Morgunblaðið - 12.02.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.02.1994, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. FEBRUAR 1994 Dauði Milligans Fjölskyld- an mótmæl- ir Major London. Reuter. FJÖLSKYLDA breska þing- mannsins Stephens Milligans hefur vísað á bug þeim ummæl- um Johns Majors, forsætisráð- herra Bretlands, að hann hafi verið „mjög óhamingjusamur og niðurdreginn". Kemur þetta fram í bréfi, sem Tim Milligan dómari og talsmaður fjölskyld- unnar sendi dagblaðinu The Times. Milligan lést eins og kunnugt er við afbrigðilega kynlífstilraun og í vikunni lét Major þau orð falla, að hann hefði verið „mjög óhamingju- samur og niðurdreginn". Þessu mótmælir fjölskylda hans. „Hann var þvert á móti mjög ánægður með lífið og tilveruna," segir hún. Að sögn sálfræðinga og kynlífs- fræðinga í Bretlandi deyja þar ár- lega allt að 200 manns, sem virð- ast ekki geta upplifað þá kynlífs- nautn, sem þeir sækjast eftir, fyrr en þeir standa við dauðans dyr. * j j j * • Reuter Frettamynd arsins ÞESSI mynd indverska ljósmyndarans Swapans Parekhs varð í gær fyrir valinu sem fréttamynd ársins hjá World Press Photo, alþjóðasamtökum ljósmyndara. Myndin var tekin eftir landskjálfta í Latur í Indlandi 31. september sl. Andrei Kozyrev, utanríkisráðherra Rússlands, í viðtali við Newsweek Framferði Yesturlanda ýtir undir rússneska öfgamenn ANDREI Kozyrev, utanríkisráðherra Rússlands, segir í viðtali í nýj- asta hefti tímaritsins Newsweek að það sér rangt af Vesturlöndum að gagnrýna sig og að þau ýti einungis undir hættuna á að rússneskum öfgamönnum vaxi fiskur um hrygg. I ræðu sem hann hélt á fundi með rússneskum sendiherrum i síðasta mánuði lét Kozyrev ummæli falla, sem hafa verið túlkuð á þann veg að hann sé andvígur því að rússnesk- ar hersveitir hverfi á brott frá öðrum fyrrum Sovétlýðveldum, s.s. Eystrasaltsríkjunum. Kozyrev segir í viðtalinu að til staðar sé öryggisvandamál, sem jafnt íbúum fyrrum Sovétlýðvelda sem Rússum stafi ógn af. „Rússar eiga ekki að draga herlið sitt frá þeim lýðveldum þar sem verður að tryggja öryggi. Hins vegar eiga þeir að gera samninga um herstöðvar." Hann neitar að hafa átt við að Rússar ættu ekki að fara frá Eyst- rasaltsríkjunum. „Ég var að deila við þá Rússa sem eru þeirrar skoðunar að við eigum að fara frá öllum lýð- veldum óháð því hvort að þau séu því hlynnt sjálf eða ekki. í öðru lagi var ég að mæla gegn því að hersveit- um yrði haldið þar, jafnvel þótt ríkin færu fram á það, ef ekki lægi fyrir samningur því til grundvallar," segir Kozyrev. Hann segir ræðuna hafa verið lið í deilum við andstæðinga hans innan stjómkerfísins. Margir sökuðu hann og utanríkisráðuneytið um að fylgja of vestrænni stefnu. Aðspurður um af hveiju hann hafí minnst á Eystra- saltsríkin segir hann að það kunni að virðast óljóst í augum Vestur- landabúa, þar sem þeir þekki ekki þær deilur, sem eigi sér stað í Rúss- landi. „Þegar Eystrasaltsríkin, sem þekkja vel til þessara mála, reyna að túlka þau á annan veg þá er ljóst að þau eru ekki að sækjast eftir sam- starfí við hina eðlilegu bandamenn sína, lýðræðissinnanna í Moskvu, þá sem tryggja sjálfstæði þeirra. I stað- inn reyna þeir að grípa til áróðurs- bragða." Þegar Kozyrev er spurður um hvort Rússar muní beita efnahags- þvingunum til að neyða fyrrum Sov- Andrei Kozyrev étlýðveldi til að gefa sjálfstæði sitt upp á bátinn, segir hann að stefnan sé sú að semja við þessi lýðveldi. Rússar eigi mikilla hagsmuna að gæta í Eystrasaltsríkjunum, þar sem þúsundir Rússa séu búsettir, sem reynt sé að útmála sem rússneskt setulið. Tala um hópa sem utan- garðsmenn og hersetulið leiði til þess að menn fari að lokum að haga sér sem slíkir. í því felist hættan jafnt fyrir Eystrasaltsríkin sem Rússa því Rússar myndu óhjákvæmilega drag- ast inn í slík átök. Hann segir að efnahagsleg sam- skipti ríkja tengist óhjákvæmilega framferði ríkja á stjómmálasviðinu og nefnir sem dæmi að Lettar hafí reynt að vísa þúsundum Rússa úr landi. Hann segist undrast hvers vegna Vesturlönd láti þess mál ekki meira til sín taka en með því séu þau að rétta þjóðernissinnum á borð við Vladímír Zhírínovskíj vopn í hendur. Þeir geti ráðist á rússneska lýðræðis- sinna með þeim rökum að Vesturlönd láti eina reglu gilda fyrir Rússa og aðra fyrir Eystrasaltsþjóðirnar. „Við verðum að taka á þessu máli því annars erum við að efla hið raunveru- lega skrímsli. Og það er ekki Koz- yrev, ég er bara skrímsli hér innan- lands, heldur nasistarnir, rússnesku fasistarnir, sem þegar eru teknir að láta til sín taka.“ Ómetanlegt málverk endurheimt ÍTALSKA lögreglan sagðist á fímmtudag hafa endurheimt mál- verk sem eignað er ít- alska endurreisnarmál- aranum Raphael. Talið er að málverkið, „María mey með barn og Iamb“, hafi verið málað árið 1506. Það hvarf frá Ítalíu fyrir rúmri öld og hefur gengið kaupum og sölum til og frá Ital- íu á þeim tíma. Lög- reglumenn náði verkinu með því að þykjast vera auðugir kaupendur, en ítölsk yfírvöld legga mikla áherslu á að halda ómetanlegum menningarverðmætum í landinu. Greenpeace skorar á Bandaríkjastjóm Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins. Umhverfisverndarsamtökin Greenpeace skoruðu á fimmtudag á Bandaríkjastjórn að leggjast „af krafti" gegn hvalveiðum Norð- manna á þessu ári. Bandaríska fréttastofan APhafði hins vegar eftir Gerald Leape, tals- manni Greenpeace, að samtökin hygðust ekki reyna að raska vetrar- ólympíuleikunum, sem haldnir verða síðar í þessum mánuði í Lille- hammer í Noregi, með mótmælum gegn hrefnuveiðunum. Að sögn AP sögðu Greenpeace- menn að hrefnan væri ekki í útrým- ingarhættu, en engu að síður flokk- uðust veiðar Norðmanna undir rán- yrkju. Sögðu talsmenn samtakanna einnig að tvö fyrirtæki hygðust sniðganga norskar vörur. General Motors keypti ekki varahluti í bif- reiðir af Norðmönnum og skyndibi- takeðjan Burger King neitaði að kaupa norskan fisk. U mhverfísvernd arsamtöki n héldu blaðamannafund í Washing- ton á fimmtudag og sýndu þar að sögn AP ástralska mynd, sem nefn- ist „Síðasti hvalurinn". Þar er því haldið fram að Japanir hafi boðið smærri þjóðum, sem aðild eiga að hvalveiðiráðinu, vildarkjör í við- skiptum og hvers kyns aðstoð gegn því að þær beittu atkvæði sínu til að afnema hvalveiðibannið á þessu ári. Alþjóða hvalveiðiráðið kemur til einkafundar á áströlsku eynni Nor- folk 21. til 24. febrúar og verður gengið til atkvæða um bannið, sem sett var árið 1985, á aðalfundi ráðs- ins í Puerto Vallarta í Mexíkó 23. til 27. maí. Lávarður án atvinnu LÁVARÐURINN af Katanesi hefur sótt um atvinnuleysisbæt- ur en hann sagði af sér ráðher- rastóli þegar kona hans framdi sjálfsmorð, vegna framhjáhalds eiginmannsins. Lávarðurinn var samgönguráðherra og missti allar tekjur við afsögnina. Hann þiggur nú um 4.500 kr. ísl. á viku í atvinnuleysisbætur. 120 tilnefn- ingar til frið arverðlauna Nóbelsstofnunin í Ósló tilkynnti í gær að borist hefur 120 til- nefningar til friðarverðlauna Nóbels, sem er svipaður fjöldi og undanfarin ár. Meðal þeirra sem hlotið hafa tilnefningar eru albanski rithöfundurinn Adem Demaci, Yitzhak Rabin, forsæt- isráðherra ísraels og Yasser Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Palestínu. Þungir dómar IRA-manna TVEIR hryðjuverkamenn úr röðum írska lýðveldishersins (IRA), sem sprengdu gasveitu í borginni Warrington í loft upp, voru á fimmtudag dæmdir til 25 og 35 ára fangavistar. Dómarnir eru einir þeir þyngstu sem liðsmenn IRA hafa hlotið. Jackie Onass- is með krabba SAGT var frá því í gær að Jacqueline Kennedy Onassis, fyrrum forsetafrú Bandaríkj- anna, væri með krabbamein í sogæðakerfí, sem mun vera hægt að lækna. Hefur hún ver- ið í lyfjameðferð síðastliðinn mánuð og sinnt störfum sínum jafnframt en hún starfar sem útgefandi í New York. Vilja evr- ópska alríkis- lögreglu FJÖLDI þingmanna á Evrópu- þinginu telur að Evrópusam- bandið verði að koma á fót al- þjóðlegum lögreglusveitum, svipuðum Bandarísku alríkis- lögreglunni (FBI) til að beijast gegn glæpum og fíkniefna- smygli. Talið er að sambandið muni samþykkja sáttmála um samvinnu lögreglunnar í aðild- arlöndum fyrir árslok. Deilt um að- setur þingsins DÚMAN, neðri deild rússneska þingsins, samþykkti í gær ályktun um að aðsetur þingsins ætti að vera í Kreml, gamla þinghúsinu eða í fyrrverandi höfuðstöðvum kommúnista- flokksins. Þingið starfar nú í bráðabirgðahúsnæði og Borís Jeltsín forseti hafði áður lagt til að það fengi aðsetur í bygg- ingu í einu af úthverfum Moskvu. Löggjöf um kynferðislega áreitni EVRÓPUÞINGIÐ tilkynnti í gær að aðildarríki Evrópusam- bandsins ættu að setja löggjöf sem gerir atvinnurekendum skylt að ráða eða skipa ráðgjafa innan fyrirtækja, til að vinna gegn kynferðislegri áreitni. Þá telur þingið að fyrirtæki ættu að beita sektum og öðrum til- tækum ráðum til að koma í veg fyrir slíka áreitni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.