Morgunblaðið - 12.02.1994, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.02.1994, Blaðsíða 27
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. FEBRUAR 1994 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1994 27 4- Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Aðild að Alþjóða hvalveiðiráðinu Tveir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins, Matthías Bjarnason og Guðjón Guð- mundsson, hafa flutt tillögu á Alþingi um, að ríkisstjórnin heíji undirbúning að hvalveið- um þegar í sumar. Þá er starf- andi nefnd fulltrúa allra þing- fiokka, sem skal vera sjávarút- vegsráðherra til ráðuneytis í hvalveiðimálum. Ljóst má vera af þessum tillöguflutningi að vaxandi óþreyju gætir innan sjávarútvegsins um ákvörðun í málinu og má það vafalaust rekja til þeirra áfalla, sem at- vinnugreinin hefur orðið fyrir. Hins vegar eru skoðanir enn skiptar um hvalveiðarnar sér- staklega vegna áhrifa þeirra á markaði okkar erlendis. íslendingar tóku afdrifaríka ákvörðun um úrsögn úr Al- þjóðahvalveiðiráðinu í lok ársins 1991. Ríkisstjórnin taldi full- reynt, að breyting yrði ekki á afstöðu ráðsins til hvalveiða, þótt vísindalegar rannsóknir sýndu fram á, að sumir hvala- stofnar þyldu veiðar. Ekki voru allir á eitt sáttir um úrsögnina og m.a. mótmælti Morgunblað- ið henni í forustugreinum. Þannig sagði blaðið m.a. í for- ustugrein sinni 4. janúar 1992: „í samskiptum milli þjóða heims er smáþjóðum mikill styrkur að þátttöku í starfi al- þjóðasamtaka. Stærri þjóðir geta í krafti fjölmennis, auðæva og stundum hervalds farið sínu fram á alþjóðavettvangi. Smærri þjóðir leita styrks í al- þjóðalögum og reglum og al- þjóðlegu samstarfi. Stundum þróast starf alþjóðasamtaka um skeið á þann veg, að einstökum aðildarríkjum hugnast ekki þau vinnubrögð en það varir sjaldn- ast til lengdar. Sú ákvörðun að hverfa frá samstarfi innan hval- veiðiráðsins er í engu samræmi við þá starfshætti, sem ein- kennt hafa þátttöku okkar í alþjóðlegu samstarfi til þessa.“ Islendingar beittu sér fyrir stofnun Norður-Atlantshafs- spendýraráðsins (NAMMCO) til að fá granna okkar og fleiri hvalveiðiþjóðir til að vinna að hvalveiðum á ný á vísindalegum grunni og til að skapa alþjóðleg- an vettvang, sem fullnægði þjóðréttarlegum skyldum Ha- fréttarsáttmálans. Slíkt er nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að hvalfriðunafþjóðir beiti hvers kyns innflutningshöftum í refsingarskyni. Frá upphafi hefur gætt efasemda um, hvort Norður-Atlantshafsspendýrar- áðið uppfylli þessar þjóðréttar- legu skyldur. í umræðum á Alþingi í fyrra- dag um tillögu sjálfstæðisþing- mannanna vakti sérstaka at- hygli, að formaður utanríkis- málanefndar, Björn Bjarnason, lýsti efasemdum um þjóðréttar- lega stöðu Norður-Atlantshafs- spendýraráðsins. Hann sagði m.a.: „ ... er hér um mjög mikil- vægt utanríkismál að ræða og einnig málefni, sem varðar þátttöku okkar í alþjóðlegu samstarfi, því það verður óhjá- kvæmilegt við afgreiðslu þess máls að líta til þjóðréttarlegrar stöðu okkar á grundvelli haf- réttarsamningsins og hafrétt- arsáttmálans, því samkvæmt honum þarf að styðjast við ákvarðanir alþjóðlegra stofn- ana, þegar ákvarðanir eru tekn- ar um hvalveiðar. Og það er ágreiningur hér á Iandi, eins og vitað er og komið hefur fram í fréttum, á milli lögfræðinga og sérfræðinga um það, hvort aðild okkar að NAMMCO nægi til þess að fullnægja þessum skyldum, sem getið er um í 65. gr. hafréttarsáttmála Samein- uðu þjóðanna. Ég er þeirrar skoðunar, að aðild okkar að þessu ráði dugi ekki til þess að við fullnægjum þessum þjóðréttarlegu skuld- bindingum. Að vísu kann ég að skipta um skoðun fái ég hald- góð rök til þess, en ég lít þann- ig á; að það sé nauðsynlegt fyrir okkur íslendinga að líta á þessa stöðu okkar í ljósi þess starfs, sem nú er unnið á vett- vangi Alþjóðahvalveiðiráðsins og að það komi til álita að velta fyrir sér aðild að því að nýju og þá með skýrum og ótvíræð- um fyrirvörum. Fyrirvörum, sem við höfnuðum að gera árið 1983 varðandi bann við hval- veiðum.“ Ummæli formanns utanrik- ismálanefndar sýna hversu veikt er að byggja hvalveiðar á grunni Norður-Atlantshafs- spendýraráðsins. Áhrif hval- veiða á markaði okkar erlendis geta orðið stóralvarleg og því er ástæðulaust að taka of mikla áhættu. Hugmynd Björns Bjarnasonar um endurnýjaða aðild að Alþjóðahvalveiðiráðinu kemur því vel til greina, enda var úrsögnin röng á sínum tíma og óskynsamleg. Morgunblaðið taldi þá og telur enn, að hyggi- legra sé að bíða átekta og vinna að því að afla sjónarmiðum Is- lendinga stuðnings innan Al- þjóðahvalveiðiráðsins. Sú varð niðurstaða annarra hvalveiði- þjóða, t.d. Norðmanna og Jap- ana. Hátíðarfundur helg- aður mannréttindum? eftir Ragnar Arnalds Á fundi Lögfræðingafélags ís- lands hinn 3. febrúar sl. fjallaði ég um mannréttindaákvæði stjórnar- skrárinnar og væntanlegar breyt- ingar á þeim. Forsætisnefnd Alþingis hefur þegar ákveðið að þingfundur verði haldinn á Þingvöllum að Lögbergi 17. júní nk. á fimmtíu ára afmæli lýðveldisins. Eg tel, að sú ákvörðun sé tekin með þeim fyrirvara, að samstaða takist um afgreiðslu þing- máls sem hæfi tilefninu. Náist ekki samstaða um slíkt mál er tómt mál að tala um, að þingfundur verði haldinn þennan dag. Flestir virðast hallast að því, að stjórnarskráin væri verðugast við- fangsefni á þessum hátíðarfundi Alþingis í sumar, ekki síst mann- réttindakaflinn. Málsmeðferðin yrði væntanlega sú, að stjórnarskrár- nefnd myndi senda frá sér tillögur sínar í marsmánuði og þær yrðu fluttar á Alþingi í formi þingsálykt- unar í aprílmánuði en þingmálið síð- an afgreitt á hátíðarfundinum 17. júní. Formlegt stjórnarskrárfrumvarp verður ekki afgreitt þar, því að þá yrði þegar að íjúfa þing og efna til kosninga. Þess vegna verður að endurflytja stjórnarskrármálið á Alþingi næsta haust í frumvarps- formi og lokaafgreiðsla biði til þing- loka vorið 1995. Eins kemurtil álita að 16. júní nk. verði nýtt þing sett í Reykjavík og látið sitja til vors 1995. Þá yrði 1. umræða um stjórn- arskrárfrumvarpið 17. júní nk. en málið ekki afgreitt fyrr en í þinglok vorið 1995. Skorpumenn í lagasetningu Áreiðanlega mun einhveijum þykja, að hér sé íslendingum rétt lýst, þegar það dregst áratugum saman að endurskoða mannrétt- indakafla stjórnarskrárinnar, en síð- an er rokið upp til handa og fóta og verkinu lokið á skömmum tíma, þegar loksins gefst hátíðlegt tilefni. En þannig er það: við íslendingar eftir Halldór Blöndal í engri atvinnugrein er jafnmikið að gerast og jafnmikið framundan eins og í landbúnaðinum. Þessar breytingar eru síður en svo átaka- lausar fyrir bændur. Atvinnutekjur þeirra hafa fallið og starfsöryggi margra horfið eða í hættu. En þar eru líka ýmsir jákvæðir hlutir að gerast, sem horfa til framtíðar, sem ég mun sumpart drepa á nú og sumpart síðar. Sjaldan eða aldrei hefur verið ijallað jafnmikið um landbúnaðar- mál á opinberum vettvangi og síð- ustu vikur og mánuði. Því miður hefur umræðan í flestum tilvikum verið neikvæð og ekki horft til framtíðar. Þannig hefði það ein- hvern tíma þótt tíðindum sæta, að það væri aðeins spurning um ár eða í mesta lagi hálft annað ár, að inn- flutningur á öllum landbúnaðarvör- um öðrum en hráum búíjárafurðum yrði gefinn fijáls. Menn hefðu ekki talið það eftir sér, að bændur fengju þennan aðlögunartíma til þess að mæta samkeppninni. Sjálfsagt hefði þótt að beita tollígildum með sama hætti og aðrar þjóðir. Við íslendingar hefðurn sjálfstæðan metnað til þess að gefa bændum tækifæri til þess að búa í haginn erum skorpumenn í lagasetningu sem öðru. Þetta sérkennilega vinnulag staf- ar ekki af því, að stjórnarskrárnefnd hafi ekki sinnt málinu sem skyldi. Fyrir rúmum 11 árum, haustið 1982, skilaði stjórnarskrárnefnd undir forystu dr. Gunnars Thorodds- ens af sér vandlega undirbúnum til- lögum um nýja stjórnarskrá og þar var að finna nýjan, endurskoðaðan kafla um mannréttindi í samræmi við kröfur tímans. Gunnar Schram, prófessor, var þá starfsmaður nefndarinnar og ráðgjafi. Það verð- ur ekki skrifað á reikning stjórnar- skrárnefndar, að frumvarpið frá 1982 dagaði uppi. Þá ábyrgð verða stjórnmálaflokkarnir og Alþingi að axla. Endurskoðun í áföngum Hins vegar er ofmælt sem stund- um heyrist, að stjórnarskráin hafi ekki verið endurskoðuð í 120 ár. 1. og 2. kafli stjórnarskrárinnar voru endurskoðaðir við stofnun lýð- veldis árið 1944. Þriðji kaflinn um kosningar til Alþingis hefur mar- goft verið endurskoðaður og seinast 1983. Fjórði kaflinn um störf Al- þingis var endurskoðaður árið 1991, þegar þingið var gert að einni mál- stofu. Og nú er viðfangsefnið 6. og 7. kaflinn um trúfrelsi og mannrétt- indi. Vissulega er brýn þörf á að heildarendurskoðun fari fram, m.a. á ákvæðum 1. og 2. kafla um vald- svið forseta, ríkisstjórnar og Alþing- is og á ákvæðum 6. kafla um dóm- endur. Heildarendurskoðun stjórn- arskrárinnar hefði átt að vera niður- staða hátíðarfundarins í sumar. En því miður er eins og verkefnið hafi vaxið mönnum í augum. Sífeljdir erfiðleikar á líðandi stund hafa dregið úr mönnum kjark að Ijúka þessu verki. Enn kemur þó til álita að afgreiða í þessum áfanga þann hluta stjórnarskrárinnar sem aldrei hefur hlotið neina endurskoðun, þ.e. 59.-81. gr. eða 5.-7. kafla, en meiri hluti þessara greina flokkast undir mannréttindaákvæði. og standast samkeppnina. Þessi grundvallarsjónarmið hefðu m.a. verið rökstudd með því, að bændur hafa þegar tekið á sig miklar byrðar til þess að draga úr opinberum stuðningi. Þeir hafa gert ráðstafanir, sem hafa gert það mögulegt að lækka vöruverð veru- lega eða um 20% að raungildi og enn meir í óunnum kjötvörum og í einstökum greinum öðrum. Kjúkl- inga- og svínabændur hafa lagt í fjárfestingu tjl þess að flýta fyrir kynbótum og Iækka þannig vöru- verðið til neytenda. Garðyrkju- bændur mæta nú samkeppni frá löndum Evrópubandalagsins yfír vetrarmánuðina. Þeir njóta ekki ríkisstyrkja, en verða þó að keppa við niðurgreiddan innflutning án jöfnunargjalda. Því miður hefur dregist að taka upp viðræður við bændastéttina um endurskoðun búvörusamninga. Það er nauðsynlegt að gera ráðstafanir til þess að losa um þá framieiðslu- kreppu, sem sauðfjárbændur hafa fest í. Ég kann enga töfralausn á því dæmi. En sú viðurkenning, sem íslenskar landbúnaðarvörur hafa nú fengið í Bandarikjunum gefur fyrirheit um, að e.t.v. kunni að opnast markaðý erlendis, sem ís- lenskir bændur geta keppt á og Eðlilegt er að spurt sé, hvort þörf sé á mannréttindakafla í stjórnarskránni? Þegar stjórnar- skráin var færð okkur Islendingum 1874, höfðu alþjóðasáttmálar um mannréttindi ekki verið gerðir. Geta sáttmálar Evrópuráðsins og SÞ komið í staðinn fyrir mannrétt- indaákvæði stjórnarskrár, m.a. með lögfestingu Evrópusáttmálans eins og nú stendur til og með nánari útfærslu í almennri löggjöf? Þessari spurningu svara ég neit- andi. Stjómarskrá íslands sem ann- arra ríkja fjallar um ríkisvaldið, þrískiptingu þess, valdmörk og verkaskiptingu. Henni er þó ekki síður ætlað að skilgreina- takmörk ríkisvaldsins, þ.e. réttindi einstak- linga og öryggi gagnvart ofurvaldi ríkisins. Mannréttindakaflinn gegnir þessu hlutverki. Alþjóðlegir sátt- máiar þótt lögfestir séu koma engan veginn að sama gagni. Stjórnar- skráin er sú lagalega öryggisgæsla sem geymir sjálfan grundvöllinn að stjórnskipun þjóðarinnar og ver hann fyrir hugsanlegu valdaráni meiri hluta Alþingis sem verður ávallt að leita til fólksins og efna til kosninga, ef raska á þessum grundvelli. Hitt'væri nær lagi sem nefnt hefur verið að stjórnarskrárbinda mannréttindasáttmála Evrópu, þ.e. hin efnislegu réttindaákvæði. Okosturinn við það er einkum sá, að texti stjómarskrár þarf að vera einfaldur, knappur og fáorður án margbrotinna fyrirvara og undan- tekninga. Til skýringar má nefna 5. gr. Evrópusáttmálans en þar seg- ir í 1. mgr.: Allir menn eiga rétt til frelsis og mannhelgi. En síðan er fjallað í 20 sinnum lengra máli um sex undantekningartilvik. Hér þarf því að feta meðalveg: draga saman kjarnann í fáum, ein- földum orðum en skilgreina undan- tekningar og fyrirvara í almennri löggjöf. Eins kemur til álita að vísa í stjórnarskrá til Evrópusáttmálans um mannréttindi. Halldór Blöndal þannig dregið úr framleiðslukostn- aði á einingu á heimamarkaði. Það er óhjákvæmilegt að nefna brautryðjandastarf Erlends Á. Garðarssonar í þessu sambandi. En vitaskuld torveldar það sóknina, að Tillögur stjórnarskrárnefndar frá 1982 Til þess að gefa heildaryfirlit yfir stöðu málsins verða hér rakin þau nýmæli sem helst koma til álita við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Stjórnarskrárnefnd kannaði sátt- mála SÞ og Evrópuráðsins rækilega á sínum tíma. Nefndin valdi nokkur meginatriði úr þessum sáttmálum sem sérstaklega þóttu eiga við ís- lenskar aðstæður. Hér er ekki drep- ið á ákvæði um trúfrelsi, atvinnu- frelsi eða eignarétt sem samstaða var um að breyta lítt eða ekki. Nýmæli eru með skáletri. Allir skulu njóta frelsis, mann- helgi og jafnréttis að lögum. Mannréttinda skulu menn njóta án manngreinarálits vegna kynferð- is, trúarbragða, skoðana, þjóðernis, kynþáttar, litarháttar, efnahags eða stöðu sinnar í öðru tilliti. Frelsissviptingu verður því aðeins beitt, að til hennar sé sérstök laga- heimild, enda fari um framkvæmd hennar eftir lögmæltum reglum. Sá sem orðið hefur að þola frelsissvipt- ingu af hálfu stjórnvalda, skal eiga rétt til þess að bera málið undir dómara og hljóta úrlausn hans án ástæðulauss dráttar. (Önnur ákvæði um persónufrelsi að öðru leyti efnis- lega svipuð.) Allir skulu hljóta réttláta meðferð mála sinna fyrir dómstólum. Hver sá sem sakaður er um refsiverða háttsemi, skal talinn saklaus, uns sekt hans hefur verið sönnuð lögum samkvæmt. Enginn skal sekur fundinn um refsivert athæfi, nema brot hans hafi varðað refsingu að lögum á þeim tíma, er það var framið. Eigi má heldur dæma neinn til þyngri refsingar en heimilt var á þeim tíma, þegar refsivert verk var unnið. Heimilið er friðheilagt. Ekki má gera húsleit, raska friðhelgi einka- lífs, rannsaka einkagögn eða rjúfa bréf- og símleynd, nema með dóms- úrskurði eða sérstakri lagaheimild. Ákvæði um vernd upplýsinga um einkahagi manna skulu sett ílögum. „í stuttu máli eru bænd- ur önnum kafnir við að endurskoða framleiðslu- hætti sína og koma til móts við ný sjónarmið og nýjar kröfur. Eg þyk- ist hafa orðið var við, að þeir eigi hljómgrunn meðal þjóðarinnar. Eg verð raunar var við það á hverjum degi.“ bændur njóta ekki útflutningsbóta eins og starfsbræður þeirra á Norð- urlöndum og í Vestur-Evrópu. Það Ragnar Arnalds „Forsætisnefnd Alþingis hefur þegar ákveðið að þingfundur verði hald- inn á Þingvöllum að Lögbergi 17. júní nk. á fimmtíu ára afmæli lýð- veldisins. Eg tel, að sú ákvörðun sé tekin með þeim fyrirvara, að sam- staða takist um af- greiðslu þingmáls sem hæfi tilefninu. Náist ekki samstaða um slíkt mál er tómt mál að tala um, að þingfundur verði haldinn þennan dag.“ Virða ber skoðanafrelsi manna. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar. Þó verður hann að ábyrgjast þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða. Rétt skal mönnum að koma sam- an með friðsömum hætti og að stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi. (Heimild til að banna félag felld niður.) Enginn Islendingur verður svipt- ur ríkisborgararétti sínum og eng- um þeirra meinað að koma inn í landið. Allir, sem eiga löglega dvöl í landinu, skulu frjálsir ferða sinna Nýr fUkur á ffistu verðlagi Nt, IM.U, h.,v. l.TX M BHLtm. sýnir hins vegar staðfestu þeirra, að jieir hafa ekki farið fram á þær. 1 stuttu máli eru bændur önnum kafnir við að endurskoða fram- leiðsluhætti sína og koma til móts við ný sjónarmið og nýjar kröfur. Ég þykist hafa orðið var við, að þeir eigi hljómgrunn meðal þjóðar- innar. Ég verð raunar var við það á hveijum degi. Atviimugrein á fleygiferð og ráða búsetu sinni. Öllum skal frjálst að fara úr Iandi. Allir skulu eiga rétt á félagslegri aðstoð vegna sjúkleika, örorku, elli eða af öðrum ástæðum, eftirþvísem nánar er ákveðið í lögum. (Eldri ákvæði umorðuð.) AUir skulu eiga rétt til að njóta menntunar og fræðslu, eftirþví sem nánar er ákveðið í lögum. (Eldri ákvæði umorðuð.) Rétti manna til vinnu og oríofs skal skipað með lögum. Óheimilt er eftir mitt ár að setja lög, sem leiða til hækkunar skatta á tekjur liðins árs eða eignir í lok liðins árs. Fjórðungur alþingiskjósenda get- ur óskað eftir því, að fram fari ráð- gefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um einstök málefni. Um framkvæmd slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu skal nánar fyrir mælt ílögum. Rétti íbúa sveitarfélags til þess að óska eftir atkvæðagreiðslu um málefni sveitarfélagsins skal og skipað með lögum. Náttúruauðlindir landsins skulu vera ævarandi eign Islendinga. Auð- lindir hafs og hafsbotns innan ís- lenskrar lögsögu eru þjóðareign. Eignarétti að öðrum náttúruauðæf- um skal skipað með lögum. Vernda skal náttúru landsins og auðlindir þess svo ekki spillist líf eða land að nauðsynjalausu. Lands- mönnum öllum skal tryggður réttur til eðlilegrar nýtingar landsins til útivistar. Nánar skal fjallað um rétt þennan í lögum. Mannréttindasáttmáli Evrópuráðsins Sáttmálinn var undirritaður af íslands hálfu 1953. Hér verður að stikla á stóru og er því einungis nefndur kjarni hinna ýmsu réttinda- mála. Aðeins eru tiltekin ákvæði sem ekki er að finna í frumvarpi stjórnarskrárnefndar frá 1982. Réttur hvers manns til lífs. Bann við dauðarefsingum. Bann við pyntingum. Bann við þrælkun og nauðungar- vinnu. Dómur í heyranda hljóði. Réttur til tafarlausrar vitneskju um ástæður ákæru. Tími og aðstaða til að undirbúa vörn. Réttur til að velja verjanda. Ókeypis lögfræðileg aðstoð og túlkun, ef þöif krefur. Réttur til að spyrja vitni. Réttur til skaðabóta vegna hand- töku eða gáesluvarðhalds. Réttur til að stofna til hjúskapar og fjölskyldu. Jafnrétti hjóna. Réttur foreldra til fræðslu barna ísamræmi við trúar-og lífsskoðanir. Bann við brottvísun hópa útlend- inga úr landi. Réttarstaða útlendings sem á að vísa úr landi. Bann við frelsissviptingu vegna vanefnda á samningsbundinni skyldu. Réttur til að leita epdurskoðunar á dómi í refsimáli. Bann við saksókn öðru sinni, ef sakborningur hefur áður verið sak- felldur eða sýknaður. Réttur þess sem sætir mannrétt- indabroti. Sáttmálar SÞ I íslensku stjórnarskránni voru frá upphafi ákvæði um nokkur fé- lagsleg réttindi, sbr. 70. og 71. gr. um framfærslu- og fræðslurétt. Fáeinar stuttorðar, almennar stefnuyfirlýsingar um félagsleg réttindi í þeim dúr sem rætt var um í stjórnarskrárnefnd 1982 eiga vafa- laust rétt á sér en álitamál hversu mörg þau eiga að vera. Hér eru tínd til þau ákvæði sáttmála Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg og stjórn- málaleg réttindi svo og ákvæði í sáttmála SÞ um efnahagsleg, fé- lagsleg og menningarleg réttindi sem hvorki er að finna í tillögum stjórnarskrárnefndar frá 1982 né í Mannréttindasáttmála Evrópuráðs- ins. Bann við vísindatilraunum á mönnum án samþykkis þeirra. Ákærðir skulu hafðir sér í haldi en ekki með sakfelldum föngum. Unglingar sem ákærðireru, skulu hafðir sér í haldi, en ekki með eldri sakborningum. Fangar á unglingsaldri skulu taka út refsivist sína sér, en ekki með eldrí föngum. Banna skal styrjaldaráróður, svo og' þjóða-, trúarbragða- eða kyn- þáttahatur, sem hvetur til mismun- unar, ijandskapar eða vopnavið- skipta. Fjölskyldan er grundvallareind þjóðfélagsins. Þjóðfélagið og ríkið skulu veita henni vernd sína. Réttur til tækni- og starfs- fræðslu. Réttur til sanngjamra vinnuskil- yrða. Sanngjarnt kaup, sómasamleg lífsafkoma, öryggi við störf, hvíld, frítímar og frídagar. Verkfallsréttur (þó undantekn- ingar með herliða og lögregl umenn). Vernd fjölskyldunnar. Fijálst samþykki hjónaefna. Mæðravernd og fæðingarorlof. ,00 Grœnmatl, évextlr og bar é töstu varðlagl V:" V>-'" ' •> ■ \ \ ’ , " y/ 1 V »M>k v6n.«o*J.« hvlv bUM um IJ.tV M Ml ,*M Meðan ég var að skrifa þessa grein, hringdi góður vinur minn og hafði af því áhyggjur, hversu oft nafn mitt væri nefnt í því sam- hengi, að ég vildi ekki, að íslending- ar fengju ódýran mat. Með því var hann að skírskota til þeirrar ábyrgðarlausu umræðu, sem nú er uppi, að sjálfsagt sé að flytja til landsins svínaskinku og kjúklinga- bijóst fyrirvaralaust og án jöfnun- argjalda. Ég trúi því ekki, að nokk- ur Islendingur vilji það í raun og veru, þó svo að hann hafi gaman af því að verðleggja mig í pólitísk- um skilningi. Fyrir skömmu ók ég austur á Kirkjubæjarklaustur. Á Suðurlandi eru blómlegar byggðir, á meðan bændur hafa verk að vinna, — á meðan þeir geta selt afurðir sínar. En ekki einum degi lengur. Síðan skipta þeir þúsundum í þorpunum, í bæjunum og í Reýkjavík, sem eiga allt sitt undir því, að þessi búskap- ur haldi áfram. Ekki trúi ég því, að nokkur haldi, að við íslendingar getum boðið öllum þessum fjölda önnur störf, ef þessi bregðast. Ekki getum við allir lifað á að þjónusta hver annan. Einhveijir verða að skapa verðmætin og versnandi lífs- kjör eiga að kenna okkur, að þeir eru síður en svo of margir. Þessari grein fylgja nokkur línu- rit, sem segja meir en mörg orð. Það sem er athyglisvert við þau er, að þau sýna þróun sem heldur áfram. Bændur hafa tekið á fram- leiðslumálum sínum og skilað árangri. Skilaverðið til þeirra hefur lækkað og heldur áfram að lækka. Með samanburði við aðrar þjóðir er auðvelt að sýna fram á, að þjón- ustugreinarnar hafa ærna ástæðu til að gera slíkt hið sama, líta í eigin barm og taka minna til sín. Höfundur er ráðherra landbúnaðarmála. Bann við launaðri bamavinnu. Réttur til viðunandi lífsafkomu. Fæði, klæði, húsnæði. Sanngjörn dreifing matarforða heimsins. Réttur til líkamlegrar og andlegr- ar heilsu. Nauðsynlegar heilbrigðisráðstaf- anir.. Réttur til menntunar. Skyldubundin barnafræðsla - án endurgjalds. Framhaldsmenntun verði ókeypis í áföngum. Æðri menntun verði ókeypis í áföngum. Frelsi foreldra til að velja skóla fyrir börn sín. Réttur til að taka þátt í menning- arlífí. Álit Mannréttindanefndar SÞ Á fundi Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna 29. nóvember sl. var gerð sérstök ályktun á grund- velli ítarlegrar skýrslu um mann- réttindi á íslandi. Nefndin tekur fram, að ekki séu fyrir hendi „nein alvarleg vandamál“ en nefnir þó nokkur áhyggjuefni m.a. að íslenska stjórnarskráin geymi ekki skýr heildarákvæði um vernd allra grundvallarmannréttinda. Nefndin nefnir eftirfarandi dæmi um rétt- indamál sem ekki sé sinnt sem skyldi í lögum: dvalarréttur útlendinga; skoðanafrelsi (enda sé sá mögu- leiki fyrir hendi, að dæmt sé allt að eins árs fangelsi fyrir meiðyrði); hugsanleg mismunun gagnvart óskilgetnum börnum; nýir ríkisborgarar fái ekki haldið upprunanöfnum sínum; játning sem fengin sé fram með þvingun sé ekki skýlaust útilokuð sem sönnunargagn á íslandi. Að endingu skal á það minnst, að sérhver áhersla í mannréttinda- málum þarf ekki að eiga erindi í stjórnarskrá, þótt lagasetning um málið sé sjálfsögð. Sjálfur hef ég nokkrum sinnum á liðnum árum flutt frumvörp um stjórnarskrár- breytingar þ. á m. um ný mannrétt- indaákvæði, en ég hef þó sleppt hér persónulegum ábendingum og til- lögum. A þessu stigi þótti mér mestu skipta að kynna málið til þess að örva sem flesta til að taka þátt í umræðum um nýjan rnann- réttindakafla stjórnarskrárinnar. Endanlega þarf svo að skapa sam- stöðu um málið. Höfimdur er formaður þingflokks Alþýðubandalagsins. Fyrirlest- ur ávegum Stofnunar Sigurðar Nordals DR. OLGA A. Smirnickaja, prófessor við Moskvuhá- skóla, flytur opinberan fyrir- lestur um norræn fræði í Rússlandi í boði Stofnunar Sigurðar Nordals fimmtu- daginn 17. febrúar kl. 17.15 í Norræna húsinu. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og nefnist: „Old Norse- Icelandic Studies in Russia: a retrospect.“ Olga Smirnickaja hefur skrifað fjölmargar greinar um ýmsa þætti germanskra málvís- inda og bók hennar um brag og mál í forngermönskum skáldskap-er að koma út hjá háskólaforlaginu í Moskvu. Þá hefur hún m.a. þýtt Snorra- Eddu, Gísla sögu Súrssonar, Grettis sögu og vísur Heims- kringlu á rússnesku. Hún hlaut styrk Snorra Sturlusonar á síð- asta ári og dvelst nú hér og stundar rannsóknir við Háskóla íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.