Morgunblaðið - 02.03.1994, Page 42

Morgunblaðið - 02.03.1994, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1994 SUND Heimsmeist- ariféllá lyfjaprófi Kínverska stúlkan Zhong Weiyue, sem setti tvö heims- met á heimsbikarmótinu í Peking í janúar, féll á lyfjaprófi, sem þar var tekið, og var dæmd í tveggja ára keppnisbann auk þess sem heimsmet hennar á mótinu voru ógilt. Stúlkan, sem er 18 ára, synti 50 m flugsund á 26,44 sek. og bætti heimsmet Angelu Kennedy frá Ástralíu um 0,49. sek. 100 metra flugsund fór hún á 58,71 og bætti 12 ára met Mary Meag- her frá Bandaríkjunum. Alþjóða sundsambandið gaf frá sér til- kynningu um málið, en greindi ekki frá hvaða efni stúlkan hefði notað. HANDKNATTLEIKUR Sigbjörn Óskarsson, þjálfari Eyjamanna, í sjö mánaða keppnisbann Eyjamenn og KR-ingar leika fyrir luktum dyrum AGANEFND HSÍ úrskurðaði Sigbjörn Óskarsson, leikmann og þjálfara ÍBV, í rúmlega sjö mánaða keppnisbann fyrir óíþróttamannslega frámkomu í leik ÍBV og Víkings sem fram fór íVestmannaeyjum 23. febrúar sfðastliðinn. Bannið tekur gildi á hádegi á morgun, fimmtudag, og stendurtil 15. október f haust. Hann getur því leikið með og stjórnað ÍBV gegn KR í kvöld áður en hann tekur út bannið. Hjörleifur Þórðarson, formaður aganefndar HSÍ, sagði við Morgunblaðið að Sigbjörn hafi vís- vitandi hrint öðrum dómara leiks- ins og kæmi það m.a. greinilega fram á myndbandi úr leiknum. Hann sagði að það ýtti undir strangri dóm að Sigbjöm er einnig þjálfari liðsins. „Leiðtogi á að vera fyrirmynd," sagði Hjörleifur. Ekki er hægt að áfrýja úrskurði aganefndar. Mótanefnd HSÍ kom einnig sam- an til fundar í gær og tók fyrir skýrslu eftirlitsamanns HSÍ, Bjöms H. Jóhannessonar, vegna umrædds leiks í Vestmannaeyjum 23. febrúar. Fyrir fundinum lágu einnig skýrslur dómara leiksins og greinagerð frá handknattleiksráði IBV. Urskurður mótanefndar var á þann veg, að leikur ÍBV og KR í 1. deild karla í Vestmannaeyjum í kvöld yrði spilaður fyrir luktum dyrum. Að því leiðir að einungis eftirtaldir aðilar mega vera við- staddir leikinn: 14 leikmenn úr hvom liði, 4 starfsmenn hvors liðs, einn starfsmaður með þvegil, 2 starfsmenn leiksins, þ.e. tímavörð- ur og ritari, fulltrúar HSÍ og tveir fréttamenn frá hveijum fjölmiðli sem ætlar að fjalla um leikinn. Mótanefnd byggir ákvörðun sína m.a. á þeim reglum sem móta- nefnd hefur sett framkvæmdarað- ila leikja um umgjörð, öryggi og eftirlit. „í síðustu tveimur heima- leikjum ÍBV áttu sér atvik, sem ekki verður við unað,“ segir í fráttatilkynningu mótanefndar. KNATTSPYRNA ÚRSLIT Venables velur þrjá nýliða - og kallar Peter Beardsley aftur í enska landsliðshópinn, eftir þriggja ára fjarveru TERRY Venables hefur til- kynntfyrsta landsliðshóp sinn. Hann valdi 18 leikmenn vegna æfingaleiks við Dani á Wembl- ey í næstu viku og eru þrír nýliðar í hópnum; Matthew Le Tissier, miðherji Southampton, Darren Anderton, kantmaður hjá Tottenham, og Graeme Le Saux, bakvörður hjá Blackburn. Venables valdi einnig Peter Beardsley, sem er 33 ára, og á 49 landsleiki að baki og lék síðast í marl991, en 10 leikmenn, sem Graham Taylor valdi í hópinn fyrir síðasta landsleik sinn, gegn San Marínó í nóvember s.l., eru útí kuldanum, þar á meðal markvörð- urinn Chris Woods, Carlton Palmer, Lee Dixon, Andy Sinton og John Barnes. „Ég þekki fæsta þessara leik- manna, en því minni hópur, þeim mun auðveldari verða kynnin," sagði Venables um valið. „Þetta er hópur úrvalsmanna og ég vil að samkeppni ríki.“ Athygli vakti að Venables hélt Stuart Pearce inni, en þjálfarinn vildi ekki segja hvort hann yrði áfram fyrirliði. Leikmaður frá Erm- arsundseyjum hefur ekki leikið með A-liði Englands, en Le Tissier frá Guemsey og Le Saux frá Jersey geta breytt því. Þeir hafa þekkst frá því þeir voru í skóla og léku saman með B-liði Englands í sex mínútur í Moskvu fyrir tveimur árum. Eftirtaldir leikmenn eru í hópnum: David Seaman, Arsenal, Tim Flow- ers, Blackbum; Paul Parker, Man. Utd., Rob Jones, Liverpool, Stuart Pearce, Nott. For., Graeme Le Saux, Blackburn, Tony Adams, Arsenal, Gary Pallister, Man. Utd., Des Wal- KomlA tll mín og þið munið gleðjast...getur Terry Venables verið að segja, þar sem hann standur á Wembley-leikvang- inum. Reiknað er með fullu húsi áhorfenda á fyrsta landsleik Englands undir hans stjóm — gegn Dönum í næstu viku. ker, Sheff. Wed., Darren Anderton, Tottenham, Paul Gascoigne, Lazíó, Paul Ince, Man. Utd., David Batty, Blackbum, David Platt, Sampdoría, Matthew Le Tissier, Southampton, Alan Shearer, Blackbum, Les Ferdin- and, QPR og Peter Beardsley, Newc'- astle. Terry Venables er með ýmsar hugmyndir í sambandi við undir- búning liðs síns fyrir Evrópukeppni landsliða í Englandi 1994 — og segir að ef erfitt verði að fá lands- leiki, þá myndi hann reyna að fá vináttuleiki gegn sterkustu félags- liðum heims, eins og AC Milan og Barcelona. Venables þekkir vel til hjá Barcelona, en hann þjálfaði fé- lagið á áram áður, en undir hans stjóm varð Barcelona Spánarmeist- ari 1985. Breytingar hjá Fram Reykjavfkurmótið hefst 20. mars JT_ IR-ingar mæta KR- ingum í fyrsta leik Reylcjavfkurmótið í knattspymu hefst á gervigra8vellinum í Laugardal 20. mars með leik ÍR og KR. Nýtt fyrirkomulag er nú á mótinu, leikið er í tveimur deildum — A og B-deild. Þau sex lið sem leika í A-deild, eru ÍR, KR, Valur, Víkingur, Fram og Fylkir. í B-deild leika Ármann, Þróttur; Leiknir, Léttir, Fjölnir og Árvakur. TvÖ efstu liðin í hvorri deild, leika sfðan hreinan úrslitaleik. Úrslita- leikurinn í A-deild verður 14. maí, en í B-deild 15. maí. Neðsta liðið í A-deild fellur f B-deild, en efsta lið- ið í B-deild færist upp. Aðrir leikir í 1. umferð A-deild- ar, eru: Valur - Víkingur og Fran - Fylkir. Fyrstu leikirnir í B-deild eru: Ármann - Þróttur, Leiknir - Léttir og Fjölnir - Árvakur. Þetta verður í 78. sinn sem keppt verður um Reykjavíkurmeistaratit- ilinn, en Knattspymuráð Reykjavík- ur verður 75 ára á árinu. Talsverðar breytingar hafa orðið á stjórn Knattspymudeild Fram, en aðalfundir deildarinnar var sl. föstudag. Halldór B. Jóns- son, formaður deildarinnar sl. tólf ár, gaf ekki kost á sér til endur- kjörs. Halldór B. verður í varastjórn ásamt Alberti Sævari Guðmunds- syni og Ólafi Orrasyni, sem hafa lengi átt sæti í aðalstjórn, en gáfu ekki kost á sér. Ólafur í 17 ár, en Albert Sævar í 11 ár. Eyjólfur Berg- þórsson, varaformaður, gaf ekki kost á sér til endurkjörs, en situr Tiú í landsliðsnefnd KSÍ. Eyjólfur hefur verið í stjóminni í 17 ár, lengi sem formaður meistaraflokksráðs. Þá lét Kristbjörn Þorkelsson, sem hefur setið í unglingaráði frá 1979 og síðan í stjórn, einnig af störfum. Ólafur Helgi Árnason, sem var gjaldkeri sl. ár, tók við formennsku deildarinnar, en nýir menn inn í stjórnina eru Þröstur Sigurðsson, varaformaður, Svavar Hilmarsson, ritari og Vilhjálmur Sigurhjartar- son, gjaldkeri, allir uppaldir Fram- arar. Albert Þór Jónsson, sem var meðstjómandi, er spjaldskrárritari, en meðstjórnendur áfram eru Gunn- ar Guðjónsson og Ragnar Ingólfs- son. Jóhann G. Kristinsson er áfram framkvæmdastjóri deildarinnar. Leiðrétting um skotfimi Morgunblaðinu hefur borsti eftir- farandi bréf frá Carli J. Ei- ríkssyni, skotmanni úr UMFA: „Enn einu sinni veður stjórn Skot- sambands íslandg fram á ritvöllinn með ósanna „fréttatilkynningu". Í Mbl. 22. febrúar 1994 segir að árang- ur Ólafs Jacobssonar (sem hefur búið í Svíþjóð í mörg ár), 575 stig í lof- skammbyssu, sé „tvímælalaust besti árangur skotmanns hér á landi á þessu keppnistímabili." Sannleikurinn er sá að 575 stig í loftskammbyssu svarar til 48. sætis af 100 keppendum skv. töflum úr meðaltali þriggja sterkustu móta í heimi. Á Landsmóti Skotsambandsins 11. desember 1993 var árangurinn 592 stig í riffílskotfimi, á Flokka- meistaramóti Skotsambandsins 6. febrúar 1994 var árangurinn 593 stig í sömu grein og á Landsmóti Skotsambandsins 12. feb. 1994 var árangurinn 592 stig í sömu grein. 593 stig svara til 34. sætis í áður- nefndum töflum og eru því fjórtán sætum ofar en 575 stig í loftskamm- byssu og 592 stig eru einnig ofar. Hve lengi skyldu lesendur þurfa að þola ósannar fréttatilkynningar Skotsambands íslands?" Knattspyrna Evrópukeppni bikarhafa Lissabon, Portúgal: Benfica - Bayer Leverkusen...1:1 Isaias Soares (90.) — Marcus Happe (64.). 85.000. UEFA-keppnin Dortmund, Þýskaland: Dortmund - Inter Mílanó.........1:3 Schulz (83.) — Jonk 2 (33., 36.), Chalimov (88.). 35.800. Sardinía, ítaliu: Cagliari - Juventus.............1:0 Julio Cesar Dely Valdes (60.). 25.000. England 1. DEILD: Notts County - Barnsley.........3:1 Skotland Bikarkeppnin: St. Johnstone - Stirling........3:3 Motherwell - Dundee Utd.........0:1 - Brian Welsh (67.) 10.882. Úrvalsdeildin: Celtic - Kilmarnock.............1:0 Dundee - Hearts.................0:2 Körfuknattleikur NBA-deildin Leikir aðfaranótt þriðjudags: Chicago - Cleveland...........81:89 ■Brad Daugherty, Larry Nance og John Battie léku ekki með Cleveland vegna meiðsla, en liðið hélt áfram á sigurbraut og sigraði í sjöunda leiknum í röð. Mark Price gerði 19 stig og Bobby Phills 17, en B.j. Armstrong var með 20 stig fyrir Chicago og Scottie Pippen 18 stig. Chicago sigraði í 18 heimaleikjum og tapaði tveimur fyrir stjömuleikinn, en hefur nú tapað fjóram af síðustu sex heimaleikjum. Utah - Houston..................89:85 ■John Stockton jafnaði 83:83 með þriggja stiga körfu, þegar 2.36 min. vora til leiks- loka og gerði alls 17 stig fyrir Utah, en Karl Malone var með 18 stig í þessum sjötta sigurleik liðsins i röð. Hakeem Ol^juwon skoraði 20 stig fyrir Houston og Kenny Smith 12 stig. Íshokkí NHL-deildin Leikir aðfararnótt þriðjudags: Florida - Pittsburgh.................3:4 New Jersey - St Louis................5:1 NY Rangers - Philadelphia............4:1 Ottawa - Toronto.....................1:4 Winnipeg - San Jose..................3:3 Los Angeles - Montreal............. 3:3 ■Tveir síðustu leikirnir eftir framlengingu. í kvöld Handknattleikur 1. deild karla: KA-hús: KA - Stjaman ...20.30 Selfoss: Selfoss - Víkingur... 20 Seljaskóli: lR - UMFA 20 Strandgata: Haukar - Þór 20 Hlíðarendi: Valur-FH 20 Eyjar: ÍBV - KR 20 Körfuknattleikur Úrvalsdeildin: Hólmurinn: Snæfell - Valur.. 20 FELAGSLIF Herrakvöld Stjömunnar Herrakvöld Stjörnunnar verður haldið að Garðaholti á föstudáginn og hefst kl. 19.30. Halldór Blöndal landbúnaðar- og sam- gönguráðherra verður heiðursgestur kvöldsins. Sala aðgöngumiða er í Stjörnu- heimilinu. Miðnæturmót HK Miðnæturmót HK í innanhússknattspyrnu verður haldið i Digranesi í Kópavogi 4. - 5. mars. Mótið hefst á föstudagskvöldið og er leikið fram á nótt. Uppiýsingar og skrán- ing i s. 667651 (Kristján).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.