Morgunblaðið - 12.02.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.02.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1994 21 Ólík viðhorf innan HÍ um líffræðihús Læknar vilja hús- ið við Læknagarð BOKUN var gerð á fundi Háskólaráðs í síðustu viku þar sem athug- semdir voru gerðar við fyrirhugaða staðsetningu og starfsemi húss yfir starfsemi líffræði og Norrænu eldfjallastöðvarinnar. Samkvæmt lista yfir forgangsröð framkvæmda á vegum Háskóla lslands er slíkt hús næst til að rísa ef fjármagn fæst og á að byggja austan Norræna hússins í Vatnsmýri á næsta ári og þarnæsta. Að bókuninni stóðu forseti og varaforseti læknadeildar, forseti tannlæknadeildar og annar fulltrúi Félags háskólakennara í Háskólar- áði. Þeir sem stóðu að bókuninni sátu hjá við afgreiðslu fram- kvæmdaáætlunar fyrir árið 1994 sem samþykkt var á fundinum. Jafn- framt var staðfest að hönnunarvinna við húsið skyldi hefjast á þessu ári. „Þessi niðurstaða er fyllilega ásætt- anlegt af hálfu líffræðiskorar," segir Logi Jónsson, formaður líffræðiskor- ar. Helgi Valdimarsson, forseti læknadeildar, kveðst telja fyrirhug- aða staðsetningu líffræðihúss mis- ráðna og að um ranga ákvörðun sé að ræða. „Við viljum ekki tefja bygg- ingu húss fyrir líffræði, en teljum eftir sem áður að þær byggingar sem hýsa líffræðilegar rannsóknir eigi að vera samtengdar, eins og tíðkast í Bandaríkjunum og víðar. Lækna- garður er bygging fyrir læknadeild og líffræðirannsóknir sem henni tengjast og því finnst okkur kjörið að byggt verði hús í nágrenni Læk- nagarðs. En það er vitaskuld ekki hægt að neyða fólk í sambúð,“ seg- ir Helgi. Við Norræna húsið Logi segir að núverandi aðstæður líffræðikennslu innan Háskóla ís- lands séu afar bágbornar. Sam- kvæmt forgangsröð framkvæmda sé bygging yfir líffræði næst á dag- skrá. „Tímabært þykir að flytja þessa starfsemi inn á svæði Háskól- ans og sú tilhögun sem gert er ráð fyrir í skipulagi, þ.e. að væntanlegt líffræðihús rísi rétt hjá Norræna húsinu, er mönnum mjög að skapi,“ segir Logi. Sveinbjörn Björnsson, rektor Há- skóla íslands segir að áformað sé að byggja 3.000 fermetra hús fyrir líffræði austan Norræna hússins. „Við teljum að ef ætti að byggja yfir líffræðina í nágrenni Lækna- garðs þyrfti það nokkurra ára að- draganda, vegna þess að endurskoða þarf framhald bygginga þar og það myndi þess vegna tefja að byggt yrði yfir líffræði,“ segir Sveinbjörn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ráðunautar ræða breytta tíma ÁRLEGUR ráðunautafundur Búnaðarfélags íslands og Rannsóknastofnunar landbúnaðarins er haldinn þessa vikuna í Bændahöllinni. Auk fræðsluerinda og umræðna um ýmis fagleg mál, svo sem eins og áhrif háarsláttar á uppskeru og gæði heyja, er sérstaklega rætt um ímynd landbúnaðarins og breytta tíma í atvinnugrein- inni, meðal annars í ljósi niðurstöðu alþjóðasamninga og áhrif þeirra á íslenskan landbúnaðl Sjálfstæðismenn á Akranesi vilja kanna stofnun bæjarveitu FULLTRÚAR Sjálfstæðisflokksins, sem eru í minnihluta í bæjar- stjórn Akraness, hafa viljað láta gera úttekt á hagkvæmni stofnun- ar bæjarveitu á Akranesi sem yfirtæki m.a. Rafveitu Akraness og dreifikerfi Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar. Bæjarstjórn- in samþykkti ályktun þessa efnis en fulltrúar meirihlutans í nefnd sem falið var að vinna málið hafa ekki verið tilbúnir til að hefja þessa úttekt fyrr en niðurstaða liggur fyrir í viðræðum eignarað- ila Hitaveitunnar og ríkisins um sameiningu orkufyrirtækja hér- aðsins alls í Orkubú Borgarfjarðar. Jóhannes Finnur Halldórsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í end- urskoðunarnefnd, sem fékk það hlutverk að gera úttekt á hag- kvæmni stofnunar bæjarveitu, segir, að fulltrúar flokksins vilji láta slíka könnun fara fram sam- hliða viðræðum um stofnun orku- bús. Telur hann að Rafveita Akra- ness og dreifikerfi Hitaveitunnar yrði stofninn í slíkum bæjarveitum en síðan gætu fleiri stofnanir kom- ið þar inn í eins og til dæmis Frá- veita Akraness, Vatnsveita og Vélamiðstöð. Með þessari leið ættu Akurnesingar einir sitt dreifikerfi og gætu stjórnað því sjálfir. Fulltrúar meirihlutans í endur- skoðunarnefndinni hafa hafnað því að hefja úttekt á hagkvæmni bæjarveitu, þeir hafa viljað bíða eftir niðurstöðum í viðræðum eignaraðila Hitaveitunnar og ríkis- ins. Jóhannes Finnur segir að starf nefndarinnar hafi þar með stöðv- ast að mestu. Viðræður RARIK og Borgnesinga hafnar Fulltrúar bæjarstjórnar Borgar- ness hafa verið með svipaðar hug- myndir um lausn á fjárhagsvanda Hitaveitunnar. Jóhannes Finnur segir, að Borgnesingar hafi tekið upp tillögur sjálfstæðismanna á Akranesi og útfært á eigin hátt. Formlegar viðræður um sölu á Rafveitu Borgarness til Raf- magnsveitna ríkisins eru nú hafn- ar. Fulltrúar bæjarráðs Borgar- ness og RARIK áttu fyrsta fund um málið í fyrradag. Kristján Jónsson rafmagnsveitustjóri segir, að málin verði rædd áfram. Samkeppnisstofnun um Vegagerð ríkisins Vinnuflokkar taki ekki þátt í útboðum * Formaður Rithöfundasambands Islands Tekjur rithöfunda hafa rýmað mikið TEKJUR íslenskra rithöfunda í heild hafa rýrnað mjög með til- komu bókaskatts á seinasta ári, segir Þráinn Bertelsson, formað- ur Rithöfundasambands Islands, í bréfi sem hann ritaði nýverið til iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Hann nefnir tvö dæmi um versn- andi kjör höfunda og er gert ráð fyrir í þeim báðum að upplag og seld eintök séu 2.000 talsins, sem þykir stórt upplag, og verð bókar sé 3.000 kr. Vegna tilkomu skattsins lækka höfundarlaun í þessum dæmum um tæp 17% annars vegar og rúm 12% hins vegar milli ára. í fyrra dæminu er hlutur höf- undar árið 1992 16% eða kr. 490 af verði bókar, sem gerir 960.000 kr. af 2.000 seldum eintökum. „Miðað við 12 mánaða vinnu þýð- ir það að höfundur fær kr. 80.000 á mánuði — og inni í þeirri upp- hæð eru launátengd gjöld, trygg- ingar o.s.frv. þannig að toppmælt er að tala um að nettólaun höf- undar séu þá um kr. 60.000 á mánuði fyrir að semja bók sem selst í stóru upplagi," segir í bréfi Þráins. „Verð bókar á árinu 1993 var óbreytt, kr. 3.000, en nú er bókaskattur kominn inn í útsölu- verð bókarinnar, þannig að höf- undarlaun reiknast af lægri upp- hæð en áður, það er kr. 2.631,60 og 16% hlutur höfundar af því verði er kr. 421,05 (það er 14,03% af útsöluverði með inniföldum bókaskatti; þetta þýðir að hlutur höfundar af bókarverði rýrnar um 12,28% vegna bókaskattsins). Hlutur höfundar af 2.000 seldum eintökum er 842.100 sem er um kr. 70.175 á mánuði og enn er um verktakagreiðslu að ræða þannig að nettólaun nema um 50.000 kr,“ segir í bréfi Þráins. Laun allt niður í 20-25 þús. kr Annað dæmið sem hann tekur miðar við lægri prósentuhlutfall, eða að árið 1992 sé samið um að forlag greiði höfundi fyrir 2.000 eintaka upplag af bók sem kosti 3.000 kr. og fengi höfundur þá 11,5% af útsöluverði alls upplags- ins, þ.e. kr. 690.000. „Árið 1993 er gerður samskonar samningur og er verð bókarinnar þá kr. 2.631 (og með bókaskatti kr. 3.000). Hlutur höfundar, 11,5%, af um- sömdum 2.000 eintökum er þá kr. 605.260, sem er 10,08% af útsöluverði með inniföldum bóka- skatti. Þetta gerir kr. 50.438 í verktakagreiðslu á mánuði, sem í nettólaunum samsvarar þá tæp- um 40.000 krónum í mánaðar- laun. Seljist bók hins vegar minna eða í 1.000 eintökum, eins og al- gengara er lækka tekjur höfundar að sama skapi, þannig að launin verða á bilinu 20 til 25 þú'sund krónur á mánuði,“ segir í bréfínu. Lágar bókasafnsgreiðslur Formaður Rithöfundasam- bands íslands segir ennfremur í bréfinu að heildargreiðsla ríkisins til rithöfunda fyrir afnot af verk- um þeirra á almenningsbókasöfn- um hafi á síðasta ári verið kr. 10.800.000 sem sé „nokkurn veg- inn nákvæmlega sama upphæð og grænlenskir rithöfundar fá í sinn hlut fyrir afnot á verkum þeirra á bókasöfnum — og er þá þess að gæta að grænlenskir rit- höfundar eru færri en íslenskir og grænlenskar bókmenntir minni að vöxtum. Síðan lögin um al- menningsbókasöfn voru sett hafa tekið til starfa skólabókasöfn í hundraðatali, en fyrir afnot af verkum í þessum nýju söfnum greiðir ríkið höfundum verkanna ekki grænan eyri.“ SAMKEPPNISSTOFNUN telur óheppilegt að vinnuflokkar Vega- gerðar ríkisins taki þátt í almennum verkútboðum Vegagerðarinn- ar og segir það gefa sjálfstætt starfandi verktökum tilefni til tor- tryggni. Stofnunin beinir þeim tilmælum til Vegagerðarinnar, á grundvelli samkeppnislaga, að fjárhagslega verði skilið á milli þeirra vinnuflokka sem ætlað er að bjóða í verklegar framkvæmd- ir og annarra þátta í rekstri Vegagerðarinnar. andi verktakar. Ástæðan væri sú, að ekki væri skilið fjárhagslega á milli vinnuflokkanna sem verktaka annars vegar og launaðra starfs- manna Vegagerðarinnar hins veg- ar. í fréttinni segir að ekki hafi komið fram í athugun samkeppnis- yfirvalda að óeðlilega hafi verið staðið að útboðum eða tilboðum Vegagerðarinnar. I frétt frá Samkeppnisstofnun segir, að henni hafi á síðasta ári borist kvörtun frá Verktakasam- bandi Islands þess efnis, að vinnu- flokkar hjá Vegagerð ríkisins gerðu tilboð í framkvæmdir sem Vegagerðin sjálf býður út. Taldi Verktakasambandið líkur á að vinnuflokkar Vegagerðarinnar hefðu betri aðstöðu til að bjóða í verk en til dæmis sjálfstætt starf- 3ja sæta sófi + 2 stólar í leðri stgr. 198.834, 3ja sæta sófi stgr. 91.884,- 2ja sæta sófi stgr. 75.330,- Stóll stgr. 53.475,- Hár stóll stgr. 61.845,- Opið laugardag kl. 10-16. Síðumúla 20, símar 688799.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.