Morgunblaðið - 12.02.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.02.1994, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. FEBRUAR 1994 Ráðgjafi fjármála- ráðherra FRIÐRIK Sophusson fjár- málaráðherra hefur ráðið Þór Sigfússon hagfræðing sem sérstakan ráðgjafa sinn í fjár- málaráðuneytinu frá 1. febr- úar í óákveðinn tíma. Ráðherra sagði að hann hefði ákveðið að ráða Þór m.a. vegna þess að verk- efni ráðuneyt- isins myndu aukast á næst- unni vegna Sigfússon formennsku Islands í Norrænu ráðherranefndinni. Þór myndi sinna sérstökum verkefnum sem heyrðu undir ráðherra og meðal þess sem félli undir starfssvið hans snéri að sambandi við fjöl- miðla. Steingrímur Ari Arason hagfræðingur verður áfram að- stoðarmaður ráðherra. VEÐUR Erindi íslandsflugs til umboðsmanns Alþingis Kvartað undan skipan flugráðs UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur óskað svara samgönguráðuneytisins um viðhorf þess til kvartana íslandsflugs um setu fjögurra manna í flugráði. íslandsflug telur mennina fjóra vanhæfa til setu í ráðinu vegna tengsla þeirra við Flugleiðir. í bréfi, sem ísiandsflug sendi umboðsmanni Alþingis 27. janúar sl., kemur fram að undanfarin ár hafi skipan fulltrúa í flugráð oft ver- ið gagnrýnd vegna tengsla nokkurra ráðsmanna við stærsta flugrekanda landsins. Um síðustu áramót hafi tekið gildi stjómsýslulög, sem taki af allan vafa um ranglæti slíkra hagsmunatengsla. Þá er í bréfinu rakið, að flugráð taki fyrir ýmis mál sem varði flugmál og fjalli um mál- efni einstakra flugrekenda, bæði beint og óbeint. íslandsflug fer fram á að umboðsmaðurinn meti hvort ijórir einstaklingar séu hæfic-til setu í ráðinu, en það eru Leifur Magnús- son, formaður ráðsins og fram- kvæmdastjóri hjá Flugleiðum, Hilm- ar B. Baldursson, varaformaður ráðsins og flugmaður hjá Flugleið- um, Kistján Egilsson, flugstjóri hjá Flugleiðum, og Viktor Aðalsteinsson, fyrrverandi flugstjóri hjá Flugleiðum. Upplýsingar um tengslin Umboðsmaður Alþingis ritaði samgönguráðuneytinu bréf 8. febr- úar og fór þess á leit að ráðuneytið skýrði viðhorf sitt til málsins. Hann fer fram á að honum verði veittar upplýsingar um tengsl fyrmefndra manna við Flugleiðir, þar á meðal hvort þeir eigi hlut í Flugleiðum eða öðru flugfélagi hér á landi. Þá óskar hann eftir ljósritum af öllum fundar- gerðum flugráðs árin 1992 og 1993. Jón Birgir Jónsson, ráðuneytis- stjóri, segir að ráðuneytinu hafi bor- ist bréf umboðsmannsins fyrir skömmu, en ráðist verði í að svara því fljótlega. / DAG kl. 12.00 Beimild: Vedurstola Islands (Byggt á veðurspá k) 16.30 f gær) VEÐURHORFUR I DAG, 12. FEBRUAR YFIRLIT: Við strönd Grænlands vestur af Vestfjörðum er víðáttumikil 955 mb djúp lægð sem er farin að grynnast. Langt suður í hafi er vax- andi lægð sem hreyfist allhratt norður á bóginn, i stefnu á landið. STORMVIÐVORUN: Gert er ráð fyrir stormi á öllum miðum og djúpum SPÁ: Sunnan- og suðvestan kaldi eða stinningskaldi framan af deginum. Éljagangur um landið sunnan- og vestarrvert, úrkomulaust norðaustan til. Snýst f þvassa suðaustanátt með rigningu undir kvöldið sunnanlands og vestan. í nótt frystir vfða á landinu, hlýnar aftur síðdegis á morgun. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG: Sunnan- og suðvestanátt verður á landinu, víöa nokkuð hvasst. Skúrir eða él um vestanvert landiö, en rigning með köflum austanlands. Hiti um og undir frostmarki vestantil, en 2 til 5 stig austantil. HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Lítur út fyrir áframhaldandi suðlægar áttir, sums staöar nokkuð hvasst, einkum austantil. Rigning eða siydda um sunnan- og vestanvert landið, en úrkomulítið norðaustan- lands. Hiti 0 til 7 stig. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22. 30. Svarsími Veðurstofu l'slands — Veðurfregnir: 990600. o Ká m Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað heil fjöður er 2 vindstig.. r r r * r * * * * r7 10° Hitastig r r r r r * / . r * r * * * * * V v V V Súld J Rigning Slydda Snjókoma Skúrir Slydduél El = Þoka ^ FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 ígær) All flestir vegir eru færir sem á annað borð eru færir á þessum árs- tíma, mjög víða er umtalsverð hálka. Á Suður- og Suðvesturlandi er fært um Hellisheiði, Þrengsli og Mosfellsheiði. Fært er um Snæfellsnes í Dali og þaðan til Reykhóla. Brattabrekka er ófær. Á Vestfjörðum er fært frá Brjánslæk til Patreksfjarðar og til Bíldudals, er fært frá Þingeyri til Flateyrar og um Botns- og Breiðadalsheiðar. Frá ísafirði er fært um Djúpveg um Steingrímsfjarðarheiði til Hólmavikur og þaðan áfram suður. Norðurleiðin er fær og fært er til Siglufjarðar, Ólafsfjarðar og Akur- eyrar. Frá Akureyri er fært um Þingeyjarsýslur með ströndinni til Vopna- fjarðar. Ófært er um Vopnafjaröarheiði og Mývatns- og Möðrudalsör- æfi vegna veðurs. Á Austfjörðum eru vegir víðast færir og fært er um Suðurfirði og allar götur til Reykjavíkur. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í sima 91-631500 og í grænni línu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavfk hiti 6 3 veður alskýjað rigning Bergen 2 léttskýjað Heisinkl +1B léttskýjað Kaupmannahöfn 1 skýjað Narssarssuaq +19 léttskýjað Nuuk +11 hálfskýjað Osló +3 sjókomaá sið.kls. Stokkhólmur +7 snjókoma Þórshöfn 6 alskýjað Algarve vantar Amsterdam 4 þokumóða Barcelona 14 skýjað Berlín vantar Chicago vantar Feneyjar 10 heiðskírt Frankfurt vantar Glasgow 6 alskýjað Hamborg vantar London 6 rigning og súid LosAngeles vantar Lúxemborg 2 skýjað Madríd vantar Malaga 17 heiðskírt Mallorca 14 skýjað Montreal +23 léttskýjað NewVork +8 snjókoma Orlando vantar París 4 skýjað Madeira 17 léttskýjað Róm 12 léttskýjað Vin 3 skúr Washington vantar Winnipeg vantar Ef mál er fréttnæmt fær það umfjöllun FYRSTU viðskiptavinimir vom tengdir gagnasafni Morgunblaðs- ins í gær. Að sögn forsvarsmanna Strengs hf. hefur fjöldi fyrir- spurna borist og aðeins tímaspursmál hvenær fleiri sláist í hóp- inn. Frá vinstri: Snorri Bergmann, deildarstjóri gagnasafnsdeild- ar Strengs, Haukur Geirsson, stjórnarformaður fyrirtækisins, Tryggvi Pálsson framkvæmdasfjóri íslandsbanka og Sigurveig Jónsdóttir upplýsingafulltrúi bankans. Fyrstu viðskiptavin- imir tengjast gagna- safni Morgunblaðsins Oendanlegir möguleikar, segir Sig- urveig Jónsdóttir hjá Islandsbanka FYRSTU tveir viðskiptavinirair vom tengdir við gagnasafn Morg- unblaðsins í gær en um er að ræða Islandsbanka og Alþingi. Gagna- safnið er hluti af gagnabanka sem hugbúnaðarfyrirtækið Streng- ur hf. rekur og í því er að finna allar fréttir Morgunblaðsins frá miðju ári 1986, auk annars efnis. Sigurveig Jónsdóttir upplýsinga- fulltrúi íslandsbanka segir að sú staðreynd að hægt sé að skoða fréttir aftur í tímann um tiltekin mál bjóði upp á óendanlega möguleika og hægt sé að treysta Morgunblaðinu sem heimild. Haukur Arnþórsson deildarstjóri tölvudeildar Alþingis segir að með þessu móti fáist aðgangur að sögu samtímans án mikillar fyrirhafnar. Sigurveig segir að í starfí sínu sé henni meðal annars falið að skrifa greinar um tiltekið efni og svara fjölmiðlum og mikiil tími geti farið í að afla upplýsinga. Hún segist þegar hafa rekið sig á dæmi sem sanni þægindi þess að hafa aðgang að safninu. „Við höfum tengt eina tölvu við greinasafnið og fyrst um sinn verður það á minni könnu að vinna úr verkefn- um með aðstoð þess. Hins vegar á eftir að koma í ljós hvernig þetta nýtist fyrirtækinu og hugsanlegt er að fleiri vélar verði tengdar nái ég ekki að anna öllum fyrirspurn- um. Það hefur sýnt sig að Morgun- blaðið er góð heimild og ef mál er fréttnæmt á annað borð fær það örugglega umfjöllun í blað- inu.“ Sigurveig segir að fyrst og fremst muni gagnasafnið nýtast til þess að skoða fréttir og umfjöll- un um tiltekin mál sem tengjast banka- og peningamálum en einn- ig geti bankinn nýtt sér það í tengslum við útlánastarfsemi, til dæmis til að kynna sér tiltekin fyrirtæki. „Með þessu móti er hægt að lesa umfjöllun um vexti og vaxtastefnu aftur í tímann og skoða ummæli manna. Einnig gerir greinasafnið kleift að skoða sögu fyrirtækja, til dæm- is í tengslum við útlánastarfsemi bankans, og gera sér raunhæfa mynd af möguleikum þeirra, til dæmis hvort fyrirtæki hefur beitt sér fyrir einhvers konar nýjungum. Eða ef eitthvað orkar tvímælis að leita nánari upplýsinga eða skýr- inga hjá umsækjanda." Minni manna stutt Sigurveig segir einnig að hún geti nýtt sér gagnasafnið til þess að skoða hvemig tilteknar nýjung- ar í bankastarfsemi hafi mælst fyrir hjá almenningi og öðrum við- skiptavinum bankans og tekur umræðuna um debetkortin sem dæmi. „Mig vantar kannski upp- lýsingar um tiltekið mál og rétt rámar í frétt sem var í blaðinu, man kannski á hvaða blaðsíðu hún var eða hvar á síðunni, en ekkert nánar. Það gefur augaleið að í því felst mikill tí.maspamaður að geta leitað að öllum fréttum þar sem orðið debetkort kemur fyrir svo ég nefni sem dæmi,“ segir hún. Samtímasaga á svipstundu segir deildarstjóri tölvu- deildar Alþingis Haukur Amþórsson deildar- stjóri tölvudeildar Alþingis segir að 40 skjáir hafi verið tengdir til reynslu hjá þeim. Til þessa hafí bókasafnið sinnt upplýsingaöflun, meðal annars frá Morgunblaðinu, með því að afla ljósrita og í fram- tíðinni sjái hann fyrir sér að starfs- menn skrifstofu, þingflokka og þingmenn nýti sér þjónustuna. „Kostimir eiga eftir að koma betur í ljós en það að geta fengið yfirlit yfir ákveðið málefni með einni fyr- irspum eða uppflettiorði veitir að- gang að samtímasögunni fyrir- hafnarlaust," segir hann að lokum. Verð svínakjöts lækkað til að forðast birgðir FORMAÐUR Svínaræktarfélags íslands telur að framleiðendur hafi lækkað verð á nýju svínakjöti um 10% að jafnaði undanfarnar vikur. Ástæðan er að eftirspurn hefur minnkað í upphafi árs. Svínakjötið lækkaði um rúm 20% á síðasta ári og er því liðlega 30% ódýrara en á sama tíma í fyrra. Sláturfélag Suðurlands tilkynnti 10% lækkun svínakjöts í vikunni og í frétt hér í blaðinu í gær kom fram að verslunin Nóatún lækkaði verðið um 20%. Kristinn Gylfi Jónsson, for- maður Svínaræktarfélags íslands, segir að framleiðsla svínakjöts hafi aukist á síðasta ári og birgðir safn- ast en þær gengið út að mestu með góðri sölu síðustu mánuði ársins. Framleiðsluaukningin haldi áfram á þessu ári en eftirspumin væri minni í upphafi ársins. Nefnir hann í því sambandi mikla sölu fyrir jólin, pen- ingaleysi fólks, Visa-reikninga, þorramatinn og mikið framboð af nautakjöti og öllu öðm kjöti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.