Morgunblaðið - 12.02.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.02.1994, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. FEBRUAR 1994 Mannorðssviptir í beinni útsendingu eftir Þórdísi Guðjónsdóttur Tilefni þessara greinaskrifa ei-u misvísandi og ærumeiðandi umfjöll- un fjölmiðils um fyrirtæki sem ég er eigandi að. í Dægurmálaútvarpi Rásar 2 miðvikudaginn 12. janúar Qallaði Anna Kristine Magnúsdóttir um ágreining okkar, eigenda Kaffi listar, við fyrrverandi starfsmann og hefur umfjöllun hennar valdið okkur töluverðum óþægindum. Þann 14. janúar var send athuga- semd til Útvarpsráðs vegna umfjöll- unarinnar. Þegar þetta er skrifað, þremur vikum eftir að afhending bréfsins og þremur útvarpsráðsfund- um síðar, hefur ekkert svar borist. Dagskrárgerðarmaður, deildarstjóri dægurmáladeildar eða forstöðumað- ur Rásar 2 hafa ekki heldur séð ástæðu til að hafa samband við okk- ur. Jafnvel þó skilaboð hafi verið lögð fyrir þann síðamefnda. Eg tel ástæðu til að skrifa grein og benda á þá misbeitingu valds sem hér átti sér stað. Það misrétti sem við vorum beitt skiptir æ minna máli er frá líð- ur, slík dægurmál fyrnast í fjölmiðl- afárinu. Það sem að okkar mati er aðaiatriði er að hér er ekki um eins- dæmi að ræða. Dægurmálafrétta- mennskan virðist í æ ríkari mæli ganga út á að hagræða málum eftir hentisemi og jafnvel hagsmunum án þess að þeir sem umfjöllunin bitnar á geti komið við vömum. Sú stað- reynd að þeir sem eru í forsvari fyr- ir Ríkisútvarpið hafa ekki séð ástæðu til að svara athugasemd okkar bend- ir til þess að þeim sé vinnulag dag- skrárgerðarmannsins þóknanlegt. Bréfið sem sent var útvarpsráði var svohljóðandi og var afrit sent útvarpsstjóra og forstöðumanni Rás- ar 2: „Með tilvísun í 3. og 5. grein siða- reglna blaðamannafélagsins viljum við, eigendur Kaffi listar, gera at- hugasemd við fréttaflutning dag- skrárgerðarmanns Dægurmálaút- varps Rásar 2, Önnu Kristine, á sjötta tímanum miðvikudaginn þ. 12. janúar 1994. „Dægurmálafrétta- mennskan virðist í æ ríkari mæli ganga út á að hagræða málum eftir hentisemi og jafnvel hagsmunum án þess að þeir sem umfjöllunin bitnar á geti komið við vörnum.“ Inntak dagskrárliðarins var að veitingahúsaeigendur hefðu ráðið nýbúa til matreiðslustarfa, rekið hann fyrirvaralaust og síðan neitað að greiða honum laun. Niðurstaða dagskrárgerðarmannsins var að hér væri um grófa misnotkun að ræða á stöðu nýbúa sem kom til landsins fyrir stuttu. Þessi tiltekna dagskrárgerð sam- anstóð af frásögn dagskrárgerðar- manns af málinu, síðan var viðtal í hljóðstofu við starfsmanninn sem talaði á móðurmáli sínu, spænsku. Dagskrárgerðarmaður endursagði sögu starfsmannsins og síðan var hringt á veitingastaðinn og spurt eftir öðrum eiganda staðarins, Aug- ustin Navarro Cortes. Dagskrárgerð- armaður kynnti sig og ræddi við Augustin án þess að skýra honum frá því að um upptöku til útsending- ar væri að ræða. Af viðtalinu má greinilega heyra að Augustin hefur ekki gott vald á íslenskri tungu og á köflum skilur hann ekki spurningar dagskrárgerðarmannsins. í lokin leggur dagskrárgerðarmaður út af viðtölunum tveimur og ber málið undir Sigurð Guðmundsson, formann Félags starfsfólks í veitingahúsum. Það sem við viijurri gera athuga- semdir við er eftirfarandi: 1. Augustin var ekki boðið að skýra frá sinni hlið málsins á móð- urmáli sínu, sem er spænska. Spyij- andi setti fram fullyrðingar í spurn- ingaformi sem margar hveijar voru margþættar þannig að sá sem hefur fullt vald á íslensku hefði þurft að íhuga svörin. Þessi spurningatækni er ítrekað notuð í viðtalinu, jafnvel þó spyijanda eigi að vera fyllilega ljóst af gangi samtalsins að August- in geti ekki tjáð sig fyllilega um málið á íslensku, eins og hann bend- ir sjálfur á þegar líður á viðtalið. Honum var ekki boðinn túlkur né heldur sjálfur kynntur sem nýbúi, en viðtalið var tekið upp fimm dögum fyrir útsendingu. Degi fyrir útsend- ingu hringdi dagskrárgerðarmaður aftur og neitaði þá að ræða málið við hinn eiganda staðarins, sem er íslenskur. Hverju breyta ný lög? eftirAstuR. Jóhannesdóttur 1. janúar síðastliðinn gengu í gildi ný lög um almannatryggingar nr. 117/1993 og lög um félagslega að- stoð nr. 118/1993. Þau koma í stað 22ja ára gamalla laga um almanna- tryggingar, sem höfðu tekið miklum breytingum frá því að þau voru sam- þykkt árið 1971. Með gildistöku þessara laga verða ýmsar breytingar á sjúkra-, lífeyris- og slysatrygging- um, sem mikilvægt er að allir kynni sér vel. 6 mánaða bið eftir sjúkratryggingu Ein stærsta breytingin er sú að í stað þess að menn voru sjúkra- tryggðir um leið og þeir fengu lög- heimili hér á landi, verða þeir nú að bíða í sex mánuði frá því að þeir fengu lögheimili hér eftir að fá sjúkratrygginguna. Undantekning er ef menn flytjast frá EES-landi, þá geta þeir flutt biðtímann með sér milli landa og fengið sjúkratrygging- una strax, bafi þeir verið sjúkra- tryggðir í EES-landinu sem þeir koma frá. En hvað þýðir það að vera ekki sjúkratryggður? Það þýðir að þurfí maður á heil- brigðisþjónustu að halda verður að greiða fyrir hana fullu verði. Allt sem almannatryggingarnar greiða fyrir nú þarf sá sem ekki er sjúkratryggð- ur að greiða að fullu úr eigin vasa. Við skulum taka sem dæmi sjúkrahúsvist. Þurfí maðurinn að leggjast inn á sjúkrahús kostar sól- arhringurinn hann rúmar 40.000 krónur. Það er sú upphæð sem inn- heimt hefur verið hingað til, en upp- hæðin er í endurskoðun. Þurfí hann lyf greiðir hann þau að fullu. Sem dæmi má nefna að algengt geðlyf sem sjúkratryggður greiðir 1.500 krónur fyrir, kostar fullu verði rúm- ar 23.000 krónur. Þessar upphæðir geta verið bæði hærri og lægri. Fari maðurinn til sérfræðings þarf hann að greiða fullt verð í stað þess að sá sjúkratryggði greiðir 1.200 krón- ur + 40% af fullu verði. Rannsókn- ir, röntgengreining, heilsugæsla og heimsókn til heimilislæknis greiðast fullu verði í stað fastagjalds. Læknar og forráðamenn sjúkra- stofnana verða nú eftir að þessi lög gengu í gildi að kanna hvort sjúk- lingurinn er sjúkratryggður áður en hann er látinn greiða fyrir þjón- ustuna, því að Tryggingastofnun greiðir þeim ekki til baka kostnað- arhlut sjúkratrygginga, sé hann ekki tryggður. Flytji fólk hingað frá einhveiju landi, sem ekki er í EES, ætti það að kaupa sér sérstaka sjúkratrygg- ingu hjá tryggingafélagi, vilji það ekki greiða fyrir heilbrigðisþjónustu að fullu þurfí það á henni að halda. Tryggingafélög hér á landi þyrftu nú að huga að því að hafa á boðstól- um sjúkratryggingu fyrir þá sem lenda í þessum sex mánaða biðtíma eftir sjúkratryggingu almanna- trygginga. E-111 og aðrar breytingar á sjúkra- og slysastryggingum Vegna EES-samningsins verður sú nýjung að þeir sem ferðast til EES-landa þurfa að hafa sérstaka staðfestingu, E-lll, meðferðis svo að þeir fái læknisþjónustu á sama verði og íbúar í viðkomandi landi, ef um skyndileg veikindi eða slys er að ræða. E-lll staðfestingin er ekki síður mikilvæg í farteskinu en farseðill og vegabréf þegar lagt er upp í ferðalag til EES-landa. E-lll staðfestingin fæst hjá Trygginga- stofnun fyrir brottför. Breyting var gerð á rétti til sjúkradagpeninga með nýju lögun- um. Nú greiðast sjúkradagpeningar frá 16 ára aldri, en áður frá 17 ára. Einnig er ítrekað í nýju lögunum að Tryggingastofnun greiðir aðeins fyr-- ir tannréttingar sem falla undir al- varleg tilvik. í slysatryggingunum er orðin sú breyting að ökumannstryggingin er fallin út, svo að ökumenn sem lenda í slysum eru ekki lengur tryggðir hjá Tryggingastofnun. Varðandi slysabætur þá er orðin breyting á hverjir eiga rétt til dánarbóta. Nú eiga foreldrar hins látna ekki rétt á bótum, en þeir áttu rétt á eingreiðslu áður. Breytingar á lífeyristryggingum Nokkrar breytinganna eru gerðar í tengslum við gildistöku EES-samn- ingsins. Ein þeirra er að skipta bóta- greiðslum í almannatryggingabætur og félagslegar bætur. Bætur sem falla undir félagslega aðstoð eru heimildarbætur og þær má ekki greiða þeim sem flytur lögheimili sitt frá íslandi. Bótagreiðslur sem falla undir almannatryggingalög nú má aftur á móti greiða úr landi. „En hvað þýðir það að vera ekki sjúkratryggð- ur? Það þýðir að þurfi maður á heilbrigðis- þjónustu að halda verð- ur að greiða fyrir hana fullu verði.“ Elli- og örorkulífeyrir, tekjutrygg- ing, örorkustyrkur, barnalífeyrir og bætur í fæðingarorlofí heyra til al- mannatrygginga, en aðrar bætur eru félagslegar. Varðandi rétti til ör- orkubóta, verður einstaklingur að hafa átt hér lögheimili í sex mánuði og starfsorka verður að hafa verið óskert þegar hann fékk lögheimilið hér. Hafí starfsorkan verið skert öðlast hann réttinn eftir þijú ár. Nú er það skilyrði fyrir rétti til fæðingarstyrks að móðir hafi átt hér lögheimili síðustu 12 mánuði fyrir fæðinguna. Hið sama gildir um for- eldra hvað varðar rétt til fæðingar- dagpeninga. Lögheimili í öðru EES- landi jafngildir nú lögheimili hér. Ekkjulífeyrir fellur nú niður við sambúð og sérstök heimilisuppbót Ásta R. Jóhannesdóttir fellur niður við minnstu tekjur aðrar en lífeyrisgreiðslur. Nokkrar smærri breytingar eru í lögunum, sem ekki er ástæða til að tíunda hér. Höfundur cr deildarstjóri hjá Tryggingastofnun ríkisins. 2. Ekki var tilkynnt um að sam- talið væri tekið upp, né að fyrirhug- að væri að útvarpa því. 3. Ekki er ástæða til að leiðrétta allar rangfærslur dagskrárgerðar- mannsins um samskipti okkar eig- endanna og starfsmannsins hér, en ágreiningurinn snýst um vinnu- stundaíjölda á þeim sautján dögum sem hann vann á Kaffí list við ýmis störf í eldhúsi. í kynningu dagskrárl- iðarins ser sagt að hann hafi „unnið þar í heilan mánuð . .. þar sem hann var að læra að búa til spænskan mat“. Slíkar rangfærslur eru skiljan- legar ef haft er í huga að dagskrár- gerðarmaður gerði sér far um að kynna sér aðeins aðra hlið málsins. Hitt er öllu alvarlegra að látið er sem viðtalið við Augustin sé tekið útsend- ingardaginn þann 12., jafnvel í beinni útsendingu, en hið rétta í málinu er að það er tekið 7. janúar. Fyrsti mögulegi útborgunardagur hefði ver- ið 4. janúar ef skattkort viðkomandi starfsmannsins hefði verið til staðar og samkomulag um íjölda vinnu- stunda. Hér teljum við að greinilega sé um misvísandi fréttaflutning að ræða. Einnig skal tekið fram að viðkom- andi starfsmaður hefur áður starfað á tveimur öðrum veitingastöðum hér á landi þá u.þ.b. fímm mánuði sem hann hefur verið á landinu. 4. Bent skal á að Juan Carlos (fyrrverandi starfsmaður okkar) er giftur systur Lísu Pálsdóttur, sam- starfsmanni Önnu Kristine, en það var fyrir milligöngu Lísu sem hann var ráðinn á Kaffi list. Okkur þykir leitt að þurfa að benda á að hér virð- ist vera um tengsl á milli og þar með misnotkun á starfsaðstöðu á ríkisfjölmiðli, enda hótaði hann um- fjöllun fjölmiðla í deilu sinni við okk- Við teljum að um villandi og meið- andi fréttaflutning sé að ræða, auk þess sem fyrirtækið var nokkrum sinnum nefnt á nafn, sem við teljum vera atvinnuróg. Kröfur okkar eru þær að beðist verði afsökunar á slík- um vinnubrögðum. Að það verði gert a.m.k. þrisvar sinnum (eins oft og dagskráratriðið var kynnt og flutt) á sama tíma og það verði gert sem er á valdi Rásar 2 til að rétta hlut okkar og fyrirtækisins. Að lokum viljum við benda á það atriði sem að okkar mati er hvað alvarlegast við offar dagskrárgerð- armannsins: Með því að breyta ágreiningi vinnuveitanda og starfs- manns, sem báðir eru nýbúar, í dæmisögu um vandníðslu þess sem hefur á þeim sem ekki getur varið sig er verið að ala á andúð og fordóm- um gagnvart útlendingum almennt. Þessi vinnubrögð eru ekki samboðin Rás 2 „sameign okkar allra“. Lagt hefur verið fram á Alþingi frumvarp til laga þar sem skylda á útvarpsstöðvar til að nota tafarbúnað til að fyrirbyggja svívirðingar í beinni útsendingu. Spurning mín er hvaða reglur eigi að gilda um dagskrár- gerðarmenn sem með yfirlegu hag- ræða sannleikanum þannig að betur fari í æsifrétt? Höfundur er atvinnurckundi. Framtíð framsóknar eftir Einar Krisiján Jónsson Ástæðan fyrir þessu greinar- komi mínu er sú að nú er Fram- sóknarflokkurinn að velja fólk á framboðslista vegna komandi sveitarstjórnarkosninga. Ég vil sem formaður SUF minna fram- sóknarfólk á það að tryggja ungu fólki sæti ofarlega á listum flokks- ins. Framsóknarflokkurinn í Kópa- vogi hefur með afgerandi hætti lýst yfír stuðnihgi við unga fólkið og er það mál manna að þar fari sterkur listi. Ég vil eindregið hvetja flokksfélög sem víðast um landið að þjappa sér saman um unga fólk- ið og veita því brautargengi. Ef Framsóknarflokkurinn ætlar að verða öflugur stjórnmálaflokkur í framtíðinni er eitt mál öðrum fremur sem hann þarf að rækja. „Það er nauðsynlegt að gefa ungn fólki tæki- færi til starfa innan flokksins.“ Það er öflugt og markvisst ungliða- starf í flokknum. Flokkur sem ekki hefur öflugt ungliðastarf, end- urnýjast ekki. Það er nauðsynlegt að gefa ungu fólki tækifæri til starfa innan flokksins, starfa við hlið eldra og reyndara fólks, við störf sem gefur ungu fólki dýr- mæta reynslu og gerir það hæfara til starfa fyrir Framsóknarflokk- inn. Hlutfall ungs fólks á kjörskrá Með því að hafa ungt fólk í fram- varðasveit flokksins gefst tækifæri til þess að gera ímynd hans að- Einar Kristján Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.