Morgunblaðið - 02.03.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1994
11
Bessi Bjarnason og Ámi Tryggvason í hlutverkum sínum.
Leikfélag Reykja-
víkur frumsýn-
ir Gleðigjafana
LEIKFÉLAG Reykjavíkur frumsýnir nk. fímmtudag, 3. mars, Gleði-
gjafana eftir Neil Simon á stóra sviði Borgarleikhússins. Þýðingu
og staðfærslu á verkinu annaðist Gísli Rúnar Jónsson en hann er
jafnframt Ieikstjóri. í aðalhlutverkum eru tveir reyndustu gamanleik-
arar landsins, Arni Tryggvason og Bessi Bjarnason, en jafnframt
er Guðmundur Ólafsson í einu aðalhlutverkanna.
Far vel frillan mín
Leslie Cheung og Zhang Fengyi eru stórkostlegir í erfíðum hlutverk-
um. Hér eru þeir á sviði Pekingóperunnar í verkinu Far vel frillan mín.
Neil Simon skrifaði Gleðigjafana
eða „The Sunshine Boys“ árið 1972.
Þar segir frá endurfundi tv’ggja
gamalla skemmtikrafta, þeirra Alla
og Villa, sem hafa ekki unnið sam-
an í nær tólf ár en eiga að baki
meira en íjörutíu ára samstarfsferil.
Starf aðalleikara sýningarinnar
á samanlögðum áttatíu ára ferli að
flutningi gamanmála eykur við ís-
lenska samsvörun Gleðigjafanna.
Þeir Ámi og Bessi hafa enda kom-
ið fram saman sem tvíeyki við ijölda
tækifæra. Fyrir utan það að vera
afkastamiklir leikarar á sviðum
Þjóðleikhússins og Iðnó, hafa þeir
sinnt skemmtibransanum á sviðum
um allt land. Ferill þeirra samsvar-
ar þannig að nokkra fimmtíu ára
ferli þeirra Alla og Villa sem era
aðalpersónumar í Gleðigjöfunum
ásamt umboðsmanninum stressaða,
bróðursyni Villa, Benna Breiðfjörð,
sem leikinn er af Guðmundi Ólafs-
syni.
Gleðigjafamir lýsa þannig enda-
lokum á ferli tveggja íslenskra gam-
anleikara sem hafa eldað grátt silf-
ur á löngum og stríðum samstarfs-
ferli og tilraunum ungs umboðs-
manns til að koma þeim saman enn
á ný í glæsilegri sjónvarpsdagskrá.
Verk Neils Simons hafa verið
vinsæl hér á landi nú á síðustu
áram, nægir að nefna Kjaftagang,
Heima hjá Ömmu og söngleikinn
Kirkjutónleikar
í Bústaðakirkju
KIRKJUTÓNLEIKAR verða í
Bústaðakirkju í kvöld, miðviku-
dagskvöld kl. 20.30, með Karla-
kór Reykjavíkur ásamt tónlistar-
fólki úr sókninni.
Einsöngvari er Elín Huld Áma-
dóttir, óbóleikari Guðrún Másdóttir,
víóluleikari Vigdís Másdóttir og
Guðni Þ. Guðmundsson organisti
kirkjunnar Ieikur á orgelið.
Sweet Charity sem Fjölbrautaskól-
inn í Breiðholti sýnir um þessar
mundir.
í öðrum hlutverkum í Gleðigjöf-
unum era Björk Jakobsdóttir, Ellert
A. Ingimundarson, Steindór Hjör-
leifsson, Pétur Einarsson og Guðrún
Ásmundsdóttir.
Lýsingu hannar Elfar Bjamason,
Steinþór Sigurðsson gerir leikmynd
og búninga en Gísli Rúnar Jónsson
leikstýrir.
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Regnboginn:
Leikstjóri Chen Kaige. Handrit
Lilian Lee og Lu Wei, byggt á
skáldsögu Lee. Kvikmyndatöku-
stjóri Gu Changwei. Tónlist Hu
Bingyu. Aðalleikendur Leslie
Cheung, Chang Fengyi, Gong Li,
Lu Qi, Ying Da, Ying Da, Ge
You. Kína/Tævan/Hong Kong
1993.
Á síðari árum hafa Kínveijar,
Hong Kong- og Tævanbúar, verið
að taka forustuna meðal asískra
kvikmyndagerðarmanna af Japön-
um. Á meðan þeir síðamefndu hafa
ekki eignast menn til að fylla skarð
meistara á borð við Akira Kur-
osawa, Kon Ichikawa og Yasujiro
Ozu, svo nokkrir séu nefndir, hafa
fjölmargir, bráðefnilegir leikstjóraf
látið að sér kveða úr róðum Kín-
veija. Ekki aðeins í Austurlöndum
fjær heldur um allan heim. Fremst-
ir fara þeir Zhang Yimou (Rauð
dúrra, Ju Dou, Rauði lampinn og
Chen Kaige, en Far vel frillan mín
hefur farið mikla sigurför um Vest-
urlönd og unnið til fjölda, eftir-
sóttm verðlauna. Gott ef grillir ekkj
í Óskarinn í framtíðinn.i
Myndin hefst 1977, að lokinni
Menningarbyltingunni. Tveir menn,
klæddir búningum úr Pekingóper-
unni, reika um autt sviðið. Vegfar-
andi ber kennsl á þá, þama eru
komnar þær tvær stjömur óperann-
ar sem -lengst skinu skærast. Þeir
Duan Xiaolou (Zhang Fengyi) og
Cheng Dieyi (Leslie Cheung).
Síðan er horfið aftur til þriðja
áratugarins. Á leiklistarskóla kynn-
ast þeir komungir, Duan og Cheng.
Það skapast með þeim vinátta, hinn
hrausti Duan tekur að sér að veija
Cheng, hórusoninn veikbyggða.
Líkamsbygging ræður þjálfun
þeirra í hinum afar stranga skóla,
þar sem mönnum er jafnvel refsað
fyrir að gera hlutina vel. Sam-
kvæmt Kínverskri hefð er hinn fín-
gerði Cheng þjálfaður til að fara
með kvenhlutverk í óperunni en
Duan er skapaður fyrir hetjuímynd-
ina. Meðal annarra verka sem þeir
æfa er Far vel frillan mfn, ópera
um konung (Duan) sem er að tapa
striði og trygga hjákonu hans, sem
leikin er af Cheng. Þetta hlutverk
á eftir að fylgja þeim í gegnum lífið.
Þeir félagar verða stjömur í lista-
heimi Pekingborgar. Cheng á erfitt
með að greina á milli óperannar og
raunveraleikans. Hann elskar
Duan, mótleikarann og ástmann
sinn á sviðinu. En Duan leggur líf
hans í rúst er hann giftist gleðikon-
unni Juxian (Gong Li). Leitar Cheng
þá á náðir eiturlyfja og gerist við-
hald óperastjórans. Og utandyra
óperunnar gnauða kaldir vindar;
fyrst hemám Japana, síðan valda-
taka kommúnista, Menningarbylt-
ing öreiganna, en mjmdinni lýkur á
upphafsatriðinu. Tímamir hafa sett
sitt mark á þá félaga, síðustu sýn-
ingunni er að ljúka.
Þetta er rauði þráðurinn í svip-
mikilli og einkar tilfinningaríkri,
sögulegri stórmynd sem spannar
bæði hálfa öld gífurlegra þjóðfé-
lagsbreytinga í Kína og sára rauna-
sögu þriggja persóna sem ástin
tengir saman. Bæði Juxian og
Cheng elska Duan, engu að síður
svíkur hann þau bæði, þó hann elski
eiginkonu sína og virði sviðsbróðir
sinn og vin. Utan sviðsins snúast
hlutverk þessara manna við. Þar
er Duan ekki í hetjuhlutverkinu
heldur hinn samkynhneigði Cheng,
hann er fulltrúi hins fijálsa vilja og
rís hæst um leið og niðurlæging
Duáns — og Kínaveldis undir Maó
- er mest. Það atriði líður manni
ekki svo glatt úr minni. Það gerir
myndin ekki heldur, hún heldur
manni föngnum. Við fáum innsýn
í bæði fjarrænan menningarheim
og ekki era ástamálin síður óvenju-
leg þar sem ekki er aðeins fjallað
um tilfmningar gagnkynhneigðra
heldur einnig hommans Cheng,
þjáningum hans og óhamingju og
þessi lykilhlutverkin eru í góðum
höpdum. Með hið vandmeðfama
hlutverk Duans fer Zhang Fengeyi
og gerir það óaðfinnanlega. Hin
undurfagra Gong Li, sem við þekkj-
um úr myndum Zhangs Yimous,
sýnir einfaldlega að hún er í hópi
bestu leikkvenna í heiminum í dag.
Það er þó Leslie Cheung sem rís
hæðst í túlkun sinni á hinum lán-
lausa Cheng og hefur þar að auki
með sér minnisstætt fínlegt gervi
frillunnar. Bæði brothætt útlitið og
harmiþrangin túlkun Cheungs gerir
það að verkum að maður hefur á
tilfinningunni að persónan bresti á
hinum fiölmörgu, hádramatísku
augnablikum í öllu andstreyminu.
Minni hlutverk era einnig,vel skip-
uð. Tónlistin, sem m.a. er flutt af
hljómsveit Pekingóperannar og
kvikmyndataka Changweis, sem
tekið hefur bestu myndir Yimous,
eru vel gerðir þættir í kraftmikilli
mynd.
Utanum allt þetta vandmeðfama
efni og persónur heldur leikstjórinn
Kaige af öryggi. Hann hefur góða
stjóm á þessum frábæru leikuram
og þá lýsir hann mörgum óróatím-
um í Kína afar vel í stuttum en því
magnaðri atriðum sem sum minna
á verk meistara Kurosawa. Kína-
veldi verður eitt ógnarleikhús þar
sem menn þurftu að vera snöggir
að skipta um hlutverk eftir því
hvemig vindurinn blés i það og það
skiptið. Þar sem togstreitan var
mögnuðust milli lífsins og listarinn-
ar.
Ljósmyfld: Hreinn Hreinsson
elite
the look of the year '94
á Hótel ísland miðvikudaginn 2. mars.
Matseðill
Kjúklingapasta með rjómalagaðri sósu
ásamt salati og hvítlauksbrauði
Verð kr. 2.700,-
Húsið opnað kl. 19-00 fyrir matargesti.
Verð fyrir aðra en matargeseti kl. 21.00 Verð kr. 1.200,-
Miða- og borðapantanir í síma 687111 eftir kl. 13.00.
HOm T^íiAND