurfirði svo og að kalla fjörðinn, sem er norðan Langaness í Amarfirði Borgarfjörð. Firðir þeir í Arnarfirði sem eru sunnan Langaness hafa verið kall- aðir Suðurfirðir sameiginlegu nafni. Bíldudalur hefur til skamms tlma verið í Suðurfjarðarhreppi ásamt þessum fjörðum, sem nú eru að mestu komnir í eyði. Suðurljarða- hreppur náði frá Hrygg (Kolgrafa- hrygg?) að sunnan að Langanesi að norðan. Á Langanesi em jarðamörk, hreppamörk og sýslumörk. Suðurfirðir eru við Arnarfjörð og mér er ekki kunnugt um aðra firði á Vestfjörðum en þá, sem bera sam- heitið Suðurfirðir. Lándnámabók getur um nöfn þessara íjarða (185), Geirþjófur Valþjófsson nam land í Arnarfirði, Fossfjörð, Reykjarfjörð, Trostans- fjörð, Geirþjófsfjörð, og bjó í Geir- þjófsfirði. Þá hefur einhver fréttaglaður sagt öðrum sjónvarpsfréttamanni fyrir að kaupa afurðir þeirra. Hér á landi hafa nefnilega mjög fáir leyfi til þess að láta viðskiptamenn sína borga mörgum sinnum fyrir sama hlutinn. Má þar nefna fjöl- skattlagningu hins opinbera sem dæmi. En það er auðvitað allt önn- ur saga. Tónlistarmenn verða líkt og aðrir hugverkamenn að þekkja sinn vitjunartíma og ætlast ekki til þess af þeim sem til er höfðað að þeir þurfí ávallt að hefja seðlavesk- in á loft ef framleiðslan nær tilætl- uðum árangri. Þá er takmarkinu náð þegar neytandinn skynjar og túlkar hugverkið. JÓHANN GUÐNI REYNISSON, blaðamaður, Laufvangi 10, Hafnarfirði. að íjörðurinn norðan Langaness héti Borgarijörður. Enn vitna ég í Landnámabók (183). „Örn hét maður ágætur... frændi Geirmundar heljarskinns. Hann nam land í Arnarfirði svo vítt, sem hann vildi. Hann sat um veturinn á Tjaldanesi. Landnámabók (184) ... Örn seldi Áni rauðfeld öll lönd milli Langa- ness og Stapa. Land það er Án rauðfeld keypti nær frá Langanesi inn í botn ijarð- arins norðan Langaness og út á Stapa, sem er norðan ijarðarins og utan við Stapadal. Lokinhamradal- ur er næsti dalur þar fyrir utan. Það ætti því enginn að velkjast í vafa um að öll lönd norðan Langa- ness eru við Arnarijörð. Gísla saga Súrssonar getur um Arnaify arðarbotn. Mjólkárvirkjun er í Arnarijarðar- botni að mínum dómi. Við hvaða ijarðarbotn annan er hún? Ég tel að halda beri við uppruna- legum staðanöfnum svo sem venja er. GUÐMUNDUR BJARNI ÓLAFSSON, ellilífeyrisþegi, Þverbrekku 2, Kópavogi. Rangt faríð með nöfn Vestfjarða "MlKl&AF FROSKALOPPO/M FVpilR H6GM4 ■ LÍTIE> AF PEPPEIMNl. " Víkveiji skrifar Nýlega vakti Víkveiji máls á því að nauðsynlegt væri að bæta við læknum og hjúkrunarfólki á slysadeild Borgarspítalans á dögum eins og verið hafa undanfarið. Hálk- an um borgina og víðar er svo mik- il, að álagið á starfsfólk slysadeild- arinnar verður gífurlegt og þeir, sem eru svo ógæfusamir að þurfa að leita ásjár slysadeildarinnar, eru látnir bíða klukkustundum saman. Nú hefur komið fram í fréttum, að tiðarfarið hefur aukið mjög álag- ið og er fólk aðallega að úlnliðs- brotna eða ökklabrotna í hálkunni. Ástæðurnar fyrir því að ekki er kallað á aðstoðarfólk, þegar erillinn fer fram úr öllum áætlunum, er að ekki er gert ráð fyrir slíkum slysa- bylgjum í fjárhagsáætlun spítalans og því ekkert fjármagn til, svo að unnt sé að kalla til fólk. Þarna er augsýnilega brotalöm í rekstri spít- alans, sem nauðsynlegt hlýtur að vera að Iaga. etta ástand á slysadeild minnir Víkveija á, að hann horfði eigi alls fyrir löngu á þátt um al- mannavarnir og stórslys í sjón- varpi, sem Magnús Bjarnfreðsson, sá gamalkunni sjónvarpsmaður, stjórnaði. Þar var fjallað um neyðar- áætlun í tilfelli jarðskjálfta enda var þá jarðskjálftinn í Los Angeles ný- yfirstaðinn. Þessi þáttur var um margt fróð- legur og þar komu m.a. fram for- stöðumaður almannavarna, jarð- fræðingur og hjúkrunarforstjóri Borgarspítalans, sem er lykilspítali, er stórslys gerast. Fjálglega var lýst, hvernig spítalinn myndi bregð- ast við og í Ijós kom, sem raunar er sjálfsagt, að til eru neyðaráætl- anir á öllum sviðum um slík stór- slys. En Víkverji minnist þess hvergi, hvort fram kom, að nauð- synlegt fjármagn sé tryggt til að mæta slíkum hamförum náttúrunn- ar, sem lýst var í þættinum. Og allt virðist þetta skjóta dálítið skökku við, þegar í ljós kemur á hálkutímum, að ekki er til fjármagn til þess að anna með eðlilegum bið- tíma sjúklinga, hálkuslysum, sem stóraukast alltaf annað slagið í þessu landi elds og ísa. Slík hálku- slys ættu a.m.k. ekki að koma mönnum á óvart. xxx íkveiji lýsti því fyrir skömmu hve óánægður hann hafi verið með þjónustu Hagkaups, er hann var fyrir vonbrigðum með mat, sem hann keypti í Kringluverzluninni skömmu fyrir jól. En allt er gott, sem endar vel. Hagkaup hafði í vik- unni samband við Víkveija og kom í ljós að misskilningur í verzluninni olli því, að verzlunin svaraði ekki umkvörtun Víkveija. Það hefur komið í ljós, að Hagkaupsmenn kappkosta að hafa þjónustu sína í lagi og getur Vikveiji ekki annað en lýst ánægju sinni með hana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.