Morgunblaðið - 12.02.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.02.1994, Blaðsíða 1
72 SIÐUR LESBOK /C STOFNAÐ 1913 35. tbl. 82. árg. LAUGARDAGUR 12. FEBRUAR 1994 Prentsmiðja Morgunblaðsins Finnland og Evrópusambandið Aho er svart- sýnn á aðild Helsinki. Reuter. FINNAR geta ekki gerst aðilar að Evrópusambandinu nema það sam- þykki sérstöðu landbúnaðarins i nyrstu héruðum Finr.iands. Kom þetta fram í blaðaviðtali við Esko Aho, forsætisráðherra landsins, i gær. Á fornum slóðum Reuter NELSON Mandela heimsótti í gær fangelsi á Robben- eyju fyrir utan Höfðaborg en fjögur ár voru þá liðin frá því hann fékk frelsi á ný. Var myndin tekin er Mandela horfði út um rimlaglugga á klefanum sem hann varð að dúsa í nær öll þau 27 ár sem hann var í haldi. „Ef þessi meginkrafa okkar verð- ur samþykkt getum við orðið aðilar að Evrópusambandinu," sagði Aho í viðtali við blaðið Suomenmaa. „Ef hún verður ekki samþykkt, munum við láta okkur nægja evrópska efna- hagssvæðið, EES.“ Samningamenn Evrópusam- bandsins krefjast þess, að landbún- aðarverð í Finnlandi verði lækkað strax við inngönguna 1 sambandið og þeir vilja engu lofa um stuðning við búsetu í nyrstu héruðunum. Landbúnaðurinn er mikið tilfinn- ingamál í Finnlandi þótt bændur séu aðeins 160.000 af fimm milljónum íbúa. Er hann mjög mikið niður- greiddur og offramleiðsla mikil. í viðtalinu dró Aho enga dul á, að hann væri svartsýnn á niðurstöðu aðildarviðræðnanna og Pertti Salola- Fáekki að veiða selkópa Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, frétta- ritara Morgunblaðsins JAN Henry T. Olsen, sjávarút- vegsráðherra Noregs, neitaði í gær að leyfa á ný veiðar á kópum. Hagsmunasamtök í norskum sjávarútvegi og sel- veiðimenn eru afar ósáttir við niðurstöðu ráðherrans. Helsta ástæða þessarar niður- stöðu ráðherrans eru taldar að- ildarviðræður Norðmanna að Evrópusambandinu. Þá hefur sú athygli, sem beinst hefur að Norðmönnum vegna hvalveiða þeirra, haft áhrif. Það er ekki talið Noregi til góðs að athyglin beinist að drápi á kópum, sem enn séu á spená; slíkt sé mörgum dýraverndunarsinnum mikið til- fmningamál. Selveiðimenn verða því að láta sér nægja að veiða fullorðin dýr, en skinnið af þeim er verðminna en af kópunum. Veiðar niðurgreiddar Kópaveiðar hafa verið bann- aðar í Noregi frá 1989 þrátt fyrir kröftug mótmæli selveiði- manna. Hafa selveiðarnar verið niðurgreiddar síðustu fjögur árin um jafnvirði 100-120 milljónir íslenskra króna á ári. Norskir selveiðimenn mega veiða 10.600 vöðuseli og 1.700 blöðruseli í Vesturísnum, vöðusel á tímabilinu 10. apríl til 5. maí og blöðrusel frá 26. mars til 5. maí. Þá eru leyfðar veiðar á 9.500 vöðuselum í rússneskri lögsögu í Austurísnum frá 23. mars til 20. apríl. Serbar byrja að aflétta umsátrinu um Sarajevo Sveitir SÞ taka við þimgavopnum inen, utanríkisviðskiptaráðherra Finnlands, hefur lýst yfir, að ekki verði um neina málamiðlun að ræða um landbúnaðinn og jaðarhéruðin. Forsætisráðherrar Finnlands, Nor- egs og Svíþjóðar koma saman til fundar 25. þ.m. til að samræma af- stöðu sína en viðræðunum við Evr- ópusambandið verður að vera lokið 1. mars eigi að geta orðið af aðild ríkjanna um næstu áramót. -----»• »■ --- Samningar tókust ekki Washington. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforseti og Morihiro Hosokawa lögðu á það áherslu eftir viðræður þeirra í gær að samskipti Banda- ríkjamanna og Japana stæðu traustum fótum þrátt fyrir að ekki hefði tekist að ljúka samn- ingum þeirra um viðskiptamál. Ákafar tilraunir samninga- manna þjóðanna síðustu daga til þess að komast að málamiðlun fyrir fund Clintons og Hosokawa runnu út í sandinn í gærmorgun. Clinton játti að það væri áfall en sagði að heldur skárra væri að reyna áfram en gera innantóma samninga. New York, Zagreb, Sarajevo, Genf, Brussel. Reuter. Daily Tclcgraph. STÓRSKOTALIÐSSVEITIR Bosníu-Serba og múslima tóku í gær að afhenda gæslusveitum Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í Sarajevo þungavopn í samræmi við munnlegt vopnahléssam- komulag í og við höfuðstað Bosníu. Þá sagði Douglas Hurd utanríkisráðherra Breta að Serbar hefðu sömuleiðis byrjað að flytja þungavopn burt úr fjöllunum umhverfis Sarajevo. Sérlegur fulltrúi Boutros Boutros-Ghali framkvæmdasljóra 'SÞ, Yashushi Akashi, fékk í gær heimild til þess að fyrir- skipa loftárásir á byssuhreiður Serba og aðrar hernaðarað- gerðir sem nauðsynlegar væru taldar til að verja sveitir SÞ í Bosníu. Þrátt fyrir umboðið sem Akashi hefur fengið sagði háttsettur full- trúi í höfuðstöðvum NATO í gær að Boutros-Ghali yrði sjálfur að gefa leyfi fyrir fyrstu árásinni. Ákvarðanir um framhaldsaðgerðir yrðu síðan í höndum NATO og yfirmanna gæslusveita SÞ í Bosn- íu. Sveitir SÞ tóku sér stöðu á svæðum sem sveitir Serba og múslima hafa ráðið. Bosníski stjómarherinn afhenti fimm sprengjuvörpur í Tító-herbúðunum í Sarajevp í gær þar sem gæslulið- ar frá Úkraínu tóku við þeim. Serbar afhentu sjö þungavopn, þar á meðal eldflaugapalla sem skotið geta mörgum flaugum samtímis, og sprengjuvörpur, í fyrstu at- rennu og búist var við að þeir af- hentu fleiri samdægurs. Haldi vopnahléð og afhendi Serbar sveit- um SÞ umsátursbyssur sínar gæti það orðið til þess að NATO láti ekki verða af loftárásum á stöðvar •þeirra. Á miðvikudag gaf NÁTO Serbum frest til 20. febrúar að aflétta umsátri um Sarajevo og hverfa með vopn sín a.m.k. 20 km frá borginni. Yashushi Akashi fól í gær fimm mönnum að reyna að finna út hverjir stóðu fyrir sprengju- árásinni á markaðstorg í Sarajevo sl. laugardag, er varð 68 manns að bana. Bráðabirgðarannsókn sveita SÞ hefur ekki leitt í ljós hveijir voru að verki, Serbar eða múslimar, en þegar samskonar árásir hafa verið gerðar á borgina hafa fulltrúar SÞ jafnan skellt skuldinni á Serba. Boðuðum fundi í öryggisráði SÞ um Bosníu-deil- una var í gær frestað til mánu- dags vegna óveðurs í New York. * Olympíu- leikar settir SAUTJÁNDU Vetrar- ólympíuleikarnir verða settir í Lillehammer í Nor- egi í dag en Ólympíulog- inn sem kveiktur var í síð- asta mánuði í Grikklandi kom í gær til Óslóar frá Stokkhólmi með þotu SAS, Vegard Viking, sem skírð var í höfuðið á norska skíðagarpnum Vegard Ulvang sem vann þrenn gullverðlaun á síð- ustu leikum. Áður en Há- kon prins tekur við kyndl- inum og kveikir Ólympíu- eldinn í Lillehammer við setningarathöfnina stekk- ur skíðastökkvari með kyndilinn en uppátæki af því tagi hefur ekki verið reynt áður á Vetrarólymp- íuleikum. Sá sem upphaf- lega átti að gera það slas- aðist á lokaæfingunni og varamaður hans, Stein Gruben, hleypur í skarðið. Var myndin tekin af Gru- ben í gær eftir velheppn- aða æfingu. Reutei'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.