Morgunblaðið - 12.02.1994, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.02.1994, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1994 fólk f fréttum AFMÆLI VIS fagnar 5 ára afmæli Fimm ár eru liðin síðan V átryjggingafélag íslands (VIS) var stofnað með samruna Samvinnu- trygginga og Brunabóta- félags íslands. Héldu starfsmenn og viðskipta- vinir upp á afmælið 4. febrúar sl. í húsakynnum VÍS við Ármúla. Er talið að hátt á fjórða hundrað manna hafi verið í boðinu meðan flest var. Barst fyrirtækinu fjöldi blóma- skreytinga og kveðja. Morgunblaðið/Ámi Sæbcrg Kristín Briem lögfræðingnr ræð- ir hér við Stefán Pálsson banka- stjóra og Hjördísi Harðardóttur lögfræðing VÍS. Haraldur Thorlacius (t.h.) hjá tjónaskoðun VÍS í Kópa- vogi hlustar á Óla Þ. Þórðar- son hjá Umferðarráði segja frá einhveiju mjög svo merkilegu. Siljandi til hægri er Halldór Guðjónsson 98 ára. Fyrir aftan hann er Sigurður Halldórsson rafmagnsverkfræðingur. Stand- andi vinstra megin er Magnús Sigurðsson hagfræðingur, en dóttir hans, Áslaug lögfræðingur, heldur á syni sínum, Gunnari Ágústi Thoroddsen. FJÖLSKYLDA STJÖRNUR Vill skilnað Emilio Estevez hefur óskað eftir skilnaði frá eiginkonu sinni Paulu Abdul. Hann segir að Paula sé óeðlilega afbrýðisöm og skapið sveiflist eins og pendúll. Vinir hans segja að nú sé Emilio nóg boðið og að Paula ásaki Emilio stanslaust um að halda framhjá sér. Þrátt fyr- ir allar hans tilraunir til að neita því taki hún hann ekki trúanlegan. Emilio Estevez og Paula Abdul. SNYRTING Fagleg * >c ••• p raðgjof Fimm ættliðir Ekki er mjög algengt að fímm ættliðir séu á róli í einu og síst þannig að karlmaður sé elsti aðilinn. Svo er þó í þessu tilviki eins og myndin sýnir. Elstur er Halldór Guðjónsson sem lengi var skólastjóri í Vestmannaeyjum. Hann er nú 98 ára að aldri. Sjónin er farin að gefa sig, en hann spilar enn brids þrisvar í viku. Yngstur er Gunnar Ágúst Thoroddsen aðeins örfárra mánaða. Ljósmyndari Morgunblaðsins var - á ferðinni í Kringlunni fyrir helgi þegar hann sá fjölda kvenna standa í hnapp í versluninni Hygeu. Greinilegt var að eitthvað spenn- andi var um að vera, sem þeim þótti vert að fylgjast með. Þegar nánar var að gætt voru ungu kon- urnar að fylgjast með Heiðari Jóns- syni snyrti kynna snyrtivörur og ráðleggja um förðun. Morgunblaðið/Júlíus Sigtryggur Sigtryggsson sem nú er orðinn handritshöfundur og húsfaðir búsettur í Bandaríkjunum heldur hér á mynd af félaga sínum Bogomil Font. tonlS? Bogomil fer í tónleikafer ðalag með Adrian Belew eir íslendingar sem trúðu því að Bogomil Font væri flutt- ur úr landi tímabundið hafa orð- ið varir við kappann undanfarna daga sér til mikillar undrunar. Morgunblaðið náði að spjalla stuttlega við Bogomil á milli þess sem hann skemmti á hinum ýmsu stöðum eins og hjá stang- veiðimönnum, sem kölluðu hann sérstaklega til landsins til að halda uppi fjöri á balli þeirra fyrir viku. Bogomil býr ásamt konu sinni Sigrúnu Hrafnsdóttur í Madison í Bandaríkjunum, þar sem Sig- rún verður næstu fimm árin að lesa til doktorsprófs í lífefna- fræði. En hvað skyldi Sigtryggur Sigtryggsson, eins og maðurinn heitir fullu nafni, vera að fást við? „Eftir hádegið er ég að passa fjögurra ára dóttur okkar, Unu, .en á morgnana er hún í leikskól- anum. Ég er í sjálfsnámi að lesa músík og bókmenntir, auk þess sem ég er að fikra mig áfram í matreiðslu," segir Sigtryggur um leið og hann flettir erlendum slúðurblöðum sem liggja á borði blaðamanns. Hann lætur vel af bandarískri matargerð, en segist hafa fitnað frá því hann fór frá Islandi. „Það er nú aðallega vegna þess að bjórinn er svo ódýr að maður er að sötra hann á kvöldin. Annars er vatnið öðru- vísi,“ segir hann eins og hann hafi fengið uppljómun. „Eg held að það fiti mann. Það er svo mikið af steinefnum í því sem gerir mann svo þungan!“ Síðan fer hann að segja frá handritum sem hann er að vinna að. Annað er kvikmyndahandrit, sem hann er að skrifa ásamt Marteini Steinari Þórssyni sem starfar við Ríkissjónvarpið. „Myndin fjallar um tvo homma sem kaupa bakarí við Fálka- götu,“ segir Sigtryggur og glott- ir. „Það var nú eiginlega vegna þess sem ég sendi Bogomil heim,“ heldur hann áfram. „Ég var orðinn blankur og það kostar mikið að búa til mynd. Það virð- ast allir vera tilbúnir að borga Bogomil, svo ég sendi hann út af örkinni. Það er gott að eiga hann í bakhöndinni." Sigtryggur hefur einnig notað tímann í Bandaríkjunum til að skrifa handrit að stuttmynd. Hún fjallar um gamlan girðingamann sem setur upp silfraða girðingu á svörtum Sprengisandi og lítur á sig sem mikinn listamann. „I mars fer ég að spila með gítarleikaranum Adrian Belew, sem spilaði m.a. með Frank Zappa, Talking Heads og David Bowie á sínum tíma. Hann er að gera seríu af gítarplötum og ég aðstoða hann með plötu núm- er tvö, sem á að heita Guitarian Rythm. Síðan fer ég að vinna með honum við poppplötu í apríl og í maí ferðumst við um öll Bandaríkin til að kynna hana, líkt og Sykurmolarnir gerðu.“ Bogomil hefur hugsað sér að nota vel tímann meðan hann er staddur á landinu og spilar víða. í gærkvöld spilaði hann ásamt hljómsveitinni Öreigunum í Hlé- garði í Mosfellsbæ, en í kvöld ætla Borgardætur að ganga í lið með Bogomil og Öreigunum og spila á almennum dansleik í Perl- unni. „Mig hefur lengi langað til að syngja, með Borgardætrum. Þá fæ ég að leika Bing Crosby en þær Andrewssystur," segir Bogomil um leið og hann fer, því í nógu er að snúast þann tíma sem hann er staddur á landinu. Heiðar Jónsson snyrtir Elvu Ósk Wium. Morgunblaðið/Sverrir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.