Morgunblaðið - 12.02.1994, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 12.02.1994, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1994 lagt úr báftum^^íí'' Risasvlg - A6eins ein umferft eins og í bruni. Ekki er eins mikill hrafti i risasvigi eins og i bruni. Brautarlengd: 3.007 m Fallhæð: 838 m Lestarstöftö ;FAVANG OLYMPIULEIKARNIR I LILLEHAMMER Fimmtán hreindýr taka þátt í opnun- arhátíðinni í dag SAUTJÁNDU vetrarólympíuleikarnir verða settir í Lillehammer í Noregi í dag. 400 syngjandi börn taka þátt í setningarathöfn- inni, 200 dansarar, 15 hreindýr og tveir fallhlífastökkvarar sem stökkva með risastóran norskan fána. En það verður Stein Grub- en sem verður í aðaihlutverkinu á setningunni; sá er skíðastökkv- ari og stekkur af keppnispallinum með ólympíueldinn. Ole Gunn- ar Fidjestol átti að sjá um það, en slasaðist á æfingu í fyrradag, og Gruben hljóp í skarðið á síðustu stundu. Norsk menning skipar veglegan sess á setningarathöfninni í dag, og fjallað verður um hina hörðu lífsbaráttu í Noregi; barátt- una gegn náttúruöflunum gegnum aldimar. Eftir ræðu Juans Antonio Samaranch, forsta alþjóða ólympíu- nefndarinnar, og Gerhard Heiberg, stjórnanda leikanna í Lillehammer, kemur það svo í hlut Haraldar kon- ungs að setja leikana. Eftir það kemur atriðið sem allir bíða spennt- ir eftir, stökk Grubens. Hann á að afhenda ólympíueldinn skíðakon- unni Cathrinu Nottingsnes, sem er sjónskert, og hún kemur kyndlinum til Hákónar prins, sem tendrar ólympíueldinn. Hvað gerir Ulvang? Norðmaðurin Vegard Ulvang, sem vann þrenn gullverðlaun og eitt brons á leikunum í Albertville fyrir tveimur árum, verður í sviðs- UM HELGINA Handknattleikur ' LAUGARDAGUR 1. deild karla: Víkin: Víkingur- KA.............16.30 1. deild kvenna: Eyjar: ÍBV - Fylkir.............16.30 SUNNUDAGUR 1. deild karla: Höllin: KR-FH......................20 Strandgata: Haukar- ÍBV............20 Varmá: UMFA-Valur..................20 Höllin Akureyri: Þór - Stjaman.....20 1. deild kvenna: Höllin: Fram - Grótta..............14 Höllin: KR - Stjaman ..............1 Strandgata: Haukar - Ármann........17 Kaplakriki: FH-Valur............16.30 2. deild karla: Digranes: UBK - Fyikir..........20.30 Fjölnishús: Fjölnir - Grótta.......14 Húsavík: Völsungur - ÍH............20 Höllin: Fram - ÍBK............ 15.30 MÁNUDAGUR Digranes: HK - Ármann..............20 Körfuknattleikur LAUGARDAGUR Austurberg: Stjömuleikur KKl og SÍ.16 1. deild karla: Akureyri: Þór- Reynir..............14 SUNNUDAGUR Hagaskóli: Léttir- UBK.............20 1. deild kvenna: Hagaskóli: KR-Valur.............18.30 Keflavík: iBK-UMFT.................14 Blak LAUGARDAGUR Ásgarður: Stjarnan - KA (ka)....16.30 Digranes: HK - Sindri (kv)....... 20 Neskaups.: Þróttur - Víkingur (kv).14 SUNNUDAGUR _ Hagaskóli: ÍS - Sindri (kv).........14 Hagaskóli: Þróttur - KA (ka)....15.15 Íshokkí LAUGARDAGUR: Akureyri: SA - SR................ 17 Frjálsíþróttir LAUGARDAGUR: Keppt verður á Meistaramóti íslands í Baldurshaga frá kl. 10 árdegis og til kl 14. Keppt verður í 50 metra hlaupi, langstökki karla og þrístökki kvenna. Frá 13.30 verður keppt í kúluvarpi karla og kvenna í Reiðhöll- inni og kl 15 verður keppt í 800 m hlaupi karla og kvenna auk stangarstökks karla í Kaplakrika. SUNNUDAGUR: I Kaplakrika verður keppt milli kl. 10 og 12 í 1.500 m hlaupi, hástökki kvenna og karla en í Baldurshaga hefst keppnin kl. 14 og stendur fram til kl. 17. Þar verð- ur keppt 1 50 m grindahlaupi, þrfstökki karla og langstökki kvenna. Glíma Bikarglíma íslands - Flugleiðamótið, fer fram að Laugum í dag og hefst kl. 14. Golf Þriðja opna púttmótið í mótaröðinni í Gullgolfi í vetur, Olís-Arthún open, verður í dag, laugardag. ljósinu í Lillehammer. Bæði bíða menn spenntir eftir því hvort honum tekst að endurtaka leikinn frá því í Frakklandi, og eins hefur hann verið mikið í fréttum; fyrst eftir að bróðir hans, Ketil, hvarf sporlaust í norður Noregi í október síðastliðn- um og í vikunni fyrir að gagnrýna starfsemi alþjóða ólympíunefndar- innar og Juan Antonio Samaranch, forseta hennar, í sjónvarpsviðtali. Ulvang brast í grát á blaða- mannafundi í Lillehammer í gær, er blaðamaður spurði hann hvort hvarf bróður hans hefði haft áhrif á undirbúninginn fyrir leikana. Eft- ir að hafa jafnað sig sagði Ulvang að þetta hefði ekki haft veruleg áhrif á æfingar hans, en bætti við að missirinn væri mikill og §öl- skyldan saknaði Ketils gríðarlega. Hann lýsti því jafnframt yfir að í vor, strax og snjóa leysti, myndi hann halda af stað í þeirri von að Vegard Ulvang, norski skíða- göngu- maðurinn frábæri. Endur- tekur hann leik- inn frá þvííAI- bertville? finna Ketil. Skíðaganga er vinsælasta íþróttágreinin í Noregi og það þyk- ir endurspegla vinsældir hennar að þeir íþróttamenn sem verða í aðal- hlutverkunum við setningarathöfn- ina í dag — fyrir utan stökkvarann Gruben auðvitað — eru allt göngu- menn. Ulvang fer með ólympíueið- inn, Inger Helene Nybraaten, elsta konan í norska ólympíuliðinu, held- ur á ólympíufánanum á meðan, og Björn Dæhlie — sem vann til þrennra gullverðlauna í Albertville, eins og Ulvang — heldur á norska fánanum í fararbroddi heimamanna er þeir ganga inn við setninguna. „Skíðaganga er hluti af menning- ararfleifðinni í hugum Norðmanna. Þetta er þjóðaríþróttin," sagði tals- maður norska ólympíuliðsins í gær. „Á góðum vetrar sunnudegi eru 40 til 50 þúsund manns gangandi á skíðum í Osló; 10 prósent íbúa borg- arinnar. Nánast allir Norðmenn hafa farið á skíði þegar þeir hafa náð þriggja eða fjögurra ára aldri,“ sagði hann. BRUN OG RISASVIG I HVITFJALLI Alpagrelnarnar eru fjórar; svig, storsvig, rlsasvlg og brun. Einnig er keppt i sérstakri alpatvlkeppni, þ.e. samanlagbur árangur úr svigi og bruni. Keppnin í risasvigl og bruni fer fram í Hvltfjalll en sviglö og stórsvigiö fer fram i Háfjalli. jðfj /N' BRUN / J^Brunbreut Stýriport (hlift) eru notuft til aft marka leiftina niftur MT Cx ^ ■■ ft/sasv/o brekkuna.Einumlerfteríbruniogersigurvegari // ; 'l" ^ sá sem nær besta brautartímanum. ( \ // - -L-- ALPATVÍKEPPNI J )// **"•, H » Keppnin samanstendur at bruní og svigi. —rt;lfcÁ(é*|// Ar J Stigerugefinfyrirárangur íhvorrigrein ( ' /A H æ og lelst sá sigurvegari sem nær .Mppy , \ '/ M h 0pil beslum árangri saman- —'nT I ■ -W lm " m iJJ P01 BRAUTIR / M Lokaöpori risasvigi ems og i Liklegt hitastig - 4,0°C/ -11,1°C Snjó- dýpt 70sm HALLI KEPPNIS- BRAUTANNA í HVÍTFJALLI >'L ✓ y "sf# ,v ^ DAGSKRÁIN (HVÍTFJALLI 13. feb. Brun 14. feb. Tvlkeppnisbrun 15. teb. Risasvig 17. feb. Risasvig 19. feb. Brun 20. feb. Tvíkeppnisbrun (Karlar) (Karlar) (Konur) (Karlar) (Konur) (Konur) ">5 18 stiga frost við setninguna? Veðurfræðingar í Noregi spáðu því í gær að frostið yrði á bilinu 11 til 18 gráður meðan á setningarathöfninni stendur í dag. Fólki hefur því verið ráðlagt að koma vei klætt til athafnar- innar, sem fram fer á stökksvæð- inu. Áhorfendur verða 40.000. Snórinn 1,32m Mjög hefuf snjóað í Lille- hammer að undanförnu. Að sögn norsku Veðurstofunnar var snjó- þykktin í bænum í gærmorgun 1,32 metrar, sem er aðeins tveimur sentímetrum minna en mest hefur verið í Lillehammer, í mars 1951. Enginn út að aka Keppendur í Lillehammer verða 1.988 og er gert ráð fyrir að 100 þúsund manns heimsæki Lillehammer á hveijum degi meðan á leikunum stendur. Það er því eins gott að samgöngur verði í lagi. Lestaferðir verða frá Osló á tíu mínútna fresti. Bílaum- ferð er bönnuð í Lillehammer og aðeins hægt að fara um með strætisvögnum. ■ OLE Gunnar Fidjestel, skíða- stökkvarinn norski sem átti að stökkva með ólympíueldinn fram af stökkpallinum á setningarathöfninni í dag, fékk að fara heim af sjúkra- húsi í gær. Hann slasaðist á æfíngu í fyrradag; féll í lendingu og fékk heilahristing. Stein Gruben stekkur með eldinn í stað landa síns. ■ NANCY Kerrigan, bandaríska skautastúlkan sem slasaðist er á hana var ráðist á æfíngu fyrir fimm vikum — og hefur mikið verið í frétt- um fyrir vikið — æfði í gær í fyrsta skipti í Lillehammer, og sagðist hin hressasta. ■ LUC Alphand frá Frakklandi náði besta tímanum i æfingaferð brunmanna í Lillehammer í gær, og verður því einn fjögurra Frakka til að keppa í bruni á leikunum. Brun- keppni karla fer fram á morgun, sunnudag. Alphand fór brautina á 1:44,75 mín. í gær en Hannes Trinkl frá Austurríki hafði náð besta tím- anum í brautinni áður, á fimmtudag. ■ ARTHUR Buchardt, hóteleig- andi í Lillehammer keypti í. gær síðasta stuttermabolinn — „einn dag- ur eftir-bolinn“ — á uppboði í bæn- um. Framkvæmdanefnd leikanna hefur boðið upp einn bol síðan 1.000 dagar voru til stefnu. Buchardt bauð 56.000 norskar krónur, andvirði um 550.000 íslenskra króna og var þess sérstaklega getið í fréttaskeyti að hann hefði boðið meira en Juan Antonio Samaranch, forseti alþjóða ólympíunefndarinnar. ■ HLJÓÐEINANGRUN milli her- bergja í ólympíuþorpinu er meiri en gengur og gerist í venjulegum hús- um. Þetta er gert til að koma í veg fyrir að keppendur verði truflaðir af hrotum hvers annars. ■ ALÞJÓÐA Ólympíunefndin, IOC, fundar í Lillehammer þessa dagana. Tíu borgir hafa sótt um að halda vetrarleikana árið 2002. Þær borgir sem hafa sótt um eru; Lake City (Bandaríkjunum), Alma Ata (Kasakstan), Graz (Austurríki), Jaca (Spáni), Östersund (Svíþjóð), Poprad-Tatry (Slóvakíu), Quebec (Kanada), Sion (Sviss), _ Sochi (Rússlandi) og Tarvisio (Ítalíu). IOC mun ákveða á fundi sínum í dag hvaða fjórar borgir af þessum tíu komi til greina. Endanleg ákvörðun um staðarval verður síðan tekin á fundi IOC í júní á næsta ári. ■ TOSHIAKI Imamura, þjálfari skautaliðs Japana, segist fullviss um að nokkur heimsmet eigi eftir að falla og þá aðallega í 500 metra hlaupi í hinni nýju skautahöll í Hamri. „Það kæmi ekki á óvart þó að við fengjum að sjá þijú eða fjögur heimsmet falla í 500 metra skauta- hlaupi. Svellið er hreint frábært," sagði Imamura. FRJALSAR/MI INNANHUSS íslandsmet í hættu í nokkrum greinum MEISTARAMÓT íslands í frjálsíþróttum innanhúss hófst íKapla- krika í gærkvöldi og verður fram haldið í dag og á morgun. Athygl- in beinist fyrst og fremst að Pétri Guðmundssyni, sem á eitt af fimm lengstu köstum ársins í kúluvarpi, en auk þess reynir Þórdís Gísladóttir við Evrópulágmark i hástökki og gert er ráð fyrir að mörg íslandsmet séu í hættu. Pétur verður í sviðsljósinu í Reið- höllinni í Víðidal í dag. íslands- met hans frá 1990 er 20,66 m, en um síðustu helgi tryggði hann ,sér þátttökurétt á EM innanhúss, sem verður um miðjan næsta mánuð, með 20,15 m kasti. Þórdís reynir við EM-lágmarkið í Kaplakrika í fyrramálið, en það er 1,86 m og stökk hún þá hæð á mót- inu í fyrra. Einar Þór Einarsson hefur náð EM-lágmarkinu í 50 m hlaupi, en hann reynir að bæta íslandsmet sitt í Baldurshaga fyrir hádegi í dag og fær eflaust harða keppni. Sömu sögu er að segja af keppni í öðrum greinum. Gert er ráð fyrir harðri keppni og er talið að íslands- met séu m.a. í hættu í þrístökki kvenna, langstökki karla, 50 m grindahlaupi karla og 50 m hlaupi kvenna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.