Morgunblaðið - 12.02.1994, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.02.1994, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. FEBRUAR 1994 23 Fjölmiðlar * Irskur blaðakóngur ístórræðum London (Reuter). ÍRSKI fjölmiðlakóngurinn Tony O’Reilly, sem hefur samið um kaup á verulegum hlut í suður-afrískum og brezkum blaðaútgáf- um á einni viku, hélt uppteknum hætti á föstudag og tryggði sér meirihluta í blaðasamsteypu í London. Fyrirtæki O’Reillys á írlandi, Independent Newspapers, til- kynnti að það mundi kaupa tæp- lega 67% hlutabréfa í fyrirtækinu Capital Newspapers af brezka út- gáfufyrirtækinu EMAP Plc and Stantonmill Ltd. fyrir 4,8 milljónir punda. Capital á níu vikublöð og á fimm auglýsingablöð og Independent- fyrirtækið hyggst sameina þau samsteypunni Greater London and Essex Newspapers (GLEN), sem það á. GLEN á tvö vikublöð og sex auglýsingablöð. GLEN og Capital munu samein- ast undir nafninu Independent Newspapers (UK) Limited, sem mun vera stærsta samsteypa svæðisbundinna vikublaða í Bret- landi. Fjöldi seldra eintaka er tæp- lega 100.000 pg 400.000 blöðum er dreift ókeypis. Umsvif O’Reillys benda til þess að hann ætli sér stóran hlut í fjölmiðlaheiminum. Fyrirtæki hans á írlandi berst við fyrirtækja- samtök undir forystu Mirror Group Newspapers um yfirráð yfir brezka fyrirtækinu Newspaper Publishing, sem á blöðin Independ- ent og Independent on Sunday, en þau eiga undir högg að sækja. O’Reilly varði 18,4 milljónum punda til þess að tryggja sér 24.99% hlut í fyrirtækinu fyrir viku. Fmm dögum síðar keypti hann 31% hlut í stærstu blaðaútgáfu Suður-Afríku, Argus Newspapers, fyrir 20 milljónir punda. Umsvif hans ná einnig til Frakklands og Astralíu. Símafélag Um 15.000 manns sagt upp hjá AT&T New York. Reuter. BANDARÍSKA símafélagið AT&T (American Telephone & Tele- phone Co.) - hið stærsta í heiminum - hefur ákveðið að segja upp 14-15.000 starfsmönnum á næstu tveimur árum til þess að draga úr kostnaði í langlínumiðstöðvum sínum og bæta sam- keppnisaðstöðu sína gagnvart keppinautum, sem bjóða Iægra verð. Uppsagnirnar munu bitna jafnt á starfsmönnum og stjórnendum hjá fyrirtækinu. Þær eru möguleg- ar vegna nýrrar tækni og munu spara fyrirtækinu 900 milljónir dollara á ári. Alls verður 16% starfsmanna langlínumiðstöðva AT&T sagt upp. Fleiri fyrirtæki í fjarskiptaiðn- aði hafa sagt upp fólki að undan- förnu. GTE sagði upp 17.000 starfsmönnum í síðasta mánuði, Nynex 16.800 og Pacific Telesis 10.000 starfsmönnum. Uppsagnir AT&T verða í deild- inni Communications Services Group, sem hefur 96.500 starfs- menn og sér um langlínusamtöl um allan heim fyrir fyrirtæki og neytendur. Rekstrarkostnaður AT&T hefur verið meiri en tveggja helztu keppinautanna í langlínu- geiranum, MCI Communications og Sprint Corp., og hamlað til- raunum til þess að bjóða lægra verð. Starfsmönnum sem sagt verður upp bjóðast ýmsar greiðslur. Óbreyttir starfsmenn fá greidd laun í 104 vikur og yfirmenn í allt að 42 vikur. Vegna uppsagnanna verður þjónustu hætt í Providence, Rhode Island; Charleston, Vestur-Virgin- íu; Bloomington, Minnesota; Chey- enne, Wyoming; Itasca, Illinois; Pleasanton, Kaliforníu; og Silver Spring, Maryland. Þorvaldur Skúlason Höfum opnað sölusýningu á verkum eftir Þorvald Skúlason. Opið um helgina frá kl. 14-18, virka daga frá kl. 12-18. Sýningunni lýkur 20. febrúar. v/Austurvöll. Sími 24211 STORA BOKAVEISLA FJOLVA í fuiium gangi á Grensásvegi 8 0 Komid öU f jölskyldan. Reynið heppnina i ævintýralega hagstæðum kaupum Ótrúleet úrval bóka á væeu verði um listir, náttúruSræði, veraldarsögu, tónlist, byggingar- list, heimsstyrjaldarsögu, málara list, byggingariist, sKáldsögur, ljóð, þjóðlegur fróðleikur, ævisögur og samtíðarbækur. UNPRAHEIMUR FYRIR BÖRN. Þau mega skoða hundruð ævin- týrabóka, allar teiknisögumar um Tinna, Prins Valiant, Astrík, Lukku-Láka og Hringadróttin. SKemmtiIeg helgi jyrir frffrnin. Hagstæðustu bókakaup sem hægt er að gera!! Opið virka daga kl. 12-6, laugardaga kl. 10*5, sunnudaga kl. 1-5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.