Morgunblaðið - 12.02.1994, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.02.1994, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1994 3 Vörubílstjórar sýknaðir af ákæru um of mikla hlassþyngd Vogimar stóðu í of mikl- um halla við vigtunina Nýtt óháð framboð TÍU mál sem höfðuð voru gegn vörubílstjórum fyrir Héraðsdómi Austurlands fyrir að hafa ekið með of þungt hlass á bifreiðum sínum sumarið 1992 hafa verið til lykta leidd og hafa sex dómar fallið ákærðu í vil, en í fjórum tilfellum voru hinir ákærðu sak- felldir. Verjandi vörubílsljór- anna var Gísli Auðbergsson og segir hann að í þeim tilfellum þar sem um sýknu var að ræða hafi dómarinn komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið gætt nógu vel að því að bifreið- arnar stæðu á jafnsléttu þegar vigtun fór fram og því hafi ekki verið hægt að treysta mælingun- um. Málavextir eru eitthvað mismun- andi eftir því hver ákærða á í hlut en allir voru þeir stöðvaðir á leið með hlass á losunarstað. Voru bif- reiðarnar vigtaðar með færanlegum vogum við vegarkantinn og reynd- ust samkvæmt mælingunum vera of þungar. Leyfilegur heildarþungi er 23.000 kíló. Einnig var í sumum tilfellum um að ræða of háan öxul- þunga. Bílstjórarnir voru ósáttir við niðurstöður vigtunarinnar og voru ákærðir þegar þeir borguðu ekki sektir. Sektir við brotum af þessu tagi geta numið allt að 26 þúsund krónum að sögn Gísla. Þrír ákærðu í vinnu fyrir Vegagerðina í dómsskjölum kemur fram að þrír bílstjóranna voru að vinna fyr- ir Vegagerð ríkisins og sáu starfs- menn hennar um að moka á bifreið- arnar. Vigtunarmennirnir vinna Samkeppnisráð Lögmenn fá ekki að gefa út gjaldskrá LÖGMENN fá ekki að gefa út leiðbeinandi gjaldskrá fyrir hluta af þjónustu sinni eins og þeir höfðu óskað eftir við samkeppnis- yfirvöld. Samkeppnisráð telur að ekki séu forsendur til að veita þeim undanþágu frá banni við verðsamráði, m.a. þess að það muni frekar draga úr samkeppni en auka. Eftir gildistöku samkeppnislaga á síðasta ári gekk í gildi bann við verðsamráði. Féll þá niður heimild Lögmannafélags Islands og fleiri samtaka til að gefa út leiðbeinandi gjaldskrár. Lögmannafélagið óskaði eftir takmarkaðri undanþágu, það er að fá heimild til að gefa út leið- beinandi gjaldskrá til notkunar fyrir dómstóla við ákvörðun málsvarnar- og málsóknarlauna og vegna inn- heimtumála til verndar skuldurum. Dregur úr samkeppni Guðmundur Sigurðsson, yfirvið- skiptafræðingur Samkeppnisstofn- unar, segir að í samkeppnislögum og greinargerð með frumvarpi þeirra séu settar miklar skorður við veit- ingu undanþága. Það sé m.a. skil- yrði að samkeppni aukist og að þess megi vænta að jákvæð áhrif verði meiri en neikvæð. Stofnunin telji að leiðbeinandi reglur á þessu sviði séu til þess fallnar að hafa áhrif á aðrar gjaldskrár lögmanna og dragi því fremur úr samkepppni. einnig fyrir Vegagerðina. Löggildingarstofan löggildir ekki vogirnar því þær eru notaðar við mismunandi aðstæður. Stofan próf- ar þær þó árlega og hefur viður- kennt þær til þessara nota. I dóms- skjölunum segir að jafnan sé lesið af vogunum ökumönnunum í hag og ef viðkomandi sættir sig ekki við mælinguna er hægt að láta vigta bílana á næstu löggiltu hafnarvog. Slíkt hafi þó ekki verið gert í um- ræddum tilfellum. Sex málanna féllu þeim ákærðu í vil og voru forsendur dómsins þær að það þótti sýnt að ekki hefði þess verið gætt nægilega að undirlagið væri slétt og hallalítið, en niðurstöð- ur vigtunarinnar þykja ekki ná- kvæmar ef halli á mælingarstað er meira en 3% eða þegar undirlagið er mjög óslétt. í fjórum málum var ákærðu gert að greiða sekt þar sem sýnt þótti að bifreiðar þeirra hefðu verið ofhlaðnar, og nema sektirnar frá 9.000 kr. til 20.000 kr. ÞRJÚ framboð bái-ust í kosningu til Stúdentaráðs í Háskóla íslands, en framboðsf restur rann út í gær. Nýtt óháð framboð bættist í hóp þeirra tveggja sem barist hafa um völd í Stúdentaráði undanfarin árFramboðslistar bárust frá Röskvu, samtökum félagshyggjufólks í Há- skóla íslands og Vöku félagi lýðræð- issinnaðra stúdenta. Að auki barst listi frá óháðu framboði sem ekki hefur fengið nafn. Þá bárust framboð frá Röskvu og Vöku til Háskólaráðs. Alls eru 30 fulltrúar í Stúdenta- ráði og er kosið um 15 fulltrúa ár- lega. Röskva hefur nú meirihluta í ráðinu, 16 fulltrúa á móti 14 fulltrú- um Vöku. Þá hafa félögin sinn full- trúann hvort í Háskólaráði. Kosið verður í Háskólanum 22. febrúar. Nei Nissan Sunny er búinn 1600cc, 16 ventla vél með fjölinnsprautun. Nægur kraftur jafnvel þó fimm fullorðnir með allan sinn farangur séu í bílnum. Einn með öllu. Frítt þjónustueftirlit að 20.000 km. Frí ábyrgðartrygging í 6 mánuði. Hafið samband við sölumenn eða umboðsmenn um land allt. Ingvar Heigason hf. Sævarhöföa 2 slml 91-674000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.