Morgunblaðið - 12.02.1994, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.02.1994, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGA-RDAGUR 12. FEBRÚAR 1994 Andrés Hermanns- son sjómaðurfrá Ogumesi - Mmning Fæddur 22. maí 1924 Dáinn 2. febrúar 1994 Það er komið að kveðjustund. Elskulegur móðurbróðir minn, Andrés Hermannsson, hefur kvatt þennan heim. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu að loknum vinnudegi, 69 ára gamall. Hann sem alla tíð hafði verið svo hraustur, varla orðið misdægurt, þar til fyrir nokkrum árum 'að hann fékk smá „hjartavitleysu“ eins og hann orð- aði þetta sjálfur. „Þetta getur nú hent alla, frænka mín.“ Hann gekk enn til vinnu sinnar sem hann sinnti af einstakri alúð og kostgæfni. Addi frændi var fæddur og upp- alinn í Ögurnesi í Ísaíjarðardjúpi og voru foreldrar hans Guðfmna Andrésdóttir og Hermann Kr. Björnsson útvegsbóndi. Þau voru fimm systkinin og ein hálfsystir, móðir mín. Addi var tveggja ára þegar pabbi hans lést en móðir hans giftist aftur Pálma Gunnari Gíslasyni, afa mínum. Það varð hlutskipti Adda frænda að sjá sér ungum farboða. Hann byijaði átta ára sjómannsferil sinn með bróður sínum Guðmundi að stokka upp. Fyrir það fengu þeir að hafa saman stúf eins og kallað var og fengu fiskinn af honum í hlut. I rúm 60 ár hefur hann stundað sjóinn. Hann hefur alla tíð verið sjóveikur sem lýsir best eljusemi hans. Hann reyndi að gerast „landkrabbi" en tókst ekki. í tæp 30 ár var hann búsettur í Reykjavík og var nálega allan þann tíma togarasjómaður. í ársbyijun 1974 fluttist hann búferlum heim aftur til ísaljarðar. Þá fyrst kynntist ég þessum góð- hjartaða frænda mínum, sem var alla tíð gefandi í sínu lífí. Hann flutti til ömmu í Tangagötuna, þar sem ég var tíður gestur. Er ég lít til baka, verða ýmsar minningar ljóslifandi. Sérstaklega fannst mér allar ferðimar sem við fórum saman á bátnum hans inn í Djúp, norður í Jökulfírði og á Strandir. Hann hafði frá svo mörgu skemmtilegu að segja, þegar hann og mamma voru ung. Svo mátti amma alls ekki vita af þessu, það voru saman- tekin ráð að halda þessu leyndu, því henni var illa við að við værum að þvælast saman á lítilli bátsskel. Það er margt sem flýgur í gegn- um hugann, þegar litið er yfír far- inn veg, minningamar hrannast upp. Allar eru þær ómetanlegar. Hann frændi minn gerði aldrei nein- ar kröfur fyrir sjálfan sig, var vel liðinn og dagfarsprúður maður. Hann hafði sínar skoðanir en bar þær ekki áUorg. Alla tíð var hann mikil félagsvera og hafði yndi af að umgangast fólk, ræða við það og var ávallt hress í máli og við- móti. Hann þoldi ekki kvart og kvein og illt umtal mátti hann ekki heyra. Hann beindi sjónum sínum alltaf að því góða í tilverunni og sá alltaf það besta í fari hvers manns. Það urðu tímamót í lífí Adda frænda, þegar hann kynntist núver- andi konu sinni, Þómnni Vem- harðsdóttur. Það var hans mesta gæfa. Þegar þau kynntust átti Þór- unn fyrir fjögur uppkomin böm og fyrir átti Addi eina dóttur, Hrönn, og einn fósturson. Addi var mikill gl KERFISÞRÓUN HF. FÁKAFENI 11 -SÍMI 688055 fjölskyldumaður og ræktaði fjöi- skyldutengsl af mikilli umhyggju- semi og alúð. Hann átti létta lund og átti því mjög auðvelt með að ungangast fólk, unga sem aldna. Um hann lék ávallt hressilegur blær og leið öllum vel í návist hans. Að leiðarlokum sækir sorg og söknuður á hugann en jafnframt þakklæti fyrir góðar minningar sem ég geymi um þennan frænda minn, tryggð hans og vinátu. Guð blessi minningu Adda frænda og gefí eig- inkonu hans og ástvinum hans öll- um styrk á erfíðum tímum. Guðfinna Jónsdóttir. Það voru sorglegar fréttir sem mamma færði mér að kvöldi 2. febr- úar, hann Andrés var dáinn. Á slíkri stundu koma margar minningar fram í huga minn. Kynni okkar Andrésar hófust er hann og mamma felldu hugi saman og hann fluttist inn á heimili okkar á Skólaveginum. Ég var þá við- kvæmur unglingsstrákur og óneit- anlega kvíðinn þeirri breytingu sem ég stóð frammi fyrir. Sá kvíði reyndist ástæðulaus. Á skömmum tíma hafði Andrés unnið sér vináttu mína og virðingu. Stuðningur hans, hvatning og umhyggja voru mér ómetanleg á þessu skeiði lífs míns. Ófáar stundirnar sátum við heima og spjölluðum saman. Þær umræð- ur vöktu mig oft til umhugsunar og hafa ráð hans verið mér gott veganesti. Samband mömmu og Andrésar einkenndist af ástúð og hlýju. Það var einstaklega notalegt að vera í návist þeirra og ég tel mig hafa verið lánsaman að fá að vera með þeim á þeirra fyrstu hjúskapar- árum. Vegna dvalar minnar erlendis hafa samverustundimar verið færri en áður. Þó langt væri að fara var samband okkar Andrésar jafn náið. Af áhuga og einlægni fylgdist hann vel með hvernig mér og fjölskyldu minni vegnaði. Ég naut góðs af harðfískvinnslu hans og marga pakkana hef ég sótt með tilhlökkun á pósthúsið. Enda hefur harðfískur- inn hans Andrésar aldrei brugðist. Stundum fékk ég líka hákarl, stykk- in voru valin af kostgæfni og gjam- an úr mismunandi beitum. Þannig var Andrés, öll verk voru unnin að sömu natni og samviskusemi. í dag er ég kveð Andrés fínnst mér ég vera bæði ríkur og fátæk- ur. Ríkur af því að samskiptin við hann hafa gefíð mér svo mikið. Fátækur, af því að hann Andrés er ekki lengur á meðai okkar. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi iostið, sem hugsar til þín alla daga sina. Og meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (T.G.) Elsku mamma, orð mega sín lít- ils á slíkri stunu. Minningin um góðan mann lifir í hjörtum okkar. Við Guðrún og Erla biðjum góðan Guð að styrkja þig og styðja í sorg- inni. Óli Vemharður Antonsson. í dag kveðjum við okkar besta vin og afa. Afí Andrés var okkur alltaf svo góður. Söknuður okkar er sár og mikið er tómlegt án afa. Það er skrítið að koma á Skólaveg- inn'og finna ekki afa sem tók fagn- andi á móti okkur hvenær sem við komum og ef sá dagur leið að við komum ekki í heimsókn var hringt og spjallað í síma. Afi hafði alltaf tíma fyrir okkur og alltaf var hann boðinn og búinn ef við báðum hann einhverrar bónar. Afí leyfði okkur alltaf að vera með sér ef hann var að gera eitthvað sem okkur langaði að taka þátt í og aldrei var amast við litlum vinnufúsum höndum. Þegar afí var að verka harðfísk í skúrnum fengum við að vera með. Þá var Aron Bertel klæddur í polla- galla og sá um að rétta afa físk og fékk að sulla að vild, hann var að vinna með afa. Þegar harðfískur- inn, eða afanammið eins og við kölluðum harðfískinn hans afa, var tilbúinn úr hjallinum fengu allir eins og þeir gátu í sig iátið. Það var gaman að fara með afa í fjárhúsið á vorin þegar lömbin voru að koma í heiminn hvert af öðru, þá fengum við ací halda á þeim og kiappa. Á sumrin fórum við með afa og ömmu á afabát í sumarbústaðinn í Fljótavík. Þar var alltaf nóg að gera við að smíða báta og láta þá sigla á Ósnum, fara að vaða, fara í gönguferðir, tína blóm eða höggva í eldinn. Alltaf hafði afí tíma fyrir okkur. Það var traust að stinga litlum lófa í hlýja lófann hans afa þegar litlir fætur voru orðnir lúnir og hvönnin var svo há að erfítt varð að fóta sig. Á kvöldin las afí bók eða söng fyrir okkur áður en farið var að sofa. Á veturna var ósjaldan farið á sleða eða skíði. Þá dró afí okkur upp brekkuna og hljóp með niður aftur og passaði að við færum ekki of hratt eða dyttum. Oft hringdi afí og bauð okkur í mat þegar hann og amma voru búin að elda uppá- haldsmatinn okkar. Afí hugsaði fyr- ir öllu. Missir okkar er mikill. Aron Bert- el sem er þriggja ára var alltaf með afa enda á hann nú erfitt með að skilja hvers; vegna afí komi ekki heim. Hann er alltaf að spyija um afa og hvenær afí komi heim, hve- nær guð ætli að skila honum, nú sé hann búinn að hafa afa svo lengi. Elsku amma Þórunn, nú þegar afí er farinn verðum við öll að hjálp- ast að og styrkja hvert annað. Við eigum góðar minningar um góðan afa. Guðmundur Auðunn Auðunsson, Aron Bertel Auðunsson. Sífellt er verið að minna okkur á hve skammt er bilið milli lífs og dauða. Enn á ný var ég minntur á þessi sannindi að kveldi 2. febr- úar sl., þegar mér var tilkynnt, að mágur minn og vinur, Andrés Hermannsson, hefði orðið bráð- kvaddur skömmu eftir að hann kom heim um kvöldið. Hann hafði verið lengi dags inni á ísafírði til að afla aðfanga fyrir harðfískverk- un sína, sem hann hafði stundað í stopulum frístundum um langt árabil. Hann hafði tekið marga samferðamenn sína tali, glaðbeitt- ur og hress, eins og hans var vandi. Flestum kom skyndilegt fráfall hans því mjög á óvart vegna þess hve frísklegur hann hafði verið um langt skeið. í nokkur ár hafði hann verið veill fyrir hjarta og gengizt undir skurðaðgerð, sem varð þess valdandi, að hann virtist hafa end- urheimt verulegan hluta fyrri starfsorku sinnar. En eigi má sköp- um renna. Andrés var fæddur í Ögumesi við ísafjarðardjúp 22. maí 1924. Foreldrar hans voru hjónin Guð- finna Andrésdóttir og Hermann Kr. Bjömsson, formaður í Ögur- nesi. Guðfinna var ættuð frá Blá- mýrum í Laugadal í Ögursveit, en Hermann var ættaður frá Bæjum á Snæfjallaströnd. Það var því kjamafólk við Djúp, sem að Andr- ési stóð í báðar ættir, þótt ekki sé farið lengra út í ættfærslu. Afí hans, Andrés Jóhannesson, sem hann var heitinn eftir, tók við búi á Blámýrum eftir föður sinn árið 1874, og bjó þar til ársins 1910, en þá fluttist hann út í Ögumes. Keypti hann þar ívemhús Gísla Jónssonar og Solveigar Þorleifs- dóttur, sem voru foreldrar Árna Gíslasonar, yfirfiskmatsmanns á ísafírði. Þau voru talin fyrstu land- nemarnir í Ögumesi árið 1884. Andrés stundaði síðan róðra úr Ögurnesi vor og sumar til ársins 1920 og fískvinnu þess á milli. Þau Guðfínna og Hermann eign- uðust fímm böm, tvær dætur og þijá syni. Börn þeirra vora: Stein- unn, f. 14. janúar 1917, búsett í Reykjavík, hún var gift Gunnlaugi Þorbjamarsyni frá ísafírði, sem nú er látinn; Skúli, f. 5. maí 1918, var kvæntur Helgu Pálsdóttur frá Heimabæ í Hnífsdal, drakknaði -2. janúar 1959; Unnur, f. 31. júlí 1919,_ búsett á Selfossi, hún var gift Ölafí Ólafssyni, sýsluskrifara á ísafírði, sem nú er látinn; Guð- mundur, f. 18. nóvember 1922, dáinn 2. febrúar 1952, og yngstur var Andrés, sem hér er minnzt. Foreldrar Andrésar settust að í Ögumesi þegar þau giftu sig haustið 1915. Þar byggði Hermann stórt og vandað íveru- og útvegs- hús, skammt frá húsi tengdafor- eldra sinna. Þegar Andrés var rétt tveggja ára missti hann föður sinn. Móðir hans stóð þá uppi með fímm böm, það elzta níu ára gamalt. Siíkt mótmæli raskaði þó ekki jafn- vægi þessarar jafnlyndu konu. Öllu mótlæti, sem hún mátti þola á lífs- leiðinni, tók hún af einstöku æðru- leysi. Hún giftist öðru sinni árið 1927 Pálma Gunnari Gíslasyni frá Bæjum á Snæljallaströnd, en þeir Hermann og Pálmi voru systrasyn- ir. Hermann var sonur Steinunnar Pálmadóttur, en Pálmi sonur Kristnýjar Pálmadóttur, sem lengi var ljósmóðir í Ögursveit. Þau Guðfínna og Pálmi eignuðust eina dóttur, Huldu Kristínu, sem gift er undirrituðum, og bjuggu þau áfram í Ögumesi til ársins 1945, en þá fluttu þau til Ísafjarðar. Buggð lagðist þá af í Ögumesi, en hún hafði þá staðið í rúm 70 ár. Andrés ólst upp í glöðum systk- inahópi við gott atlæti og að sjálf- sögðu í náinni snertingu við sjó- sókn og meðferð í sjávarfangi, enda sóttu Ögumesingar aðal lífs- björg sína í sjóinn. Grundimar í Ógurnesi urðu leikvangur hans í æsku. Ungur að árum fór hann, ásamt eldri bræðrum sínum, að létta undir með stjúpa sínum við línubeitingu, beituöflun og fískað- gerð, en síðan hófst sjósóknin nokkru fyrir fermingu. Milli tektar og tvítugs stundaði Andrés sjó- mennsku á ýmsum bátum við Djúp, ýmist heima í Ögurnesi og Ögur- vík eða í Hnífsdal. Það kallaði hann sjálfur undirbúningsárin. í ársbyijun 1946 urðu þáttaskil í lífi hans. Þá hleypti hann heimdragan- um og hélt til Reykjavíkur, til að leita sér að skiprúmi á togara. En það var ekki á hvers manns færi á þessum áram að komast í gott skiprúm. Til þess þurftu menn yfír- leitt að hafa nokkra reynslu, sam- fara líkamlegu atgervi. Hann réðst í skiprúm til Bjama Ingimarssonar á gamla Júpíter. Það var upphaf 17 ára samvinnu. Hann var í skipr- úmi hjá Bjama nánast samfellt, þar til Bjami hætti skipstjóm árið 1963, fyrst sem háseti, en síðan netamaður og bátsmaður í mörg ár, lengst af á togaranum Neptún- usi. Þegar Bjarni hætti skipstjóm á nýja Júpíter tók við skipinu ann- ar þjóðkunnur aflamaður, Markús Guðmundsson, og með honum var Andrés næstu 10 árin, til ársins 1973. Þegar hann tók pokann sinn hafði hann verið nánast samfellt hjá útgerð Tryggva Ófeigssonar í 27 ár. Bar hann ávallt mikið lof á þá útgerð, sem hann taldi hafa verið í einu og öllu til fyrirmynd- ar. Skipstjórnarmennina dáði hann einnig báða, ekki aðeins sem mikla aflamenn, heldur engu síður sem frábæra og aðgætna skipstjórnar- menn. Það traust sem Andrés bar til útgerðar Júpíters hf. hefír greinilega verið gagnkvæmt, því að Tryggvi segir í ævisögu sinni, þegar hann hefír lýst störfum hans: „Sannkallaður víkingur, Andrés." Slíku lofí hlóð Tryggvi ekki á hvem sem var. Menn þurftu að hafa unnið fyrir því. Römm er sú taug sem rekka dregur föðurtúna til. Þegar Andrés hafði verið 27 ár á síðutoguram frá Reykjavík hélt hann á ný til heimahaganna. Hann var ekki til- búinn að hætta togarasjómennsk- unni, enda þótt hann stæði nú á fimmtugu. Nýju skuttogaramir, sem vora að koma til landsins á þessum áram, freistuðu hans. Bróðursonur hans, Hermann Skúlason, var þá orðinn skipstjóri á nýjum skuttogara, Júlíusi Geir- mundssyni. Hann réðst í skiprúm til hans árið 1974 og var með hon- um næstu tíu árin. í ágúst 1984 gekk hann í land eftir nærri 40 ára úthald á toguram, enda var heilsa hans þá farin að gefa sig. Það má því-með sanni segja, að hann hafi upplifað og fengið að taka þátt í þeirri byltingu, sem varð í íslenzkri togaraútgerð á þessari öld. Sjómennskan var hon- um í blóð borin. Hann gerði tilraun til að vinna í landi í eitt ár, en lík- aði ekki, og sumarið 1985 réð hann sig á Fagranesið og var þar skip- veiji, þegar yfir lauk. Hann kunni því starfi að mörgu leyti vel. Hann var mikil félagsvera og á sumrin hitti hann marga gamla vini og kunningja, sem lögðu leið sína inn í Djúp eða norður á Strandir. Á Fagranesinu var hann því áfram í nánum tengslum við kviku mann- lífsins. Andrés kvæntist Bjamheiði Ól- ínu Davíðsdóttur frá Patreksfírði 24. desember 1948. Dóttir þeirra er Sigurlína Hrönn, f. 11. marz 1950. Hún er gift Vilhjálmi Jóns- syni, verzlunarmanni í Reykjavík, og eiga þau þijú börn. Einnig ólu þau upp son Bjamheiðar, Davíð Guðmundsson, tæknifræðing í Gautaborg, sem kvæntur er Guð- rúnu Sif Jónsdóttur og eiga þau tvö börn. Andrés og Bjarnheiður slitu samvistum 1973. Hann kvæntist Þórunni Vernharðsdóttur frá Tungu í Fljótavík 13. desember 1980 og eignuðust þau fallegt heimili í Hnífsdal. Þegar þau kynntust átti Þórann fjögur upp- komin böm af fyrra hjónabandi. Það var mikil breyting fyrir Andrés að flytjast vestur eftir svo langa útivist. Þá kynntist ég fyrst fyrir alvöru þessum elskulega mági mínum, sem ég hafði þó þekkt lítil- lega allt frá barnæsku, að ég dvaldi nokkur sumur í Ögurvík hjá þeim heiðurshjónum Kristínu Sv. Helga- dóttur og Þórði Ólafssyni í Odda. En milli heimilis þeirra og æsku- heimilis Andrésar í Ögurnesi lágu ávallt gagnvegir. Hann var þó fljót- ur að endumýja gömul kynni við félaga og vini hér vestra og varð fljótlega hvers manns hugljúfi. Andrés var ekki hár maður vexti, en þéttur á velli og lá hátt rómur, eins og títt er um þá sjómenn, sem lengi stóðu á grindinni á gömlu síðutoguranum. Það þurfti radd- sterka menn til að kalla upp í vind- inn, þegar togað var í illviðrum og þeir breyttu ógjaman um tónteg- und, þó að komið væri í land. Hann var glaðlyndur og glettinn og ávallt fylgdi honum hressilegur gustur, sem laðaði menn að hon- um. Hann hafði einnig skemmti- lega kímnigáfu og sagði skemmti- lega frá, svo að engum leiddist í návist hans. Kímni var hans var þó laus við allan brodd og gædd meðfæddri góðvild. Illt umtal þoldi hann ekki. Andrés var einstaklega fjöl- skyldurækinn og umhyggjusamur við alla sína. Það var því engin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.