Morgunblaðið - 12.02.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.02.1994, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1994 Greiðslur til KA 1990-94 Áætlað Samtals 1990 1991 1992 1993 1994 ’90-’94 til Þórs 1990-94 Áætlað 1990 1991 1992 1993 1994 Samtals ’90-’94 Byggingastyrkur 0 27.100 27.722 23.477 23.932 102.231 6.250 6.500 12.402 12.588 9.071 46.811 Rekstrarstyrkur 644 1.050 1.150 1.300 1.600 5.744 644 1.050 1.150 1.300 1.600 5.744 Tímaleiga (ÍBA) 2.439 2.953 3.720 3.950 ? 13.062 2.566 2.964 3.720 3.950 ? 13.200 Baðvarsla 692 - - - - 692 - - - - - . Sérstyrkir 1.000 - 520 1.770 1.040 4.330 - . . . . . Afrekssjóður 200 100 200 - . - 500 - . 200 . . 200 Sumarnámskeið 130 150 150 150 ? 580 130 150 150 150 ? 580 Húsaleiga 0 814 2.936 2.811 2.736 9.297 - 1.243 973 988 491 3.695 Samtals 5.105 32.167 36.398 33,458 29.308 136.436 9.590 11.907 18.595 18.976 11.162 70.230 ' Sérstyrkir til KA vegna þátttöku í Evrópumótum. Greiðslur til íþróttafélaganna liðlega 206 milljónir á 5 árum 136 milljónir til KA og 70 milljónir til Þórs Hæstu greiðslurnar vegna samninga um byggingarstyrki Iþróttamaður Þórs kjörinn HLYNUR Birgisson var kjörinn íþróttamaður Þórs fyrir skömmu og er þetta annað árið í röð sem Þórsarar kjósa hann íþrótta- mann félagsins. í öðru sæti varð Hafsteinn Lúð- víksson körfuknattleiksmaður og í þriðja sæti Geir Aðalsteinsson handknattleiksmaður. Þá var Rögn- valdur Ingþórsson kjörinn skíða- maður ársins hjá félaginu. Þrír efstu menn í kjörinu léku allir með landsliði í sinni grein á síðasta ári. GREIÐSLUR bæjarsjóðs Akureyrar til íþróttafélaganna, KA og Þórs, vegna framkvæmda, rekstrar eða kaupa á þjónustu á síðustu 5 árum nema liðlega 206 milljónum króna, þar af hafa 136,4 milljónir króna farið til KA og 70,2 miiyónir til Þórs. Hæstu greiðslurnar eru vegna samninga um byggingastyrki, en einnig hafa þau verið styrkt með ýmsum öðrum hætti. Byggingastyrkir ráðast af þeim framkvæmdum sem í gangi eru hveiju sinni. Tveir samningar hafa verið gerðir við Þór vegna fram- kvæmda við félagsheimilið Hamar sem er 1.156 fermetrar að stærð, annar upp á 17,8 milljónir og heild- arijárhæð var 106,5 milljónir og var hlutur bæjarins 66,7 milljónir króna. Frá upphæðinni eru dregnir styrkir sem Þór hafði áður fengið úr bæjarsjóði, samtals tæpar 32 milljónir, þannig að eftir standa 34,7 milljónir til greiðslu á árinum 1991 til ’95. Samningur var gerður við KA SVÆÐISSKRIFSTOFA MALEFNA FATLAÐRA Á NORÐURLANDI EYSTRA Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Norðurlandi eystra Svæðisskrifstofan óskar að ráða fólk með fagréttindi til að starfa að málefnum fatlaðra. Boðin er góð starfsaðstaða og áhugaverð viðfangsefni í fjölbreyttu umhverfi. Við leitum að fólki, sem vill takast á við ný verkefni og stuðla að þróun innan málaflokksins. Um eftirfarandi störf er að ræða: Forstöðumaður fyrir sambýli í lok þessa árs er gert ráð fyrir, að nýtt sambýli fyrir fjölfatl- aða taki til starfa á Akureyri. íbúarnir eða a.m.k. hluti þeirra mun tilheyra hópi ofurfatlaðra. Forstöðumaðurinn þarf að geta hafið störf sem fyrst og verður hlutverk hans til að byrja með það, að undirbúa starfsemi sambýlisins í sam- starfi við Svæðisskrifstofu og væntanlega íbúa og aðstand- endur þeirra. Til forstöðumanns eru gerðar þessar kröfur: Hann þarf að hafa menntun sem nýtist í starfi með ofurfötluðum. Það er æskilegt að hann hafi stjórnunarreynslu og hann þarf að eiga auðvelt með að starfa með öðrum. Hann þarf að vera undir það búinn að sækja námskeið eða aðra fræðslu til undirbúnings starfinu heima eða erlendis. Hann þarf að geta leiðbeint öðrum starfsmönnum um meðferð, þjálfun og umönnun ofurfatlaðra. Þroskaþjálfar og/eða annað sérmenntað fólk á meðferðarsviði Þroskaþjálfa og/eða annað sérmenntað fólk óskast til starfa á fyrrgreint sambýli, á sambýli sem áætlað er að taki til starfa á Húsavík seinni hluta ársins svo og til starfa á dag- deild fyrir þroskahefta á vistheimilinu Sólborg. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af starfi með mikið fjölfötl- uðu fólki, geti tamið sér skipulögð vinnubrögð og hafi vilja og hæfileika til að nýta sér leiðsögn annarra sérfræðinga. Sjúkraþjálfari Sjúkraþjálfari óskast til starfa á vistheimilinu Sólborg í forföll- um yfirsjúkraþjálfara. Ráðið verður í starfið til 6 mánaða. Að þeim tíma loknum er hugsanlegt að um áframhaldandi starf geti orðið að ræða. Til greina kemur að sjúkraþjálfarar fengju afnot af þeirri aðstöðu sem fyrir er, s.s. sundlaug og fleira, fyrir eigin rekstur. Skriflegar umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra, Stórholti 1, 603 Akureyri, fyrir 25. febrúar nk. Þar eru einnig veittar nán- ari upplýsingar og í síma skrifstofunnar sem er 96-26960. Svæðisskrifstofa máiefna fatlaðra á Norðurlandi eystra. vegna byggingar íþróttahúss sem er 2.529 fermetrar að stærð, en 75% hlutur Akureyrarbæjar var 109,8 milljónum króna á árunum 1991-’95. Þá greiddi bærinn 8,6 milljónir vegna búnaðar til leikfimi- kennslu og vegna áhorfendabekkja í húsinu. Félögin hafa fengið sömu upp- hæð í rekstrarstyrk, til sumar- námskeiða og vegna tímaleigu í íþróttahúsum. Styrkir úr afreks- sjóði eru úthlutaðir til einstaklinga og hópa sem skara fram úr í íþrótta- grein sinni. Hvað húsaleigustyrk varðar var gerður samningur við Þór um afnot af hluta Hamars fyr- ir skóladagheimili og við KA vegna afnota Lundarskóla af íþróttahús- inu til leikfimikennslu. Sérstyrkir til KA nema 4,3 millj- ónum króna og er um þrenns konar styrki að ræða; vegna þátttöku í Evrópumóti félagsliða í knatt- spyrnu, styrkur vegna fjármagns- kostnaðar vegna byggingar íþrótta- húss, 130 þúsund krónur á mánuði í 24 mánuði, og loks fékk félagið styrk frá atvinnumálanefnd, 200 þúsund krónur vegna kaupa á sýn- ingarkerfi. Messur AKUREYRARPRESTAKALL: Helgistund á Fjórðungssjúkra- húsinu kl. 10 f.h. á morgun. Fjöl- skylduguðsþjónusta í Akur- eyrarkirkju kl. 11. f.h. Sunnu- dagaskólinn verður með í at- höfninni í fyrstu en færir sig síð- an í Safnaðarheimilið. Séra Sig- urður Pálsson, framkvæmda- stjóri Hins íslenska Biblíufélags, predikar. Barnakór Akureyrar syngur undir stjórn Hólmfríðar Benediktsdóttur. Fundur í Æskulýðsfélaginu kl. ' 17. Fræðsluerindi í Safnaðarheimili á mánudagskvöld. GLERÁRKIRKJA: Biblíulestur og bænastund kl. 13. í dag, laugar- dag. Barnasamkoma á morgun kl. 11, léttir söngvar, fræðsla, bænir og sagt frá kirkjuhátíð barnanna. Messa kl. 14. Fundur æskulýðsfélagsins kl. 17.30. HJÁLPRÆÐISHERINN: Kvöld- vaka með söng, hugvekju, píanóleik, happdrætti og veit- ingum í kvöld, laugardagr kl. 20.30. Bæn kl. 13.30 á morgun, almenn samkoma og sunnu- dagaskóli kl. 14. Heimilasam- band kl. 16, hjálparflokkur kl. 20.30. Major Liv Gundersen frá Noregi talar á öllum samveru- stundunum. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Sam- koma fyrir ungt fólk í kvöld kl. 20.30. Barnakirkjan kl. 11 á morgun, vakningasamkoma kl. 15.30, ræðumaður Vörður Traustason, beðið fyrir sjúkum. Æskulýðsfundur fyrir 9-12 ára miðvikudag kl. 17.30, grunn- fræðsla fyrir nýja kl. 20.30, sam- koma á Ólafsfirði kl. 20.30 sama dag, biblíulestur og lofgjörðar- stund kl. 20.30 á föstudag. LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkju- skóli í Grenivíkurkirkju kl. 10.30 í dag og í Svalbarðskirkju á morgun kl. 16.30. Guðsþjónusta í Grenivíkurkirkju kl. 14 á morg- un. Æskulýðsfundur í skólanum sunnudag kl. 15. Kyrrðar- og fyrirbænastund í Svalbarðs- kirkju þriðjudagskvöld kl. 21. ■ ÁRLEGIR bolludagstónleikar blásaradeildar Tónlistarskólans á Akureyri verða haldnir á Hótel KEA á morgun, sunnudag kl. 15. Á tónleikunum leika blásarasveitir skólans, málmblásarakvintett, blokk- flautusveit og þverflautusveit og einnig koma fram einleikarar á blást- urshljóðfæri. Á tónleikunum verða seldar bollur og kaffí til ágóða fyrir blásaradeildina. H SÉRA Sigurður Pálsson fram- kvæmdastjóri Hins íslenska Bibl- íufélags verður með fyrirlestur í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju nk. mánudagskvöld og kynnir þar störf félagsins og ýmis ný verkefni. Fyrirlesturinn hefst kl. 20.30. Sýnt verður fræðslumyndbandið Biblían í brennidepli, sem nýlega var gert í samvinnu við Námsgagnastofnun. Verða Biblíufélaginu, sem er elsta starfandi félag hérlendis, gerð skil í fyrirlestrinum, nú stendur m.a. yfír á þess vegum þýðing á Gamla testa- mentinu. Þá hefíir Biblíufélagið gefíð út Apokrýfar bækur Gamla testa- mentisins, sem ekki hafa verið fáan- legar í áratugi, og ennfremur hefur það stutt biblíustarf í Eþíópíu. Sýningin Látum sönginn hljóma frumsýnd í Sjallanum „LÁTUM sönginn hljóma”, söngdagskrá þar sem lög hins skagfirska sveiflukóngs Geir- mundar Valtýssonar eru i önd- vegi verður frumsýnd í Sjallan- um á Akureyri í kvöld, Iaugar- dagskvöld, en um er að ræða nánast sömu dagskrá og gekk í fjóra mánuði á Hótel Islandi í fyrravetur, en að hluta með öðrum þátttakendum. „Þessi sýning gekk afar vel syðra í fyrra og ég verð illa svik- inn ef Eyfirðingar, Þingeyingar, Skagfirðingar og Húnvetningar hafa ekki gaman af þessu. Það hefur ævinlega verið mikið stuð á dansleikjum okkar á þessum svæðum þannig að ég á ekki von á öðru en viðtökur verði góðar,“ sagði Geirmundur Valtýsson. Auk Geirmundar og hijómsveit- ar hans taka söngvaramir Helga Möller, Erna Gunnarsdóttir og Ingvar Grétarsson þátt í sýning- unni og þá koma til liðs við hljóm- sveitina Magnús Kjartansson, Vil- hjálmur Guðjónsson og Þorsteinn Kjartansson. Kynnir verður Bjarni Hafþór Helgason fréttamaður. 18 vinsæl lög Alls eru flutt 18 lög á sýning- unni og hafa þau öll notið mikilla vinsælda, „fólk veit að hveiju það gengur, það þekkir lögin og ég minnist þess að á sýningunum fyrir sunnan kom fyrir að fólk dansaði uppi á borðum. í Sjallan- um verðum við nær fólkinu þann- ig að við væntum þess að það verði mikið stuð í húsinu,“ sagði Geirmundur. Sjallinn býður upp á þríréttaða máltíð áður en sýningin hefst, hvítvínsbætta sjávarréttasúpu, sinnepsgljáðan lambahrygg og súkkulaðifrauð með Grand Marni- er-sósu. Sýningin hefst kl. 22.30 og stendur í einn og hálfan tíma, en að henni lokinni leikur hljóm- sveit Geirmundar fyrir dansi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.