Morgunblaðið - 04.03.1994, Síða 10

Morgunblaðið - 04.03.1994, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1994 Signý og Þóra Fríða Sæmundsdætur. Signý Sæmundsdóttir og Þóra Fríða á Háskólatónleikum Tónlist____________ Ragnar Björnsson Á hádegistónleikum í Norræna húsinu sl. miðvikudag gat að heyra söngva sem sjaldan eða aldrei hafa heyrst hérlendis fyrr en nú. Signý á lof skilið fyrir það framtak. Aðeins fáir söngvarar geta leyft sér að koma með algjör- lega óþekkta efnisskrá, þar sem ekki einu sinni eitt lag er kunnug- legt, en Signý er búin að festa sig svo í sessi fyrir listrænan flutning, að hún getur leyft sér dirfskuna. Hans Pfitzner, tón- smíðakennari, píanóleikari, leik- stjóri, hljómsveitarstjóri víða í Evrópu, mikilvirkt tónskáld, hvílir nú í heiðursgrafreit í Vínarborg, dáinn um miðja tuttugustu öldina, átti fyrstu fjögur lögin á efnis- skránni. Hér mun hafa verið um lagagerð að ræða frá námsárum Pfitzners og báru lögin merki þess, hljómagangur og upplausnir einhvern veginn hugmyndasnauð- ar og lítið spennandi og gátu flytj- endur litlu þar um bætt. Alma Mahler, sú um margt umtalaða dama og um tíma eiginkona Gu- stafs Mahlers, var aftur á móti spennandi að kynnast í lögunum hennar fjórum, Die stille Stadt, Laue Sommernacht, Bei dir ist es traut og Ich wandle unter Blum- en. Fróðlegt væri að vita ástæðu þess að eiginmaður hennar, G. Mahler, skyldi banna henni að skrifa músík, aðra en þá sem hann lét hana afrita eftir hann sjálfan, en lögin fjögur eru sterk- ir persónulegir einstaklingar, að vísu með nokkur einkenni frá öðr- um tónhöfundum, en góð tónskáld losna aldrei við einhver slík ein- kenni. En þar hafa auðsjáanlega miklir hæfileikar verið lamdir nið- ur. Þær systur Signý og Fríða luku hálftímanum með þrem lög- um eftir Joseph Marx, dáinn 1964v Undirritaður þekkir ekki þennan höfund, en hér var um ágætlega gerð þrjú lög að ræða, sem alls ekki voru auðveld í flutningi fyrir söngvarann. Signý Sæmundsdótt- ir, söngkona, eins og hún titlar sig í efnisskrá, er löngu búin að sanna sitt ágæti. Þó verður söngv- ari með stóra rödd að hafa vaðið fyrir neðan sig í litlum sal og hættan er að línur allar verði of stórar. Dýnamísk uppbygging verður stórri rödd í litlum sal miklu meira vandamál en lítilli rödd, á þessu fannst mér kannske Signý aðeins brenna sig. En þakk- ir á Signý fyrir að kynna okkur verk þessara þriggja tónhöfunda og miklu fróðari fór maður en kom. Hlutur Þóru Fríðu bauð að þessu sinni ekki upp á mikil átök. LANGHOLTSKIRKJA: Aft- ansöngur kl. 18. LAUGARNESKIRKJA: Mæðra- og feðramorgunn kl. 10-12. SELJAKIRKJA: Fyrirbæna- stund í kirkjunni í dag kl. 18. Fyrirbænaefnum veitt mót- taka á skrifstofu safnaðarins. Öllum opið. GRAFARVOGSSÖFNUÐ- UR: Visitasía biskups íslands hr. Ólafs Skúlasonar. í dag heimsækir biskup Heilsu- gæsluna í Grafarvogi, Tón- listarskóla Grafarvogs, Skóladagheimilið Foldakot og hjúkrunarheimilið Eir, hvar hann mun heilsa upp á heimil- isfólk. HAFNARFJARÐAR- KIRKJA: Kristin trú og stjörnuspeki. Fræðsluerindi sr. Þórhalls Heimissonar kl. 11 laugardagsmorgun í safn- aðarathvarfinu, Suðurgötu 11. Léttur hádegisverður. SJÖUNDA dags aðventist- ar á íslandi: A laugardag: AÐVENTKIRKJAN, Ing- ólfsstræti 19: Biblíurann- sókn kl. 9.45. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Ulv Gust- afsson. SAFNAÐARHEIMILI að- ventista, Blikabraut 2, Keflavík: Guðsþjónusta kl. 10.15. Biblíurannsókn að guðsþjónustu lokinni. Ræðu- maður David West. SAFNAÐARHEIMILI að- ventista, Gagnheiði 40, Sel- fossi: Guðsþjónusta kl. 10. Biblíurannsókn að guðsþjón- ustu lokinni. Umsjón: Ung- mennafélagið. AÐVENTKIRKJAN, Brekastíg 17, Vestmanna- eyjum: Biblíurannsókn kl. 10. AÐVENTSÖFNUÐURINN, Hafnarfirði, Góðtemplara- húsinu, Suðurgötu 7: Sam- koma kl. 10. Ræðumaður Steinþór Þórðarson. Stuttmyndin Byron frumsýnd í Tjarnarbíói í kvöld Eilífðar ljósapera og íslenskt þjóðfélag BYRON heitir stuttmynd sem frumsýnd verður í Tjarnarbíói í kvöld klukkan níu. Hún fjallar um eilífa ljósaperu sem öðlast sjálfsvitund, eins og aðstandend- ur myndarinnar orða það. Þeir eru kvikmyndagerðarmennirnir Guðmundur Karl Björnsson og Þorvarður Árnason og svo Magnús Sigurður Guðmundsson myndlistarmaður. Þorkell Harð- arson sá um leikmynd en tónlist í myndinni er eftir Steingrím E. Guðmundsson og Einar Jóns- son. Allir þessir menn um eina ljósaperu og eilífa í ofanálag, það þarfnast skýringar og Þor- varður gefur hana. Grunnhugmyndin er að hans sögn úr bók eftir Thomas Pync- hon, Gravities Rainbow. „Þar er kafli um ljósaperuna Byron í Hitl- ers-Þýskalandi. Hún endist og end- ist og öðlast smám saman sjálfsvit- und og fylgist með hremmingum í landinu á þessum tíma. í hand- riti Guðmundar Karls, sem leik- stýrði líka myndinni, hefur peran borist til íslands og lent í skrif- borðslampa grúskara. Sá safnar blaðaúrklippum og peran fær hug- myndir um íslenskt þjóðfélag við lestur þeirra. Þegar handritið varð til var ríkisstjóm Steingríms Hermanns- sonar við völd og peran telur frétt- ir af stjórninni fjalla um NFSL, nefndina um frávik meðal sjálfgló- andi ljósgjafa. Peran er haldin léttu ofsóknarbijálæði og álítur að nefndin vilji eyða henni. Hún lend- ir raunar í hrakningum, er stolið oftar en einu sinni og oftar en tvisvar af ýmis konar karakterum og hafnar hjá presti með nokkuð einstrengingslegar skoðanir. En þá hefur Byron séð margt. „Þetta er auðvitað óhefðbundinn söguþráður," segir Þorvarður, „og tæknivinnan er óvenjuleg líka. Eg ber sem tökumaður mesta ábyrgð á henni og hef verið að prófa mig áfram með formið. Við notum svart-hvíta fílmu og höfum frekar dramatíska lýsingu svo eitthvað sé nú nefnt, þetta er eiginlega leik- in mynd með tilraunaívafi. Við höfum unnið að henni eftir föngum og með öðru, viljum enda leggja okkar skerf til að halda uppi stutt- myndagerð á filmu. Hún gefur allt aðra og meiri möguleika en vídeó- ið.“ Af sjö nafngreindum leikendum í myndinni eru Þröstur Guðbjarts- son og Guðmundur Rúnar Lúðvíks- son þekktastir og margir munu kannast við rödd sögumannsins Erlings Gíslasonar. Myndin var tekin fyrir tveim árum og klippt í fyrravor. Síðan tók eftirvinnsla við og nú er loksins komið til kasta áhorfenda. Þeir geta séð Byron í Tjarnarbíói klukkan 21 og klukkan 22 í kvöld og sömu tímum á mánu- dag, miðvikudag og föstudag í næstu viku. Þ.Þ. HAFIÐ _________Leiklist Sverrir Páll Erlendsson Leikfélag Dalvíkur: Hafið. Höf- undur: Olafur Haukur Símon- arson. Leikstjóri: Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Ljósa- gerð: Ingvar Björnsson. Leik- mynd og búningar: Leikfélag Dalvíkur. Einn af reglulegum þáttum í félags- og menningarstarfi í mörgum byggðarlögum hefur um árabil verið leiklist. Um þessar mundir eru fimmtíu ár liðin síðan Leikfélag Dalvíkur var stofnað og til marks um það hversu blóm- leg starfsemin hefur verið á þess- ari hálfu öld er að sýningar fé- lagsins nema hálfum sjötta tug. Aðeins §ögur ár hafa sýningar fallið niður en alloft hafa verið góð ár þar sem sýnd hafa verið fleiri en eitt verkefni. Verkefnaskrá Leikfélags Dal- víkur er dæmigerð fyrir viðfangs- efni, leikfélaganna á landinu, framan af einkum þýddir gaman- leikir auk klassískra íslenskra verka en síðustu tvo áratugina eru áberandi ný og nýleg leikrit, oft krefjandi verk af alvarlegu tagi. Má því segja að áherslan hafí færst yfir á listræn boðskap- arverk í stað afþreyingar, afþrey- ingarverkin að minnsta kosti orð- in í minnihluta miðað við það sem áður ríkti. Leikfélag Dalvíkur minnist hálfrar aldar afmælisins með myndarskap og færir á svið ný- legt íslenskt leikrit, Hafíð, eftir Ólaf Hauk Símonarson. Leikritið hefur notið mikillar hylli, var fyrst sýnt í Þjóðleikhúsinu við prýðilega aðsókn og undirtektir, hlaut Menningarverðlaun DV og er til- nefnt til Norrænu leikskáldaverð- launanna. Má því segja að ekki sé ráðist á garðinn þar^sem hann er lægstur. I Hafínu fjallar höfundur um mörg mál sem brenna heitt á nútímasamfélagi okkar, meðai annars togstreitu ólíkra kynslóða, togstreitu dreifbýlis og þéttbýlis, sanngirni, heiðarleika, mannlega reisn og sjálfstæði einstaklingsins og andhverfu alls þessa, svo eitt- hvað sé talið. Viðfangsefnið er þannig ekkert nýtt heldur hefð- bundið og dæmigert en á ef til vill meira erindi til okkar eins og nú árar en á öðrum tímum. Til þess að skerpa alvöru máls- ins beitir höfundur töluvert háði, skopi, hvatskeytni og grófu orð- bragði. Þar varðar miklu að úr- vinnsla leikstjóra og áherslur í sýningu séu í því hófi að þessar tjáningarleiðir beri sjálft verkið og boðskap þess ekki ofurliði. Hér reynir sem vonlegt er meira á leikstjóra hjá áhugaleikhúsi en meðal atvinnumanna. Eins og fyrr segir er viðfangs- efnið verðugt en útfærslan verkar nokkuð klisjukennd og varla eins sannfærandi og vegtyllur verks- ins gefa tilefni til að álykta. Slíkt færist á reikning höfundar. Hafið gerist á heimili hálfsjö- tugs sjómanns og útgerðarmanns, Þórðar Haraldssonar. Þar á bæ búa auk Þórðar Kristín, sambýlis- kona hans og fyrrum mágkona, Katrín, móðir hans, María, dóttir. Kristínar, og fóstursonurinn Bergur. Aðrar persónur eru börn Þórðar fimm, burtflutt, og makar þeirra. Þessi fjölskylduleikur ger- ist um áramót þegar Þórður hefur kallað til ættina til þess að gera grein fyrir breytingum á högum sínum. Eins ólíkur og ósamstæður og barnahópurinn er er þess ekki að vænta að sátt ríki um ætlunar- verk föðurins, en sú saga verður ekki rakin nánar hér. Þórður er holdgervingur þeirra sem halda vilja hefðbundinni byggðaskipan, öllu ráða og engu breyta, eins konar Bjartur í Sum- arhúsum sjávarplássanna. Þenn- an skapstirða föður leikur Krist- ján Hjartarson af alvöru og festu. Guðný Bjamadóttir fer af var- færni með hlutverk Kristínar, sambýliskonu hans, sem gengið hefur í húsmóðurhlutverkið að systur sinni fráfallinni og geymir með sér leyndarmál ættarinnar. Katrín, hin aldna móðir sem hefur allt á hornum sér og sífellt ýfír upp öll sár, er skoplega vel leikin af Þórunni Þórðardóttur, sem hér stígur fyrstu skref sín á sviði. Sá sem meginhluti leiksýningarinnar snýst um er uppgjafarflugmaður- inn Jón, sonur Þórðar. Hann er hér í höndum Björns Björnssonar, sem er þvílíkur leikari að það er sem tindri hver hans taug. Enda þótt hvergi bregði fyrir áreynslu eða ofleik er leikur hans sterkur og sannfærandi í hvívetna. Því fer ekki hjá því að smærri hlut- verk og litminni frá höfundar hendi falii nokkuð í skugga í höndum óstyrkari leikenda. Varginn Ragnheiði, systur Jóns, leikur Ingveldur Lára Þórð- ardóttir með góðum tilþrifum. Mann hennar, Guðmund, kúgað- an og fremur vitgrannan, leikur Arnar Símonarson skoplega. Har- aldur Þórðarson var svolítið óör- uggur forstjóri hjá Steinþóri Steingrímssyni. Táninginn Mariu, dóttur Kristínar, Iék Lovísa María Sigurgeirsdóttir væmnislaust og vel. Önnur hlutverk eru smá, meðal annarra dæmigerðar eiginkonur sem stundum eru eins og til upp- fyllingar í leikritum, hér Áslaug og Lóa, sem Helga Matthíasdóttir og Elín Gunnarsdóttir gerðu eins góð skil og ætlast má til, náms- maðurinn frá útlöndum, sonurinn Ágúst, sem var óþarflega óstyrk- ur í meðförum Birkis Bragason- ar, fóstursonurinn Bergur, sem er afar lítið hlutverk en vel leikið, sérstaklega í fyrri innkomu hjá Sigurbirni Hjörleifssyni, og skáld- ið, kennarinn og kvenréttindakon- an Hjördís Þórðardóttir, sem Helga Steinunn Hauksdóttir skil- aði með góðu látæði. Sýning Leikfélags Dalvíkur á Hafínu er góð kvöldskemmtun. Hins vegar hefði leikstjóri mátt jafna áferð á sýningunni og áherslur á efni verksins. Hér er meðal annars um að ræða hversu sterkt og ávirkt skopið á að vera, hversu leiðandi groddalegur tals- máti er og hve mikið á að velta sér upp úr einstökum litlum atrið- um eins og gramsinu í reytum hins látna, svo dæmi sé nefnt. Enda þótt hér sé bent á fáeinar misfellur skal því ekki gleymt að- þessi kvöldskemmtun í vinalegu leikhúsi Dalvíkinga á fimm- tugsafmæli félagsins er afrek áhugaleikhúss og hér gera marg- ir leikendanna ekki lakar og jafn- vel betur en oft má sjá í leikhús- um þar sem fólk hefur það að atvinnu að bregða sér í annarra gervi. Því er ástæða til að óska Leikfélagi Dalvíkur til hamingju á þessum tímamótum og óska þess jafnframt að það hafí betur en sjónvörp og myndbönd í sam- keppninni um athygli fólks nær og fja:r.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.