Morgunblaðið - 12.02.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.02.1994, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1994 Minning Dagbjört Gísla- dóttir, Laugafelli Fædd 18. apríl 1903 Dáin 5. febrúar 1994 Elskuleg tengdamóðir mín Dag- björt Gísladóttir andaðist á Sjúkra- húsi Húsavíkur laugardaginn 5. febrúar eftir stutta legu, tæplega 91 árs að aldri. Dagbjört var fædd á Hofí í Svarf- aðardal 18. apríl 1903, dóttir hjón- anna Gísla Jónssonar smiðs og bónda frá Syðrahvarfí í Svarfaðar- dal og konu hans Ingibjargar Þórð- ardóttur frá Hnjúki í Skíðadal. Gísli var sonur Jóns Kristjánssonar bónda á Syðrahvarfi og konu hans Dagbjartar Gunnlaugsdóttur en Ingibjörg var dóttir Þórðar Jónsson- ar frá Hnúki og konu hans Hall- dóru Jónsdóttur frá Holárkoti. Ætt- ir Dagbjartar Gísladóttur eru sam- anslungnar í Svarfaðardal í marga ættliði enda held ég að Svarfaðar- dal hafí Dagbjört unnað mest allra byggða. Foreldrar Dagbjartar voru bæði landskunn af sínum verkum, Ingibjörg fyrir tóskap sinn og hann- yrðir og Gísli fyrir teikningar af mannvirkjum og brúarsmíði. Þau eignuðust sex börn og komust fímm til fullorðinsára. Auk þess ólu þau upp eitt fósturbam. Systkini Dag- bjartar sem upp komust voru Hall- dóra húsfreyja á Sökku í Svarfaðar- dal, gift Ara Þorgilssyni. Hún lést ung. Gunnlaugur bóndi á Sökku, kvæntur Rósu Þorgilsdóttur. Jón bóndi á Hofí, kvæntur Arnfríði Sig- urhjartardóttur, og Soffía, lengst af ráðskona hjá Jóni bróður sínum, nú búsett á Akureyri. Fóstursystirin var Hallfríður Ingibjörg Kristjáns- dóttir húsmóðir í Vestmannaeyjum, gift Steingrími Benediktssyni. Soff- ía er nú ein á lífi þessara systkina. Dagbjört ólst upp á miklu menn- ingarheimili sem ekki síst var orð- lagt fyrir mikinn hagleik og heimil- isprýði. Það vár mikil glaðværð í systkinahópnum á Hofi og nóg að bíta og brenna þó aðhalds væri gætt. Að loknum bamaskóla gekk Dagbjört í Unglingaskóla Svarf- dæla sem þá var á prestsetrinu Völlum en kennari var Þórarinn Kristjánsson bóndi á Tjöm. Það var föngulegur hópur sem þar horfði til framtíðar og glatt í sinni. Milli þeirra Vallasystkina og fólksins á Hofi var mikil vinátta sem haldist hefur fram á þennan dag. Dagbjört hleypti ung heimdraganum og fór að vinna á Garðyrkjustöðinni á Akureyri og síðar á Garðyrlq'ustöð- inni á Reykjum í Mosfellssveit. Þessi reynsla hennar kom sér vel síðar meir þegar hún var sjálf orðin bóndakona. Árið 1925 leggur hún land undir fót og fer til náms við íþróttaskólann í Ollerup í Danmörku og að því loknu hóf hún nám við húsmæðraskólann í Sorö sem þá var einn kunnasti húsmæðraskóli Danmerkur. Síðan vinnur hún um tíma í Danmörku en eftir heimkom- una stóð hún fyrir námskeiðum í húsmæðrafræðum víða um land og árið 1929 er hún ráðin kennari við Húsmæðraskóla Þingeyinga að Laugum. Árið eftir tekur hún að sér ráðskonustarf við Héraðsskól- ann á Laugum og gegnir því í tvö ár þar til hún giftir sig og gerist húsfreyja á Litlu-Laugum og síðar Laugafelli. Dagbjört giftist Áskeli Siguijóns- syni frá Litlulaugum, þá bryta og kennara á Laugum, 22. ágúst 1931, og hófu þau þá búskap á hluta Litlu- lauga. Áskell sem fæddur er 1898 hafði hlotið góða menntun. Hann var búfræðingur frá Hvanneyri og einnig hafði hann lokið prófí frá Samvinnuskólanum. Það var því mikið jafnræði með þeim hjónum. Áskell lifír nú konu sína í hárri elli en hann verður 95 ára 13. mars nk. Áskell er sonur Siguijóns Frið- jónssonar bónda og skálds á Litlu- Iaugum og konu hans Kristínar Jónsdóttur frá Rifkelsstöðum. Auk þess að sinna húsmóðurstörfum á stóru heimili tók Dagbjört mikinn þátt í félagsstörfum sveitar sinnar og héraðs. Hún var til fjölda ára í skólanefnd Húsmæðraskólans og prófdómari þar. Hún starfaði mikið í Kvenfélagi Reykdæla og var um árabil varaformaður Kvenfélaga- sambands Suður-Þingeyjarsýslu. Ritarastarfi í sóknarnefnd Einars- staðakirkju gegndi hún í fjölda ára. Árið 1943 reistu Áskell og Dag- björt nýbýlið Laugafell í landi Litlu- lauga og hefur það verið heimili þeirra síðan. Þau eignuðust fímm börn en þau eru, Eyvindur bóndi í Laugafelli, ókvæntur og á eina dótt- ur. Halldóra starfsmannastjóri Bún- aðarbankans í Reykjavík, ekkja eft- ir Bjarna Jensson flugmann. Hún á þijú börn. Ingibjörg deildarstjóri í Búnaðarbankanum, gift Kára Arn- órssyni skólastjóra. Þau eiga fimm börn. Þorsteinn smiður á Akureyri, kvæntur Birnu Jónsdóttur, þau eiga tvö börn. Kristín húsmóðir á Egils- stöðum. Hún lést 1978, var gift Sigurði Magnússyni. Þau áttu fímm börn, og Ingunn húsmóðir í Selási, Reykjadal, gift Jóni Siguijónssyni múrarameistara. Þau eiga fjögur börn. Frændgarðurinn er því orðinn stór því barnabörnin eru orðin 23. Áskell maður Dagbjartar var auk bóndastarfsins oddviti í Reykjadal á þriðja tug ára. Allir fundir hrepps- nefndar voru á þeim tíma haldnir heima í Laugafelli svo og fundir í niðuijöfnunarnefnd. Mikil gesta- koma var því jafnan í Laugafelli því margir áttu erindi við oddvit- ann. I Laugafelli rak Áskell einnig bókaverslun til margra ára og auð- vitað hlaut það að auka á annir húsfreyjunnar. En öllum þessum skyldum sinnti Dagbjört af miklum myndarskap og án þess að hafa mörg orð um. Síðar bættust svo við sumardvalir barnabamanna sem áttu þar ómetanlegan tíma í skjóli afa_ og ömmu. Ég kynntist Dagbjörtu fyrst þeg- ar ég kom í heimsókn í Laugafell með konuefni mínu. Síðan eru rúm fjörutíu ár. Mér var þá strax tekið sem einum úr fjölskyldunni og hef- ur svo verið allar götur síðan. Mér er þessi fyrsta heimsókn minnis- stæð. Umræður leiddu strax í ljós hve vel húsráðendur fylgdust með hræringum í samfélaginu. Allir veggir voru þaktir bókum og þó þjóðlegur fróðleikur væri í hávegum hafður þá voru ekki síður á boðstól- um nýjustu verk í bókmenntum. Ég setti þetta í fyrstunni í samband við húsbóndann sem ég vissi að var mikill lestrárhestur en ég komst að því að þar var Dagbjört enginn eft- irbátur og var endingargóð við lest- ur allt til þess dags er hún kvaddi þetta jarðlíf. Síðasta bókin sem hún las og var að segja mér frá var bók Gils Guðmundssonar um Odd Ólafs- son á Reykjalundi sem henni þótti mjög gott verk. Meðan við hjónin bjuggum á Húsavík vorum við tíðir gestir í Laugafelli. Börn okkar hafa verið þar langtímum saman í sumardvöl. Svo er um mörg barnabörn önnur. Öll þessi ár hefur tengdamóðir mín sífellt verið að stækka í huga mér sem óvenju vel gerð persóna. Fas hennar var tignarlegt en laust við allan fyrirgang, rökvísi hennar og sanngirni mikil. Aðstoð við lítil- magnann var í hennar huga ein af frumskyldum mannsins. Ræktar- semi við fjölskyldu sína og frændur ríkur arfur úr foreld.rahúsum. Góð verkkunnátta og mikil verklagni bæði meðfætt og áunnið sem nýtt- ist til dauðdags því Dagbjört stóð fyrir heimili í Laugafelli þar til hún þurfti að leggjast inn á sjúkrahús vegna smá meiðsla fyrir nokkrum dögum. Dagbjört hafði mikinn áhuga fyrir ræktun enda vel að sér í þeim efnum og mestu yndisstund- ir hennar nú síðari árin voru í litla gróðurhúsinu hennar. Hún taldi ræktun af hvaða toga sem er vera í raun heilagt starf og fátt væri manninum eins hollt. En matjurt- irnar, garðagróðurinn og blómin voru hennar eftirlæti. Hún var á undan sinni kynslóð í neyslu græn- metis en þar naut hún einnig menntunar sinnar í næringarfræð- um. Hún var áræðin í framkvæmd en jafnframt gætin. Áhugi hennar í þeim efnum entist álla ævi. Dag- björt var mikill og góður stuðnings- maður kirkju og kristni eins og störf hennar fyrir kirkjuna bera með sér en trú sinni þröngvaði hún ekki upp á aðra frekar en öðrum sínum skoð- unum. Hún var hins vegar mjög fijó í umræðum og einkennandi var það fyrir hana hve auðvelt hún átti með að skiptast á skoðunum og eiga orðræðu við ungt fólk. Þessa nutu barnabörnin. Þannig er fólki farið sem lifir lífinu til hinsta dags. Það er kannski táknrænt að fyrsta bókin sem hún gaf mér var Lifðu lífinu lifandi. Það gætu verið ein- kunnarorð fyrir líf og starf Dag- bjartar í Laugafelli. Ég persónulega á þessari konu mjög margt að þakká. Af henni nam ég svo marga góða hluti, ekki síst í gegnum skilning hennar og sýn á lífið. Hún sýndi það í verkum sínum hve mikla virðingu hún bar fyrir öllum viðfangsefnum. Ég þakka henni fyrir hönd barna okkar og barnabarna og allra ættmenna. Það verður mikil breyting að hún skuli ekki vera til staðar í Lauga- felli eins og öll þau rúmlega 60 ár sem hún hefur staðið fyrir heimil- inu. Mest verða þó viðbrigðin fyrir þá feðga Áskel og Eyvind sem verða að sætta sig við að þessi kona, sem manni fannst einhvern veginn innra með sér að myndi verða eilíf, því hún varð aldrei gömul þó hún væri öldruð, er nú horfín á braut. Það verður líka mikill söknuður hjá Soff- íu systur hennar því mjög kært var með þeim systrum. Það var mildur og fagur laugar- dagsmorgunn þegar Dagbjört lést. Hún hafði vaknað hress og glöð um morguninn og haft tal af hjúkrunar- fólki en innan stundar hafði hún kvatt. Það var hlýr sunnan andvari í Þingeyjarsýslu þennan morgun eins og hlýjan sem geislaði frá henni og hún kvaddi eins og öll hennar verk voru, hreinlega og hiklaust og án þess að vera öðrum byrði. Það Minning Fæddur 16. nóvember 1934 Dáinn 3. febrúar 1994 Á eystri bakka Ytri-Rangár, um það bil miðju vega milli uppsprettu og ósa, standa nokkrir bæir á dálitl- um gróðurlendum sem staðið hafa af sér þær mörgu og hörðu árásir, sem sandfokið og uppblásturinn hafa gert á Rangárvellina. Á mælikvarða þéttbýlla sveita eru þetta afskekktir bæir. Fram yfir miðja öldina voru vegir á þess- um slóðum aðeins niðurgrafnar götur. Nokkuð langt og seinfarið var til annarra byggða í sveitinni og raunar voru allar samgöngur um margt auðveldari og oft meiri við næstu bæi vestan árinnar, þó að þeir séu í öðrum hreppi. Á upp- vaxtarárum okkar systkinanna leið því oft nokkuð langur tími milli þess að við hittum fólk annarsstað- ar að úr sveitinni, en oft var skot- ist milli þessara bæja og erindi kannski ekki alltaf brýn. Flest af því fólki sem þá réð húsum í þessu litla samfélagi við ána er nú horfíð bak við tjaldið mikla. Slíkt er eðlilegur gangur lífs- ins og alls þessa fólks minnumst við með virðingu og þökk. Og nú er líka komið að því að kveðja einn félagan frá æskuárun- um, Valgeir Sigurðsson á Þingskál- um. Hann hélt, ásamt systkinum sínum, meiri tryggð við heimahag- veit ég að hún hefur verið mjög þakklát fyrir þegar komið var að vistaskiptum. Blessuð sé minning hennar. Kári Arnórsson. Að morgni laugardagsins 5. febrúar síðastliðins lést snögglega í sjúkrahúsinu á Húsavík mágkona mín, Dagbjört Gísladóttir húsfreyja á Laugafelli í Reykjadal í Suður- Þingeyjarsýslu. Hafði hún þá staðið í húsmóðurbrúnni á 63. ár. Kvaddi þar mikil atgervis- og skörungs- kona. Dagbjört Gísladóttir var Svarf- dælingur að fæðingu og uppvexti, fædd að Syðra-Hvarfi í Skíðadal. Voru foreldrar hennar hjónin Gísli Jónsson, Syðra-Hvarfí, en þar höfðu foreldrar hans búið lengst búskapar síns, og Ingibjörg Þórðardóttir frá Hnjúki í sama dal. Gísli og Ingi- björg bjuggu annars lengst af á Hofi í Svarfaðardal eða frá 1904 og til æviloka og voru við þann bæ kennd sem og börn þeirra, er voru fjögur auk Dagbjartar: Halldóra, er lést ung en uppkomin, Gunnlaug- ur, lengi bóndi og oddviti að Sökku í Svarfaðardal, Jón, lengi bóndi á Hofí, og Soffía, forsjárkona foreldra sinna á efri árum þeirra, nú öldruð kona á Akureyri og ein á lífí þeirra Hofssystkina, sem sagt var um af kunnugum, að þau væru „hvert öðru betur að sér gjör“. ana en við hin af sömu kynslóð og átti alla ævi heima á Þingskálum. Á sumrin vann hann að búi foreldra sinna, en á vetrum dvaldi hann í Reykjavík, framan af aðallega við byggingarvinnu. Lengi vel vissu fáir að samhliða þessari vinnu við heyskap og húsbyggingar stundaði hann vandasöm ritstörf. Líklega eru þau störf hans ein drýgsta sönnun sem fram hefur komið á seinni árum fyrir því að íslensk sveitamenning sé annað og meira en fögur orð til nota í hátíðarræðum. í meir en tvo áratugi eyddi Val- geir nær öllum frístundum sínum til þess að rannsaka og skrifa sögu jarða í Rangárvallahreppi. Árang- urinn birtist í tveggja binda rit- verki, Rangvellingabók, sem kom út árið 1982. Það er álit þeirra sem best mega vita að Rangvellingabók sé meðal vönduðustu rita sinnar gerðar og skömmu eftir að hún kom út, var Valgeir ráðinn til að taka saman samskonar fræðirit um nokkrar aðrar sveitir í Rangár- þingi. Þegar hann féll skyndilega frá var hann kominn vel á veg með sum þeirra verka og ekki þarf að efa að hann hafi lagt traustan grunn sem hægt ér að byggja á. Hugur Valgeirs til sveitarinnar kom fram í fleiru en því að festa á bók fróðleik um horfnar kynslóðir. Hann birtist líka í umgengni hans við landið. I landi Þingskála, eins Valgeir Sigurðs- son, Þingskálum Hofshjón, Ingibjörg Þórðardóttir og Gísli Jónsson, voru rómuð hjón á sinni tíð í héraði og víðar, hún fyrir afburðadugnað, búhyggni, ötulleik og verkfærni, hann fyrir hagleik að smíðum, verkvísi og verkstjórn, gerhugull maður og fróður. Segir svo í Æviskrám, 6. bindi 1976, um Gísla, að hann hafi smíðað 9 brýr um daga sína, reist 2 íbúðarhús og 1 kirkju og verið forustumaður í mörg ár í vegagerð í Svarfaðardal. Búnaðarfélag ís- lands gerði hann að heiðursfélaga. Það sýnir traust sveitunga Gísla á smíðafærni hans og verkvísi sem og ör/ggi hans og áræði, að 27 ára gömlum var honum falið að reisa brýr yfir Skíðadalsá og Svarfaðar- dalsá. Var það litlu fyrir aldamót eða árið 1896. Gekk brúarmíðin fljótt og vel og voru þessar Gísla- brýr fyrst leystar af 38 -árum síðar og þá með steinbrúm. Ekki var Gísli lærður smiður, hvorki á tré né járn, en honum var hagleikurinn í blóð borinn. Áður en hann gekk að smíði brúa sinna yfir Skíðadalsá og Svarfaðardalsá hafði hann ekki að brúarsmíði komið, en skoðað trébrú eina í Skagafirði og athugað alla gerð gaumgæfilega sem og skráð hjá sér allar efnisstærðir og hlutföll, er hann síðar felldi og reiknaði út við hæfí brúa sinna. Skeikaði þar í engu. Slík var ná- kvæmni hans og smiðsaugað glöggt. Mikil verkvísi og rík er og í Hnjúksætt, en svo eru afkomendur Þórðar á Hnjúki, föður Ingibjargar á Hofi, ósjaldan auðkenndir. Skal þessu til sönnunar geta bróðursona Ingibjargar, Sveinbjörns Jónssonar, stofnanda Ofnasmiðjunnar í Reykjavík og forstjóra árum saman, og Ágústs Jónssonar, trésmíða- meistara á Akureyri, hins lands- kunna steinasafnara og steinútsög- unarsnillings. Einnig skal nefna bróðurson þeirra bræðra, Jón Þórð- arson, hugvits- og uppfínninga- mann í Reykjavík. Eins og fyrr segir fæddist Dag- björt Gísladóttir á Syðra-Hvarfi í Svarfaðardalshéraði. Hlaut hún í skírninni nafn föðurmóður sinnar, Dagbjartar Gunnlaugsdóttur, er þótti atgerviskona. Getur hennar og Jóns manns hennar að nokkru í bókinni Sterkir stofnar 1960 eftir og víðar á Rangárvöllum, er tals- vert af rofabörðum, líkum þeim sem stundum eru sýnd í sjónvarpi til sannindamerkis um vonsku sauð- kindar og sveitamanna. Sum þess- ara rofabarða hafa verið grædd upp með atbeina Landgræðslunnar og Lionsmanna, en Valgeir réðst sjálf- ur móti eyðingaröflunum sem heij- uðu á önnur. Hann stakk niður slút- andi börð Vaðhólsins, ók moði og oðrum áburði í blásnar brekkur og vor eftir vor stakk hann kynstrin öll af sniddu og hlóð hólinn að ut- an, þar sem önnur ráð dugðu ekki. Þannig vinna þeir einir sem meta annað meira en að alheimta daglaun að kveldi. Valgeir vann ekki með neinum asa að því sem hann tók sér fyrir hendur. Það skipti hann meira máli að verkin, hvort sem þau voru við bók eða bú, entust lengur en eina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.