Morgunblaðið - 12.02.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.02.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1994 39 Minning Sigurgeir Sigurðs- son bóndi á Völlum, Innri-Akraneshreppi Elsku afi minn er dáinn. Þótt hann hafí verið orðinn mjög lasburða og hafí ekki átt annað framundan en sjúkrahúsvist kom fregnin um lát hans sem reiðarslag. Það var svo fjarstætt að ég myndi aldrei sjá hann aftur. Kvöldið áður en hann dó hafði hann komið keyr- andi í afmælisveisluna hans pabba og þegar ég kvaddi hann þegar ég fór út átti ég ekki von á því að það væri í síðasta skiptið. Þetta er auð- vitað það sem allir hugsa þegar ástvinur deyr en ég hafði svo oft áður haft það á tilfinningunni að kannski myndi hann deyja í nótt eða á morgun, en þetta kvöld hvarflaði sú hugsun ekki að mér. Alveg frá því að ég var lítil hef ég hræðst þá stund þegar afí myndi deyja því ég vissi að söknuðurinn yrði svo sár. Afi fæddist að Hofsstöðum í Hálsasveit þann fimmta september 1916 og var hann yngstur sex barna hjónanna Sigurðar Jónssonar og Jónu Geirsdóttur. Tvö systkina afa eru látin, þau Siguijón og Ingi- björg, en Svava, Helga og Laufey lifa bróður sinn. Rúmlega ársgam- all fluttist afi með fjölskyldu sinni að Kalmansvík og ári seinna að Þaravöllum þar sem hann átti heima til dauðadags, því þegar hann stofn- aði fjölskyldu hóf hann búskap á Völlum sem var nýbýli frá Þaravöll- um. Afí eignaðist fimm böm með ömmu, Jóhönnu Guðbjörgu Ólafs- dóttur, Sigrúnu, Ólaf, Höllu, Jónu Guðrúnu og Fanneyju. Þó má segja að þau hafi átt tvö börn í viðbót því fyrstu æviár mín bjó ég hjá þeim á Völlum og hefur mér alltaf fundist ég alveg jafnt eiga heima þar hjá þeim og hjá mömmu og pabba. Sigurgeir Guðni, barnabarn þeirra, hefur alltaf búið hjá þeim og var hann alltaf augasteinn afa síns. Minn söknuður er mikill en Sigurgeirs Guðna meiri. Afí var mér, eins og öllum sínum barnabörnum, alltaf mjög góður og vildi allt fyrir okkur gera. Oft laum- aði hann til okkar nammi eða öðm Fædd 11. ágúst 1905 Dáin 9. júlí 1993 Það hefur tekið mig talsverðan tíma að sætta mig við að Hildur Pálsdóttir er ekki lengur á meðal okkar. Hún reyndist mér vel sem og allri sinni fjölskykiu. Hildur fæddist á Hjálmsstöðum í Laugardal. Hún var dóttir Páls bónda og skálds þar og konu hans Þórdísar. Þórdís féll frá þegar Hildur var barnung og átti hún alla tíð erf- itt með að sætta sig við það. Árið 1925 lauk Hildur ljósmóð- urnámi og fetaði þar í fótspor Gróu, föðurömmu sinnar, sem einnig var ljósmóðir. Hún var í fyrsta hópnum sem útskrifaðist samkvæmt lögum um níu mánaða nám og starfaði síð- an um tíu ára skeið sem ljósmóðir í Laugardalsumdæmi. Hildur giftist Birni Jónssyni árið 1935 og eru börn þeirra: Jón Þórar- inn, kennari og organisti í Borgar- nesi, kvæntur undirritaðri; Björn, lögregluþjónn í Leifsstöð, kvæntur Móeiði Skúladóttur; Garðar Harald- ur, tæknifræðingur í Óðinsvéum, kvæntur Nini Björnsson; Erla, gift Sigurði Ársælssyni; Erlendur, kvæntur Aðalheiði Jónsdóttur. Barnabörnin eru þrettán og barna- barnabörnin tíu. Ég sé Hildi fyrir mér er við hitt- umst í fyrsta sinn. Ég sat í stofu góðgæti og þótt misjafnar skoðanir hafí verið á því athæfi hans lét hann þær sem vind um eyrun þjóta. Hann var bara svona. Til afa og ömmu kom ég dag- lega, eins og við reyndar öll barna- börnin sem bjuggum í nágrenninu, þótt heimsóknunum fækkaði þegar ég eltist og áhugamálin breyttust. Um nokkurra ára skeið áttum við afí þó sama áhugamálið, þ.e. hesta. Hann kenndi mér og tók mig með i útreiðartúra áður en heilsan bil- aði. Hann og amma gáfu mér hest í fermingargjöf og þótt hann hafi ekki komist á bak heilsunnar vegna nú síðustu árin vildi hann alltaf fylgjast með framgangi mála í hest- húsinu hjá sér og sínum vinum. Þegar ég hugsa um afa sé ég góðan mann sem tók lífínu létt og með rósemi. Aldrei man ég eftir að hafa séð hann reiðan en þeim mun oftar hlæjandi og mér finnst það lýsa honum svo vel að þegar við vorum eitthvað að hlæja að því ef hann heyrði vitlaust, þá hló hann oftar en ekki með og gerði ekkert síður grín að sjálfum sér. Afi var alltaf til í bíltúr með vin- um og vandamönnum, hvort sem það var á næstu bæi eða eitthvað ennþá lengra. Svona bíltúrar lyftu honum upp og gerðu honum gott. Alltaf þegar ég kíkti í heimsókn, bæði þegar ég var lítil og eins núna undanfarið, tók hann kaldar hendur mínar í sínar og nuddaði eða hélt um þær til að fá í þær hita. Hugsun- in um þessar stundir mun alla tíð verma mér um hjartarætur og minna mig á hversu ljúfur hann var. Elsku amma og Guðni. Þótt miss- irinn og sorgin séu mikil, þá er huggunin sú að honum líður betur núna þar sem hann er, þó hann muni samt alltaf vera hjá ykkur, og okkur öllum. Guðbjörg Eva Halldórsdóttir. Þegar elsku afi minn dó þann 6. febrúar átti ég mjög erfitt með að trúa því. Hann var eins og klett- hjá henni er hún kom úr búðinni með sína innkaupatöskuna í hvorri hendi. Hún horfði á okkur son sinn til skiptis: „Mamma, þetta er ída,“ sagði sonurinn og þar með var búið að kynna okkur. Svo einfalt var það, en þar með var ég búin að eign- ast gott tengdafólk sem ég tel mikið lán. Þegar ég kom í fjölskylduna bjuggu Hildur, Björn og börnin á Kolbeinsstöðum á Seltjarnarnesi. I þá daga báru mörg húsanna þar bæjarheiti enda Seltjarnarnes hálf- gerð sveit og gott að ala þar upp börn. Fjölskyldan átti sér kartöflu- garð og rabarbara, og oft þótti okk- ur notalegt að sitja úti í sólarskotinu sem Björn hafði útbúið. Hvorki var hátt til lofts né vítt til veggja á Kolbeinsstöðum en þeim mun meiri var hjartahlýjan og kærleikurinn. Árið 1961 fluttu þau að Njálsgötu 12a. Þangað komu margir gestir enda góður staður fyrir fólk í bæjar- ferð að líta inn, og Hildur sérlega vinsæl og gestrisin. Hún tók á móti fólki af gamalgrónum höfðingsskap. Sigurður svili minn sagði um hana eitt sinn að hún væri gestrisnasta kona sem hann hefði kynnst. Ég dáðist oft að því hve fljót hún var að töfra fram nýbakaðar klein- ur, flatkökur eða jafnvel heilu mál- tíðimar. í eftirrétt fengu gestir gjarna andans fóður því að Hildur ur, óhreyfanlegur. Þessi klettur var stór hluti af lífi mínu og að hann hafði verið tekinn burt frá mér, og svo mörgum öðrum, var nokkuð sem var svo fjarlægt að það gat ekki verið satt. En hann var horfínn að eilífu og ég mun aldrei sjá hann aftur. Ég hafði nokkrum sinnum hugs- að um það að einhvern tímann myndi afí deyja. En að það yrði svona fljótt, að hann kæmi ekki einu sinni í ferminguna mína, það gat ekki skeð. Hann var svona karl sem ég hefði trúað til að lifa alltaf. Ég á svo erfítt með að trúa því að ég fái aldrei að sjá hann aftur kvart- andi undan kulda, með Þjóðarsálina á fullu og að taka í vörina. Að ég fái aldrei að sitja í bíl með honum og hlusta á hann syngja Kötu- kvæði, að hann keyri ekki aftur traktor með múgavélina aftaní allan liðlangan daginn í heyskapnum og að hann rúnti aldrei aftur á rússaj- eppanum sínum, þegar við erum að smala, og gefi okkur skipanir. Nei, það er erfitt að kyngja því. Afi var alltaf tilbúinn að gera hvað sem var fyrir okkur og þær voru ekki fáar ökuferðirnar sem hann fór með okkur. Afí hafði stórt og gott hjarta. Elsku afi, þó að söknuðurinn sé mikill þá veit ég að góður Guð geymir þig og að þér líður betur þar sem þú ert staddur núna. Elsku amma, góður Guð styrki þig og hjálpi á þessari mjög svo erfiðu stund. Hanna María Jónsdóttir. lét sig ekki muna um að þylja upp ljóð eða leika á orgel ef því var að skipta. Einnig var hún listakona á pijónavélina og í handprjóni. Þegar börnin voru flutt að heiman og þau Björn orðin tvö í heimili á Njálsgötunni þótti Hildi oft býsna tómlegt, þótt alltaf væri umgangur, enda naut hún sín vel innan um fólk. Hildur og Björn keyptu sér hús í byggð eldri borgara við Hjallasel, steinsnar frá heimilum tveggja yngstu barna sinna. Þar áttu þau notalegt ævikvöld saman. Ég þakka Hildi fyrir öll góðu árin um leið og ég minnist hennar. Minn kæri tengdafaðir — megi komandi ár verða okkur öllum góð ár. ída Sigurðardóttir. Hildur Pálsdótt- ir - Minning - t Alúðarþakkir fyrir samúð og hlýhug við andlót og útför systur okkar og mágkonu, HÖLLU BERGS. Guðbjörg Bergs, Helgi Bergs, Lís Bergs, Jón H. Bergs, Gyða Bergs. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR EGGERTSDÓTTUR. Pétur Eggertsson, Ingiriður Halldórsdóttir, Halldór G. Pétursson, Eggert Pétursson og fjölskyldur. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elsku- legs sonar okkar, fóstursonar og bróður, BJÖRNS ELLERTSSONAR, Urðarstekk 2. Gyða Sigvaldadóttir, Kristján Guðmundsson, Hólmfríður Kristjánsdóttir, Ellert Guömundsson, Sigriður Marta Sigurðardóttir, Hildur Ellertsdóttir, Stefán Hallur Ellertsson, Margrét Ellertsdóttir, Ægir Pétur Ellertsson. t Þeim fjölmörgu, sem sýnt hafa okkur samúð og hlýhug við frá- fall og útför konu minnar, ÁSDÍSAR ÞORSTEINSDÓTTUR, Skálpastöðum, Borgarfirði, sendum við alúðarþakkir. Þorsteinn Þorsteinsson, börn og tengdabörn. t Innilegar þakkir sendum öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KRISTJÁNS ÁSMUNDSSONAR, Kirkjuvegi 1, Keflavík. Ragnheiður Þórunn Guðmundsdóttir, Sigurlaug Kristjánsdóttir, Svavar Þorsteinsson, Kristján R. Kristjánsson, Guðbjörg V. Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, TÓMASAR H. JÓNSSONAR frá Minni-Borg, Grímsnesi. Sérstakar þakkir sendum við læknum og starfsfólki lyflækninga- deildar FSA og Sjúkrahúsi Húsavíkur. Ragnheiður Kristi'n Tómasdóttir, Erling Þór Þorsteinsson, Kristrún Anna Tómasdóttir, Gerður Tómasdóttir, Lilja Björk Tómasóttir, Pétur Fornason, Sesselja Dröfn Tómasdóttir, Ólafur Rósason, barnabörn og barnabarnabörn. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargremar til birt- ingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðs- ins Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.