Morgunblaðið - 12.02.1994, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 12.02.1994, Blaðsíða 52
Morgunblaðið/Árni Sæberg Fiskur - já, takk GRANDI hf. opnaði hús sín fyrir gestum í gær og voru skólanem- endur sérstaklega boðnir velkomnir undir kjörorðunum „fiskur - já, takk“. Fyrirtækið hefur tileinkað skólum á höfuðborgarsvæð- inu einn dag á ári til að kynna þeim nútíma vinnslu á sjávarafurð- um hérlendis. Þáðu 2.300 nemendur og kennarar, eða um 100 bekkir, boð Granda að þessu sinni, en samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu hafa um 8.000 manns heimsótt fyrirtækið af sama tilefni seinustu fjögur ár. Meðal þess sem nemendum var boðið að sjá voru ýmsir kynjafiskar ásamt hákarli, háf og vinnslu ufsa í neytendapakkningar. MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK StW 091100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRÍ: HAFNARSTRÆTl 83 LAUGARDAGUR 12. FEBRUAR 1994 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK. Fjórðungnr starfs- manna á atvinnuleys- isbótum viku í senn SKIPALYFTAN í Vestmannaeyjum hefur gripið til þess ráðs að senda fjórðung starfsmanna sinna hveiju sinni heim í viku í senn og á þeim tíma þiggja þeir atvinnuleysisbætur. Starfsmennirnir hafa samþykkt fyrirkomulagið, en framkvæmdastjóri Skipalyftunnar seg- ir þetta neyðarúrræði til að koma í veg fyrir uppsagnir. „Við verðum að grípa til þessa ráðs vegna verkefnaskorts," sagði Ólafur Friðriksson, framkvæmda- stjóri Skipalyftunnar, í samtali við Morgunblaðið. „Fyrirkomulagið hjá skipasmíðastöðvunum hér í Eyjum og víða annars staðar er, að starfs- menn fá allt að 30 daga á ári á at- vinnuleysisbótum. Við ákváðum hins vegar að deila þessu niður, svo þetta Reyklaust varnarlið REYKINGABANN tók gildi meðal starfsfólks hjá varnarl- iðinu á Keflavíkurflugvelli fyrir nokkru og hafa reyking- ar verið bannaðar í öllum byggingum og farartækjum, svo og innan tiltekinnar fjar- lægðar frá gluggum. Reyk- ingabann hefur tekið gildi í öllum herstöðvum Bandaríkj- anna. Starfsmönnum , sem vilja hætta að reykja hefur verið boð- ið á námskeið og einnig fengið hjálparmeðul. Hjá Varnarliðinu starfa 900 íslendingar og 6-700 vinna á vegum íslenskra verk- taka, auk um 3.000 varnarliðs- manna. Forystumenn verkalýðsfélaga sögðu að varnarliðið hefði lýst því yfir að til þess kunni að koma að fólki sem gerist ítrekað brotlegt .við bannið verði sagt upp störfum og gæti það sam- ræmst íslenskum tóbaksvarnar- lögum. Ekki hefur komið til þess að áminningum hafi verið beitt. komi vægar niður á mönnum." Hjá Skipalyftunni vinna um 50 starfsmenn og sitja því um 12 starfs- menn heima eina viku í mánuði hveijum. „Starfsmenn okkar sam- þykktu þetta fyrirkomulag, því þeir skildu að þetta var neyðarúrræði,“ sagði Ólafur. „Það rætist vonandi úr verkefnastöðunni og við vinnum stanslaust að því að leita verkefna, en enn sem komið er sjáum við ekk- ert framundan. Það eru þó jákvæð teikn á lofti, því eftir að opinberir aðilar lofuðu niðurgreiðslum hefur hljóðið breyst í útgerðarmönnum og þeir taka betur í að láta framkvæma ýmislegt fyrir sig.“ I ODDSSKARÐI Morgunblaðið/Sverrir Kannað verður með aðrar lóðir fyrir hús Hæstaréttar Ekki hægt að færa húsið óbreytt milli lóða, segja arkitektar ÞORSTEINN Pálsson dómsmálaráðherra óskaði eftir því í gær að skipulagsyfirvöld Reykjavíkur könnuðu á nýjan leik hvort hentugri staður en lóðin á horni Lindargötu og Ingólfsstrætis fyndist fyrir væntanlegt hús Hæstaréttar í miðborginni. Margrét Harðardóttir og Steve Christer, arkitektar hússins, segja ekki mögulegt að flytja húsið óbreytt milli lóða, það sé hannað með þessa staðsetningu í huga. Skúli Norðdahl, arkitekt, segist fagna þessari ákvörðun ráðherrans, en hann er einn þeirra er stóð að undirskriftasöfnun gegn staðsetningunni. í ákvörðun ráðherrans felst að framkvæmdir frestast en jafn- framt ætlar hann að láta fara fram kynningu fyrir almenning á fyrir- huguðu húsi. Undirbúningur að byggingu hússins er langt kominn og segir Þorsteinn að mikil vinna hafi þegar verið lögð í að velja staðinn. „Eg er hins vegar þeirrar skoðunar að menn geti ekki horft fram hjá því að allur undirbúning- ur að byggingu hússins hefur far- ið fram með lögskipuðum hætti,“ segir Þorsteinn. Mið tekið af aðstæðum Steve segir að ekki sé hægt að taka húsið og flytja það á aðra lóð óbreytt. Við hönnun hússins hafí verið tekið mið af nærliggjandi húsum og aðstæðum í kring. „Hvert hús er teiknað fyrir ákveð- inn reit,“ segir hann. Margrét seg- ir að ef ákveðið yrði að byggja húsið annars staðar yrði að byija svo til frá grunni aftur. Skúli segist vænta þess að ráð- herra skoði málið og taki tillit til vilja þeirra sem ekki vilja að húsið verði byggt við Lindargötuna. Sjá fréttir á bls. 18 og 19. Tæpur helmingur leyfilegs þorskkvóta óveiddur Þorskafli íjanúar sá minnsti í 25 ár VERKFALL sjómanna og slæmt tíðarfar setti svip sinn á fiskveiðar í janúar. Alls veiddust þó um 34.400 tonn, þar af 17.900 tonn af botn- fiski. Verðmæti aflans upp úr sjó varð nú 1,5 miiljarðar króna, en 3 milljarðar fyrir ári og 3,5 í janúar 1992. Þorskafli nú varð aðeins 10.450 tonn og hefur þorskafli í janúar ekki orðið minni síðan á árun- um 1967 til 1969. Loðnuafli nú varð aðeins 14.500 tonn á móti 37.200 í fyrra og 71.300 árið 1992. Það sem af er fiskveiðiárinu er þorskafli orðinn 78.600 tonn. Það er tæpur helmingur af útgefnum aflaheimild- um og áætluðum afla krókabáta, en sé tekið mið af færslu kvóta frá síðasta ári yfir á þetta og að tekin verði í ár 5% af kvóta þess næsta, gætu verið um 90.000 tonn óveidd af þorskkvóta ársins. Mánuðina febrúar til og með maí í fyrra veiddust 96.000 tonn af þorski. Heildarfiskafli á núverandi fisk- veiðiári, sem hófst 1. september síð- astliðinn, er alls um 480.000 tonn og munar þar mestu um nærri 200.000 tonn af loðnu og 100.000 tonn af síld. Heildarflinn í fyrra var á sama tíma um 543.000 tonn og voru síld og loðna 330.000 tonn af því. A sama tíma 1992 var heiidarafl- inn 442.000 tonn og voru síld og loðna þá 221.000 tonn. Þorskafli þetta tímabil varð nú 78.600 tonn, sem er nokkru meira en á sama tíma í fyrra. Þá var þorsk- aflinn 76.000 tonn en 85.000 tonn í hitteðfyrra. Heildarþorskkvóti þetta fiskveiðiár er 165.000 tonn, svo enn er rúmur helmingur hans eftir, þegar fimm mánuðir eru liðnir af því. Ýsu- afli er nú tæp 14.000 tonn og er þar um samdrátt að ræða upp á 2.500 tonn að ræða milli ára. Af ufsa hafa aðeins veiðst rúmlega 18.500 tonn, sem er mikill samdráttur því í fyrra var ufsaaflinn á sama tíma 27.000 og 34.000 tonn 1992. Einnig er um samdrátt í karfaafla að ræða. Nú veiddust 33.400 tonn, 47.000 í fyrra og 44.500 í hitteðfyrra. Þá má loks nefna rækjuaflann, sem nú nam 16.500 tonnum, 17.000 í fyrra og 13.000 í hitteðfyrra. Leyfilegur þorskafli fiskveiðiárinl 991 -94 Eftir voru á sama tíma 265.0001. 68% 212.000 j- 64% 52% . I Óveiddur afli nú Þegar veidd 1991-92 1992-93 1993-94 Leyfilegur afli er uppgefið aflamark auk áætl- aðs afla krókabáta. Aflinn í ár getur orðið meiri vegna flutnings aflaheimilda milli ára. Zvjaginsev og Hannes efstir RÚSSNESKI skákmaðurinn Zyjaginsev vann skák sína við van de Sterren á Reykjavíkurskák- mótinu í gær. Zvjaginsev hefur þar með náð forystunni á mótinu eftir sjöundu umferð. Hannes Hlífar Stefánsson og Jóhann Hjartarson gerðu jafn- tefli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.