Morgunblaðið - 12.02.1994, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.02.1994, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. FEBRUAR 1994 Minning Dómhildur Klemens- dóttir, Bolungarvík Fædd 4. desember 1912 Dáin 5. febrúar 1994 í dag er borin til hinstu hvílu frá Hólskirkju í Bolungarvík Dómhildur Klemensdóttir, fædd 4. desember 1912 á Hvassafelli í Norðurárdal í Borgarfirði. Foreldrar hennar voru Klemens Baldvinsson bóndi á Hvassafelli og seinni kona hans, Kristín M. Jónsdóttir. Dómhildur átti tvær eldri systur, Guðlaugu og Sveinbjörgu, og sjö hálfsystkini frá fyrra hjónbandi Klemensar. Dómhildur giftist 3. september 1938 Bemódusi Guðmundi Hall- dórssyni skipstjóra og síðar kaup- manni í Bolungarvík. Foreldrar Bemódusar vom Halldór G.H. Pálmason frá Meiribakka í Skálavík og Guðrún Jóna Sigurðardóttir frá Norðureyri á Súgandafirði, síðar búsett í Bolungarvík. Bernódus var einkabam foreldra sinna, en þegar hann var 18 ára tóku Guðrún og Halldór undirritaða í fóstur, þá nokkurra vikna gamla, systurdóttur Guðrúnar. Mig langar að draga fram mynd af Hiddý minni eins og hún var ávallt kölluð. Hugurinn reikar þá vestur í heimabyggð, Bolungarvík, þar sem tíu ára telpa bíður prúðbú- in með mikilli eftirvæntingu eftir því að Berni frændi komi heim. Hann er að koma sunnan úr Reykja- vík með unga brúði sína og litlu dótturina, Erlu. Gleðin og tilhlökk- unin að hitta þau er mikil en lítið eitt efablandin, ótal mörgum spum- ingum skýtur upp í huga litlu telp- unnar. Ætli ungu konunni geti þótt jafn vænt um mig og frænda? Nú flytur hann niður á Malir, hann kemur ekki lengur heim til okkar þegar hann kemur af sjónum og kannski gleymir hann mér alveg, því nú á hann litla dóttur, sem hann þarf að hugsa um. Spurningarnar vom bomar undir mömmu. „Hafðu ekki áhyggjur af þessu bamið mitt,“ sagði hún, „mundu að vera þeim ávallt góð, þá munt þú uppskera sem þú sáir.“ Ekki skildi nú telpan þessi orð þá, en eitt er víst, þau vom geymd en ekki gleymd. Loksins þegar unga fjölskyldan kom urðu mikir fagnaðarfundir. Allar óskir og vonir tíu ára telpunn- ar urðu að mikilli gleði. Hún skynj- aði fljótt að unga konan var hjarta- góð og hlý. Svo var hún svo falleg og fín, eins og prinsessa. Hún var smávaxin og fíngerð, fallega klædd svo af bar, gekk á háhæluðum skóm og bar flöttan hatt á höfði, með fjöður, og litla Erla var sem smækk- uð mynd af móður sinni. Ástúðin og hlýjan frá Hiddý var svo einlæg og átti greiðan aðgang að litlu barnssálinni. Þannig man ég Hiddý fyrst og þannig hefur mynd hennar alltaf verið í huga mínum. Nú, þegar ég lít yfir farinn veg og Hiddý er öll sé ég að þannig var hún alla tíð, einlæg og hlý. Það var alltaf rúm fyrir litlu telpuna, sem fýrr en varði óx og var með annan fótinn á heim- ilinu fram á fullorðinsár. Ungu hjónin bjuggu nýja heimilið sitt í Bolungarvík fallegum hús- gögnum og húsbúnaði sem þau keyptu fyrir sunnan. Hiddý saum- aði og pijónaði mikið. Áður en hún flutti vestur hafði hún unnið á Pijónastofunni Hlín, sem Svein- björg systir hennar rak ásamt manni sínum, Guðmundi Magnús- syni, á Skólavörðustíg í Reykjavík. Eiginmaðurinn var formaður m.a. á mótorbátnum Max sem hann átti með Einari Guðfinnssyni. Hann sótti sjóinn fast, var fiskinn ag far- sæll og færði björg í bú af miklum myndarskap. Hann gerði alltaf stór innkaup í einu, svo konan þyrfti ekki að sinna því. Alltaf var nóg að bíta og brenna. Þetta gerði gæfu- muninn og húsmóðirin gat sinnt hugðarefnum sínum sem var sauma- og pijónaskapur, eins og áður sagði. Hún gekk að öllum verkum með miklum dugnaði og góðu skipulagi, með hreinlæti og snyrtimennsku í fyrirrúmi. Vinnu- semin var hennar dyggð. Þegar hún flutti vestur hafði hún með sér pijónavél og saumavél, sem skipuðu veglegan sess á heimilinu í Bolungarvík og brátt var farið að pijóna og sauma nytsamar flíkur sem seldar voru í verslunum fyrir vestan. Ekki tókst Hiddý þó að anna eftirspurn enda fjölgaði brátt í heimilinu og ekki hjá því komist að huga að stærra húsnæði. Árið 1941 keyptu þau jörðina Ytribúðir af Bárði Jónssyni. Þar var fyrir stórt tvílyft íbúðarhús, ræktað land sem gaf eitt kýrfóður, fj'árhús og fleira. Búskap hófu þau strax af myndarskap, keyptu bústofn, kýr og kindur. Nytjað var ræktað tún fram á Sandi, annað í Efribrekku og tvöhundruð átti Bernódus með föður sínum í Meiribakka í Skálavík. Ráðnir voru menn til að sinna búskapnum en áfram sótti húsbónd- inn sjóinn, sem formaður á mótor- báti. Unga konan stjómaði heimil- inu af miklum myndarskap. Hún saumaði allar flíkur á bömin og naut ég þess líka. Fataefni vom alltaf af bestu gerð og allt fór þetta svo vel sem klæðskerasaumað væri. Eins og áður var sagt hafði Hiddý hafið framleiðslu á pijónavömm strax eftir komuna til Bolungarvík- ur, en eftir að flutt var í Ytribúðir keypti hún stóra tvíbanda pijónavél og hóf rekstur pijónastofu í stærri mæli en áður. Nú réð hún til sín aðstoðarstúlkur til að vinna við framleiðsluna, keypti bestu tegund- ir af prjónagami utanlands sem innan og framleiddi dömu- og herrapeýsur sem seldar vom í versl- unum fyrir vestan. Framleiðslan var ótrúlega mikil og seldist mest til ísafjarðar. Kaupmenn gerðu sér gjaman ferð með Djúpbátnum út í Vík og hreinsuðu allan vöralager- inn. Þetta þótti mjög falleg og vönd- uð vara. Það var oft gaman í Iandlegum, þá stóð formaðurinn við stóm pijónavélina og margir metrar af pijóni lágu á gólfinu eftir hann. Það mun hafa verið fljótlega eft- ir stríðslok sem Hiddý lagði pijóna- stofuna niður. Ekki er mér alveg ljóst hvers vegna, en aðstæður breyttust og aukið val í fataverslun- um gerði það að verkum að áhugi fólks á pijónlesi minnkaði, a.m.k. um tíma. Hiddý hafði yndi af ræktun, matjurtum, blómum innandyra sem utan, og garðurinn hennar fyrir sunnan húsið bar vitni um að þar fæm sannkallaðar „grænar hend- ur“. Berni gegndi ýmsum störfum eftir að hann hætti formennsku og verða þau ekki talin hér. Þó skal þess getið að hann rak um árabil verslunina Virkjann i Bolungarvík og naut dyggilegrar aðstoðar Hiddýar við rekstur hennar. Berni fór aftur á sjóinn, stundaði hand- færaveiðar á eigin báti „Lóunni“. Eftir að hann kom alkominn í land áttu þau góð ár saman. Þó má segja að þá hafi farið að halla undan fæti hjá Hiddý, sjón og heyrn að daprast. Fyrir sjö mánuðum lær- brotnaði hún, lagðist á sjúkraskýlið í Bolungarvík, brotnaði aftur í nóv- ember og síðan í janúar, var þá flutt á Fjórðungssjúkrahúsið á Isafirði og andaðist þar 82 ára að aldri. Ég hef oft hugsað um það í seinni tíð hversu mikil breytingin hefur verið fyrir Hiddý, sem ólst upp við fegurð Borgarfjarðar og síðar Reykjavíkur, að setjast að í sjávar- þorpi umkringdu háum fjöllum. Þó minnist ég þess ekki að hún hafi haft orð á því. í Víkinni átti hún vissulega góða ævi. Hún naut vin- áttu og tryggðar, einkum meðal frændfólks mannsins síns. Hún ræktaði garðinn sinn vel og ham- ingja hennar var umhyggja fyrir eiginmanni, bömum og síðar bama- bömum. Sorgina þekkti hún þó líka, yngsta soninn, Svan, misstu þau árið 1952, fjögurra ára gamlan, og sonur þeirra, Sigurður Viggó, lést Systir okkar, + GUÐRÚN BRANDSDÓTTIR hjúkrunarkona, lést í Landspítalanum 10. febrúar. Sveinbjörg Brandsdóttir, Guðveig Brandsdóttir, Daníel Brandsson. + Ástkaer eiginkona mín , móðir ökkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GÍSLLAUG ELÍASDÓTTIR frá Hellissandi, Höfðagrund 9, - t Akranesi, lést í Sjúkrahúsi Akraness að morgni 11. febrúar. Sigurjón lllugason, Gunnar Sigurjónsson, Kristný Pétursdóttir, Sigurlaug R. Sævarsdóttir, Einar Isleifsson, Eydís Rut Gunnarsdóttir, Hörður Þorsteinn Benónýsson, Sævar Jón Gunnarsson, Guðmundur Geir Guðmundsson og barnabarnabörn. t Hjartkær móðursystir mín, RAGNHILDUR EINARSDÓTTIR frá Hömrum í Þverárhlíð, til heimilis í Lönguhlíö 3, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 14. febrúar kl. 13.30. Fyrir hönd systkina og annarra ættingja, Einar Hilmar Jónmundsson. + Elsku sonur okkar, unnusti, bróðir, mágur og barnabarn, JÓEL OTTÓ LÍNDAL SIGMARSSON, Esjuvöllum 9, Akranesi, lóst 8. febrúar. Eiríkur Sigmar Jóelsson, Emilfa Lfndal Ólafsdóttir, Pálína Kristín Jóhannsdóttir, Jónina Lfndal Sigmarsdóttir, Guðmundur Sigvaldason, Auður Líndal Sigmarsdóttir, Jónfna Gísladóttir, Auður Gfsladóttir. + Útför mannsins míns, föður og afa, JÓHANNS BJARNASONAR, Ásavegi 8, Vestmannaeyjum, fer fram frá Landakirkju laugardaginn 12. febrúar kl. 14.00. Oddný Bjarnadóttir, Hanna Jóhannsdóttir, Rósa Mikaelsdóttir, Bjarndfs H. Mikaelsdóttir. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar og móður okkar, KRISTJÖNU PÉTURS ÁGÚSTSDÓTTUR, Hólum 15, Patreksfirði. Magnús Friðriksson, Friðrik Magnússon, Helgi Magnússon, Ingveldur Hera Magnúsdóttir, tengdadætur og barnabörn. árið 1993 úr erfiðum sjúkdómi, 48 ára að aldri. Böm þeirra Dómhildar og Bernódusar vom sex: Erla hjúkmn- arfræðingur, gift Ágústi Sigurðs- syni skrifstofumanni; Halldór, inn- kaupastjóri hjá dótturfélagi Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna, IFPL í Grimsby, kvæntur Kristínu Gissurardóttur; Lilja, útibússtjóri pósthússins í Breiðholti; Sigurður Viggó rafvirkjameistari, nú látinn, var kvæntur Halldóm Kristjáns- dóttur kennara; Guðmundur raf- virkjameistari, kvæntur Sigríði Hannibalsdóttur og Svanur sem lést fjögurra ára gamall. Barnabörnin eru níu talsins og barnabamabömin eru orðin fimm. Nú situr frændi minn einn eftir í húsi sínu á áttugasta og fjórða aldursári og horfir yfír farinn veg og minnist hátt í 60 ára samvem-. Fjölskyldur mínar biðja honum og ættingjum hans blessunar Guðs. Að lokum langar mig að kveðja Hiddý mína með versi Hallgríms Péturssonar, sem ég valdi mér þeg- ar ég gekk til prestsins vorið sem ég fermdist. Það tengist henni í huganum. Lausnara þínum lærðu af lundemi þitt að stilla, hógværðar dæmið gott hann gaf, nær gjöra menn þér til illa. Bót og formæling varast vel, á vald Guðs allar hefndir fel, heift lát ei hug þinn villa. Far þú í friði, friður Guðs þig biessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Guðrún Halldóra Jónsdóttir. Þó í okkar feðra fold falli alit sem lifir enginn getur mokað mold minningamar yfir. (Bjami Jónsson frá Gröf) Móðursystir mín, Dómhildur Klemenzdóttir, lést á Fjórðungs- sjúkrhúsi ísatjarðar 5. febr. sl. Eft- irlifandi eiginmaður hennar er Bemódus Halldórsson og bjuggu þau allan sinn búskap í Bolungar- vík. Þau eignuðust sex böm. Sonur þeirra Svanur lést aðeins fjögurra ára gamall. Síðastliðið ár hefur ver- ið þeim erfítt. Hiddý frænka hefur verið rúmliggjandi síðan í ágúst sl. eftir lærbrot og brotnaði tvívegis eftir það. Á því ári barðist sonur þeirra, Sigurður Viggó, við illvígan sjúkdóm, er lagði hann að velli í sept. sl. Hún Hiddý frænka var kona þeirrar kynslóðar sem stóð meðan stætt var, hugsaði meira um aðra en sjálfa sig. Fram á það síð- asta var hugsunin að veita vel, öll- um sem til hennar komu. Og það var ekki hennar að kvarta, sem sýndi sig best í veikindum hennar. Hún var forkur dugleg þessi fín- gerða kona. Hiddý var mjög heimakær kona, og bar heimili hennar þess vott að hún unni því, enda var þangað gott að koma. Margir minnast hennar við prjónavélarnar sem hún átti, þá ung kona með stórt heimili. Um tíma hafði hún konur í vinnu við prjónaskapinn og margur naut góðs af. Hún, eins og hennar kynslóð, hafði alltaf nóg að gera. Á unglingsámm mínum fékk ég að koma til þeirra sumartíma og eftir fyrsta skiptið linnti ekki látum, til þeirra fór ég aftur og aftur. Og er ég stofnaði svo heimili mitt í Bolungarvík, vom þau mínir nán- ustu hér. Það var ómetanlegt að eiga þau að. Ófáar em hláturstund- irnar sem við frænkumar áttum saman. Já, hún Hiddý var eindæma hláturmild kona, með sinn smitandi hlátur sem oft var erfítt að stoppa. Ég þakka henni fyrir allar ljúfu stundirnar. Hún var búin að skila góðu dagsverki og var orðin þreytt. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (H.P.) Elsku frænka, far þú í friði. Guðbjörg Hermannsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.