Morgunblaðið - 12.02.1994, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.02.1994, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1994 25 Andstæðingar fóstureyðinga Tólf vísað frá Noregi Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins. TÓLF bandarískum andstæðing- um fóstureyðinga var í gær vísað úr landi í Noregi. Fólkið var hand- tekið á Fornebu-flugvelli við Ósló með talsvert magn áróðursrita og brúður á fimmtudagskvöld. Töldu norsk yfirvöld að Bandaríkja- mennirnir hygðust hafa í frammi mótmæli á Ólympiulcikunum í Lillehammer. Einn þekktasti andstæðingur fóst- ureyðinga í Noregi, séra Ludvig Nessa, hefur lengi hótað því að ftjáls- um fóstureyðingum verði mótmælt á Ólympíuleikunum og hefur hánn líkt leikunum í Lillehammer við Ólympíu- leikana í tíð nasista í Berlín 1936. Þá hafa bandarískir andstæðingar fóstureyðinga sagst munu lita snjóinn í Lillehammer blóðrauðan til að mót- mæla frjálslyndri stefnu Norðmanna varðandi fóstureyðingar. Danskur ráðherra verður að segja af sér Sek um alvar- legan óhróður Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. BENTE Juncker félagsmálaráðherra í dönsku stjórninni neyddist í gær til að segja af sér. Astæðan er sú að hún hafði borið í blaða- menn óstaðfestan orðróm um að forstöðumaður hælis fyrir vangefna hefði haft kynmök við einn eða fleiri af vistmönnum heimilsins. Forstöðumaðurinn hafði mótmælt skipun Junckers sem ráðherra, þegar hún skipuð fyrir tveimur vikur síðan. Juncker, sem kemur úr Mið-demókrataflokknum, var skipuð ráðherra til að styrkja stöðu flokksins innan stjórnarinnar. Upphaf málsins var að fyrir þremur árum kvartaði Juncker og eiginmaður hennar yfir að leigður hafði verið sumarbústaður fyrir vangefið fólk í nágrenni við sumar- bústað þeirra hjóna. Þegar Juncker var skipuð félagsmálaráðherra fyrir tveimur vikum var málið rifjað upp og gagnrýnt að einmitt félagsmála- ráðherra hefði verið uppsigað við vangefið fólk, þar sem málefni þeirra heyrðu undir það ráðuneyti. Meðal annars gerði forstöðumaður hæiisins, þar sem vangefna fólkið bjó, athugasemdir við skipan henn- ar. í gær varð Juncker síðan að láta af störfum, þar sem hún var uppvís að því að hafa sagt við blaða- menn að forstöðumaðurinn lægi undir grun um að hafa haft kynmök við vistmenn á hælinu, sem hann veitir forstöðu. Þar sem þetta er aðeins óstaðfestur orðrómur, þótti ófært að ráðherrann sæti eftir að þetta komst upp. Málinu er þó ekki lokið, því forstöðuma^urinn ætlar að kanna hvort ástæða sé til mál- sóknar á hendur Juncker. í stað Juncker hefur flokkssystir hennar verið skipuð, Yvonne Herlöv Andersen. Hún er félagsráðgjafi að mennt og þekkt fyrir skeleggar skoðanir á umönnun aldraðra. Með- al annars hefur hún sagt að mann- úðlegra væri að taka gamalt og elliært fólk af lífi í stað þess að hlekkja það við rúm sín eins og gert er, vegna skorts á hjúkrunar- fólki. Afsögn Junckers er óþægilegt mál fyrir Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra, en hann hrókaði til í stjórn sinni fyrir tveimur vikum til að rýma fyrir Juncker, vegna þrýstings frá henni og fleirum sam- flokksmönnum hennar, sem þótti áhrif Mið-demókrataflokksins of lít- il innan stjórnarinnar. Juncker hef- ur sagst ætla að hverfa aftur til fyrri þingmannsstarfa sinna, en óvíst er hvort þingflokkurinn er sæll með að fá hana aftur í hópinn. Skálað á óperudansleiknum THOMAS Klestil, forseti Austurríkis, sem komst í heimsfréttirnar fyrir skömmu vegna kvennamála sinna, skálar í kampavíni við hina vellauðugu Ivönu Trump á óperudansleiknum í Vínarborg á fimmtudagskvöld. Yfir 2.000 pör sóttu dansleikinn og stigu vals fram á rauða nótt. Langflest- ir kjósend- ur óráðnir Róm, Mílanó. Reuter. MEIRA en tveir þriðju ítalskra kjósenda hafa enn ekki ákveðið hvaða flokk þeir munu kjósa í þingkosningunum á Italíu eftir hálfan annan mánuð. Kemur þetta fram í skoðanakönnun, sem birt var í gær. Bróðir auðjöfursins Silvios Berlusconis var handtek- inn í gær vegna gruns um spill- ingu og er talið, að það geti haft áhrif á gengi Berlusconis og flokks hans í kosningunum. Talsmaður Directa-stofnunarinn- ar, sem kannaði hug kjósenda, sagði, að vegna niðurstöðunnar væri full ástæða til að efast um áreiðanleik annarra kannana, sem hafa skipað flokkum og flokkabandalögum á ákveðinn bás hjá kjósendum. Paolo Berlusconi, sem lengi hefur stýrt byggingar- og fasteignafyrir- tæki fjölskyldunnar, var handtekinn í gær, grunaður um að hafa beitt mútum til að ná samningum við einn ríkisbankanna. Gerist þetta á sama tíma og Forza Italia, nýstofnaður stjórnmálaflokkur Silvios, bróður hans, er að ganga frá samkomulagi uin samstarf við Norðursambandið og getur haft veruleg áhrif á mögu- leika Berlusconis í kosningunum. Ahtisaari vill bæla andrúms- loftið í stjóm- og þjóðmálum Helsinki. Frá Lars Lundsten fréttaritara Morg^inblaðsins. MARTTI Ahtlsaari ráðuneytissljóri finnska utanríkisráðuneytis- ins segist vera ármaður nýrra tíma þegar hann verður settur í embætti Finnlandsforseta hinn fyrsta mars. Helst segist hann langa til að vinna að því að breyta andrúmsloftinu í finnskum stjórnmálum og þjóðfélagsmálum á þann veg að samfélagið verði opnara. Starf Finnlandsforseta og póli- tískra leiðtoga í Finnlandi hefur lengi einkennst af því að sérstak- lega utanríkismál hafa verið af- greidd án lýðræðislegs samráðs við þjóðina. Var þetta afleiðing þeirrar stefnu sem marka varð með tilliti til heimsvaldastefnu fyrrverandi Sovétríkjanna. Til þess að halda sambandi við þjóðina hyggst Ahtisaari heim- sækja mismunandi héruð að minnsta kosti einu sinni hvern mánuð. Þetta hafi orðið niður- staða hans eftir reynsluna af kosningarbaráttunni. Um aðra þætti stefnu hans verður ekkert sagt fyrr en eftir embættistökuna. Ahtisaari sigraði í síðari umferð finnsku forsetakosninganna um síðustu helgi með 53,9% greiddra atkvæða á móti 46,1% fylgi Elisa- bethar Rehn varnamálaráðherra (Sænska þjóðarflokknum). Á fréttamannafundi eftir kosning- arnar sagðist Ahtisaari líta svo á að sigur hans mætti þakka því að þjóðin vildi leiðtoga sem væri ekki úr hópi stjórnmálamanna. Hins vegar viðurkenndi Ahtisa- ari fúslega að framboð Rehn og góð frammistaða hennar hefðu leitt í Ijós að staða jafnréttismála væri enn ekki fyllilega viðunandi í Finnlandi. Ahtisaari lagði áherslu á að leyfa þyrfti Mauno Koivisto fráf- arandi forseta að sinna starfi sínu síðustu vikurnar í friði. Af þeim sökum kvaðst Ahtisaari ekki vilja 'láta frá sér fara pólitískar yfirlýs- ingar. Nokkur málefni féllst Ahtisaari þó á að ræða. Aðspurður hvort Paavo Váyrynen fyrrum forseta- efni Miðflokks gæti orðið utanrík- isráðherra á nýjan leik kvað hann svo ekki vera. I hita kosningabar- áttunar í sumar sakaði Váyrynen Ahtisaari um fjárdrátt og hafa ekki tekist með þeim sættir eftir það. Ahtisaari reyndist einnig fús að ræða var aðild Finna að Evr- fyrst. Samningaviðræðum Finna við Evrópusambandið þarf að ljúka fyrir embættistöku Ahtisaaris ef Finnar hyggjast fá aðild frá næstu áramótum. Þannig er óvisst hversu mikil Ahtisaari getur haft á þessu sviði. Þar sem Ahtisaari hefur ekki mikla reynslu á sviði stjórnmála innanlands vildu margir blaða- manna vita hvernig samskiptum hans við Jafnaðarmannaflokkinn yrði háttað. Ahtisaari kvað það ranga ályktun að Jafnaðarmanna- flokkurinn myndi á einhvern hátt njóta sérstöðu og endurtók að hann ætlaði að segja sig úr flokknum fyrir embættistökuna. Sem forseti sagðist hann ætla að halda uppi samskiptum við alla stjórnmálaflokka. Tengsl Ahtisaaris við jafnaðar- menn geta að mati margra frétta- skýrenda samt sem áður reynst honum til trafala. í kosningabar- áttunni gagnrýndi hann ríkis- stjórnina og Elisabeth Rehn og beitti röksemdum úr vopnabúri jafnaðarmanna. Á blaðamanna- fundi Ahtisaaris var aðeins einn fulltrúi stjómmálaflokka við- staddur, Markku Hyvárinen ritari jafnaðarmannaflokksins. Martti Ahtisaari ópusambandinu (áður Evrópu- bandalaginu, EB). Hann ítrekaði hversu mikilvægt hann teldi að Finnar fengju að taka þátt í um- ræðum um þróun Evrópusam- starfsins á næstu árum. Þetta væri hins vegar aðeins unnt ef Finnar gerðust aðilar að EB sem Fymim leiðtogi hryðju- verkasamtaka skotinn Dyflinni. Reuter. DOMINIC McGlinchey, fyrrverandi leiðtogi írska þjóðfrelsishersins (INLA), var skotinn til bana á írlandi á fimmtudagskvöld. McGlinchey var eitt sinn einn af þeim hermdarverkamönnum sem bresk yfirvöld leituðu mest að. Talið er að McGlinchey hafi átt aðild að 30 morðum, fyrst á vegum írska lýðveldishersins (IRA) og síðan írska þjóðfrelsishersins, sem er klofningshópur frá IRA. Hreyfingin drap til að mynda breska þingmann- inn Airey Neave með bílsprengju árið 1979. McGlinchey mun hafa skotið konu sína, sem var einnig hermdarverkamaður, þegar hún var að baða tvo syni þeirra árið 1987. ___McGlinchey. .vat. láUnn _ Jaus. úr írsku fangelsi í mars í fyrra eftir að hafa afplánað sjö ár af tíu ára fangelsisdómi. Hann lýsti því þá yfir að hann væri hættur öllum hermdar- verkum og ætlaði að hefja hótel- rekstur. Óstaðfestar fregnir herma að McGlinchey hafi látist af völdum sára á höfði eftir að þrír vopnaðir menn hafi ráðist að honum á göngu með syni sínuiu. Ekki er vitað hvaða menn þetta voru. Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga á utan- verðu Snæfellsnesi, Staðarsveitar, Breiðuvíkurhrepps, Neshrepps utan Ennis og Ólafsvíkurkaupstaðar auglýsir hér með eftir hugmyndum að nafni fyrir hið nýja sveitarfélag. Hugmyndum ber að skila í lokuðum umslögum, merkt- um: „Tillaga um nafn“, á skrifstofur Neshrepps utan Ennis eða Ólafsvíkurkaupstaðar fyrir 15. mars nk. Viðurkenning verður veitt fyrir það nafn sem valið verður. Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga á utanverðu Snæfellsnesi, Staðarsveitar, Beiðuvíkurhrepps, Neshrepps utan Ennis og Ólafsvíkurkaupstaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.