Morgunblaðið - 12.02.1994, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.02.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1994 37 tilviljun að böm tóku miklu ást- fóstri 'við hann. Aldraðri móður sinni launaði hann fagurlega upp- eldið á seinustu æviárum hennar. Ekki vissi ég til, að hann væri ljóð- elskur, enda tíminn lengstum lítill til ljóðalesturs. Þegar sjómanna- skáldið Örn Arnarson féll frá lét það eftir í fórum sínum, auðsæi- lega af ráðnum huga, kvæðið „Þá var ég ungur“, sem prentað er aftan við aðra útgáfu af ljóðabók hans, Illgresi. Þessu kvæði hafði Andrés mikið dálæti á, sérstaklega íjórða erindinu, sem höfðaði fal- lega til sambands hans við móður sína: Út við yztu sundin ást til hafsins felldi - undi lengstum einn, leik og leiðslu bundinn. Lúinn heim að kveldi labbar lítill sveinn. Það var svo ljúft, því lýsir engin tunga, af litium herðum tókstu dagsins þunga. Hvarf ég til þín, móðir mín, og mildin þín svæfði soninn unga. Að leiðarlokum er gott að minn- ast Andrésar Hermannssonar. Hann var óvílgjarn maður og þurfti ávallt að hafa nóg að starfa. Hann hafði aldrei lært að hlífa sjálfum sér. Vistaskiptin urðu í samræmi við lífsstíl hans. Það tekur því alla þá, sem næstir honum stóðu, nokk- urn tíma að átta sig á þeirri breyt- ingu, sem orðin er. Þessum fátæk- legu línum fylgja einlægar samúð- arkveðjur til eiginkonu hans, dótt- ur og allra annarra ástvina hans. Megi birtan frá ævi hans fylgja þeim og lýsa um ófarnar brautir. Jón Páll Halldórsson. í dag kveðjum við elskulegan afa okkar með miklum söknuði. Ef það væri einhver í þessum heimi sem við vildum taka okkur til fyrirmynd- ar þá væri það hann afi, alltaf svo rökfastur, heiðarlegur og ábyggi- legur. Alltaf þegar eitthvað bjátaði á og okkur fannst heimurinn vera að hrynja, þurfti ekki nema eitt sím- tal við afa og á eftir var maður fullur bjartsýni og orku til að tak- ast á við hlutina. Afí var hlýr maður og faðmlagið hans sagði allt sem segja þurfti og alltaf var hann sanngjarn. Okkar besta veganesti í lífinu eru ráðlegg- ingar hans og ábendingar og oft er vitnað í afa, ef vinir leita eftir ráðleggingum hjá okkur. Afi var vinnuþjarkur mikill og átti erfitt með að sitja auðum höndum, þrátt fyrir heilsubrest síðustu ára, en aldrei heyrðist hann kvarta, hann var sáttur við hlutskipti sitt í lífinu og var hamingjusamur maður. Sem börn nutum við sumranna hjá afa sem bjó í Hnífsdal og minn- umst við þess með hlýhug. Elsku afi, margt leitar á hugann að leiðarlokum og við munum ávallt minnast þín með kærleik í huga. Að lokum kveðjum við þig með sálmaversinu sem þú kenndir mömmu í bernsku: Nú legg ég augur aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka, þinn engill svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Bjarnlieiður, Sigurgeir og Andrea. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstir deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Vísukorn þetta úr Hávamálum hefur leitað á huga minn eftir svip- legt fráfall Andrésar Hermannsson- ar. Hann fæddist í Ögurnesi við ísafjarðardjúp, sonur hjónanna Hermanns Björnssonar og Guð- finnu Andrésdóttur, en þá var þar lítið sjávarþorp sem í bjó dugnaðar- og myndarfólk, en nú er þar eydd byggð. Þegar Andrés var tveggja ára missti hann föður sinn. Varð þá móðir hans ekkja með fimm ung börn, þau Steinunni, Skúla, Unni, Guðmund og Andrés. Guðfinna gift- ist nokkru síðar Pálma Gíslasyni og eignaðist með honum dótturina Huldu. Andrés flutti frá æskuslóðum 1943. Hann gerðist ungur sjómaður og varð sjómennskan hans ævistarf þangað til kallið kom. Hann missti báða bræður sína unga að árum. Guðmundur dó úr berklum 29 ára, en Skúli drukknaði á togaranum Sólborgu fertugur að aldri. Dóttir Andrésar af fyrra hjóna- bandi er Sigurlína Hrönn. Maður hennar er Vilmundur Jónsson og eiga þau þrjú börn. Seinni kona Andrésar er Þórunn Vernharðsdótt- ir frá Fljótavík. Þau gengu í hjóna- band 13. desember 1980 og hafa átt heimili sitt á Skólavegi 11 í Hnífsdal æ síðan. Þórunn á fjögur börn frá fyrra hjónabandi. Strax myndaðist traust vinátta milli þeirra og Andrésar. Afabömin sakna hans sárt, því hann var eink- ar barngóður og hafði gott lag á unga fólkinu. María Friðriksdóttir tengdamóðir hans sem er vistmaður á dvalar- heimilinu Hlíf á ísafirði þakkar Andrési mikla umhyggju og vin- semd í sinn garð. Andrés var mik- ill vinur föður míns Finnboga Jós- epssonar, hann saknar góðs félaga og þakkar samfylgdina. Oft kom hann færandi hendi hingað á Bakkaveginn. Andrés átti það til að vera svolít- ið stríðinn í góðra vina hópi. Hann fór þó svo vel með þann eiginleika að alltaf varð gleði og hlátur eftir það sem hann sagði. Mér er minnisstætt að þegar við í litlu fjölskyldunni vorum búin að hola niður staurunum undir An- itubæ í Fljótavík gengum við út á Skjaldarbreiðu. Andrés og Þórunn voru þá nýkomin úr beijamó og var þegar slegið upp aðalblábeijaveislu og glatt á hjalla. Þau voru mjög ánægð með byggingaráformin. Andrés okkar var mikið snyrti- menni. Það var sama hvort komið var á heimilið, í bílinn, sumarbú- staðinn eða á bíladekkið í Fagranes- inu, allt var í röð og reglu, hreint og snyrtilegt. Salómon Davíðsson ísraelskonungur segir í orðskviðum sínum: „Gata réttlátra er eins og bjartur árdagsljómi sem verður æ skærari fram á hádegi." Elsku Þórunn og fjölskylda, við í fjölskyldu Finnboga og Anitu sendum ykkur öllum samúðarkveðj- ur. Minningin um góðan dreng lifir í hjörtum okkar allra. Guðjón Finndal Finnbogason frá Atlastöðum. Foreldrar Andrésar voru Guð- fiiina Andrésdóttir og Hermann Hermannsson, hjón í Ögurnesi við ísafjarðardjúp. Eftir að undirritaður settist að í Hnífsdal fyrir um það bil fjórum árum, átti ég þess kost að kynnast heiðursmanninum Andrési Her- mannssyni. Urðum við fljótt mestu mátar, enda sammála um margt hvað þetta mannlíf okkar varðar. Forfeður okkar voru ekki margmál- ir um mannkosti manna á fyrstu öldum íslandsbyggðar. Þeir höfðu þau orð um marga mannkostamenn að þeir væru, „vitrir menn og góð- gjarnir". Slík umsögn hefði svo vel getað átt við vin minn Andrés Her- mannsson. Hann bar gott skyn á þjóðfélagsmál og hafði áhuga á öllu er horfði til betri vegar í þjóðlífinu. Ekki hafði verið mulið undir þennan vin minn í uppvexti, frekar en aðra Vestfirðinga á þessum tíma. Þar var ekki um annað að ræða en að duga eða drepast. Það segir sína sögu, að þegar hann var háseti á togaranum Júpíter, sem Tryggvi Ófeigsson átti, en hann var talinn öðrum fremur kunna að meta verk- lagni, úthald og ósérhlífni, að þessi kunni skipstjóri og harðjaxl, en þó manndómsmaður veitt Andrési við- urkenningu fyrir vel unnin störf. Það hefði Tryggvi aldrei veitt nein- um meðalmanni, svo mikið þekkti hann til starfa togaramanna á þess- um árum og fyrr, af eigin reynslu. Andrés starfaði síðan lengst hjá bróðursyni sínum, Hermanni Skúla- syni á b/v Júlíusi Geirmundssyni, síðan í mörg ár sem háseti á Fagra- nesinu. I hjáverkum á vetrum hefur hann unnið töluvert við harðfisk- verkun á eigin vegum, auk þess að vinna við endurbætur og viðhald á húsi þeirra hjóna í Hnífsdal. Þess utan vann hann í fríum á sumrin við að koma upp sumarhúsi í Fljóta- vík og heitir landið Skjaldarbreiða. Er þar nú skarð fyrir skildi. Má það þrekvirki kallast, að hafa komið upp þessu myndarlega og trausta húsi, sem ber vott um hagleik, snyrti- mennsku og útsjónarsemi og við þau skilyrði, sem þarna eru fyrir hendi. Slíkt er áreiðanlega ekki heiglum hent. Mér býður í grun að nágrannar þeirra Þórunnar og Andrésar, fólkið á Brekku, sem er næsti bær, hafi reynst þeim góðir og hjálpsamir grannar, enda sér- stakt mannkostafólk og náskylt Þórunni. Síðastliðið sumar buðu þau hjón, Þórunn og Andrés, mér og sambýl- iskonu minni til dvalar í Fljótavík í viku tíma. Kona mín er fyrrver- andi mágkona Andrésar, var gift Skúla bróður hans. Við áttum þarna unaðslegar stundir í stórbrotnu en undurfögru landslagi. Umhyggja og alúð þeirra hjóna í okkar garð var einstök. Þau báru okkur á hönd- um sér, eins og sagt er. Þar að auki átti ég þess kost að kynnast manninum Andrési betur en áður. Þessi öðlingsmaður hefði ekki getað verið mér betri og umhyggju- samari Jiótt hann hefði verið bróðir minn. I þessari dvöl okkar þarna komu í ljós þeir eiginleikar Andrés- ar, sem mér voru áður ókunnir. Til dvalar hjá þeim hjónum að Skjaldarbreiðu voru samtíma okkur tveir drengir, dóttursynir Þórunnar, og einn fjarskyldari. Enginn faðir hefði getað sýnt þessum drengjum meiri umhyggju og ástúð en Andrés gerði, en þó skar úr með þann yngsta, sem var um það bil þriggja ára. Þennan dreng umvafði Andrés með svo miklu ástríki og umhyggju að undrun sætti. Enginn faðir hefði getað sýnt þessu barni meiri þolin- mæði, skilning og elsku, enda mátti barnið ekki af honum sjá. Hann mun nú sakna vinar í stað. Ég þekki lítið ættir Andrésar, en þau systkini hans sem ég þekki eru mannkostafólk. Svo er einnig um börn bróður hans, Skúla, sem lést fyrir aldur fram. Öll era þau vel gerð, mannvænlegt dugnaðarfólk. Ég kveð þig, vinur, að sinni og þakka ánægjuríka samfylgd. Ég bjóst alltaf við að ég yrði á undan þér yfir móðuna miklu. En enginn ræður sínum næturstað. Ég veit að þú átt góða heimvon. Aðstandendum votta ég innileg- ustu samúð. Ragnar Þorsteinsson. Hjónaminning Gróa Hjörleifsdóttir og Magnús ísleifsson Gróa Fædd 31. júlí 1915 Dáin 17. desember 1993 Magnús Fæddur 9. september 1905 Dáinn 3. september 1991 Örfá kveðjuorð til systur minnar Gróu Hjörleifsdóttur og mágs míns Magnúsar ísleifssonar. Nú hafa þau lokið hlutverki sínu í lífinu þessi hjón. Gróa var mjög vinnusöm, henni féll aldrei verk úr hendi, hún var mikil handavinnukona, sneið og saumaði alls konar fatnað, pijón- aði, heklaði og saumaði í. Þetta var hennar líf og yndi, en svo fór þetta yndi hennar að verða eitthvað öðru- vísi en verið hafði, eitthvað sem hún gat ekki skilið, svo dró ský fyrir sólu. Einn góðan veðurdag hafði hún ekki lengur vald á nálinni sem leikið hafði í höndum hennar alla tíð. Fyrir henni var þetta mikill harmur, en hún æðraðist aldrei, tók öllu með stakri ró eins og henni var í blóð borið. Hún reyndi að hjálpa sér sjálf meðan mögulegt var, hún leið fyrir að láta aðra hafa fyrir sér. Hún hafði mikið yndi af blóm- um og öllum gróðri. Þau Gróa og Maggi, eins og hann var ■ títt nefndur, áttu yndislegan garð sunnan við húsið sitt í Vallar- túni 4 í Keflavík. Þar áttu þau margar ánægjustundir á meðan heilsa og kraftar leyfðu. Þar naut snyrtimennska þeirra beggja sín mjög vel, þangað var gaman að koma, þar var mér og mínum alla tíð tekið opnum örmum. Gróa tengdist mínu heimili mjög mikið, hún og Kristrún kona mín urðu mjög góðar vinkonur, og féll aldrei skuggi á þeirra samskipti. Kristrún mat Gróu mjög mikils og var henni ævinlega þakklát fyrir alla hjálpina þegar hún var að eiga börnin, segja má að Gróa hafi verið önnur ljósa þeirra. Fyrir þetta og margt fleira viljum við þakka henni. Þegar Maggi kom í fjölskylduna var ég ungur drengur, en man samt eftir því að þá var hann sjómaður, bæði sem skipstjóri og stýrimaður á ýmsum bátum. Á þessum árum var ekki um margt að velja, mjög margir samtíðarmenn hans urðu sjómenn. Maggi var mjög duglegur og eftirsóttur sjómaður á þessum árum. Maggi hafði gott vit á öllu sem að sjómennsku laut, en honum var fleira til lista lagt, hann var mjög handlaginn og útsjónarsamur við störf í landi. Hann var málari í mörg ár hjá varnarliðinu og skilaði því með miklum sóma. Það var sama fyrir hvern hann vann, hann vandaði allt sem hann gerði. Síðustu starfsárin vann hann við ræstingástörf hjá varnarliðinu, á Veðurstofunni. Fyrir störf sín þar fékk Maggi mörg verðlaun ogviður- kenningar frá yfirmönnum stofnun- arinnar og þar lauk Maggi starfs- ævinni með sóma. Að lokum færi ég þeim hjónum hjartans þakkir fyrir samfylgdina í gegnum árin frá okkur Kristrúnu og börnunum. Ingi Hjörleifsson. Ellen Kristinsdótt ir — Minning í gær var jarðsungin í Dragor frænka okkar Ellen Kristinsdóttir Johansen, 42ja ára að aldri. Við systur erum sorgmæddar. Spámað- urinn segir okkur um sorgina, að hún eigi uppruna sinn í gleðinni, og það er það sem gerist, við syrgj- um gleðistundirnar sem við áttum með Ellen. Minningarbrotin streyma fram. Sumar og sól, við systur litlar í okkar fyrstu en ekki síðustu heimsókna hjá Herdísi og Gósa í Dragor. Sumar og sól, en svo koma þrumur og eldingar, öll börn rekin inn í skjól. Ég (Fríða) og Ellen miklar vin- konur, en vildum ekki leyfa litlu systur að vera með. Ég og Ellen niðri í bæ í Dragor, niu og sjö ára að kaupa „dukkeben" fyrir eina danska krónu, fengum 100 stykki, afgreiðslukonan svolítið svekkt en hafði líka gaman af. Við vorum líka veikar fyrir Maríukexi. Árin líða, við í hláturskasti í Kaupmannahöfn sem unglingar, allt var svo fyndið. Þú í heimsókn á íslandi, sveitaball í Eyjafirði, Vippa heima í Oddagötu í fýlu, enn .of ung til að vera með. Þú eignast þitt fyrsta barn, ég í Kaupmannahöfn það sumar, sumar og sól, þú syngur í hljómsveit, ung- ar og áhyggjulausar. Ég eignast barn, þú eignast annað barn, litla sjstir löngu búin að eignast barn. Árin líða áfram, öll fjölskyldan í heimsókn í Dragor, sumar og sól, við ungar konur, Jónas kynnist „Djúsu“, ipamma, Herdís og krakk- arnir á ströndinni. Ég í heimsókn seinna, en sumar og sól, förum með strákana í Tívolí, skemmtum okkur öðravísi. Heyrumst sjaldnar. Þú kemur í heimsókn til Islands með fjölskylduna, fáum okkur kaffi í kulda og strekkingi í Krýsuvík eftir skemmtilegan dag í Bláa lóninu. Þú búin að vera veik, elsku kerling- in okkar. Þú kemur í brúðkaupið hennar Fríðu, með slétt hár, Lars segir að Fríða og Ellen séu líkar, allir glaðir og bjartsýnir. Þér líður svona og svona næstu fimm árin, hittumst og heyrumst á þessum árum, fallegu krullurnar þínar sem Fríða öfundaði þig svo af, koma og fara. Nú er vetur, við systur nýbún- ar að vera í heimsókn, báráttu þinni við sjúkdóminn lokið eða eins og skáldið kvað, „Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn." Elsku Lars, Jónas, Friðrik, Her- dís, Gósi, Hermann, Magnús og Jóhanna, við samhryggjumst ykkur og biðjum Guð að geyma Ellen og gefa ykkur styrk. Hver rainning er dýrmæt perla að liðnum lífsins degi. Hin ljúfu og góðu kynni af alhug þökkum þér. Þinn kærleiki í verki var gjöf sem gleymist ekki. Og gæfa var það öllum sem fengu að kynn- ast þér. (L.S.) Hólmfríður og Vilborg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.