Morgunblaðið - 12.02.1994, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.02.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1994 31 SJONARHORN Tekist á við streitu, sem fylgir því að eldast - á uppbyggjandi hátt Síðari hluti í fyrri greininni sem birtist í Morgunblaðinu laugardag- inn 29. janúar síðastliðinn, var fjallað um streitu sem fylgir daglegu lífi og jákvæðum við- brögðum við streitu. Teknir voru fyrir þættir eins og bar- átta við öldrun, líkamsæfing- ar og nauðsyn þess að halda sér á hreyfingu, mikilvægi mataræðis, kynlífið - drifkraft alls, villandi hugmyndir hvað varðar getuleysi og ranghug- myndir um afleiðingar þess að eldast. Dr. Bernice Cohen-Sach bendir á fleiri þætti eins og jafnvægi hugans, aðlögun að breytingum sem fylgja aldr- inum og nauðsyn þess að tak- ast á við örvandi verkefni svo eitthvað sé nefnt. Þunglyndi „Hin mikla aukning á þung- lyndi aldraðra er spegilmynd aukins þrýstings frá umhverf- inu,“ segir Cohen-Sach. Hann segir engar niðurstöður liggja fyrir um tengsl þunglyndis við líffræðilega þróun eða öldrun- arferilinn. Lundemið og viðbrögð við ákveðnum streituþáttum er hluti af persónuleika fólks hver sem aldurinn er. Þeir sem „eld- ast vel“ líta á ferlið að eldast sem jákvætt en ekki neikvætt. Jafn- vel alvarlega lamandi líkamlega sjúkdóma er hægt að lækna með sömu aðferðum og eru notaðar við lækningu á þeim yngri sem hafa sömu vandamál. Mikill kvíði einn og sér eða í tengslum við líkamlega sjúkdóma getur verið algengari hjá öldruðum og hann getur haft þrúgandi áhrif á hug- ann og truflað aðlögun og bata. Lyfjagjöf og ráðgjöf getur hjálp- að til að vinna á kvíða og þung- lyndi og veitt einstaklingum stuðning í að vera virkari bæði félagslega og í eigin málum. Að aðlagast því að eldast Kynslóð sú sem nú er að kom- ast á efri ár þarf að aðlagast fjölmörgum breytingum. Aðlög- un að því að eldast er virkur, orkukrefjandi ferill en ekki ein- göngu óvirk aðlögun að dagleg- um vandamálum. Jákvætt við- horf og hæfileiki til að takast á við erfiðleika eru nauðsynlegir þegar tekist er á við óhjákvæmi- legan missi sem verða með árun- um eins og dauðsföll ástvina, böm sem orðin eru fullorðin og farin að heiman, og minnkandi tekjur. Ýmsar andlegar og líkamlegar breytingar fylgja aldrinum. En æviferillinn er oft kryddaður reynslu og visku og býður upp á tækifæri til að auka persónu- legan þroska. „Að eldast getur því verið tími mikilla væntinga og eldmóðs. Það skiptir ekki máli hvort húðin sé hmkkótt svo lengi sem áhuginn er það ekki. Ánægjan sem fylgir því að lifa kemur með athöfnum og með því að reyna og leggja sig fram - en ekki með stórsigrum," segir Cohen-Sach. Hinir eldri geta komið til móts við þarfír sínar með því að halda sér ungum. Forvitni og ákveðin áræðni einkennir kraftmikið andlegt atgervi. Leyndardómur góðs árangurs, sem oft er að fínna meðal þeirra sem tekist hefur að tengja hin þijú tak- mörk: - HEILBRIGÐI - HUG- ARRÓ - og HAMINGJU, má þakka hæfileikum þeirra til að viðhalda forvitninni og láta sig málin einhveiju skipta. Þeir end- urlífga áhuga á að bæta við þekkingu sína, verða sjálfum sér nægir og fylgjast með öllu því sem er gerist í kring um þá. Breytingar sem tengdar eru hækkandi aldri má hindra og snúa við oftar en við gerum okk- ur grein fyrir. Örvun eykur huglæga starfsemi Sú hugsun að þær taugafrum- ur sem stjórna hugsunum okkar veslist upp og deyi er flestum ógeðfelld. Það hefur verið ^áætlað að meira en helmingur heila- frumna okkar myndu þurfa að deyja áður en við yrðum áber- andi gleymin. Þegar ekki er bein- línis um sjúkdóma að ræða getur skert andleg skerpa fremur verið afleiðing lítillar andlegrar starf- semi en eiginlegrar öldrunar. Rannsóknir hafa hins vegar leitt í ljós, að hinir eldri geta náð góðum árangri á viðamiklum minnis-prófum. Skýringin er sú, að heilinn er hlaðinn umfram boðtengjum og umfram frumum. Þessi boðtengi geta skotið frá sér nýjum tengjum, fái þau örv- un. Það eru þessar tengingar en ekki taugafrumumar sjálfar sem kveða á um það hversu vel hugs- að er og hve gott minnið er. Þeim mun meiri örvun sem heil- inn fær, þeim mun auðveldara verður að fjölga þessum boð- tengjum - allt fram til æviloka. Lykilorðin era: FORÐIST EKKI AÐ TAKAST Á VIÐ ÖRVANDI VERKEFNI. Ónæmiskerfið og sjúkdómar Þegar starfsemi ónæmiskerf- isins, sem er vamarkerfi líkam- ans, er ófullnægjandi getur það verið afleiðing vannæringar eða lyfjaneyslu, en hvoratveggja er algengt meðal aldraðra. Það verður einnig að hafa hugfast að milljónir af eldra fólki taka lyf gegn ellihrörleika, sem einnig geta valdið andlegu rugli eða sljóleika. Fólk getur með hugs- unargangi sínum orðið veikt. Nýorðnar ekkjur og ekklar hafa fleiri tilfelli krabbameins árið eftir dauða maka þeirra en á nokkra öðra tímabili ævi þeirra. Umhverfísáhrif virðist geta kom- ið sjúkdómum af stað - eins og að búa einn, missir vina og fá- Glaðværð lengir lífið. tækt. Besta lækningin gegn leið- indum og taugaspennu í þjóðfé- laginu er að vera virkur. Nauðsynlegt að hindra of mikla streitu Hægt er að halda huganum ungum með því að draga úr eða forðast streitu. Streita hefur áhrif á þau svæði í heila sem hafa umsjón með námi og minni. Of mikil örvun eða erill gerir þessi heilasvæði grá löngu fyrir tímann. Milt lundarfar hefur áhrif á líkamann jafnt sem á heiiastarfsemina. Langt og gott hjónaband, einlægir og traustir vinir lengja lífíð. Slökun virðist bæði geta lækkað blóðþrýsting og bætt minni. Glaðværð lengir lífið Hlátur er góð lækning. Hlátur getur gert meira en að gera fólk hamingjusamt. Góður innilegur hlátur virkar eins og smá þrek- þjálfun. Hann lífgar upp á krans- séðakerfíð, öndunarfærin og taugakerfið. Læknar hafa lengi vitað að góð kímnigáfa er and- lega örvandi og að þátttaka í hlátri er leið til að tertgja fólk nánari böndum. Nýjustu rann- sóknir hafa einnig sýnt fram á að hlátrinum getur fylgt léttir - og að slökun hefur áhrif á hjart- að og blóðþrýsting og þær vöðva- hreyfingar sem hláturinn nær til. Að lifa lífinu lifandi Sá sem eldist vel fínnur sér ný viðfangsefni í stað þeirra sem hann vex frá eða er þvingaður til að segja lausu. Hann og/eða hún ákveður að halda sér í þjálf- un líkamlega, andlega, tilfínn- ingalega og félagslega. Það þýðir: - að þróa nýjar venjur, bæði líkamlegar og andlegar. - að auka félagslega hæfni, en njóta einnig ánægju af ein- veru. - að þróa lífsspeki sem gefur innsýn í tilgang lífsins. - að bera virðingu fyrir öllu mannlegu. - að vera jákvæður gagnvart öðram. - að leita fullnægingar á öllum æviskeiðum. - að njóta hverrar mínútu í lífínu. Ræktun líkama og sálar Ef takast á við streitu á upp- byggjandi hátt felur það í sér: - Líkamsþjálfun: líkamlega, andlega og í kynlífí. - Heilnæmt mataræði. - Traust vináttubönd. - Trúarlíf. - Sáttfysi. - Góða kímnigáfu. - Sjálfsvirðingu og reisn. - Tækni til að slaka á. - Ást á lífinu. „Að eldast með reisn felur í sér hæfíleika til að takast á við breytingar innra með okkur sjálfum og á sama hátt félags- legar breytingar og ná að sam- stilla þessa báða þætti,“ segir Bemice Cohen-Sach í lok greinar sinnar um hvernig takast eigi á við streitu, sem fylgir því að eld- as, - á uppbyggjandi hátt. Olína Steingríms- dóttir — Minning Fædd 23. júlí 1931 Dáin 4. febrúar 1994 Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. „Takk fyrir allt, Óla mín, og Guð geymi þig.“ Þessa setningu sagði ég er ég kvaddi vinkonu mína, Ólínu Steingrímsdóttur, hinstu kveðju er hún skildi við þetta líf. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Ólu fyrir tæpum níu árum þegar ég var að stíga mín fyrstu spor í AA-samtökunum. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Óla var góður félagi, trú og trygg sínum vinum og það var alltaf gott að leita til hennar þegar eitthvað bjátaði á, hún hafði alltaf réttu lausnina. Ola var kát og mikil félags- vera, hún hafði unnið sér traust víða, var m.a. í áfengisvarnanefnd á veg- um Selfossbæjar, trúnaðarmaður á sínum vinnustað, í stjórn Kvenfélags Selfoss og einnig var hún virk í Kvennalistanum. Allt sem hún tók sér fyrir hendur vann hún af einurð og miklum drengskap. Óla var með ákveðnar skoðanir á mönnum á málefnum og stóð alltaf við það sem hún sagði og lofaði. Það leituðu margir til hennar sem trúnaðarvinar og segir það Jieilmikið um hennar persónuleika. Við Óla höfðum oft setið og rabb- að um ýmis mál, bæði er varða okk- ur sjálfar og samfélagið. Þessara samverustunda á ég eftir að sakna. En minningin um trausta og góða vinkonu lifir. Ólína var gift Skúla B. Ágústs- syni og áttu þau saman dótturina Sigrúnu Sunnu. Fyrir átti Ólína börnin Steindór og Fjólu. Sólveig, dóttir Skúla, var 11 ára þegar Óla fluttist inn á heimilið og gekk hún henni í móðurstað. Ólína greindist með krabbamein rétt fyrir jólin, eftir að hafa kennt sér meins í eitt og hálft ár. Hinn 4. febrúar lést Ólína eftir stutta sjúkrahúsdvöl. Ég er þakklát fyrir að hafa dvalist hjá henni síðustu stundirnar í þessu lífi. Ég og Sigrún dóttir Ólínu verðum ævinlega þakk- látar Guði fyrir að hafa verið við dánarbeð hennar. Elsku Skúli, Sigrún, Steindór, Fjóla og aðrir ástvinir. Megi góður Guð gefa ykkur styrká kveðjustund- inni. Minningin um Ólínu mun lifa. Hafí Ólína bestu þakkir fyrir allt og allt. Sigurbjörg Grétarsdóttir. Mjðg erumk tregt tungu að hræra Ég man alltaf eftir þvi þegar ég hitti hana Ólínu fyrst fyrir tæpum tíu árum. Þessa lágvöxnu, fallegu konu sem virtist svo fíngerð að ég furðaði mig_á því hvemig hún gæti staðið í eldhúsi og eldað mat ofan í tugi svangra og sjúkra manna. Það var eins og hún hefði ekkert fyrir þessu. Þegar hún vann voru engin átök, ekkert óðagot eða flumbru- gangur, alltaf sama natnin og hægð- in. Seinna sátum við og töluðum sam- an yfir kaffibolla og sígarettu. Þá rann það smám saman upp fyrir mér hvað þessi kona hafði mikinn styrk, andlegan innri styrk. Svona grönn og veikbyggð eins og hún var þá logaði ljós andans svo skært í hennar gluggum. Hún varpaði birtu sinni á umhverfíð og okkur hin sem sátum með henni í góðum hópi. Rósemi hennar, yfírvegun og léttur húmor gerðu það að verkum að manni leið undarlega vel í návist hennar. Oft sátum við og ræddum lífsins gang og okkar og nutum þeirrar góðu návistar Ólínu sem ég held að allir hafi kunnað að meta sem hana’þekktu. Seinna Iágu leiðir okkar aftur saman. Þá gætti hún barnungrar dóttur minnar ásamt Skúla sínum meðan ég sjálfur dró björg í bú. Þá tíð var ég heimagangur þeirra hjóna og litla stúlkan mín naut ríkulega mjúkrar nærvera Ólínu og síkvikrar glettni manns hennar. Svo sátum við í eldhúsi yfír góðgjörðum og ræddum saman um þroskaleiðina, fet fyrir fet, einn dag í einu. Þannig liðu þeir dagar og nú hafa þeir snúist upp í ár og vík verið milli vina. Þó höfum við alltaf bank- að upp á í Sigtúnum á sumrin, ég' og litla stúlkan sem stækkar nú ört, til að heilsa upp á vini okkar sem hafa átt erfítt vegna veikinda hús- bóndans. Og það hafa verið fagnað- arfundir með glettni í stofu og styrk í eldhúsi. En nú er Ólína farin svona skyndi- lega. Ég á erfitt með að trúa þvi að við fáum ekki að sjá hana framar svo fíngerða og stórbrotna, veik- byggða og sterka í senn, með bjarta hárið, kankvíslega brosið og blikið I augunum. Og hvað getum við gert annað en þakkað fyrir að hafa feng ið að njóta svo góðrar návistar hluta þess tíma sem okkur er ætlaður, þakkað og beðið guð að gæta Ólínu Steingrímsdóttur og líkna fjölskyldu hennar í sorginni, gefa æðruleysi þeim Skúla og Sigrúnu sem er svo ung ennþá, svo og eldri börnunum. Megi guð blessa minningu Ólínu M. Steingrímsdóttur. Ingólfur Steinsson. lllitl i 4 & ■* a ttt s *•* jr -« u ts 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.